Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 31

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 31
Jólablad Alþýðublaðsins ÞAÐ fór um hann hrollur, er hann fann, að eiíthvað s kait og þvalt káfaði um vanga hans. óitta- sleginn þaut hann til hliðar og sá hvað það var. Út yfir veginn teygði trjágrein granna og krækl- ótta krumlu. Hún var blaut og dökk í döggfalli næturinnar og blakiti fálmandi fram og aftur í gnauðandi gjólunni eins og í leit að bráð. Frá moldinni í skóginum lagði náþef af sveppum og rotnandi blöðium. í fjarska spangólaði hund ur út í nóttina. Máninn í ískaldri einveru lí geimnum myrkvaðist bólstruðuni skýjum. Það mózkaði fyrir leðurblöku, sem flaug fram hjá honum og rauf daúðaþögnina með veiku vængjataki. Eymdar*- iegt ugluvæl — nei, fyrirgefðu. Uglan kemur seinna. Dewar leið sannarlega ^kki vel. Hann var ekki vel á sig kominn. Köldum svita sló út um hann og tungan var þurr eins og eyði- mörk. Hann var hræddur. Hann var hreint og beint daúðhræddur. En við hvað? Jú, hann var hræddur við hið. óþekkta, hið dulda — þetta, sem ekki var hægt að vita neitit um . .. Það er meira milli himins og jarðar •. • Hann var á heimieið úr borg- i.nni. Það va;r minna en klukku- tími síðan fundi lauk í fyrirlestra- félagi, sem þar var starfandi. Þar var haldinn fyrirlestur um sálar- rannsóknir. Á eftir fóru frgm um- ræður. Þá var tadað um dulfræði og alJt mögulegt, og hver sag'an af annarri var sögð, en vottar nefnd- ir, um menn, sem vöknuðu um miðja nótt við það, að þokukennd vofa danglaði í fótagaflinn á rúm- inu • . • og svo kom í ljós daginn eftir, að um nóttina hafði sá dáið, er sáisf. En hann hafði farið í poiituna og sagt skýrt og skorinort að þetta væri allt.saman ofsiónir, engar yf- iraiáttúrlegar verur væru til, og þetta hafði hann ljóst og rökvísf fært sönnur á. Þá — fyrir aðeins einni stundu ■ —- hafði ekki hvarflað að honum minnsti efi um þetta mál. Allar ömmúsögur, sem bornar voru á borð á fundinum, hafði hann látið með augljósri fyrirlitningu fara inn um annað eyrað, en út um hi ít.- Og nú iðraðist hann þess að hafa ekki lagt fyrr af stað, svo að hann gæti náð í síðasta áætJunar- bílinn í stað þess að þramma alla þessa löngu leið. Það var kolsvarta myrkur þarna á veginum í skóginum. Efasemdamenn eru aldtaf stælt- astir um hádegið. Það var ein at- hugasemdin í umræðum kvölds- ins. Eymdarlegt ugluvæl rauf næt- urkyrrðiha. Hann hrökk saman og hjartað nam istaðar í brjósti hans. Ekki af því að hann óttaðist ugl- ur. Iiann var aðeins illa fyrir kall- aður, svona einhver.n veginn. — Það hvíldi á honum einhver mara . . . einhver lamandi kvíði, sem hann gat illa gert sér Ijósan. Hann brosti að sjálfum sér skældu og þvinguðu brosi. Ef til viil var það óafyituð hræðsla við að fara fram hjá Krossveginum. Krossvegurinn hafði aldrei ver- ið einn þeirra staða, sem menn kusu að ganga um sér til skemmt- unar á sunnudögum. Unaðslegur gat hann varla talizt, þarna isem hann lá í mýrarjaðrinum með öm- urlegar kastalarústir á aðra hönd, en gálgahólinn á hina. Jafnvel um hábiartan dag var loftið eitthvað. lævi blandið. Grasið var þyrkings- legt og fuglarnir urðu hásir. Og ekki var þar hugnanlegra um mið_ næturskeið. Þótt nú væri alllangt isiðan gálgahóllinn var notaður til þess, sem nafn hans gaf til kyn'na, hernidu sagnir, að enn gæti viljað til áð ferðamaður ræk- ist á einhvern hinna dauðu, er sveimaði enn um atfökustaðmn. í umræðunum um kvöldið hafði hann einmitit getið um þessar þjóð sögur með lítilli virðingu. Þótt hann tryði þessu hvorki né \]éti það raska ró sinmi, fannst hon- um þó ekki verra að hann griilti í mann á undan sér á veginum. Þegar fara á marga kílómetra. er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.