Vísir - 24.12.1933, Síða 12

Vísir - 24.12.1933, Síða 12
Álfur í Húsadal. i. Þetta gerðist veturinn sem eg var trúlofaður henni Stínu. Eg hefi verið kallaður nokkuð marglátur í ástum. Og sennilega er það ekki alveg tilefnislaust. Mig hefir að minsta kosti langað til að eiga allar laglegar stúlkur, sem eg hefi komist í kynni við um clagana. — En ást- in hefir ekki æfinlega staðið lengi. Stundum örfáar klukku- stundir, stundum dægur, stundum viku, stundum mánaðar- tíma. En einu sinni logaði glatt nærri hálft annað ár, og þá var eg líka verulega hætt kominn. Eg hafði setið um stúlkuna og bægt öðrum mönnum frá, barist eins og ljón, sætt hverju færi, neytt allra bragða. — Eg hafði borið sigur úr býtum í sérhverju ásta-stríði og strengt þess heit, að gefast ekki upp. — Og svona liðu vikur og mánuðir í endalausum geðshræringum. — En þegar stúlkunni fór að volgna innan rifja, kærleik- urinn að brjótast út í ljósum logum, hlaupa-kossar þóttu sjálfsagðir hvar sem $tæði og stefnumót frammi í skemmu tilvalin dægra-dvöl, þá dró úr ást minni allan mátt og angur væntanlegra. hjúskapar-f jötra lagðist^ yfir mig. — — En ný andlit komu til sögunnar — andlit, sem eg hafði veitt athygli í þessu þriggja missera stríði og geymt vandlega í musteri hjarta míns. Nú vandaðist málið. Eg vildi ekki kvongast að 'svo stöddu, og síst af öllu þessari stúlku — henni Siggu litlu. — Og bráðlega fór eg að snuða hana um kossana og hliðra mér hjá skemmu- ferðum og öllu ásta-dundi frammi i bæ. — Það væri engin mynd á því, svona um háveturinn, að vera að norpa frammi í skemmu eða eldiviðarkofa. Maður gæti fengið lungnabólgu og dáið. Og hvað yrði þá um alla kossana og ásta-sælgætið ? — Betra að ætla sér af, Sigga mín! — Eg væri líka altaf með tannpínu — magnaðan seyð- ing i öllum skoltinum. Og fengi eg tannpínu, stæði hún æfinlega mánuðum saman. Þetta sagði eg stúlkunni. Og hún tók því þá þannig, að eg tapaði heldur en hitt. Hún sýndi mér enn þá meiri ástúð og nærgætni. — Hún vissi svo sem hvað það væri, að þjást af tannpínu. En ráð væri við öllu í þessum heimi. Og gömul kona hefði sagt sér, að engin tannpína væri svo mögnuð, að hún léti ekki undan blíðustu meyjar- kossum. En mikið þyrfti af þeim. Og nú skyldi hún kyssa mig, uns allur tannverkur hyrfi. Eg stundi þungan og kvaðst illa mundu þola kossa og annað ásta-hnjask. En auk þess yrði eg nú að fara að hyggja að kindunum, þvi að fjúk væri í lofti og birt- an á förum. * — Við lítum inn í skemmuna, elskan mín, um leið og þú gengur. Og þú skalt sanna, að ólukku-tannpínan læt- ur undan. — Jæja, — reyna má það, sagði eg með ólund. En það ætla eg áð láta þig vita, að eg trúi ekki á neinar kerlingabækur. —7 En hvað þú getur verið önugur, ástin mín. Þú ert náttúrlega svona sóttkaldur. — Já, sagði eg. -— Eg er ekki að finna að eða ávíta þig. Þú ert æfin- lega jafn-elskulegur, og þú veist ekki hvað eg hlakka til, þegar við erum orðin hjón fyrir guði og mönnum. Að svo mæltu teymdi hún mig fram í skemmu. Og þar lagði eg mig undir einhverja allra-gífurlegustu kossahríð- ina, sem yfir mig hefir dunið. Þegar eg vaknaði morguninn eftir, stakk eg vænum