Alþýðublaðið - 24.12.1947, Blaðsíða 29
Jólablcn) ^Alþýrfubladsins
flokkanna í flestum öðrum lönd-
um. Hann mun og eiga meira
bókasafn ög stærra um sósíalism-
ann en fiestir ef ekki allir aðrir
íslendingar. — Ég spurði Stefán
ei'tt sinn að því, hvað hann læsi
helzt, þegar dagblöðunum væri
sleppit.
,,Ég lés fyrst og fremst bækur
um jafnaðarstefnuna og félags.
málefni,“ svaraði hánn, og svo
bætti hahn við: „En svo les ég
npkkuð skáldrit og æviáögltr. !Mér
héfur alltaf þótft gamah að ævi-
sögum.“
— Allir ungir menn hafa eitt
sin,n ætlað sér að verða skáld.
Éefur þú ...?“
Hann greip fram í fyrir mér.
„Ég held ekki, — kamiske ég
hafi þó einhvem tíma verið eins
og alííjr hihir hvað þetta snertir.
Hins vegar þýddi ég einu sinni
skáldisögur, én það var bara til að
geta staðið stráum af .fæði og hús-
næði. Ég gekk með söguna í vas-
ahum — og þýddi svo í matmáls-
tímanum.“
Bókasáfn Stefáns er líka mikið
og vandað. Frú Helga hefur bund-
ið margar bækur hans. Hún sagði
eitt sinn við mig:
„Það er svo gaman að binda
bækur stundum á kvöldin, þegar
Stefán er á fundum og eftir að
drengirnir eru sofnaðir"
VII.
Og þá man ég það, að ég er
nokkrum sinnum búinn að nefna
frúna í húsinu, án þess að kynma
hana nánar.
Þau giftust 1927, Stefán og
Helga Bjömsdóttir Ólafs frá Mýr-
arhúsum, og þau eiga þrjá sýni,
Stefán Val, fæddan 1929, Bjöm,
fæddan 1934, og Óla litla, sem er
fæddur 1940. — Frú Helga hefur
að mínu viti alla þá kosti til að
bera, sem prýða mega konu gifta
stjórnmálaleiðtoga, sem mikið
mæðir á. Ég er handviss um að
Stefán Jóhann á það konu sinni
að þakka, að hann nýtur enn
góðrar heilsu. Hún hefur búið
honum friðsælt og gott heimili.
Þegar hann kemur heim af þreyt-
andi fundum, verður að vera
kyrrð og ró. Hún hefur búið
sjálfri sér litið blómaskot í aðal-
stofunni. Þegar Stefán situr við
skrifborðið sitt og lés eða skrifar,
situr hún í „stofunni“ sinni, við
fállega gluggann, við vinnu sína.
Ög þár ©r ihýndin, sem fyl'gir
þessari gréin, tekin af þeim.
Ég spurði, frú Helgu eitt sinn
að því, hvort ekki' væri epfitt 'iað'.
vera gift stjórnmálaleiðtoga.
Hún svaraði:
,,Ef ég ætti aðeins að hugsa um
mig og börnin og heimilið, þá
hefði ég ekki óskað eftir því, að
Stefán skipti sér af stjórnmálpm.,
En flokksmennirnir télja, að hann
verði að gera það. Maður sækir
hvorki frið.né þá velmegun. sem
annars væri hægt að há me2>
venjuleguan störfum. í stjórnmála-
baráttuna.“
Og ég veit, að frú Helga mælti
af heilum hug.
Ég sagði líka einu sinni við
Stefán:
— Er ekki erfitt að þola ár eftir
ár persónuleg hróp, níð og róg?
„Onei, ekki ef maður gerir allt
eftir beztu sannfæringu og veit,
að ofsóknirnar stafa ekki af sann-
leiksást. Það ér ekki svo erfdtt fyr-
ir mann sjálfan að öðru leyti en
því, að mann getur rtekið það sárt,
að sjá fjölskyldu sína líða fyrir
það á einhvern hátt“
— Vildirðu ekki helzt að sími
vær bannaður með lögum?
Stefán hló og svarað:
„Ekki held ég það Ég er, yfir-
leitt á móti bönnum. En það er
satt, síminn er erfiður, þreytandi,
ekki þó svo mjög á vinnu-
stað. Hann er aðallega þreyitandi
heima.“
— Hver er sá maður, sem þú
hefur kynnzt, sem þér hefur þótt
mest itil koma?
Stefán svaraði samstundis:
„Jón Baldvinsson, tvímælalaust.
Hann ber af öllum mönnum, sem
ég hef kynnzt, bæði persónulega
og sem stjórnmálamaður.“
. ,,— Hvenær hefur þér þótt bar-
áttan skemmtilegust ?
„1921, þegar Jón Baldvinsson
var kosinn í fyrsta sinn, og 1946,
þegar við sönnuðum, að Alþýðu-
flökkurinn hafði yfirunnið klofn-
inginn.“
Sú sönnun var líka persónuleg-
túí' sigur fyrir Stefán Jóhann
meira en nokkurn annan einstak-
an mann. Hrópin um „dauða
flokkinn“ köfnuðu þá í kverkum
andstæðinganna. Við sönnuðum,
að stefna okkar Alþýðuflokks-
manna þjó •yfir^ríku frjómagni,
isem ber ávöxt fyrir alþýðu lands-
ins, og því meiri, sem hún fylkir
sér fastar um hana.
VIII.
Heimili forsætisráðherrans er
eins og myndarlegt alþýðuheim-
ili. Þar sameinast menning góðs
sveitaheimilis og ástundun og
nýtni öruggs heimilis við sjóinn.
Það er gæfa fyrir samitök, að
kunna að velja sér forvígismenn.
Þeir, sem valið hafa Stefán .Jóhann
Stefánsson til forustu, mega vera
öruggir um það, að þeir gátu ekki
valið betur, hvorrt sem hann vinn-
ur fyrir flokkinn eða þjóðina. —
Sjálfur hefur hann þann ófrávíkj-
anlega mælikvarða fyrir störf sín,
að svo bezt vinni hann vel fyrir
flokkinn, að hann kappkosti að
vinna vel fyrir þjóðina.
V S V