Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 24
24 im« Jólablað Alþýðublaðsins HEIMA I. ÞAÐ ER SAGT, 'að það sé erf- itt að vera stjórnmálamaður á ís- landi. Ég hygg líka að sú skoðun fari ekki eftir pólitískum flokk- um, — að sömu sögu hafi allir að segja. Fyrir nokkrum árum ritaði einn af kunnustu stjórnmála- mönnum landsins grein, þar sem hann hélt því fram, a'ð ísienzkir stjórnmálaleiðtogar féllu flestir fyrir aldur fram, og nefndi hann mörg dæmi þessu itil' sönnunar. Ef þétta er rétt, sem mér er nær að halda, er ástæðan sú, að hér er stjórnmálabaráttan tímafrekari og jafnframt hatranunari en annars staðar. Störfin falla á færri hend- ur og í fámemiinu verður baráttan bitrari. Heimili þeirra manna, sem sí- fellt standa í harðri baráttu, en það gera stjórnmálaleiðtogarnir, eru eins og óasi, dvölin þar logn- stund í stormaveðri, hvíld í hálfn- uðu striti. En það vill ganga erf- iðlega að éignast þessar stundir, því að stjórnmalamennirnir eru umsetnir. Síminn hringir og dyrnar eru knúðar. Erindin eru hin margvíslegustu alit frá erfið- um stjórnmálum og niður í ó- merkilegasta kvabb. — Ég hef oít hugsað um það fádæma tiMits- leysi, sem allir stjórnmálaleiðtog- ar okkar, hvaða flokk sem þeir leiða, verða að þoia. Ég hygg að éiginkonur stjórn- málamannanna íslenzku séu sam- mála þessum orðum mínum og vildu kjósa að friðarstundirnar væru íleiri. Veit ég, að margar þeirra öfunda þær konur, sem ekki eiga menn sína á sífelldum kvöldfundum, en hafa þá heima við. arin heimilisins, sem ekki þurfa að óttast dyrabjöliluna eða símann öllum stundum. Enda reyna konur stjórnmálamannanna að búa mönnum sínum sem flest- ar friðarstundir heima. . II. Stefán Jóhann Slefánsson for- sætisráðherra og formaður AI- þýðuflokksins býr ekki í skraut- hýsi og hefur aldrei átt skraut- hýsi. Að vísu var honum fyrir nokkrum árum gefið slíkt hús í einni árásargreininni á hann, en það sat bara við það. Því miður fékk hann ekki það hús. — Hann býr í litlu, snotru húsi við Ás- vallagötu 54, einu af húsum Sam- vinnubyggingarféíags Reykjavík- ur. og umhverfis það er fallegur blóma- og trjágarður, sem frú Helga hefur aðallega ræktað og fóstrað, en liann lagt hönd að á strjáium stundum að, kvöldi til eða um helgar á sumrura, Húsið er ekki stórt, en það er tvær hæð- ir. Það er nógu stórt, enda er það ekki búið þungum og stórum lúx- ushúsgögnum eðá kristalsvörum, silfri eða postulíni. Hins vegar er þar geysimikið af bókum og nokk- uð af vönduðum málverkum eftir listmálara okkar. Heimilið er lát- laust og hlýtt, andar friði móti manni undir eins og maður stígur yfir þröskuldinn. Hvar sem mað- ur lítur um þessar stofur, finnur maður, að þar hafa hlýjar hendur unnið að, hendui*, sem höfðu sköp- unargleði og áttu alúð og um- hyggju í ríkum mæli, enda hygg ég að óvíða sé jafn hlýlega um- 1 I H I I I B.B IIIIIIBI ■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■IBSS Forsætisráðherrann í skrifstofu sinni. Á veggnum sést málverkið af bernskuheimili hans, Dagverðareyri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.