fingurhæðar-spotta af munntóbaki upp i mig og hagræddi við góminn. Máttu ])á allir sjá, að eg hafði bólgnað til muna. Siggu leist ekki á blikuna. En hún huggaði sig við það, að bólgan væri merki þess, að nú færi að draga úr sár- ustu þrautunum. Jafnframt lét hún þess getið, að hún ætlaði mér fáeina tilrauna-kossa þegar húmið færðist yfir. Eg hélt mig úti við mestan hluta dagsins, svo að Sigga fékk ékki færi á mér fyr en i myrkri um kveldið. Þá sat hún fyrir mér í bæjargöngunum, flaug upp um háls- inn á mér, leiddi mig umsvifalaust til skemmu og sagð- ist nú halda, að mér væri ekki vánþörf á fáeinum kossum. Eg háttaði, er færi gafst, sneri mér til veggjar og mælti ekki orð frá vörum. Eg var að hugsa um ferðalagið að morgni og bréfið, sem eg hafði skrifað sjálfum mér í fjárhúsunum þá um daginn. Það var á þessa leið: Heittelskaði barnsfaðir — ætíð sæll. Eg vona og bið til guðs, að þessar línur hitti þig sprækan á sál og líkama og ekki í neinu kvennastússi. Okkur mæðgunum liður bærilega 1. s. g., nema hvað eg er að verða ósköp digur. og þung á mér — þú skilur. Eg varð að setja færilykkju i nærpilsið mitt í gær og mér er nær að halda, að eg nái ekki hala mínum. Hún dafnar vel, blessunin litla og Monika frænka dáist að henni. Hún flakkar nú um, aumingja kerlingin og syngur ástavísur fyrir piltana. Prísinn er koss eða tveir aurar, en enginn borgar. Það er aumt að komast svona úr móð, en halda samt öllu sínu ásta- veseni. Þeir fylgja henni báðir, Sýrak og Daníel sálugi. Nóttina áður en hún kom, sátu þeir hérna á rúmstokkn- um hjá mér og voru farnir að berhátta. Það er eins og það sé dómur á mér, að allir vilja þeir upp í til mín, bæði dauðir og lifandi. Eg rak náttúrlega upp voða- skræk, en þá brá svo við, að þeir urðu að kerlingareld- um, sem þeyttust upp í rjáfur og aftur og fram um alla baðstofu, en eg hrækti og skrækti, og loksins ruku þeir út um strompinn með voðalegustu skruðningum. Eg varð dauðhrædd, eins og þú skilur, og auminginn litli i móðurlífinu spriklaði alt hvað af tók — það er víst drengur. Þá er eitt sein eg ætla að tala um við þig. Þegar við erum gift, langar mig til að taka þríburana, sem þú áttir með henni Finnu, því að þeir eru að hrekj- ast á sveitinni. Veiga greyið baslar fyrir sínum króa, og sama er að segja um Þuru. Eg hefi beðið prestinn að lýsa með okkur strax úr hátíðum, þvi að mér finst svo voðalega -ópent að standa fyrir altarinu með krakkann svo að segja í burðarliðnum. Flýttu ])ér nú heim, elsku Bjössi minn, og komdu í flughasti, eins og einn ærlegur barnsfaðir, áður en eg þarf að setja nýja færilykkju i pilsið. Þin til dauðans Agata. Vt SIR -----------------,------------------------------------------- Bréfið lá undir koddanum minum, og þar átti það að finnast að morgni, þegar eg Væri farinn. Mér leið illa þessa nótt. En eg huggaði mig við það, að af tvennu illu mundi þó Siggu litlu bærilegri skamm- vinnur harmur, en ævilöng þjáning i sambúð við hverf- lyndan mann. Eg ásetti mér að vera horfinn fyrir rismál. Karlmensk- an var nú ekki meiri en svo, að eg treysti mér ekki til þess, að bíða rólegur, uns bréfið yrði lesið og alt kæmist í