Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 27

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 27
]ólnblafí "A/þý(1 ublahúns 27 í síðastliðin 11 ár, eða frá 1936. Hann hefur setið margar ráð- stefnur erlendis, bæði fyrir lands- ins hönd og flokkssamtakanna. V. Það er víst óhætt að fullyrða það, að fáir eða engir íslenzkir stjórnmálamenn hafa verið ofsótt ir eins hatramlega af andstæðing- unum og Stefán Jóhann Stefáns- son. Hefur dunið á honum látlaus rógur í meira en heilan áratug. Ástæðan liggur Alþýðuflokks- mönnum, og raunar flestum öðr- um, í augum uppi. Sigur þeirra, sem staðið hafa fyrir ofsóknunum gegn honum, yfir Alþýðuflokknum og hinni sósíaldemókratisku stefnu hans, hefur strandað fyrst og fremst á Stefáni, að svo miklu leyti, sem hægt er að þakka það nokkrum einstökum manni. Alþýðuflokkurinn hefur gengið í gegnum tvær klofningstil- raunir á 17 árum. Hin fyrri var (tiltölulega meinlaus, hin síð- aril hsettulegri. Þegar hún stóð sem hæst, féll' ásitsælasti foringi flokksins í valinn, og varaformað- ur flokksins, sem lengi hafði bor- ið mikið á og var harðduglegur maður, gekk óvinunum á hönd. Aðstaða flokksins mun því þá hafa verið erfiðari og tvísýnni en nokkurs annars íslenzks stjórn- málaflokks nokkru sinni. Óg bylgjurnar brotnuðu þá fy-rst og fremst á Stefáni Jóhanni Stefáns- syni. Hann hvikaði aldrei og utan um hann og örfáa aðra úr foringja liði flokksins söfnuðust nú þeir kraftar, sem voru albúnir að berj- ast fyrir stefnu flokksins eins og hún hafði verið mörkuð frá upp- hafi. Á þessum mánuðum og ár- um barðist Stefán Jóhann þraut- seigari baráttu en ég hef vitað nokkurn íslenzkan Alþýðuflokks- mann berjast. Hann lagði nótt við dag, fór fund af fundi, bæ frá bæ og skapaði þann kraft í stefnuna og þá vissu um sigur lýðræðisjafn aðarstefnunnar, sem við klofning- inn var farin að dofna hjá mörg- um, og nægði til að sigrast á erfið- leikunum. Hann lét aldrei undan, ekki í teinu einasta atriði. Það var heldur ekki nein til- viljun, að Stefán Jóhann varð fyrr valinu, þegar Jón Baldvinsson féll frá. Jón hafði að vísu bent á hann sem eftirmann sinn. En auk þess vissu félagarnir, sem um fjölluðu, að enginn af leiðttogum flokksins hafði kosti Jóns Bald- vinssonar í teins ríkum mæli og hann. Hann missti1 aldrei jafnvægi, hvað sem á gekk. Hann naut trausts fyrir sanngirni og fórn- fýsi. Hann taldi aldrei neitt starf eftir sér, hversu erfitt og tvísýnt setm það var. Hann hafði ætíð ver- ið albúinn að leggja sig allan fram hvar sem flokkurinn og samtökin þurftu á honum að halda. Og hann kunni öl'Ium mönnum betur að jafna deilur og sætta mismunandi sjónarmið — Hann var rökfastur og prúður ræðumaður, áreitnis- laus v.ið aðra að fyrra bragði, en fastur eins og klettur og harður, þegar þess þurfti með. Hygg ég líka, að landsmenn almennt hafi kynnzt forsætisráðherranum þann ig á síðustu tímum. VI. Ég hef fáa íslenzka jafnaðar- menn þekkt, sem lesið hafa eins mikið um verkalýðshreyfinguna og jafnaðarstefnuna og hann. Hann þekkir betur en inær allir aðrir flokksfélagar sögu bræðra- Hús forsætisráðherrans við Ás- - vailagötu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.