Alþýðublaðið - 24.12.1947, Síða 8

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Síða 8
8 ■nuOT— »H!I—— .Jólablað 7Álþýðublaðsins Skálholfsbiskupinn, sem aldrei sá Island RAUNVERULEGIR stórglæfra- menn eru fáix, sem betur fer, þeir menn. sem lag hafa á að villa svo algerlega á sér heimildir, að þeir geti troðið sér fram í fremstu röð í ríki og samfélagi manna og átt hlut að stjórnmálaákvörðunum lands síns án þess að menn sjái í gegnum þá. Slíkur bragðarefur og ævintýramaður var Marcellus. Lék hann svo stórt hlutverk á stjórnarárum Kristjáns konungs fyrsta, að talað er um Marcellus- artímabil eða stjórn Marcellusar. Vitaskuld hélt konungur, að hann gæti haft Marcellus fyrir tromp í spili sínu við páfann, en engin dul verður á það dregin, áð Marcell- usi tókst um árabil að slá ryki í augu konungs með naupi sínu og lygasögum um mannkosti sína og' sambönd. Marcellus er fæddur um 1400 í NieVern nálægt Koblenz. Senni- lega hefur hann stundað a-llmikið nám, þótt hann krítaði liðugt, er hann gortaði af því að hafa lokið prófi f mörgum vísindagreinum. Latínukunnátta hans var góð og sömuleiðis var kirkjuréttur hon- um ekki ókunnur og yfirleitt hafði hann gott Iag á því að ávaxta pund sitt. Alfyrstu klækir hans gefa til kynna næsta frábæran hæfileika til þess að leika á yfirvöld ka- þólsku kirkjunnar. Arið 1.428 var hann í fangelsj í Köln, en Mar- cellus vissi hvernig hann átti að fai'a að því að strjúka og eftir mikla leit og látlausar eftirspurn- ir fannst hann í nunnuklaustri einu, og var hann þá tekinn og settur inn á ný. Dómstóllinn, sem fór með mál hans, var skipaður kardínálanum, erkibiskupnum af Köln, og tveim furstum, og hlaut hanrt fyrir misgerðir sínar æru- missi og ævilanga fangelsisvist. Með skrúðfylkingu var hann flutt- ur nakinn gegnum borgina og hæddur á ýmsan hátt. Hann var settur á gálgapall og meðal þeirra, sem sáu hann þar, var Heinrich Kalteisen magister og há- iskólakennari í borgin.ni. Þeirra fundum bar síðar saman. í fangeisinu ritaði hann bréf á góðri latínu til kardínálans í Eng- landi, en hann var heldur óbón- þýður. Þá leitaði Marcellus á náð- ir ' orkibiskupsins í Köhr, og svo heppilega vildi til, að%ann var þá veikur, og nú var Marcelius ekki aðeins doktor í guðfræði, heldur einnig doktor í 1 æknisfræði, og frá því að vera bandingi hófst hann til þess að vera einkalæknir erkibiskupsins og fékk auk þess tekjudrjúgt prestakall. í þakklæt- Hér segir frá Marcellusí, hinum þýzka ævintýramanni, sem í tólf ár, 1448-1460, var Skálholtsbiskup, en aldrei kom til Is- (ands, hvað þá heldur, að hann sæi nokk- urn tíma biskupssetur sitt. isskyni fyrir greiðami gerði hann eftirlikingu af innsigli erkibisk- upsins og hyggileg hagnýtdng eft- irlíkingarinnar gaf honum drjúg- an skilding. Þegar hann var orð- inn hundleiður á prestskapnum leitaði hann til páfans, sem um þær mundir stríddi í ströngu við kirkjuþingið í Basel, og kom Mar- cellus á þeim árum fram sem öt- ull verjandi hans. Á rikisþinginu í Frankfurt, við Main árið 1446 hitti Marcellus hinn fræga Enea Silvio Piccolomini, þann er seinna varð kunnur undir nafninu Á'us páfi annar. Hann var dálítið við- sjált skáld úr hópi húmanista; fyllti hann. framan af flokk þeirra, er töldu kirkjuþingið æðra páfanum, ert seinna var hann á öndverðri skoðun, er veðurvitinn benti í þá átt. Var það án efa að hans atbeina, að páfinn skipaði Marcelius biskup í Skálholti á ís- landi árið 1448. En prestsembætt- ið góða á Þýzkalandi var honum leyft að hafa á hendi og auk þess gerði páfinn hann að collector, safnara, og nuntius, sendiboða páfans á öllum Norðurlöndum. En biskupssetur sitt i Skálholti sá hann aldrei, né heldur ísland. Ejnnig mátti hann sjá fyrir einka- fjármálum sínum. Hann fékk vald páfa í átta greinum: til að leysa úr banni, gefa aflausn synda, fyr- irgefa syndir mönnum, sem íagt höfðu hendur á presta með valdi, géfa undanþágur til hjúskapar fólki, sem var af þeini stigum, er slíkt, var bannað, og einnig fólki sem hafði líkamslýti, en vildi verða -vígt af prestL. Fýrir : öll þessi fríðihdi átti hann að borga 60 gyllini, ög skrifaði hann fyrst undir skuldabréf, en með aðstoð nokkúrra kardínála komst. hann

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.