Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 33

Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 33
VÍSIR 33 DR, BJÖRN BJÖRNSSON: RETKJAVÍB. Inngangur. Fyrir nærfelt 11 öldum gerð- ust þeir atburðir í Noregi, að allvænn kvistur iiins norræna kynstofns, er bygði það land, klofnaði frá móðurmeiðnum. Rás viðburðanna fleytti þess- um kvisli til liinnar óbygðu eyjar norður í Allanlshafi, sem lilaut nafnið ísland. Þar festi liann rætur, sem sérstakur, sjálfstæður þjóðstofn. Menn tala ýmist um að til- viljanir eða örlög — óumbreyt- anleg og ásköpuð — ráði rás viðburðanna. Forfeður vorir stóðu föstum fótum i lífsskoð- un — erfðakenningum — sinna tíma. Með tungunni játuðu þeir ofurmátt örlaganna, i lijarta sínu trúðu þeir á mátt sinn og megin, til að skapa sér sjálf- ir lífshamingju sínu — undir handleiðslu guðanna. Þeir voru athafnamenn, sem alls ékki létu skcika að sköp- uðu. Þeir elskuðu frelsið og möltu þau mannréttindi, er forfeður þeira höfðu látið þeim eftir i arf, meir en alt annað. Þess vegna vildu þeir ekki beygja sig fyrir hinum liarð- hentu öflum, sem höfðu sell sér að markmiði, að umskapa norskt þjóðfélagslíf, livað sem það kostaði. Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður íslands, var trúr lífsskoðun feðranna. At- burðirnir hröktu hann frá ættaróðali sínu. llann lagði þó ekki árar í bál, lieldur ákvað að hefja nýtt landnám í fjar- lægu, framandi og óbvgðu landi. En hann leitaði íulltmg- is guðanna lil að velja sér bú- stað í liinu óþekta framtíðar- landi. Ingólfur Arnarson tók sér bólfestu Iiér í Reykjavík, að tilvísun guðanna. llann hlaut nokkurt ámæli af mönnum sínum fyrir að velja þehna stað. Landnámsmaðurinn, sem lét stjórnast af æðri sjónarmið- um en landkostum einum, virti þau ámæli að vettugi. — Aðfinslur manna Ingólfs voru fyrsti votturinn að óvild þeirri i garð Reykjavíkur af hendi þjóðarinnar, sem oft hef- ir gert vart við sig síðan, og á sér djúpar rætur enn þann dag i dag. Aldirnar liðu og það var hljótt um búslað fyrsta land- námsmannsins. Þjóðin glataði sjálfstæði sínu og sökk dýpra og dýpra i örbyrgð og volæði undir áþján erlendra kúgunar- afla. Hún bar hörmungarnar möglunarlaust, eins og þau ör- lög, sem valdhafarnir bjuggu lienni, væri óumflýjanlegur skapadómur æðri máttarvalda. Loks fæddust með þjóðinni menn, sem vildu ekki trúa því, að þetta lilutskifti hennar væri ásköpuð örlög, þeir trúðu á mátt hennar og megin til að bjarga sér sjálf, getu hennar til að Iiagnýta sér þannig gæði landsins, að hún mætti lifa hér sjálfstæðu menningarlífi, sam- boðnu ælt hennar og uppruna. Þessir menn gerðust leiðtogár þjóðar sinnar, hvöttu liana til að hefja nýtt landnám i föður- landi sínu, og krefjast liins arf- borna réltar síns til að ráða sjálf málefnum sínum. Upphaf Reykjavíkurbæjar. Fyrsti maðurinn, sem beitti sér fyrir þessari nýju land- námsbugsjón af alvöru, var Skúli Magnússon landfógeti. Hann fékk því til leiðar kom- ið, að gerðar væru tilraunir með rekstur iðnaðar- og þil- skipaútgerðar bér á landi. Þeim tilraunum var valinn staður í Reykjavík. Mönnum er ekki alveg ljósl, livers vegna Skúli valdi ein- mitt Reykjavík fyrir þessar til raunir. Eru skiptar skoðanir um ástæðuna. Hins vegar er nokkurn veginn víst, að bann valdi þennan stað ekki vegna þess, að Iiér hafði slaðið vagga landnámsins á Islandi. Tilraunir Skúla báru ekki til ætlaðan árangur og ollu eng- um straumhvörfum í lífi þjóð- arinnar. Þær höfðu aftur á móti þá míklu þýðingu fyrir Reykjavík, að með þeim var lagður hér grundvöllurinn að B.TÖRN BJÖRNSSON. bæ. Þær voru og uppbafið að endurreisnarbaráttunni og báru því raunverulega ríkuleg- an ávöxt, sem siðari tíminn skar upp. Fyrsta sporið til þess að bin albliða endurreisn gæti tekist, var að endurheimta hið gtataða pólitíska sjálfsforræði. Sú harátta hófst um 1830. Reykjavík verður höfuðstaður. Fyrsti stóri sigurinn í hinni pólitísku frelsisbaráttu, var endurreisn Alþingis 1845. Því var, þrátt fyrir nokkurn á- greining, valið aðsetur í Reykjavík. Þar með var Reykjavík endanlega kjörinn liöfuðstaður landsins, en að því hafði þegar stefnt áður. Það var fyrst og fremst að þakka Jóni Sigurðssyni að Reykjavík varð fyrir valinu í þelta sinn. Iljá hinum mikla, skarpskygna leiðtoga, sem altaf sá livað var þjóðinni fyrir bestu, réði köld gagnrýnin. Tilfinningar hans mæltu með Þingvöllum. Upp frá þessu kom enginn staður á landinu til greina, sem keppt gæti við Reykjavík um æðsta sessinn. Aðal menta- stofnanirnar og æðstu embætt- ismennirnir héldu ál'ram að safnast hér fyrir. Þegar stjórn- in flutti inn i landið 1904, þótti sjálfsagt, að hún fengi aðsetur i Revkjavík. Sama var að segja um háskólann, sem var stofn- aður á aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar 1911. Draumur Skúla Magnússon- ar um að hér kæmist á fót þil- skipaútgerð, tók að rætast að fullu um síðustu aldamót, um lcið og seglskútur komu til 9 Reykjavík séð úr Iofti 1930.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.