Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 6
Jóhhlað "Alþýðuhlaðsins tefeyyfe* a,*' Þeíía er útsýnin frá bænahúsi Omars í Jerúsalem til hins biblíu- fræga Olíufjalls. Neðarlega í hlíð- inni sést kirkjugarður Gyðinga í borginni. ALLT frá tímum biblíunnar hefnr Palestínu, landinu helga, vexið lofað svo mörgum, bæði af almáttugum guðum og ríkisstjórn- um, að nú veit enginn hver raun- verulega á það. Þess vegna er Paléstína enn í dag vettvangur pólitískra og trúarlegra átaka milli meir en 1 000 000 Afaba, 650 000 Gyðinga, 125 000 krist- inna manna og umboðsstjórnar Tel Aviv. Jerúsalem er í raun og veru tveir hlutar, gamli borgarhlutinn innan múranna og hinn nýi utan þeirra. Fyrstu húsin utan við hringmúrinn voru byggð um 1850. Síðem hefur komið þar borg með verzlunarhverfi, glæsilegum búð- um, hótelum, kaffihúsum, sam- komuhúsum, leikhúsum og kvik- myndahúsum. Stór hótel og íbúða byggingar í funkis með görðum og leiksvæðum liggja meðfram malbikuðum götum. Þar er allt, sem hinar 150 þús. íbúa gefca krafizt af nútíma borg. í borgarhlutunum Katamon og Bapa búa Arabar, í Rehavia og Talpioth eiga Gyðingar heima, en í þýzku mýlendunni eru aðallega Englendingar og aðrir erlendir menn. Yið Juliansgötu er Hótel Davíðs konungs beint á móti bæki- stöð K.F.U.M. með fyrirliestrasöl- um, leikhúsum og sundlaug. Ein- kennilega kemur fyrir að á götun- um eru barnaskrúðgöngur trú- boðsskólanna. Það eru smáfcelpur, Palestína er eins og land í hern- aðarástandi. Alls staðar eru her- menn. Á vegum úti og stundum í borgum er umferðabann frá klukkan 6 að kvöldi til kl. 6 að morgni, og einstaka sinnum allan sólarhringinn. Hermenn og lög- regluþjónar hafa réitt rt.il að stöðva bifreiðar og gangandi menn til að rannsaka þá. Skriðdrekar og jepp- ar eru víða úti um borgir og sveit- iv Dninhprnr hvcrcrino'ar I Jaru- salem, nema skrfstofa Araba, Mú- hameðstrúarmannaráðið og um- boðsráð Gyðinga, eru að baki varnarvirkja úr gaddavír og isand- pokum, og í góðri vörzlu hers og lögreglu- Verzlunarhverfið í Jerú- salem með bönkum, sölubúðum og aðalpósthúsum er autt og lokað. Múrað er fyrir dyr og glugga og gaddavírsgirðing utan um hverf- ið. Fólk í Jerúsalem kallar þetta „brezka hernámssvæðið“ og álíka ,.hernámssvæði“ eru í Haifa og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.