Vísir - 24.12.1933, Síða 4

Vísir - 24.12.1933, Síða 4
Sagan um jólatréð sem hvarf. Öll sumarblómin sváfu und- ir hvítum snjónum, öll trén í garðinum stóðu með hrímþakt- ar, berar greinarnar og litil stúlka sat á frosinni jörðinni og grét sáran. Hún hafði orðið fyrir mikilli sorg jólatréð hennar var horfið. Að öðru leyti var hún ham- ingjusöm og glaðlynd lítil tclpa, augasteinn pal)ba síns og eftirlæti mömmu, eina barnið, sem þau áttu. En sorgin getur alla hitt. Hún hafði hlakkað svo ákaflega til jólakvöldsins og þráð það svo mikið. Nú var það loksins komið, og þá þurfti hún að verða fyrir þessari miklu sorg, sem alveg eyði- Iagði það fyrir henni — það var hörmulegt. Annars hafði lifið leikið við hana dag frá degi, allan ársins hring. Alt vorið og sumarið hafði hún lioppað og sungið með fuglunum, glaðst eins og blóm meðal blómanna og falið sig innan um runnana og i þéttu laufi trjánna. Um liaust- ið hafði hún tínt berin af runn- unum og ávextina af trjánum — henni hafði þótt þeir bragð- góðir og verið ánægð með það alt. En dagarnir liðu, fuglarnir flugu burt, hver um annan þveran, og seinast varð ljóta uglan ein eftir, sem sat í nátt- myrlcrinu fvrir utan gluggana og vældi ,ú-hú“, svo að hún vaknaði og varð. dauðhrædd. Blómin hurfu, blöðin á trján- um mistu lit sinn og lífsgleði og hnigu lmuggin til jarðar; þar tók hauststormurinn þau og þyrlaði þeim um jörðina, þangað til þau vissu ekki sitt rjúkandi ráð, Allir litir hurfu. Garðurinn varð ber og nakinn. Henni féll það illa og var óánægð með það. En samt var ein kuggun í mótlætinu. „Hverfur nú alt þetta fagra?“ liafði liún spurt, lirygg í húga. „Verður ekkert grænt eftir, ekki nokkur ögn?“ „Jú,“ sagði mamma liennar. „Jólatréð verður altaf grænt. I>ví meira sem alt annað föln- ar, því grænna verður það, og þegar jólakvöldið kemur og myrkrið og kuldinn er úti, þá blómgast það, með ljós á hverri grein og gerir allar litlar kinn- ar rauðar og lieitar og lætur öll lítil augu ljóma af gleði.“ „Mamma,“ spurði spurði litla stúlkan. „Hvers vegna fæ eg aldrei neitt jólatré?" „Þú hefir verið of litil til þessa,“ svaraði mamma lienn- ar. „Þeir, sem eru mjög litlir Iiafa ekki vit.á jólatrjám.“ „Já, en núna, þegar eg er orðin stór, fæ eg þá ekki jóla- tré,“ sagði hún og Iiorfði á mömmu sína, stórum, spyrj- andi augum. Ifún hafði ástæðu tiJ að spyrja, því að hún var Eftir L. BUDDE, þegar fjögra ára og gat orðið fimm, ef hún hefði þolinmæði til að biða svo lengi — biðlund var nefnilega ekki dvgðin hennar. „Jú,“ flýtti mamma hennar sér að svara. „Jólatréð þitt er þegar komið. Komdu með mér, þá skal eg sýna þér það.“ Mamma tók í höndina á litlu stúlkunni og leiddi hana niður i hornið á garðinum, þar sem þéttir rmmar stóðu. Þar stóð in- dælt, lítið grenitré. Meðan öll hin trén höfðu staðið og teygt sig og breitt úr sér, þá hafði það falið sig í auðmýkt sinni. Enginn hafði tekið eftir því. En nú stóð það innan um alla beru og blaðlausu runnana, liressandi og brosandi, grænt og yndislegt á að líta. „Þetta er jólatréð, sem drottinn sjálf- ur liefir sent litlu stúlkunni minui!“ sagði mamma. „Hirtu vel um það, þá skaltu sjá hve fagurlega það blómgast, þegar blessað jólakvöldið kemur.