Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 7

Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 7
7 TÍSIR FuIIveldið og útvegurinn Eftip Olaf Thors Allir Islendingar, er komnir eru til vits og ára, vita, að und- anfari þess stjórnarfarslega sjálfstæðis, er þjóðin öðlaðist með Sambandslagasamningn- um, er tók gildi fyrir réttum 20 árum, var langvarandi, þraut- seig, látlaus og markviss barátta íslendinga, sem undir forystu sinna mætustu sona, í ýmsum flokkum og eftir ólíkum leiðum allir stefndu að sama marki: frelsi þjóðarinnar. En ekki hefði sú barátta borið jafn skjótan og ríkulegan ávöxt án utanaðkomandi álirifa. (Ófriðurinn mikli opnaði ekki aðeins augu manna fyrir því, að þegar á hólminn kom og harðnaði á dalnum, sleit hnatt- staðan öllu sambandi á milli Danmerkur og Islands, heldur sýndi það sig jafnframt, að þeg ar Danir gátu í engu verið ís- lendingum að nokkru liði, þá reyndust Islendingar þess full- komlega megnugir sjálfir, að sjá sér farborða. Tóku og Is- lendingar á þeim árum taum- ana þegjandi og hljóðalaust í sínar hendur. Það var þessi opinberan, á- samt vaknandi vonum Dana um að öðlastSuður-Jótland á grund- velli sjálfsákvörðunarréttar smáþjóðanna, sem öðru fremur batt liinn skjóta endi á deilu Dana og Islendinga, og er þó réttmætt og vei’ðugt, að með lilýjum hug sé minst ýmsra mætustu stjórnmálamanna Dana, er um þessar mundir, sem og jafnan síðan beinlinis vildu syna Islendingum skilning og velvilja, Hinn 1. desember 1918 fögn- uðu íslendingar þvi, að þjóð- jn Itflfðj unnið sinn langstærstfl sigur í frelsisbaráttunni, sigur, sem að sönnu var stór, vegna þeirra umráða eigin mála, er íslendingar þá þegar öðluðust, en stærstur þó fyrir það, að með Sambandslagasamningnum var lagt á vald íslendinga sjálfra og einna, að taka einir í eigin hend- ur stjórn allra sinna mála að aldarfjórðungnum liðnum frá gildistöku samningsins. Flestir gerðu sér ljóst, að saman hafði farið þrautseig bar- átta og ófyrirsjáanlegir atburð- ir, er lagst liöfðu á sömu sveif. Hitt var áreiðanlega mörgum dulið, að hvorugt þetta kom að haldi, ef þjóðin hefði eigi jafn- framt barist annari baráttu á öðrum sviðum, og unnið þar aðra sigra, en það var baráttan frá árabátunum yfir seglskipin til hins vélknúða úthafsskips, er í djúpmiðin sóttu fenginn, er færði Islendinga úr fátaiktinni yfir til þeirra bjargálna, er voru fyrsta og nauðsynlegasta skil- vrði þess, að þjóðin gæti tekið við stjórnarfarslegu sjálfstæði og risið undir þeim gjöldum, er æfinlega og óumflýjanlega fylgja rekstri frjáls og fullvalda ríkis. Það þarf ekki annað en að benda á þessa staðrejmd, til þess að Islendingar skilji hana og viðurkenni. Auðvelt er einnig að sanna hana með mörgum hætti, m. a. með þessum fáu tölum: Þegar stjórriin fluttist ínn i landíð, árið 1904, var mann- fjöldinn á íslandi um 80 þús-' undir, í ófriðarbyrjun um 88 þúsundir; þegar Islendingar pplpövist viðurHeúúingu fullv veldisins voru þeir orðnir um 92 þúsundir, 1928 um 105 þús- undir og nú um 118 þúsundir. Arið 1904 námu útgjöld rík- issjóðs 1.1 millj. króna, 1914: 3 millj., 1918: 10.2 niillj., 1928: 13.2 millj., en í ár tekur fíkis- sjóður til sinna þarfa yfir 20 miljónir króna. Þessi liraðvaxandi eyðsla rík isins segir að sjálfsögðu aðra sögu, söguna af hinum stórstigu framförum á sviði athafnalífs- ins, sögu anda og handar, sem skópu þau verðmæti, er hið op- inbera eyddi. En sama sagan speglast og glögglega í þessum fáu tölum: Árið 1904 nam andvirði út- fluttrar vöru landsmanna 9.9 miljónum króna. Árið 1914 20.8 miljónum. Árið 1918 36.9 miljónum. Náði hámarki 1924: 86 miljónum. Var árið 1928 80 miljónir og verður i ár um 55 miljónir króna. Til þess að sýna meginþátt út- vegsins i þessari þróuu nægja þessar tölur: Árið 1906—10 (meðaltal) var hlutdeild útvegsins í andvirði út- flutningsverslunarinnar, (þar með talin hvalvéiði útlendinga 12,2%) um 65%. Árið 1918 um 74%. Árið 1928 um 89%, en síð- an oftast um og yfir 90%. Þessar tölur gefa tilefni til margra og margvislegra athuga- semda. Hér þykir viðeigandi að leiða lijá sér alla ádeilu, en vekja athygli á því, sem raunar flestir vita, að alt frá því þjóðin tók stjórn sinna málefna í sínar hendur, hefir vitvegurinn verið ÓLAFUR THORS. grundvöllurinn undir tekjuöfl- un ríkisins. Enn í dag er þetta óbreytt, enda hafa landsmenn ekki komið sér upp neinum öðr- um atvinnurekstri, er i þeim efnum geti komið í stað útvegs- ins.En þvivoveiflegri er sú stað- reynd, sem nú loks eftir langa baráttu er að öðlast viðurkenn- ingu, að tim nær- 10 ára skeið hefir útvegurinn verið rekinn með lialla, og þykja hkur ekld benda til, að úr rætist án sér- stakra aðgerða, þeirra, að ann- arsvegar létti ríkið um hrið hin- ar þungu klyfjar útvegsins að verulegu leyti, en hinsvegar láti þeir, er framfæri liafa af útveg, sér nú tafarlaust skiljast, að það er elcki einkamál útgerðar- manna, heldur höfuðhagsmuna- mál þeirra sjálfra, og raunar al- þjóðar, að kröfum á liendur út- vegnum sé svo í lióf stilt, að út- vegurinn fái undir risið, en á slíkt hefir mjög skort að undan- förnu. Síðasta Alþingi skipaði nefnd til þess að rannsaka liag útvegs- KARFAVINSLA, TOGARAR VIÐ BRYGGJU.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.