Alþýðublaðið - 24.12.1945, Side 45

Alþýðublaðið - 24.12.1945, Side 45
Jélablað 'Alþý&ublaðsins 4§ Sigrid JJndset: * Irsk konyngsdótfir — riorskur Hún óx .upp. varð eirukiar fríð og að saraa skapi gáfum gædd, og brátt vairð henni ljóst, lað hún vildi engium öðrum helga líf sitt ©n Jesú Kristi. Eins og svo al'gengt var um börn írskra höfðingja, var Sunn- eva alin upp í klaustri, sem stóð í landareign, er ætt- fólk hennar hafði gefið. Síðar meir skyldi hún verða a'bbadís klaustursins. Áðúr ien af slíkui gæti orðið, lézt faðír hennar, og það varð hlutskipti hinnar ungu fconuíngsdióttur, að stjórna rííki hans með aðstoð vina sinna og skyldmenna. Þá rennidi heiðinn víkingahöfðingi nokkur hýru auga til þesse. ríkis, sem lagleg og ógift stúlfca réði yfir og átti að verja. Það hafði áður komið fyrir á írlandi, að höfðingjarnir sæu sér hag í því, að kvæna framandi víkinga inn í ættir sínar til þess að láta þá verjia landareignina fyrir árásum annarra víkinga. Þessi ókuuni höfðingi fór í bónorðsför til Sunnevu, en hún sagði nei. Þá réðist hann á land hennar, mest til þess að hræða hana og fá hana til að samþykkja bónorðið. En Sunneva var bundin loforði við guð, og gat ekki gifzt. Hún fcallaði meun til fundiar við sig og sagði við þá eftirfariandi: ,,Ég hef kallað ykkur hingað, beztu vini mín;a, til þess að náðgiast við ykkur um stjórn á ríki þessu, sem ég hef haft á hendi, ásamt ykkur, nú um skeið. Nú hafa vondir menn hrellt mig með því að ráðast á rífcið af slíkri heift sem allir þeir gerai, er sækjast eftir fallvaltri .gleði þessa lífs. Þess vegna vil ég ekki lengur þola raunir og áhyggjúr eins og ambátt, vegna Htilfförlegrar jarðneskrar upphefðar, sem ekki er nleins verð í samanfourði við eilífa sælu. Ég vil sem ættstór kona, frelsa mig undan þessu, og fela mig á vald Herrans Jesú Krists, og allir, sem vilja, mega fylgja mér og ,gjöna slíkt hið sama. Alldr, sem heldur vilja, mega líka verða eftir í fósturlandi sínu, enda þótt ég hverfi sjálf á brott héðan.“ Með þessu hafði hún leyst fólkið undan öllum skyldumi þess við hana sem drottningu. En Sunneva var svo elskuð í landimu, að fjölmargt fólk, bæði menn og konur, vildu yfirgefa jarðir sínar og fylgja henni. Sunneva útvegaði síðan skip. Og þeir, sem vildu fylgja hermi, genigu um borð, vopnlausir og án skrautbúninga. Síðan var haldið til hafs, eins og St. Maccuil hafði gert eftir boði St. Patreks, í bátum., sem hvorki höfðu segl, rár né árar. Sunneva vildi sýna fram á, að hún treysti meira forsjón guðs heldur en ráðum og hjálp mannanna; hún lagði líf sitt og simna í hönd guðs. Það var foans' að senda þau, hvert sem honum þóknaðist. Skipin sigldu út á'reginhaf; straumurinn bar þau norður með Skotlandi. Hiraa sökkhlöðnu báta rak meðfram víkingahælum við Pentlandsfjörð og með fram Orkneyjum. Ef til vill hafa skipshafnirnar einn- ig orðið varar við víkimgaskip sigla í f jarska, og beð- ið til guðs um, að bátarnir sæjust ekki. Fyrr en varði voru Katanes-foiöfðarnir horfnir baik við sjónhring- inn, og þá sást ékker.t annað en hafið og sjófuglarnir, — skýin og þokiuibakkarnir, sem litu út eins og lönd í fjarskamum, en hurfu innan skamrns. Að lokum' var þó gróðurlítil • fjalláströnd fyrir stafni. Sunncva sigldi skipunum sínum þrem fyrst að ströndinni einhvers staðar í Firðafylki, segir í „Acta Sanctorum in Selio,“ en fólkið tók á móti þeim með örvaskotum og grjótkasti. Þetta var ekki sérlega undarleg framkoma. Á þessurn tíimum hafði fólk, sem bjó við ströndina, sjaldan nokkurs góðis að vænta af ókunnugum sjófarendum, — og þessi hrakningss;k;p hafa semnilega Líkzt björgunarfleytum skipbrots víkimga, með hungraða og villta menn iniraaraborðs. Reiði helgra sagna út af þessum móttök- um, sem fólkið veitti hinum' heilögu sjófarendum, er því nokkuð óréttmæt. — En Sunneva varð að láta skip sín á ný reka fyrir straumunum. Þau hrepptu storm og igátu ek-ki lengur fylgzt að. Eitt skipanna mun foafa rekið að Kinn, lítilli eyju, sem liggur úti fyrir Sognfirði. Það stendur svo sem hvergi skráð, að þessir Írar, sem) komu á Kinn, hafi dáið píslarvættis- dauða. Þeir gieta alveg eins hafa lifað þar, svo ein- angraðir á eyjunni, að þeir hafi dáið smám saman út, án þess að af því færu nokkrar sögur. Skip Sunnevu og hitt skipið bárust lengra til norð- urs, unz þau komu á breiðan flóa. Til norðurs blasir við laragur og grár fjallgarður. Utarlega á flóaraum eru nokkrar eyjar; alls staðar meðfram ströndunum, jafnt við meginlandið sem umhverfis eyjarnar, er

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.