Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 23
Jólablati AlþýÓublabsins fyrir mig. Við vorum saman í Neðra-Dal. Þá var ég ung og falleg stúlka og geðjaðist mörgum vel að fegurð minni. Helga mín var þá lítil stúlka. En er lífið varð mér óbærileg kvöl, varð Helga mín sem Ijósengill á jeið minni. Ég var alltaf róleg, er hún var í nálægð við mig. Svo tekur Sigga skógarhríslu eina, brýtur af henni greinar og réttir mér svo toppinn eftir að hafa kysst hann nokkrum sinnum og segir: — Viltu færa Þuríði minni í Tungu þennan gullsprota frá mér. Hamr er að vísu af vaxinni og veðurbitinni rót, ien hann ber þó merki um guðs dásemdir. Hún Þuríður min skilur við hvað ég á. Ég tók við sendingunni, enda þótt mér þætti ekki mikið til hennar koma. Svo kvaddi ég Siggu, en þá beygði hún sig yfir mlg og kyssti mig með ákefð og bað guð að gæta mín. Nú flýt,ti ég mér af stað. Var ekki trútt um að ég óttaðist að Sigga mundi elta mig, en svo varð nú ekki. Hljóp ég því allt hvað af tók og linnti ekki fyrr en ég var staddur niðri við Vatnsleysufoss. Sá foss telst ekki til hinma stærri' fossa, sem skáldin kveðá um. Vatnsmagn hans er þó rnikið og hljómþýðir eru ómar hans í kvöldkyrrðinni. En ekki var þetta leiðin niður að Tunguseli, sem Sigga vísaði mér á. Veðrið var dá- samlega fagurt og sló gullnum roða á fossimn í aftanskininú. Ég settist og starði hugfanginn á um- hverfið og hlýddi á fossafallið, sem var seiðandi mjúkt og róandi í senn. Það bar ekki oft við að ég hefði tækifæri til að sökkva mér niður í alvarlegar hugsanir. En að þessu sinni gleymdi ég mér algerlega og veit því ógerla hve lengi ég sat þarna. Faðir minn var fljóthuga mað- ur og kunni því betur að við krakkarn-ir slórðum ekki. En allt í einu hrökk ég upp við það, að mér heyi'ðist faðir minn segja: — Hvað er þetta, drengur, því sækirðu ekki ærnar? Ég reis upp hið bráðasta og hvað sem því olli nú, breytti ég um stefnu og hélt sem leið lá að Tunguseli, þótt allar vonir mínar um að finna ærnar væru að engu orðnar. Þegar ég kom að selinu lágu allar ærnar sjö að tölu í Yesfar'i sauðhústóftinni og jórtr- uðu ánægjulega. Ég varð svo undrandi,, að ég settist á tóftarvegginn og starði á ærnar, og svo fór ég að hugsa um vitlausu Siggu, sem ein gat sagt, mér hvar ærnar væru, þótt hvorki ég né aðrir tryðu orðum hennar. Á þsssari stund fannst mér sú 'vera ekki vitlaus, sem gat séð yf- ir holt og hæðir. Sjón hennar hlaut að minnsta kosti að vera margfallt fullkomnari en sjón okkar hinna. Ég var að furða mig á því, hvers vegna Sigga væri tal- in vitlaus. En ég fékk enga skýr- ingu á því aðra en þá, sem ég hafði áður heyrt. Ég rak svo ærnar úr tóftinni og heim á leið. Kom ég mieð þær á stöðulinn þegar var verið að reka ærnar úr kvíunum um kvöldið. Ég 'skilaði kveðju til Þuríðar og afhenti henni hrísluna frá Siggu og móður minni rósaleppana. Ég fékk meira hrós fyrir að hafa fundið ærnar en ég átti skilið, og saoði ég bví strax um kvaldið hvað okkur Sigffu hefði farið á milli og það, að hún hefði vísað mér á ærnar. Ég fann, að ^sumum fannst fátt um, aðrir hentu gaman að þessu. Sigga var vitlaus og ekkert mark var takandi á orðunl hennar. Og það hafði nú bara hitzt svona á, sagði fólkið. • Elinborg L á r u s tl ó 11 i r f 23 JÓL EG REIKA um steinlögð strceti, sem stynja við múgsins ferð. Os í 'óllum búðum.--------- Nú spyr enginn um verð. Ég geng hjá Ijóssþreyttum glugga, er glóir sem furðusól. Aldrei er auglýst meira en einmitt um jól. Mig einhvert óyndi grlpur, þótt orsöþ þess verði eþki sþýrð. Kynlegt að líta enga leið við Ijósanna dýrð.--------- Ég geng inn í búð og bíð þar við borð í haupenda þröng; hlýði á háreysti og þras sem hjáróma söng. „Fœst hér jólanna guðlega.gleði?“ Spyr ég grannvaxna afgreiðslumey. Hún starir á mig um sttmd. svo stamar hún: „Nei“. L. G.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.