Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 9
Jáldblað 'AlþyðuMaðsins 9 nærri alveg hjá því að greiða skuldina. . Áður en Mar- cellus, lagði af stað til Norðurlanda, fékk hann með sér bréf til Græn- lands, en þar höfðu ekki verið prestar eða bisk- upar í þrjátíu ár. í Köln skuldaði hann svo mikið fé. að hann var kyrr- settur þar, og varð hann að láta af hendi skipunar- bréf sitt þar til skuldin væri að íullu greidd En Marcellus komst undan til Svíþjóð- ar og á leiðinni þangað bjó hann sér út annað páfabréf ásamt yeitingu fyrir embættinu. Iðinn var hann að nota vald sitt til að gefa undanþágur, jafnvel enn þá iðnari en til var ætlazt. Þótt hann einungis væri nuntius páfa, lét hann sem hann væri legatuis eða sendimaður páfa með víðtækasta umboðii. Frá Svíþjóð fór hann til Danmerkur og gekk þar á fund Kristjáns konungs fyrsta> en kon- ungur vissi ekki til þess að neinn biskup hefði verið skipaður að Skálholti. Mjög þótti konungi til Marcellusar koma, og vann Mar- cellus fyllstu hylli hans og endur- galt hann hana það sem hann áftti ólifað með því að skara eld að eig- in köku. Eftir dauða. Kristófers af Bay- ern árið 1448 lét Áslákur Bolt, erkibiskup í Niðárósi, kjósa Karl Knútsson ríkisstjóra í Svíþjóð til konungs x Noregi, en a fundi £ Halmstad í Noregi árið 1450 af- henti sænska ríkisráðið Kristjáni konungi fyrsta Noreg. Lézt erki- biskupinn skömmu síðar, og reið þá á fyrir konung að fá mann,.sem treysta mátti á, í þetta mikilvæga embætti, erkibiskupsstólinn. Mar- cellus bauðst góðfúslega til starf-. ans. Sumarið 1450 sigldi Kristján fyrsti til Noregs með her og flota, og var Marcellus leiðsögumaður hans. Frá því árið 1247 höfðu Norðmenn ekki orðið þess heiðurs aðnjótandi, að legatus páfa heim- sækti þá, og enginn renndi grun í að titill Marcellusar væri heima- • tilbúinn. Á Ólafs messu helga krýndi Marcellus Kristján fyrsta til konungs yfir Noregi, og varð Maroellus sjálfur meðlimur í rík- isráði Noregs. Kórsbræðrasam- kundan í Niðárósi hafði nú samt þá gömlu reglu, að kjósa erkibisk- upinn, og kaus hún annan til starfsins, og sá var þar að auki máður, sem konungur gat ekki treýst. Dómstóll var skipaður í málinu, og var Marcellus forseti hans. Dómstóllinn ógilti kosning- una og ákvað að kjósa skyldi í annað sinn. Og Marcellus hlaut kosningu eftjr heilmikla áróðurs- starfsemi. Var. hann þá postúler- aður erkibiskup, þ. e. a. s.. skipað- ur af páfa án þess að skilyrði kirkjuréttarins væru uppfyllt. Eftir þetta var Marcellusi ekki nóg að kalla sig Skálholtsbiskup. Hann var ,,erkipostulatus“, útval- inn erkibiskup í Niðarósi. * Marcellus fylgdist með konungi heim til Danmerkur og sem colí- ector páfans heimti hann inn mikl ar fjárupphæðir, þótt honum væri vikið úr embætti þegar um sumarið og boðaður til Rómar til þess að leggja fram reikning yfir innheimt fé, en því hélt hann sjálfur. Enn fremur kom nú í ljós, að hann var aðalborinn, og það gat hann „sannað“ með fölsku skjali. í voldugu innsigli hans var meira en venjulegt biskupsmerki, einnig skjöldur með ljóni og tveir aðrir skildír með lyklum yfir í kross. Var það greinileg eftirlíking

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.