Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 37

Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 37
V í S IR 37 bænum síðan 1918 hefir kom- ið utan að, m. ö. o. það liafa flutst inn 14 þús. manns til bæjarins nmfram þá, sem flutst hafa burt úr bænum. Af íbú- unum liér 1930 voru um 35% fluttir úr sveitum, um 12% úr kaupstöðum og um 10% úr vérslunarstöðum, eða um 57% aðfluttir innanlands. Aðstreymi fólks og alvinumöguleikar. Eins og kunnugt er, liefir verulegt atvinnuleysi ekki átt sér stað hér í bæ fyr en liin síðustu ár. Atvinnumöguleik- arnir liafa því vaxið í hlutfalli við ibúafjölgunina, þangað til nú fyrir skömmu. Aukning at- vinnumöguleikanna gerir þó betur en fnllnægja hinni eðli- legu fjölgun enn, enda þótt þún nægi ekki fyrir heildar- fjölguninni. Atvinnuaukningin i bænum liefir samt sem áður alls ekki gefið réttmætt tilefni til hins áframlialdandi, mikla aðstreymis fólks til bæjarins. Við þetta óeðlilega aðstreymi hefir skapast hér alltilfinnan- legt atvinnuleysi og mjög mik- il framfærslubyrði fyrir bæjar- félagið. Þessi þunga fram- færslubyrði er að langmestu leyti vegna fólks, sem var á framfæri annara bæjar- og sveitarfélaga fram til 1. jan. 1936, að sveitfestitíminn var upphafinn að mestu, sem og fólks, sem atvinnuleysið hefir neytt til að leita á náðir bæjar- félagsins hin siðustu ár. Yfir- gnæfandi meirihluti fram- færslubyrðarinnar, eins og hún er nú, er þvi komin utan að, án þess að bæjarfélagið hafi liaft nokkur ráð til að firra sig þeim vágesti. Bærinn liefir varið allmiklu til atvinnubóta á undanförn- um árum í því skyni, að hamla upp á móti atvinnuleysisböl- inu, eins og' sjá má á eftirfar- andi yfirliti; en þó hefir fram- færslubyrðin aukist jafnt og þétt, og þrefaldast frá 1931— ’37 eins og sama yfirlit svnir. TAFLA II. Kostnaður við atvinnubætur og styrkþegaframfæri í Reykjavík 1931—37. 1000 kr. Vurið til atvinnubóta Þar af hefir ríkið endur- greitt Útgjöld Framfærslust., Ár Innan bæjar Fyrir ríkið Samtals baejarins vegna atv bóta sjúkrakostn, 0. fl. 1931 43 43 14 29 739 1932 518 67 585 261 328 877 1933 370 22 392 141 251 979 1934 698 93 791 232 559 1151 1935 490 175 065 257 408 1510 1936 515 224 739 265 474 1556 1937 495 495 25 470 2050 Stærri og stærri hluta af framlagi ríkissjóðs til atvinnu- bótavinnu i bænuin hefir ver- ið varið til framkvæmda í þágu rikisins, þangað til nú tvö sið- ustu árin (1937—38), að alt framlagið gengur til þess þarfa. Er rikið sjálft farið að hafa umsjón með þeim framkvæmd- um að öllu leyti, og kostnaður- inn við þær birtist því ekki lengur í bæj arreikningunum. Reykjavík og önnur framfærsluhéruð. í síðasta dálki í töflu II er innifalin hrein útgjöld bæjar- sjóðs vegna framfærslu- og sjúkrahúskostnaðar innan og utanbæjarstyrkþega, ellilaun og örorkubætur, kostnaður við berklavarnir og framfæri sjúkra manna og örkumla, sem og gjöld bæjarins til sjúkra- samlags (hins gamla og nýja). Þessa útgjaldaliði verður lielst að taka saman i lieild, ef rétt- ur samanburður á þeim á að fást fyrir og eftir að alþýðu- tryggingalögin gengu í gikli. Verður ekki farið nánar út í að skýra það hér. Þessi útgjöld virðast ekki liafa hækkað nema tiltölulega lítið á árinu 1936, það stafar af því, að á því ári fóru fram liin svonefndu skuldaskil bæj- ar- og sveitarfélaga. Úfistæður bæjarins hjá öðrum bæjar- og sveitarfélögum, vegna styrk- þega þeirra, sem verið höfðu hér á framfæri, námu 628,5 þús. kr. i árslok 1935. Þær skuldir höfðu safnast smátt og smátt, voru t. d. ekki nema um 90 þús. kr. á árun- um 1927—29, en hækkuðu ört síðustu árin, eða um 100 þús. á árinu 1934 og 150 þús. á ár- inu 1935. Af þessu fé fékk bær- inn enga vexti greidda, en varð eðlilega að svara þeim út. Slik útgjöld voru algerlega óvænt, og því ekki gert ráð fyrir þeim í fjárliagsáætlun. Varð að standa straum af þeim með bráðabirgðalánum. Hefir bær- inn orðið fyrir stórkostlegum skakkaföllum af þessum við- Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar Sími 3879 Laugavegi 13 Símn.: Furniture Framleiði á vinnustofum mínum allar tegundir hús- gagna, póleruð, bónuð, máluð og bólstruð húsgögn. — Smíða eftir pöntunum að eigin vali kaupanda. — Glæsilegt og fjölbreytt húsgagnaúrval ávalt fyrirliggjandi. ------------------- Stærstu og fullkomnustu húsgagnavinnustofur á landinu. Alt unnið af 1. flokks ís- Nýtízku þurkstofa í sam- bandi við vinnustofur tryggir vörugæðin. — Ienzkum fagmönnum. ^sa Kristján Siggeirsson 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.