Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 4

Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 4
4 VlSIR uppi í löggjöf vorri á þessu bili, og lengur, ailt það, er styðja kynni viðm’kenning Islendinga á gildi „stöðulaganna“ eða jafn- vel grundvallarlaga Dana — þá liefir eftirtekjan orðið harla lítil, þýðingarlaus og hverf- andi. Er þess þó að gæta í þessu sambandi, að helmingur annar- ar deildar þingsins var skip- aður af erlendu valdi og umboðsmenn þessa sama valds sátu á Alþingi og höfðu þvi mjög öfluga aðstöðu þar. Færi þvi ekki að ólíkind- um, þótt einhver orð eða ákvæði liefði einhverntíma slæðst inn í ályktanir þingsins, er horfa þætti, eða túlka mætti til viður- kenningar á þvi ástandi sem var í framkvæmd. En á slikum yfirsjónum mundi ærið hæpið að reisa staðgóðan réttargrund- völl gegn óbifanlegum þjóðrétt- indum vorum. „Valtýskunni“ var mest fundið það til foráttu, að ekki var berum orðum girt fyrir að „sérstaki ráðherrann“ sæti í inu danska ríkisráði svo sem tíðkast liafði. Um þetta stóðu langar og harðar deilur. Þó náði frv. dr. V. G. samþykki Alþingis 1901, vegna þess að einn and- stæðinga frv. lians fatlaðist frá þingsetu fyrir elli sakir. í þessum svifum urðu stjórn- arskifti í ,Danmörku. 'Komust vinstrimenn til valda, taldir nokkru liðlegri gagnvart ís- landi en fyrri stjórnir. Var þá treyst, að fást mundi fram „heimastjórnar-frumvarp“ það, er andstæðingar Valtýskunnar höfðu á prjónunum, enda var þvi vel tekið í Kh„ er sendi- maður flokksins, Hannes Haf- sfein, flutti það fyrir inni nýju stjórn. En þær vonir áttu sér ekki langan aldur. Ráðherra Is- landsmála var eins ogáðurhafði verið dómsmálaráðh. Dana, Al- berti. Sendi liann næsta þingi, 1902, frv. heimastjórnar-manna með þeim viðauka að inn „sér- staki“ ráðh. skyldi bera mál vor og mikilsvarðandi stjórnarráð- stafanir upp fyrir konung í rík- isráði (Dana). Var þetta talin „s t j órnai’f arsleg nauðsyn“ og þau boð með, að engu mætti breyta og væri þetta eitt fáanlegt eðaþá frv. dr .V. G. — Neytti x’áðherr- ann þess, hversu í járnum stóð um afla flokkanna á þingi, sundrung þeirra og valda- streitu. Tilræðið heppnaðist. Þing- fiokkuj’inn lét undan, hvarf frá þeim hyrningarsteini í eldri réttindabaráttu Islands, er hann hafði þó haldið fram gegn „Val- týskunni", og samþykti ríkis- ráðsfleyg Albertis. Utan þings reis þegar þung alda gegn í’ikisráðsfleygnum. Þeir Jón Jensson yfirdómari, Einar Benediktsson og fl. geng- ust fyrir mótmælafundi í Reykjavík þegar um þingtím- ann 1902. Landvarnarflokkur- inn hófst um veturinn, skipaður mönnum af inum gamla flokki „endurskoðunai’manna“, er fylgt höfðu þangað til heimastj. flokknum. Var Bjai’ni Jónsson frá Vogi helzti stofnandi flokks- ins, ásamt mönnum þeim er fyrr greinir og jafnan síðan for- ingi og inn ótrauðasti forvigis- maður allra þeirra mála, er til eflingar liorfðu sjálfstæðismál- unum. Ekki fékk flokkurinn í fyrstu þeim vörnum við komið, sem dygði, en efldist þó brátt og tók upp stjórnar-andstöðu og nýja baráttu fyrir fornum landsrétt- indum. Stóð sú bai’átta allt til 1918, þótt flokkurinn tæki upp uýtt nafn, er hann sameinaðist öðruin flokki, er aðhyltist stefnu hans. Landvamarflokkui’inn tók Ujpp fánamálið og fylgdi því fast fram. Hann kvaddi til ins fjölmenna Þingvallafundar sumarið 1907. Haim fékk engan f ulltrúa, er millilandanef ndin var skipuð þá um sumarið, sátu liana 12 Danir og 7 íslendingar. En árið eftir vann hann stói’sig- ur í landinu við kosningarnar 10. sept. 1908. Hafnaði þjóðin þá „uppkasti“ því um sam- bandslög Islands og Danmerk- ur, sem mestur hluti nefndar- innar hafði orðið ásáttur um, gegn atkvæði Skúla Thorodd- sens alþm. Nú var kominn nýr rekspölur á réttindakröfur þjóðarinnar, sem síðan var ekki hopað frá ög um síðir leiddi til úrslita þeirra er urðu 1918. Þegar heimsstyrjöldin tók að kreppa að, urðu Islendingar að treysta á mátt sinn og megin og íaka foi’ræði mála sinna í eigin hendur. Sendu þeir fulltrúa til Bretlands til þess að gera við- skiftasamninga við bresku stjórnina, settu þar fastan erind- reka, höfðu eigin skip í förum til Vesturheims til þess að sækja nauðsynjar sínar. Á Alþingi 1917 báru 10 alþingismenn fi’am þingsályktunartillögu í N. d. uffl að skipa 7 manna nefnd til þess að íhuga og koma fram með til- lögur um, hverjar ráðstafanir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.