Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 16
16 »«—»—■ Jólablað Alþýðublaðsins ÍipiAiðiiHiiiiM^ j 1 i; s "æ 1 yi .yi 'y*- | Gleðileg jóU jf 1 ’ 1 Gleðileg jól! | Gotl nýtt ár! I 1 Tryggingaslofnun 1 ríkisins l: I Alþýðubranðgerðin h.f. ÍÍlÉIÉIIIIIIIIIIIIIlíllli illllllli i iii :4®SfÍ|íi|'■-■ , ■: i,iílíil!niiOjíH;ii!"' legir, svartir dráttarbátar, rauð- máluð vöruflutningaskip eða hvít- ar lystisnekkjur. ' Jæja, sagði ég við sjálfan mig. Fjandinn eigi þetta allt isaman. Einhvers staðar hlýtur hafið að vera hér, ekki langt frá. Ég verð að fá að sjá það. Og af stað héit ég eftir árabakkanum. Ég gekk og gekk í tvær klukkustundir, fram hjá vöruskemmum, skúrum og skipakvíum; aðeins stöku sinnum mættu mér skip með siglutré, há- reist eins og kirkjuturna, og ská- seitta reykháfa; og fyrir vitum mín um var stöðugt lyktin af hampi, fiski, sveittum hestum, rommi, hveiti, kolum og járni. Þér vitið, að það er til séi’stök járnlykt, sem myndast þar sem mikið er sam- an komið af járni á einum stað- Ég var sem frá mér numinn af hrifningu. En það var farið að rökkva og ég kominn út á sendna flatnéskju; vitaljósi brá fyrir beint af augum, og smáljós hreyfðust fram og aftur allt í kring. Ef til vill var þetta hafið. Ég settist niður á timburhlaða og naut einverunnar undursam- lega. Ég hlustaði á gjálfrið í vatn- inu, og ég hefði getað grátið af lífs leíðu. En þá komu allt í einu tvær manneskjur gangandi, karl og kona; þau tóku þó ekki eftir mér, settust þan.nig, að þau sneru við mér baki og byrjuðu að tala sam- an, lágt að vísu; en hefði ég skilið ensku, myndi ég þó hafa hóstað til þess að gera þeim að vart um, að ég kynni að heyra til þeirra. En þar eð „hótel“ og ,,shilling“ voru einu orðin, sem ég kunni í ensku, fa-nnst mér ekki ástæða til annars en að þegja. Fyrst töluðu þau nokkur sund- urlaus orð; en svo var líkast því sem karhnaðurinn byrjaði að skýra eitthvað fyrir henni, hægt og hikandi, eins og hann vseri að leita að orðunum; svo brýndi hann allt í einu röddina. Konan varð svo óttaslegin, að henni lá við andköfum, en svaraði honum þvi næst reiðilega. Karlmaðurinn klemmdi hins vegar hönd hennar svo fast, að hún fór að kjökra; og þá byrjaði hann auðheyrilega að reyina að fá hana á sitt mál um eitt eða annað. Sem tónlistar- manni varð mér það ljóst, að þetta gat -ekki verið samtal milli tveggja elskenda; þegar elskhugi er að tala ástmey á sitt mál, er tónninn allt ánnar, -— ekki svona spenntur. Samtal milli elskenda er eins og djúpir cellótónar; en þetta var hár bassi, leiki-nn í einskonar presto rubato á einum og sama lykli, eins og stöðugt væri verið að end- urtáka sömu setninguna. Ég fór að verða dálitið smeykur. Karl- maðurinn var greinilega að ógna konunni. Nú byrjaöi hún að gráta, hljóð- t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.