“ Eftir þetta hirti litla stúlkan lika vel um jólatréð sitt, eins vel og góðar og réglusamar telpur hirða um brúðurnar sin- ar. Hún kom oft og tíðum að skoða það, og altaf fanst henni það grænna og fegurra í hvert sinn. Hún kysti hvössu nálarn- ar, svo að litli munnurinn varð blóðrisa, og hún horfði undr- andi á löngu, brúnu hnappana, sem uxu út úr greinunum. Hún hugsaði lengi og alvar- lega um þá, og koinst síðast að þeirri niðurstöðu, að þarna mundi tréð liklega geyma kertaljósin sin. Hún hugsaði svo lengi um það, að siðast gat hún ekki stilt sig um að for- vitnast um það, hvort það væri áreiðanlegt — biðlund var eins og áður er sagt, ekki liennar dygð. Hún greip í snatri einn af linöppunum, sem hékk svo langt niður, að hún gat náð honum, litlu fingurnir hömuð- ust og rifu og rifu, þangað til frjóanginn var kominn í smá- agnir, sem lágu á víð og dreif í kringum hana. En þar var ekkert kerti. Hún sat hnuggin og horfði á agnirnar, ])egar mamma liennar kom að. „Hvað gengur að litlu telp- unni minni?“ spurði mamma. „Þú ert svo aumkunarleg á svipinn." „Æ, mamma!“ sagði hún, með grátstafinn í kverkunum. „Jólatrénu þykir ekkert vænt um mig. Það stingur mig, þeg- ar eg ætla að kyssa það, og það vill ekki sýna mér, livar það geymir kertin.“ „Það er af því að þú ert svo óþolinmóð og vilt elcki bíða,“ sagði mamma, því að hún vissi hvað hún sagði. „Ef okkur þyk- ir vænt um eitthvað og Iangar til að liafa reglulega ánægju af þvi, þá verðum við að vera þol- inmóð og bíða, þangað til það kemur af sjálfu sér. Frjóang- inn, sem rifinn er í sundur of snemma er eyðilagður og kem- ur aldrei aftur. Við verðum að læra að trúa og vera viss um að það komi, þá keinur það án þess að við heimtum að sjá það fyrst. Hver sem ekki getur það, er of litill til að eiga jólatré, og hann fær aldrei að sjá hve fag- urlega það blómgast á jóla- nóttina!“ Það fanst litlu stúlkunni hörð kenning, að maður fengi ekki að sjá það, fyrr en maður tryði á. það. Eri hún trúði samt mömmu sinni og vildi heldur ekki hætta á að vera of lítil til að fá jólatré, og bess vegna ákvað liún að gera eins og mamma herinar sagði. Nú var- aði hún sig á að koma nálægt jólatrénu, það er að segja, með- an bjart var og allir gátu séð haná og það. En á kvöldin, þegar dimt var orðið, læddist hún út að þvi og þreifaði á þvi, til að vera viss um, að það væri kyrt. Það var ekki einu sinni hægt að sjá það, nemá að nokk- uru leyti, og einhverja vissu varð 'hún þó að hafa. Þegar dimt var orðið, vissi hún að enginn gat séð hana nema guð, og harin gat þó ekki reiðst henni, þó að hún liti eftir trénu sínu, þegar hann sjálfur Iiafði sent henni það. Þegar hún var orðin alveg viss um, að það væri kyrt, læddist hún hægt inn aftur, lét hátta sig með góðu og las kvöldbæriirnar sínar í rúminu, meðan mamma sat hjá hermi, — það stór var hún þó orðin —- sofnaði vært og dreymdi um jólakvöldið og jólatrén. Og nú var -—- loksins, loksins komið jólakvöld — en alt í einu var jólatréð horfið! Það hafði verið kyrt kvöldið áður, það var liún viss um, því að hún hafði þreifað á, að það var það, en þegar hún kom út i jóla- rökkrinu, þá var það alveg horfið. Með sviða í lijartanu og titrandi höndum leitaði hún, ákafari og ákafari, innan um runna og greinar, en fann það ekki. — Það var al\æg eins og það hefði sokkið ofan í jörð- ina. Hún var harmi lostin! Og hún var