uppnám. Jafnframt datt mér i hug, að gera Siggu litlu mikinn greiða. Eg ætlaði að koma við í Hagagerði og láta Guð- mann bóndason vita, að nú væri hún laus og liðug. Hann hafði beðið stelpunnar mánaðarlega undanfarin misseri, og var nú orðinn sköllóttur af eintómu ergelsi. Guðmann þessi var kallaður myndarmaður og stóð til að verða efnaður. Nú ætlaði eg að biðja hann að bregða við hið skjótasta og grípa stúlkuna glóðvolga, meðan hún sæti ráðalaus i sorgum og táraflóði. Mér hægðist við þetta. Og eg þóttist viss um, að Guð- mann mundi verða allra-notalegasti eiginmaður. Það var heldur ekki amalegt, að setjast í Hagagerðis-reyturnar. Og Guðmann mundi að sjálfsögðu bera stúlkuna á höndum sér og moka i hana gjöfum. Hún fengi kynstrin öll af fallegum fötum, reiðhest og nýjan söðul. — Hún yrði sjáandi, hún Sigriður litla, þegar hún kæmi í skautbúning- inn. Og satt að segja væri Guðmann öfundsverður af því, að fá svona elskulegt fóðrarlamb á heimilið. Eg var á fótum löngu fyrir dag. Bóndi rumskaði og spurði, hverju slikt sætti. Eg kvaðst ekki hafa haft sinnu á því, að láta i meisana kveldinu fyrir, sakir tannpinunn- ar. — Lét hann sér það lynda, reis á olnboga og tók í nefið. Þá spurði hann hvort eg hefði heldur eins og eitt- hvert viðþol þessa stundina, og kvað eg svo vera. Hall- aði bóndi sér þá út af, hnipti í kerlingu sína og kvað sig langa í volgan sopa. Eg gætti þess enn, að bréfið væri á sínum stað, en hvarf þvi næst hljóðlega fram göngin, greip sparifötin mín i skemmunni og snaraðist út úr bænum. Veður var kalt og rennidrif af norðri. Eg tók til fót- anna og stefndi beinustu leið að Hagagerði. Eg ætlaði að reka Guðmann i bónorðsförina samstundis og þiggja að launum skotsilfur til fararinnár. Mér var kunnugt, að hann átti fáeinar kringlóttar í handraðanum. Og eg þótt- ist mega treysta því, að hann yrði ekki smátækur í þetta sinn. II. Nokkur ár eru liðin. — Eg hefi farið víða um land, því að eirðarleysið rekur mig áfram. Og altaf stendur hjarta mitt í báli. Og nú er eg trúlofaður henni Stínu i Kambaseli, föngu- legustu heimasætunni, sem eg hefi kynst og kyst um dag- ana. Hún var ekkert nema blessuð blíðan og lognið, gróða- hugurinn og vinnusemin. — Vissi ekkert um ástir, en reynd-* ist forvitin og námfús, kossaglöð og ýtin við æfingar. — Hún leit aldrei i bók, en er við kyntumst, fór hún að safna allskonar ástavísum af miklu kappi, krotaði þær í vasabók og lærði, en kyrjaði siðan frá morgni til lcvelds — i búri, eldhúsi, fjósinu og við rokkinn. Hún skrifaði mér núna í byrjun jólaföstunnar og krydd- aði bréfið með blossandi ástavísum úr kverinu sínu. — En sokkar fylgdu, vetlingar, háleistar, leppar og marglitur trefill — alt svellþykkur iðnaður. Og alt var þetta dót merkt stórum og smáum stöfum, jafnvel heilum setning- um. Eg botnaði ekkert í þessu, en líklegast þótti mér, að þetta væri brot úr ástavísum eða einhverskonar fyrirbænir. Mér geðjaðist ekki að þessu, enda var eg þá sem óðast að verða stúlkunni afhuga. Ástin hafði komið nokkuð snögglega að þessu sinni. Eg hafði slasast litilsháttar í fyrstu göngum um haustið, verið fluttur heim að Kambaseli og