Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 5

Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 5
VlSIR € Stofnsett 1886. Hefir fyrirliggjandi talsvert úrval af allskonar varningi, með mjög sanngjörnu verði, svo sem: Allskonar búsáhöld, þar á meðal ýmsar nýungar, sem ómissandi eru á hverju f •heimili. Byggingarvörur í talsverðu úrvali, svo sem: Skrár, Lamir, Húna fvrir úti- og innidyr. Hurðarpumpur, Hurð- arfjaðrir, Gluggaopnara (patent), Rúðugler, Saum allsk., Vírnet til múrliúðunar, Skápaskrár, mikið úrval, Skúffu- grip, Skúffutippi allskonar, Skápsmellur fl. teg. Allskonar trésmíðaverkfæri, aðeins frá þektum verksmiðjum. Borð- búnað allskonar, þar á meðal Borðbúnað úr ryðfríu stáli, sem að útliti og gæðum jafnast fyllilega á við silfur, og viljum við sérstaklega mæla með þessari vörutegund. Vasabnifar, fallegt úrval. Skæri margar stærðir og gerðir. Rakhnífar, Rakvélar, Hárklippur fl. teg. Húsgagnafjaðrir, Skotfæri o. m. fl. Leitið tilboða. Vörur sendarl gegn póstkröfu um land alt. gera skuli til að ná sem fyrst „öllum vorum málum í vorar hendur og fá viðurkenningu fullveldis vors“. Fyrsti flutn- ingsmaður og formælandi var Magnús Pétursson, þm.Stranda- manna. Mælti hann skörulega fyrir tillögunni. Var hún sam- þvkkt i einu hljóði og fullveldis- nefnd kosin. Starfaði hún síðan að málunum sem við varð kom- ið unz sanmingum var lokið. Tækifærið var hagstætt. Stór- þjóðirnar höfðu háð hildarleik- inn fjögur ár fyrir sjálfsákvörð- unarrétti smáþjóðanna. íslend- ingar höfðu í verkinu gerst sjálfstæðir. Danir biðu þess að fá Suður-.Tótland, samkvæmt inurn margnefnda sjálfsákvörð- unarrétti, sem þjóðirnar áttu að njóta. , Allt virtist í æskilegu horfi. Fjórir umboðsmenn frá Dana hálfu vóru sendir til Reykjavík- ur til samninga við jafnmarga fulltrúa frá Alþingi. Samningarnir tókust þó miklu verr fyrir fslendingum en skvldi og vænta virtist mega. Fullveldi íslands var þó ský- laust viðurkennt og jivi mikil- væg úrslit fengin á langri deilu. En viðurkenning fullveldis- ins var kevpt fyrir mikl- ar og næsta óvarlegar rétt- indaveizlur. Sum ákvæði á orða- lagi samningsins voru óljós og tevgjanleg og báru þess vitni, að verið hafði undir högg að sækja. Vafalaust liefir það miklu vald- ið,. að gengið var af íslendinga hálfu að slikum samningum, að samkvæmt ákvæði 18. gr. geta íslendingar einir sagt þeim upp hvenær sem er eftir 1943. Eru þó uppsagnarskiíýrðin með miklum annmörkum. Samningurinn var samþykkt- ur á Alþingi án þingrofs með öllum atkvæðum gegn tveimur og siðar sama haust með þjóð- aratkvæði með vfirgnæfandi meiri hluta. Síðan sambandslögin kornu í gildi hafa margir menn látið i liós skoðun sína á þeim, og bera ]>au ummæli þess vitni, að gall- ar þeirra liafa orðið mönnum bersýnilegri er frá leið. Meðal inna mikilvægustu umsagna er dómur Ólafs prófessors Lárus- sonar, enda kemur hann að þvi er mestu máli skiftir, er hann segir um 6. gr.: ...Tafnréttis-ákvæðið mun vera algjörl einsdæmi i þjóðarétl inum, og i raun og veru jafnó samboðið báðum þjóðunum, eins og sumir Danir bafa viður- kennt. En hættulegt er það nærri eingöngu fvrir annan að- ilann, oss Islendinga, þrjátíu sinnum mannfærri og margfalt fátækari en hina sambands- þjóðina. Hvers virði er það full- rétti i raun og veru, sem slikur böggull fylgir?“ — Jafnframt telur hann mjög hættulega meinbugi á uppsagnar-ákvæð- unum. Rúmsins vegna verður liér ekki getið fleiri umsagna að sinni né nánara taldir ágallar sambandslaganna. En geta verður hér stuttlega um „við- horf“ Alþingis til þessara mála síðan þau komu í gildi. A næsta ári, 1919, samþykkti Alþingi nýja stjórnarski’á fyr- ir konungsríkið ísland. Þurfti þá að breyta skilyrðum fyrir kosningarrétti til Alþingis, þar sem samskonar ákvæði skyldu nú ná lil livorratveggja, íslend- inga og Dana, samkv. 6.gr. sam- bandslaga-samningsins. Mátti framkvæma þetta með tvenns- konar hætti og valdi Alþingi með miklum meirililuta þann kostinn, er tryggari var öryggi þjóðarinnar og minni röskun gerði, lét haldast i lögum 5-ára búsetu-skilyrðið, en jók þvi við, að nú skyldi það einnig taka til innfæddra manna ef þeir flytt- ist vistferlum úr landi. í sam- bandi við þetta segir svo i nefndaráliti meirihlutastjórnar- skrárnefndar á Alþingi 1919, og ber Ijóst vitni, hversu Alþingi leit á þessi mál þá þegar: „Loks vill meiri hlutinn láta þess getið, að sambandslögin hafi eigi verið samþykkt í því skyni, að Islendingar skyldu nokkuð láta undan þokast um rétt sinn frá því sem þar er á- kveðið, heldur sé einsætt að neyta réttinda sinna samkvæmt þeim liér á landi svo sem fremst má, og heldur styrkja en veikja, hvenær sem tækifæri gefst. Þau spor viljum vér marka þeg- ar á þessu fvrsta þingi, sem liáð er, eftir að breyting er orðin á sambandinu". Á sama þingi vóru sett lög um Hæstarétt. Var æðsta dómsvald mála vorra þar með flutt lieim og fulbiægt gamalli og mjög mikilvægri réttarkröfu þjóðar- innar. Þá var það ú Alþingi 1928, 28. febrúar að Sigurður Eggerz, er einn ráðherra vorra hafði lát- ið stöðu sina fyrir málstað Is- lands gagnvart konungsvaldinú (úl af fvrirvaranum 1914) — bar fram fyrirspurn ti! rikis- stjórnarinnar, hvort hún vildi vinna að þvi, að Sambandslaga- samningnum verði sagt upp svo fljótt sem lög standa til og jafn- framt íhuga, á livern liátt utan- ríkismálum vorum verði. kom-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.