ein með sorg sina, al- ein í vétrarkuldanum óg vetr- armyrkrinu. Enginn liafði teli- ið eftir, ])egar hún læddist út. Engiun vissi hvar hún var. All- ir voru i önnum, og þegar mamma heimar saknaði henn- ar loksins, hafði enginn orðið var við hana. Mamma kallaði um alt hús og allan garðinn á lillu stúlkuna sina, en liún heyrði það ekki, hún var utan við sig af sorg. En —• heyrðist ekki grát- ekki? Mömrnu hevrðist hún heyra það, gekk á hljóðið og staðnæmdisl hálfhrædd, þegar hún kom að runnanum, þar sem jólatréð hafði staðið. Því að þar sat litla telpan hennar á frosinni jörðinni, þetta kaltía vetrarkvöld og grét sáran, en öll sumarblónrin sváfu undir hvitum snjónum og öll trén í garðinum stóðu með hrímþakt- ar berar greinarnar. „Mamma,“ sagði hún og lagði grátandi höfuðið upp að henni, „jólatréð mitt er horfið, og nú verð eg aldrei glöð framar. Hvað heldurðu að guð segi nú, þegar eg hefi litið svona illa eftir því ?“ „Blessað barnið mitt,“ sagði mamma hennar og rödd henn- ar varð svo skrítin, þvi að liún vissi ekki, hvort hún átti að hlæja eða gráta. „Gráttu ckki út af jólatrénu. Það er alls ekki horfið, þú skalt víst fá að vita. hvað af þvi er orðið. Komdu, þá skal eg segja þér það alt, Komdu — við verðum að flýta okkur, það er svo lcalt liérna og jólatréð er þar, sem gott er og hlýtt“. — Hún tók hana i fang sér og hljóp með hana gegnum garð- inn ,eins og liún liefði vængi, og staðnæmdist ekki fyr en hún var kornin inn í hiýju dagstof- una. Ljósið var slökt og það var koldimt. Þar settist hún niður með barnið sitt á kjöltu sér og sagði: „Alt vorið og blessað sumar- ið vaxa öll blóm og ilma og springa út í öllum litum. Tréu laufgast og bera ávöxt og fugl- arnir sitja og syngja og vagga sér á öllum greinum. Það er fjör og gleði, skvaldur og ákafi í þeim öllum, því að vorið og sumarið er þeirra langi dagur. En þegar haustið kemur, þá kvöldar hjá þeim —- þeir verða þreyttir og þurfa að fara að sofa. Þá hneigja blómin höfuð sin til jarðar, blöð trjánna vefj- ast saman og falla liægt niður yfir þau; veturinn kemur, sjálf- ur drottinn breiðir sæng' snæv- arins ofan á þau og þekur þau vandlega með henni, svo vel og vandlega, að þeim getur ckki kólnað. En stóru trén eru of mikillát til að leggjast út af þau standa upprétt. Berar greinarnar teygja sig upp i loft- ið og frjósa, svo að brakar í þeim. En þegar verður of kalt, kemur guð og klæðir þau hrími eins og firigravetlingum og loð- kápuMog þá hlýnar þeim. Sið- an sefur öll stóra, auða jörðin vært og rólega, þangað til koss sólarinnar vekur hana af svefni og vorið kinkar kolli og segir: „Góðan daginn.“ Aðeins eitt tré sel'ur ekki, en stendur alt- af grænt og ilmandi. Það er jólatréð. Því guð sjálfur hefir gefið því líf, sem aldrei þreyt- ist og aldrei sofnar. Hvernig ])að fær það, eða hvernig það verður það er leyndarmál jólatrésins, sem það hvíslar í eyru ])eirra, sem elska það og gleðjast yfir því og trúa a það. Það hefir þú gert, elsku litla telpan mín, og þess vegna fær þú að heyra leyndarmál jólatrésins. Á jólanóttina tek- ur Jesús Kristur það augnablik upp i himnaríki til sín, þar sem er eilíf sól, eilíft suinar og ei- líft líf. Honum stendur á sama um hvössu nálarnar, hann þrýstir jólatréuu að lijarta sér og andar milt á það. Þá strejTn- ir nýtt