legið þar rúman viku- tíma. Heimasætan hafði verið mér einstaklega góð ög notaleg, og þar kom, áður en varði, að eg brá á gamalt lag, fór að rétta henni hönd í laumi, tala um ástir og kossa og unað hjónabandsins. Og þarna var ekki fyrirstaðan. Hún hló og skríkti, og er minst varði, steypti hún sér yfir mig með kossum og hamslausri blíðu. — Þegar hlé varð á ósköpunum, lét hún þess getið, að því hefði verið eins og hvíslað að' sér, þegar leitarmennirnir studdu mig inn göngin, að eg mundi eiga erindið í Kambasel. — Þá fór hún að segja mér frá ríkidæmi foreldra sinna — jarð- eignum, peningaeign, sauðfjáreign og stóðmerum, og loks frá annáluðum mjólkurkúm, sem allar væri komnar af. Ijlessaðri gömlu Huppu. — Hún lét dæluna ganga, en laut svo að mér, kallaði mig unnusta sinn, og trúlofunin var innsigluð með stærðar-kossi. — Gat eg þá ekki verið að amast við þessu og lét alt gott heita. Og nú var eg að lesa bréfið hennar — fyrsta.og síð- asta bréfið. Þegar seig á seinni hlutann, kom búkonan til skjalanna, heldur ónotalega. Snerist þá alt urn peninga, gamlar mat- arbirgðir, sokkaplögg, leðurskó og vaðmál og röndóttan einskeftudúk —- fyrirtaks-efni i millipils „og skyrtu handa þér, elskan.“ — Eg hefi aldrei kunnað að meta þessar um- svifamiklu búkonur. Þær eru altaf móðar og másandi, ó- greiddar og svartar undir nöglunum. Og svo gösla þær á tómu millipilsinu allan guðslangan daginn — oftast rönd- óttu dúkpilsi. Síðast í bréfinu bað hún mig að muna sig um það, elsk- una sína, að koma nú með alla gámla sokkboli, sem eg kynni að eiga, háleista og annað þess háttar. Hún mundi prjóna neðan. við þetta alt saman meðan eg stæði við. En eg yrði að vera duglegur að þæfa. Við mundum sitja hlið við hlið, dag eftir dag, hún með prjónana — eg með þófið. Við mættum ekki eyða tímanum í eintóma kossa. Hitt skild- ist mér, að eg mundi eiga að sletta á hana kossi stöku sinn- um — líklega svona við þriðja eða íjórða hvern þófara- hnykk. Loks mintist hún.á átján álna voð, ljlásteinslitaða, sem hún kvaðst vonast til að eg þæfði með sér í tunnu, áður en eg héldi heimleiðis. Þaö er óneitanlega dálítið skrítið, að vera trúloíaður stúlku, sem býður manni heim til sín um jólin og ætlast til, að rriaður standi í keitu-þófi dag eftir dag. — Eg var staðráðinn i þvi, að hafa allar þess háttar fyrirskipanir að engu. En smala skyldi eg saman kynstrum af gömlum sokkaplöggum og hafa meðferðis. Látum búkonuefnið syngja og prjóna að vild! ■— Eg ætla að flatmaga uppi í rúmi allan guðslangan daginn, totta pípuna mína, fylla bað- stofuna af reykjarsvælu, preclika eyðslusemi, ofdrykkju og leti. Eg ríf Ijréf unnustunnar í tætlur og læt þær fjúka úr lófa minurn. — Líklega væri réttast, að eg steinhætti við að fara. En þá ætti eg á hættu, að stúlkan kæmi upp úr nýárinu, eða þá karlvargurinn hann faðir hennar. -—• Og hvar stæði eg þá? — Nei, best að fara og treysta því, að eg þyki ekki túskildings-virði við nánari kynni. — En gam- an væri nú samt, að geta hagnast eitthvað á öllu þessu braski. — III. Aðfangadagur jóla rann úr djúpi nætur, kaldur, hægur og þoku-grár. Vindur lítill lék við austur, en loft alt