Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 21
jólablað Alþýðublaðsins Spyr ég þær um ærnar. Stúlkur þessar töldu mjög ósennilegt, að' ærnar væru komnar inn úr. Þær voru að koma með ærnar úr morg- unhjásetunni. Sögðust þær fylgja ánum næstum nótt og dag, og hefðu þær því hlotið að verða var- ar við ókunnugar ær á þessum slóðum. ...... Kvaddi ég svo stúlkurnar og' hélt enn áfram og þar til ég kem nokkuð langt inn fyrir Gullfoss. Þar sá ég allmargar kindur og svingla ég innan um þær góða stund. En ekki voru þær þarna kindurnar, sem ég leitaði að. Ég liélt nú aftur niður eftir og hugsa mér að hafa ta'l af fólkinu bæði á Drumboddsstöðum og eins í Ein- holti. Þegar ég nálgást Einholt, stendur eldii kona á hlaðinu. Ég geng heini á hlaðið og heilsa kon- unni. Konan brosir og segir: — Ég sé að þú ert smali. Þú lcitar líklega áð .týndum ám? Ég kvað svo vera. — Ég þarf ekki að spyrja hver þú :ert. Ég þóttist þekkja fótaburð- inn hans Gríms föður þíns er þú gekkst beim traðirnar, og' leitt hefði mér þótt, ef þú hefðir farið fram hjá, sagði gamla konan. Ég varð feginn þessum viðtök- um og spurði ég hana um ærnar. Gamla konan vissi vitanlega ekkert um þær. — Við erura tvær einar heima, Sigga og ég, sagði hún. Ég þóttist vita, að það væri Sig- ríður Guðmundsdóttir, sem ai- mennt var kölluð vitlausa Sigga. Ég ætlaði að kveðja gömlu konuna og halda áfram. — Nei, þú mátt okki fara án þess áð þiggja eitthvað. Matur er tilbúinn. Halldór fór í gær með ullina. En Úlfhildur mín er með börnin austur á stekkjartúni að hlaða skán, en hún fer að koma heim. Af því að gamla konan lagði svo hart að mér, og ég fann, að henni mundi stórþykja, eí ég kæmi ekki í bæinn, varð það loks úr, að ég gekk með henni til baðstofu. Þegar ég kom inn, sá ég konu liggja í rúminu gegnt dyrunum. Ætlaði ég að smeýgja mér fram hjá henni. En hún kom óðar auga á mig og reis upp í rúminu og rétti fram báðar hendur og bauð mig velkominn. — Heldurðu að ég viti ekki hver þú ert. Ég þekki þessi augu. Það eru augun hennar Helgu minnar frá Neðra-Dal. Ég veit líka að þú ert að leita að ánum bennar Þuríðar. Þú ert búinn að leita allt of langt, en þú finnur þær nú samt. — Nei, ég finn þær ekki, grdip ég íram í. — Þú trúir mér ekki, ég veit Frásögn Kristíns Grímssonar færð í letur af Elínborgu Lárusdóttur. það. Þær komu niður 'í* Ferjudal skammt fyrir hádegisbilið í gær. Þar voru þær dálitla stund og héldu svo áfram inn með Laugar- ásnum og' inn mieð ánni. í dag komu þær heim í selið og þar muntu finna þær, því að þar eru þær nú. Ég' tók iítt mark á þessu og' leit á þetta sem rugl eitt. Sig'ga var sem ung orðlögð fyrir gáfur og fegurð. En rúmlega tvítug varð hún vitskert og það svo, að hún var stundum óð. Nú var hún farin að stillast. En truflu'ð var hún tal- in vera. Þegar þelta gerðist var Sigga um sextugt. Ég' varð fegin þegar gamla konan kom inn með rjúkandi ketsúpu, og borðaði ég með góðri lyst og hresstist vel, því ------:-------------------- 21 . að ég' var orðinn bæ'ði svangur og þreyttur. Sigga sat á rúmi gegnt mér og tók ég eftir því, að tárin runnu ni'ður kinnat henni. Skildi ég ekki> hvers vegna Sigga var að gráta. í þessu kemur Úlfhildur heim með börnin. Var ein stúlkan kom- in yfir fermingu, og fylgdi hún ánum frá Einholti. Ég spurði hana um ærnar. Hún haf'ði ekki séð þær og taldi ólíklegt, að þær væru komnar inn úr, hún hlyti að hafa orðið þeirra vör. Ekki gaf Sigga orð í, þegar við vorum að fala um ærnar; en ég . heyrði gömlu konuna segja, að Sigga væri óvenjulega hréss núna, enda hefði hún sofið í allan gær- dag og allt fram undir hádegi í dag. Ég vildi nú halda af stað. En Sigga'þreif um hendur ntínar og sagði, að mér lægi ekkert á, ég finni ærnar. Þá segir gamla konan við Siggu, að hún megi ekki tefja mig og kveð ég svo alla nema Siggu. Hún tekur urn hönd mína og kveðst ætla að fylgja mér á leið. Satt bezt sagt þóttd mér ekki afar vænt um þessa fylgd. En varð þó að sætta mig við hana, og' ekki staldraði Sigga við, fyrr en við stóðum fyrir utan túngarðinn. Og alltaf hélt Sigga fast um hönd mér leins og hún vildi ekki af mér sleppa. Þar nam hún staðar. Vildi ég nú kveðja hana, en him var ekki á því og' sagði sem fyrr, að mér lægi ekkert á. Svo tók Sigga hvítan böggul úr barmi sínum. Fjarlægði hún umbúðirn- ar. Kom þá í ljós að í bögglinum voru þreninir rósaléppar. Sýnir hún mér leppana, lætur þá svo aftur í klútinn, sem var vafinn ut- an um þá og' rótitir mér svo bögg- ulinn með þessum orðum: — Færðu Helgu minni þetta lítilræði frá mér og kysstu hana

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.