Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 12

Vísir - 01.12.1938, Blaðsíða 12
12 VlslR jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim \A/t á sama stað. E Stærsta og fullkomnasta yfirbyggingar-verkstæði á Islandi. Byggjum yfir allar tegundir l)ila, framkvæm- um einnig hverskonar viðgerðir. Bílamálningar-verkstæði mitt annast alla málningu á bilum 3rðar. Bilaviðgerðir allskonar. Fræsum, Borum, setjum í „Sleevar“. Mótorar gerðir sem nýir. Höfum fyrirliggjandi flestar stærðir af hinurn við- urkendu „Specialloid“-stimplum, get útvegað með stuttum fyrirvara allar tegundir af stimplum og „Sleevum“. Varahlutir fyrirliggjandi í flestar tegundir bíla. Egill Vilhjalmsson Sími: 1717. iiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiimiiiiiimmimimimimmmmimiimmiimiiiimmim „REN0LD“ keðjodrif á allar vélap. IðnrekendurI J __ Þar sem „RENOLD“ keðjudrif hafa um allan heim rutt sér til rúms vegna hinna miklu kosta sinna fram 5rfir reimar og annan viðlíka driftarútbúnað, viljum við vekja athygli yðar á þeim þægindum, sem eru samfara notkun þeirra. „RENOLD“ keðjudrif spara húsrúm. „RENOLD“ keðjudrif eru gangviss. „RENOLD“ keðjudrif spara tíma og kraft. „RENOLD“ keðjudrif eru hreinleg og hættulaus. „RENOLD“ keðjudrif spóla aldrei á. Með því að nota „RENOLD“ keðjudrif, notið þér allan kraft, sem þér borgið fyrir. Allar upplýsingar munum við veita yður og einnig sýna yður „RENOLD“ keðjudrif í notkun, svo að þér getið sjálfur sannfært yður um gildi þeirra fyrir rekstur og afkomu véla yðar. Aðalumboð á Islandi fyrir „THE RENOLD AND GOVENTRY GHAIN COMPANY, Ltd.“, Manchester — England. Verksmiðjan ,Fálkinn‘ Laugavegi 24 — Reykjavík. ar öll viðskifti og alla fésýslu i landinu. Hún er að mestu undirstaða velmegunar lands- manna eða orsök erfiðleika l'yrir atvinnuvegi og fram- leiðslu. Reynslan sýnir að framsækin en varfærin fjár- málastjórn er þjóðinni giftu- samlegust. Skyndilegur og mik- ill vöxtur í útgjöldum rikisins vegna góðs árferðis, getur haft víðtækar og ófarsælar afleið- ingar i för með sér. Hin stutta reynsla, sem vér liöfum liaft i fjármálastjórn síðan landið varð sjálfstætt, sýnir þetta svo að ekki verður um vilst. Arið 1918 voru útgjöld rilc- isins rúmlega 10 milj króna. Tiu árum siðar, 1928, eru út- gjöldin áætluð samkvæmt fjár- lögum 10.4 milj., en verða 13.3 milj. króna. Á þessu timabili hefir ekki orðið mikill vöxtur i útgjöldum ríkisins og virðist yfirlei tL liafa gætt varlegrar fjármálastjórnar. En árin 1929 og 1930 ríður alveg um þver- bak, sem sjá má af eftirfarandi tölum: Fjárlög Áætlun Reikn. 1928 ... milj. kr. 10.4 13.3 1929 ... — — 10.8 17 1930 ... — — 11.9 24.5 Samtals 33.1 54.8 Þessi þrjú ár er greitt um- fram áætlun fjárlaganna 21.7 milj. króna. Enginn hefði átt að ganga þess dulinn, að slik- ur fjáraustur hlaut að hafa erf- iðleika i för með sér, enda hef- ir þjóðin fengið að þreifa á þvi síðan. Hún er ekki enn búin að súpa af því seiðið. Undanfar- in ár hafa ríkisútgjöldin verið 15—17 milj. kr. Vegna inn- flutningshaftanna liafa ýmsir tekjuliðir ríkissjóðs minkað stórlega, en til þess að stand- ast hin háu útgjöld hafa skatt- ar verið auknir og nýir tollar settir á flestar vörur. Eins og nú standa sakir, eru rikisút- gjöldin orðin nálega þriðjung- ur af öllu útflutningsverð- mæti landsins. Það getur ekki blessast til lengdar, einkum þegar þess er gælt, að 50—60% af útflutningsvörunni er aflað með stórfeldum tapsrekstri. Miðað við núverandi útflutn- ing, mundi vera hæfilegt, að útgjöld ríkisins væri nálægt 10 milj. kr., eða um þriðjungi læ^yi en þau eru nú, ef alt væri með feldu. hlrndingar r/eta verslað. Því mun lengi hafa verið haldið fram af Dönum, að Is- lendingum væri ósýnt um að reka verslun og þeir mundu seint verða færir um að ann- ast utanrikisverslun sina. Sið- ustu 20 ár liafa sannað liið gagnstæða. 1918 voru liér starf- andi nokkrar erlendar versl- anir. Tiu árum siðar eru þær allar liorfnar úr sögunni. Landsmenn selja nú afurðir sínar beint til markaðsland- anna, þar sem verðið er hag- stæðast og kaupa nauðsynjar sínar beint frá framleiðslu- löndunum. Dugnaður íslcnskra innflytjenda liefir komið best í ljós þegar þurft hefir skyndi- legg að flytja verslunina frá einu iandi lil annars og afla nýrra viðskiítasambanda, eins og ált hefir sér stað með Suð- urlöndin. Undanfarin 20 ár iiafa íslenskir innflytjendur, kaupmenn og kaupfélög, unn- ið sér mikils trausts erlendis. llefir þetta traust komið i góð- ar þarfir síðustu árin, er þjóð- in liefir neyðst til að kaupa vörur gegn löngum gjaldfresti vegna skorts á gjaldevri. Þjóð- in á nú vel mentaða og dug- andi verslunarstétt. Er slíkt einhver besta stoð hvers þjóð- félags í baráttunni fyrir sjálf- stæði og velmegun. Hér á landi hafa einstakir flokkar lagt mikið kapp á það undanfarin ár, að útrýma kaupmanna- stéttinni með ýmsum ráðum. Slíkt lýsir mikilli skammsýni og litlum skilningi. Rígurinn, sem.nú er milli kaupmanna og kaupfélaga er smávægilegt at- riði, sem ætti að jafnast. Hitt ættu menn að muna, sem meira er um vert, að ísland heldur ekki til lengdar full- veldi sínu, ef upprætt verður hin unga, sjálfstæða, vel mept- aða og dugandi verslunarstétt þess. Horft um öxl. Það fullveldi, sem vér erum nú að minnast og staðið hefir i tuttugu ár, er liáð lögum, sem ekki má brjóta, ef þjóðin vill lialda áfrain að vera sjálfstæð. Þeir, sem vilja teljast sjálf- stæðir, verða að standa á eig- in fótum, lifa án þess að verða ölmusuþegar annara. Ilið efna- Jega sjálfstæði er undirstaða fullveldisins. Þess vegna er þjóðinni nú eldíert jafn mikil- vægt og það, að geta stýrt fjár- inálum sínum og atvinnuveg- um þann veg, að liún geti Jijargast á eigin spýtur, án mik- ils stuðnings frá, öðrum þjóð- um. Hvernig hefir þjóðin stýrl fjármálum sínum undanfarin 20 ár og hvert stefnir um hag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.