þung- búið og skýjum hulið. — Húsbóndi minn mæltist til þess, að eg dokaði við, uns birti af clegi. Annars kvað hann drauma hafa gengið svo í nótt, sem' þeyr mundi x aðsigi. Þó mætti hitt vera, að hann „gengi öfugur upp“ með full- birtunni og gæti þá verið allra veðra von. Eg taldi enga hættu á ferðum. Fjallvegurinn ekki ýkja- langur og mundi eg koma skíðurn við mikinn hluta leið- arinnar. Að svo mæltu kastaði eg kveðju á heimafólk, en allir báðu mig vel fara og varlega, þvi að fjallvegur- inn væri hættulegur. — Svaraði eg því á þá leið, að ná mundi eg háttum í Húsadal og reyna þegnskap einsetu- mannsins, þó að yfir skylli vonsku-veður á fjallinu. Húsadalur skerst inn i fjallabálkinn frá suðaustri, ávöl livilft og djúp, líkust hófspori að lögun. Fyrir mynni dals- ins verða sandhólar margir, rauðir í koll og skemtilegir. Milli þeirra skriður Dalsáin í krókum og bugðum, en bregð- ur á leik með kátínu og flissi, er frá hallar og neðar dreg- ur. Dalurinn er grasi vafinn hátt í hlíðar, efst klettabelti ókleif, en gilja-skörð fyrir botni. — Unclirlendið egg-slétt að kalla, víðar, grasiv.axnar eyrar, en skógarkjarr nokkurt um brekkurnar tveim megin og víða þroskamikið. — Þarna hefir verið bygð að fornu og sjágt þess enn merki. Og selstöð var þar fram á síðustu öld. Daíurinn er fannakista hin mesta og fáferðugt er á þessum slóðum allan ársins hring. Koma þar nálega engir, utan fjárleitarmenn, og þó sjaldan. — Hafði verið aldasiður, að reka megin-f jársafnið að haustinu um Húsadal skemstu leið til réttar. En er Álíur tók þar bólfestu, krafðist hann bóta fyrir átroðn- ing og brugðu menn þá á annað ráð. Þótti hann ærið stríð- lyndur, fégjarn og illur viðskiftis, tók gjald af mönnum og stilti sjaldnast í hóf. Sótti hann fjárheimturnar af þvilíku ofurkappi, einkum síðari árin, að ódæmum þótti sæta, og slapp enginn úr höndum hans, án þess að leggja nokkuð af mörkum, sá er beitti land hans náttlangt eða leitaði húsa- skjóls í nauð. Gerðist hann mjög óvinsæll af þessum sök- um og gildruðu menn svo til, að þeir ]jyrfti seni sjaldnast að eiga náttból í landi hans. Álfur i Iiúsadal var langt að rekinn. Fyrir rúmlega hálfri öld hafði ungur maður, vasklegur og fríður sýnum, komið að máli við eiganda dalsins, vildar- bónda í sveitinni, og óskað þess að fá hann keyptan. Þetta var að sumarlagi og höfðu menn áður orðið þess varir, að ókunnur maður, vel búinn og hestaður hið besta, hafði farið með fjöllum hið efra og kannað landið. Og nú vildi hann eignast Húsadalinn, lagði gjaldið á borðið, gull og silfur, og gengu þá saman kaupin. Fámáll hafði hann ver- ið, þessi ungi maður, kvaðst einn síns liðs og ættsmár, upp- runninn á öðru landshorni. Heimtaði piltur gerning skrif- legan um landkaupin, en hvarf þvi næst og spurðist nú ekki til hans að sinni. En er snjóa leysti hið næsta vor, kom hann aftur, og starfaði að húsagerð sumarlangt. Vann nótt með degi og jjótti stórvirkur og hagvirkur. Hafði hann reiðhest sinn með sér, valinn grip, og hest arin'an, er hann reiddi á húsa- við úr kaupstað og annað, er þurfa þótti. Var bærinn kominn undir þak í réttum og hugðu gangnamenn hið besta til