Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 17
lega, og hvað eftir annað lá benni við andköfum, en karlmaðurinn hélt henni fastri. Rödd hennar minnti helzt á klarinett; hún var mjó og ekki sérstaklega ungleg; en rödd karlmannsins varð hvass- ari, eins og hann væri að skipa henni fyrir eða ógna henni. Rödd konunnar fór að verða biðjandi og örvæntingarfull; og hún tók nú andköf rétít eins og maður, sem fengið hefur kallt steypibað yfir sig, og ég heyrði, hvernig tennurn- ar glömruðu í henni. Svo byrjaði rödd karlmannsins að tauta eitt- hvað í djúpum tón; það var hreinn bassi, næstum því blíður. Grátur konunnar varð að þrótt- lausu kjökri, og það benti á að við- nám hennar hefði verið brotið á bak aftur. Því næst byrjuðu hin- ir mjúku tónar bassans á ný og bættu setningu við setningu, sund- urlausum, gætilegum, að því, er virtist; en eins konar undirleik myndaði máttlaus ekki konunnar, sem ekkert viðnám var nú lengur á að heyra, heldur aðeins hálf vit- stola hræðsla, — ekki við karl- manninn, heldur við eitthvað, sem ókomið var. Svo lækkaði karlmað urinn röddina; tal hans varð aft- ur að róandi tauti eða hæglátum hótunum; en ekki konunnar breyttist í viljalaus og varnar- laus- andvörp. Karlmaðurinn bar enn fram nokkrar spurningar í köldum hvískurstón, spurningar, sem hún hefur vafalaust svarað með því að hnei'gja höfuðið, því að fortölur hans hættu allt í einu. Svo stóðu þau upp og skildu. Ég get fullvissað yður um það, að ég trúi ekki á nein hugboð; en ég trúi á tóna; og þegar ég hlust- aði á þetta samtal kvöldið í Liver- pool, varð ég alveg viss um það, að bassinn væri að fá klarinett- inn til þess að gerast þátttakandi í einhverjum glæp. Ég vissi, að klarinettinn myndi fara heim, í dauðans skelfiingu, og gera það, sem bassinn hefði fyrirskipað hon- um Til þess hafði ég heyrt nógu mikið; og að heyra er þýðingar- meira en að skilja orðin. Ég vissi, að einhver glæpur var í aðsígi. og ég vissi meira að segja, hvað það myndi vera. Ég heyrði það á þeim ótta, sem var í rödd þeirra, á raddbreytingunum, tóninum, hrað- anum og þögnunum. Þér skiljið; tónarnir eru ótvíræðari en nokk- ur orð. Kiarinettinn var of ósjálf- stæður til þess að geta gert nokk- uð einn síns liðs; hann átti aðeins að aðstoða, láta af hendi lykil eða opna dyr; sjálfur átti hinn sterki og djúpi bassi .að hafa höfuðhlut-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.