líf frá hjarta hans inn í það og jólatréð blómgast svo fagurlega, að ekkert annað á jörðunni getur við það jafnast. En þegar það er búið, lætur Jesús einn af englum sínum fljúga með það til jarðarinnar aftur. Enginn sér það — þvi það er dimt; — þetta er leynd- armál jólatrésins. Og engillinn gróðursetur það, þar sem góð og saklaus börn eiga heima og svifur yfir þvi dálitla stund með þöndum vængjum, til að horfa á gleði þeirra og gera hana hreina og heilaga. Nú veistu, hvers vegna jólatréð þitt var horfið i kvöld, þegar þú komst til að leita að þvi, og nú veistu hvar það hefir verið. En engillinn er kominn með það aflur, og litla stúlkan henn- ar mömnui skal fá að sjá það. Littu nú á! „Opnaðu inn til jólatrésins, pabbi,“ kallaði mama hátt, setti litlu stúlkuna niður á gólfið, tók i höndina á lienni og leiddi hana. Dyrnar inn i stóru við- hafnarstofuna opnuðust og ljómandi ljós blikaði fyrir aug- um þeirra, svo að hún fékk snöggvast ofbirtu i augun. Nei, sko — þarna stóð þá jólatréð fyrir framan liana í dýrð, sem hún hafði aldrei fvrr augum litið. Það liafði blómgast með ljós á öllum greinum. Það blik- aði alt, eins og gull og silfur, ávextir, gjafir, bréfpokar í öll- um lituin, fullir af sætindum, uxu á þvi og gægðust ofan til hennar úr grænu liminu. Og sjá! Þarna var engillinn, sem liafði komið með það; hann sveif ennþá efst i toppnum með þanda vængi, og horfði svo blíður og yndislegur á liana. Pabbi og mamma liéldust í hendur og beygðu sig niður að lienni, til að geta gefið lienni' nákvæmar gætur. Hún var eld- rauð í kinnum og augun stækk- uðu og störðu á yndisleik jóla- trésins. En alt i einu fyltust þau aftur tárum og hún tók litlu handleggjunum um hálsinn á þeim báðum, dró þau niður að sér og sagði: „Það var gott, að eg grét út af jólatrénu, þvi að annars hefði eg aldrei glaðst svona mikið yfir því.“ Sakleysi barnsins kom yfir þau öll þrjú og vísaði þeim veg jarðarbúa til jólagleðinnar. (E. þýddi). ins, um betri og bjartari öld, um Ijós og líf, meinabót og miskunn særð- um, sjúkum og syndugum sálum til handa. Hvernig sem mennirnir skilja Krist, hvar sem þeir skipa honum rúm í hugsunar- og trúarlífi sínu, boðar fæðingarhátíð hans þeim birtu hjartans. Hverfum svo til þeirrar jólagleði, er sé samboðin hinu heilaga og hreina fagnaðarefni. Höldum heilög jól í nafni Krists. Heilagt er að eins ]>að, sem er fjarri öllu ljótu, lágu og auvirðilegu, það, sem er siðferðis- lega hreint, elskuvert og fagurt. Lát- um jólagleði vora vera góða gleði, heilaga, hreina gleði. Og þá er jóla- gleði vor samboðin Kristi, ef vér sýnum í verki, að vér minnumst er- indis lians í þennan heim, að líkna hinum „bjargarlausu og snauðu, þeim breysku, særðu, föllnu, týndu og dauðu;‘. Verum í Drottins nalni viðkvæm fyrir högum og ástandi þeirra, viðkvæm og vakandi fyrir bróðurköllun þein i, að veita birtu jólanna inn i hjörtu þeirra. Höldum þannig kristin friðar-, kærleiks- og gleðijól. Gleðjumsl sjálf og gleðjum sem Hesta þannig, að jolágleði þeirra verði fögur og björt, djúp ög rík. — Gleðileg jól öllum mönnum. öísaí)í)íiCi;)íson!5oa;ieíSö»G;söíiO«s« § « GLEÐILEG JOLl Vcrslun Davíös Kristjánssonar, Skólavörðustíg. 8 S! SOÍSCS<SCSCSiSOCSCSí5CS<SOO,SCS;S«SOÍSÍStSCX

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.