næturgistingar þar, en áður höfðu þeir tjaldað í daln- um og hleypt safninu í skóginn. Þeir voru gemsmiklir og fóru með hávaða, sem ungum mönnum er titt. Sváfu þeir nú af um nóttina, en að morgni hafði Álfur uppi fjár- kröfur miklar og kvaðst ekki mundu sætta sig við annað, en að bætur kæmi fyrir átroðning. En leitarmenn snerust illa við, töldu hann fara með rangindi og báðu hann aldri þrífast. — Þreif þá húsráðandi til leitarstjóra og hafði undir þegar, en bað rakka sinn gæta hesta þeirra félaga. Rann seppi úr garði með þvílíkum ærslum og hávaða, að við sjálft lá, að hestarnir tryldist gersamlega. Sáu þá leit- armenn, að hentast mundu friðsamleg skifti og seldu bónda sjálfdæmi. En hann gerði þvílíkar bætur sér til handa, að öllum þótti langt úr hófi. En er kurr kom upp i liðinu, kvað hann þess enn kost, að þeir væri utan sátta. — Mun suma ykkur reka minni til þess alla ævi, að þið hafið sótt heim Álf i Húsadal, ef þið neytið nú aflsmunar og beitið mig ofriki.-----Býð eg engum inánni ófrið né vansæmd, en krefst fullkomins réttlætis. — Eg á þetta blessaða land, sem nú höfum við undir fótum. Eg á dalinn allan — frá eyrum til eggja. Eg á skógarkjarrið handan við ána. Þar hafa þúsundir fjár legið i nótt og bælt unglimið. Þið hugsið ekki um það, skainmsýnir menn. En eg lcrefst bóta fyrir þau spjöll, sem hér eru orðin. — Eg mun þó enn sýna, að eg er lítilmenni og gefa upu sakir og bætur að þessu sinni. Þið eruð flestir sendisveinar annara, unglingar og óreyndir menn. Kæmi þvi ómaklega niður, ef eg heimti af ykkur gjaldið, því að óvist inundi um skil af bænda hálfu. — Farið nú í friði, góðir menn, en minnist þess og segið húsbændum yðrum að heimta muni eg gjald af hverju stóðhrossi og hverri kind, er eg handsama í landi mínu, og eins hitt, að verja skuli eg dalinn eftir föngum. Skildust menn nú sáttir að kalla, en leitarmenn báru Álfi illa söguna, og varð hann þegar óþokkaður aí mörgum. Hann hvarf um haustið. — En er leið að fráfærum hið næsta sumar, kom hann aftur. Teymdi hann þá reiðhest sinn hinn mikla, og annan hest, klyfjaðan varningi. Rak hann fjárhóp lítinn, gemlinga og ær snemmbornar, en for- ustusauður gráhöttóttur fór fyrir og söng í bjöllunni. — Þurfti Álfur lítt að sinna rekstrinum, því að hundur hans gætti þess, að engin kind yrði viðskila eða hlypi úr leið. Sýndi rakkinn mikla umhyggju og nákvæmni i starfinu og leit jafnan til húsbónda síns hýrum spurnar-augum, er hann taldi umbótáþörf. Siðast fór ung stúllca og sat á mer- hryssi þroskalitlu. Voru kindurnar bágrækar og þreyttar, en hvilst var oft og lengi og dagleiðir jafnan skammar. Bar nú ekki til tíðinda og leið sumarið fram á engja- slátt. Þá fór sá kvittur um sveitina, að Álfur í Húsa- dal hefði rekið stúlku sína frá sér. Fór hún á merhryssi því hinu unga, sem áður var nefnt, og sást ekki siðan. Og nú hafði hann Ijúið þarna aleinn um hálfrar ald- ar skeið, geðillur sérvitringur, alræmdur fyrir nísku og harðdrægni. — En enginn kunni frá þvi að segja, að hann leitaði á aðra að ósekju, né hlutaðist til um það, sem gerð- ist utan heimahaganna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.