Alþýðublaðið - 24.12.1945, Blaðsíða 43

Alþýðublaðið - 24.12.1945, Blaðsíða 43
Jólahlað Alþýðublaðsins . 43 rótum sem afnema bæri. Þá hafði ég hugsað til þess með sælukenndum hrolli, að í framtíðinni mundi ég ekki eyða jólunum við slíkt fánýti, heldur í hópi vaskra drengja á hafi úti við karlmannleg störf, eða í erlendum höfnum meðal framandi þjóða. Nú var þetta orðinn veruleiki — og satt að segja býsna grár veruleiki og harla áþekkur umhverfinu, sem um- lukti mig. Nú hugsaði ég með trega heim til ættingja og vina En s érstklega greinilega stóðu mér fyr- ir hugskotssjónum jólin heima í litlu sveitabaðstof- unni hjá pabba og mömmu, þegar ég var lítill dreng- ur og mamma var enn þá á lífi. Þá voru jól, og þá var jólahátíðin meira en ytra prjál, þrátt fyrir efni af skornum skammti. Nú var ég kominn til sjós, hlut- gengur sjómaður í hópi vaskra drengja. Það hafði lengi verið þrá mín og takmark, en var ég þá ham- ingjusamur nú, þegar þessu takmarki var náð? ÉG VAR VAKINN af þessum hugsunum við það, að lemstraður sjófugl féll niður við fætur mér. Mér varð bilt við. Sjófuglinn var vinur minn eins og apnarra íslenzkra sjómanna; í mínum augum var lemstraður fugl sorgarsjón, sem vakti mér óhugn- an og svo mun um flesta íslenzka sjómenn. En hér voru fleiri en íslendingar innan borðs. Hinn deyjandi fugl kom úr höndum erlends kyndara, sem stóð aftur á skipinu og veiddi veiðibjöllur og „Múkka“ í háf. Hann gætti þess ekki að aflífa fuglana hreinlega, — svo mikill var veiðihugur hans. Kyndarinn var óðar búinn að veiða annan og þann þriðja, hann bein- línis hlóð um sig valkesti af dauðum og deyjandi fuglum. Mér rann í skap og sagði við manninn á máli, sem við skildum báðir: „Svona byrjar þú jólin, bölv- aður níðingurinn. Þú ættir að vera trúaðri af- hrakið þitt, sem sífellt ert jarmandi sálma og fyr- irbænir. Hræsnari með guðsorð á vörum, sem ræðst á handgengna vini. olkkar sjómanna og myrðir þá á sjálft aðfangadagskvöld.” Kyndarinn var ljúf- mennskan sjálf. Hann svaraði: „En þið þarna fram á? Eruð. þið ekki að veiða þorska í þúsundatali þrátt fyrir jólin? Það er nú ekki svo beysið fæðið hérna hjá blessuðum „stúartinum“, að manni veiti af því að gera sér dagamun um jólin; blessaður „Múkkinn“ er bezti matur undir sólinni. Ég hugsa, að þú hafir lyst á honum um hádegið á morgun eins og ég.“ Ég tók flalningshníf minn og hélt fram á dekk i aðgerðina án þess að eyða fleiri orðum við fygl- inginn. Aðgerðin stóð nú sem hæst. Vindhviðurnar urðu brátt tíðari og kraftmeiri. Eftir drykklanga stund var komið rok. „Híf opp“, kallaði skipstjórinn. Þegar varpan kom upp að síðunum í þetta sinn, var hún tóm, pokinn hafði rifnað. Botnvarpan var nú tekin inn í skyndi og bundin föst. Lokið var við að gera að fiskinum, lúkur skálkaðar, lífrartunnur og al't lausilégt bundið eftir föngum. ÖIl þessi vinna gekk með undra hraða, þrátt fyrir vaxandi ofviðri og stórsjó. Meðan gengið var frá ölu ofan þilja, var skipinu andæft upp 5. vind og sjó með hæfilegri ferð. En þegar því var lokið, var skipinu snúið til lands og lagt af stað í landvar með bálfri ferð. Vindur og sjór voru þá á skipið flatt, því að vindurinn var af norðausíri. Vindur og sjór júkust en að mun, og eftir að si'glt hafði verið um hríð tií lamds, var komið fár- viðri. Skipið 'lá þá í sífel'lu undir áfölium og tók stundum sjó á brúarvæng'- til hlés. Skipstjóri srneri því skipinu upp í sjó og vind, en svo var vindhæðin mikil, að ,.stímia“ varð með fullri ferð til þess að skipið léti að stjórn. Umi kl. 10 á aðfangadagskvöld, var komið það hvassviðri, að skipstjóri banniaði alla uixnferð á milli hásetaklefa og brúarinnar og afitur- skipsins. Þeir hásetar, semi frammí voru, urðu því að svelta á meðan umferðarbannið hélzt, en 'þeir, sem aftur í voru, uirðu að stjórna skipinu' ftil' sikiptis. Þegar s'kipt var um vörð í brúnni, fóru menn niöur á „fírplássið.“ um „fírplásslúguna", því að ekki þótti fært aið fara „keisinn“. Fyrsti stýrimaðux var á verði, þegar ófært varð á milili. Varð hann því mieð aðstoð þeirra, sem bjuigigu aftur í skipinu, að hafa vörð þar til veðrinu silotaði. Veðrið hélzt óbreytt alla aðfangadagsnóttina, jóla- daginn og fram yfir miðinætti á jólanóttina. Þá slotaði veðrinu nokkuð, en sjóinn lægði skyndilega. Stöðvaði þá skipstjóri skipið og lét kalla alla hásetana út til þess að vinna að því að lagfæra það, sem aflaga hafði farið ÉG VAR í HÓPI ÞEIRRA, sem í hásetaklefanum voru, og orðinn allhjallihanginn eins og fleiri. Lí'ðanin í hásetaklefanum var hin verst'a. í byrjun veðursins tók reykpípuna af ofninum og gekk sjór að staðaldri niður um opið, svo að ógerningur var að kynda ofn- inn; varð þvií brátt kalt í 'hásetaklefanum, Þar við bættist það, að sjórinn, sem helltist niður í ofninn, bleytti allt gólfið. Skipið hjó gríðarleiga þegar því var „barið“ upp í sjóinn; maður kastaðist iðulega upp í botninn á næstu „koju“ fyrir ofan sig, svo að svefnsamt varð manni ekki. Akkeriskeðjiurnar lömd- ust í keðjurörunum og gerðu mikinn hávaða. Sult- urinn tók að sverfa að mÖTmuin, þegar fram á jóla- daginn kom. Einn hásetanna fór þá upp og hugðist 'brjóta Siamgöngubannið og sækja sér næringu. Hann komst aftur að „formastri“, þar sneri hann aftur, eftir skipuin sfcipstjórans, sem sá hann úr brúar- gluigganum. Eftir ófarir hans ákváðu allir, að taka s.ultinum með þögn og þolinmiæði og freista ekki að brjóta uimferðar'bannið. Við vorum þvá barla kvið- dregnir, þegar við vorum> kaHaðir upp, en aftur í var ekki. mataríegt. „Kahyssan“ var steindauð, pott'ar og katlar á tjá og tundri um eldhúsið. Þeir, sem aftuir í höfðu verið, sögðu oikkuir þá sö.gu af matarvístinni, að kokkurinn hefði aldrei risið úr reldvj.u á jóladaginn, hanin hafði talið víst, að fierðin endaði á mararbotni og engu skipti, hvort menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.