Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. maí 1954 MORGIJNBLAÐIÐ 7 léikið efliir Spírað fyrsta flokks útsæði, ódýrt, til sölu á Borgarholts- braut 40, Kópavogi. Eitt herb. og eldhús óskast til leigu fyrir kær- ustupar. Tilboðum sé skilað fyrir föstudag kl. 5 á afgr. biaðsins, merktum: „Prúð — 201“. Nauðungaruppboð verður haldið að Brautar- holti 22, hér í bænum, föstu- daginn 28. þ. m. kl. 2 e. h., og verða seldar eftirtaldar bifreiðar eftir kröfu toll- stjórans í Reykjavík og Guð- mundar Péturssonar hdl.: R-348, R-532, R-634, R-988, R-1050, R-1767, R-2068, R-2480, R-2624, R-2977, R-4134 og R-4328. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Kr. 5,75 Hvitar kvenhosur. Verð aðeins kr. 5,75 parið. Ódýri markaðurinn, Templarasundi 3 og Laugavegi 143. Vantar Stórt tjald Uppl. í síma 82863. BarnaþB’íhjól til $ölu. Uppl. í síma 9852. BARNAVAGN til sölu. — Ódýr. Uppl. í síma 5038. Holiendincg sem dvelst hér um stundar- sakir vantar góða stofu, lítið herbergi og eldunar- pláss. Tiiboð sendist Mbl. fyrir 25. þ. m., merkt: „Ró- legur — 203“. Trókassatf til sölu. Skóver/.lun B. Stefánssonar, Laugavegí 22. HALDA Skrifstofu- ritvél sem ný til sölu með tæki- færisverði. Sími 3198. 120 tonna skip til sölu. Mjög hentugt til síldveiða. Tiiboð sendist af- greiðslu Mbl. fyrir mánu- dag, merkt: „XT — 204“. ATHUGIÐ Ef þið þurfið að iáta mála þök, þá hringið í síma 9746. Karlmannsreiðhjól til söiu á Frakkastíg 22. Ýmsar gerðir af kjöljárni fyrirliggjandi. J. B. Pétursson. Blikksmiðja og sfáltunnu- gerð, Ægisgötu 7. Þvottaefnið heitir WEGOLIN Reynið pakka strax í dag og þér undrizt árangurinn. Einkaumboð: Þórður H. Teitsson, Grettisgötu 3. — Sími 80360. H4IMSA- GLUGGAKAPPINN ViSarkappinn meS tré- rcnnibrautinni er aðeins framleiddur hjá okkur. HANSA H.f. Laugavegi 105. Sími 8-1525. Sitjandi: Þóra Steingrímsdóttir, Rvík, Edda Jónsdóttir, Rvík, Kristín Árnadóttir, Rvík, Gerður Kristjánsdóttir, Akureyri, Torf- hildur Jósepsdóttir, Torfufelli, Eyjaf., Ingibjörg Jónsdóttir, Rvík. Standandi: Anna Pála Guðmundsdóttir, Sauðárkróki, Margrét Gísladóttir, Akureyri, Guðrún Jónsdóttir, Akureyri, Oddný Ólafs- dóttir, Rvík, Agnete Simson, Rvík, Pálína Magnúsdóttir, Björgum, Eyjaf., Nanna Steindórsdóttir, Hauganesi, Eyjaf., Ólína Halldórs- dóttir, Akureyri. ,Jy hefi ekki hlegil eins ftáii í einu síðastlilin tíu ár‘ 44 segir ein líu ára Laugalandsmey EINHVERJAR ár.ægjulegustu minningar, sem í hugann koma, þegar lagt hefir verið út á lífsins djúp, eru frá skólaárunum, ærslum þeirra og æfintýrum. Að sjálfsögðu verður skólinn að hafá verið skemmtilegur og stjórnarlið hans gott, til þess að þar fái mað- ur einhvers notið, en, góða skóla- félaga finnum við ailsstaðar í hvaða skóla sem.er. Misjafnt er þó hve langvinnur sá kunnings- skapur er, sem stofnað er til á skóiaárunum. Sumir hittast eftir allmörg ár, þá í misjöfnum stöð- um í þjóðfélaginu, og þekkjast varla. Aðrir sjást reglulega með tiltölulega fárra ára millibili, enn aðrir heyja lífsbaráttuna svo nærri hver öðrum, að skólakunn- ingsskapurinn verður að vináttu, sem heist um lang't árabil, og síð- ast en ekki sízt, skólafélagar, og þá auðvitað karl og kona, stofna til hjúskapar sín í millum. IIÚSMÆÐRASKÓLANEMAR IIAFA SÉRSTÖÐU Ein tegund skóla er það þó, sem hefir sérstöðu í þessu efni, ekki þó hvað snertir ánægjulegar minningar og skemmtilegt skóla- lif, heidur samband nemandanna sín á milli, eftir að skóianum lýk- ur. Þetta eru húsmæðraskólarnir. Námsmeyjarnar koma hvaðan- æfa að af landinu, þær eru að vestan og sunnan og austan og norðan. Skólatíminn er stuttur, aðeins tvö ár, og síðan tvístrast hópurinn á ný. Stúdentar hittast oftast á 5—10 ára fresti. Það eru virðulegir prestar, læknar, lög- fræðingar, verkfræðingar og aðr- ir embættismenn, sem finnst upp- lyfting í því að gera sér glaðan dag saman og þá oft með hinum nýbökuðu stúdentum. En hús- mæðurnar, sem voru á Löngu- mýri, Blönduósi, Laugalandi, eða í Reykjavík eiga nú börn á öllum aidri og heimili fyrir að sjá. Hús- móðirin getur ekki hlaupið að heiman fyrifvaralaust. Já, hús- mæðraskólameýjarnar hverfa eins og Austurstrætisdætur Tóma^ar: „og . ein var máske úr sveit og send til baka og svo eru þær sem barnavögnum aka.“ GERI AÐRIR GRAUTAR- SKÓLAR BETUR Það vakti þess vegna talsverða athygli, þegar 10 ára Laugalands- meyjar komu hingað til bæjarins um síðastliðr.p hpigi og héldu hér og frammi á Laugalandi hátíðlegt að nú eru liðin 10 ár frá því að þær útskrifuðust úr sínum graut- arskóla. Þetta var fönguleg sveit kvenna, 14 talsins, af 32, sem út- skrifuðust á því herrans ári 1944. Hver einasta þessara Laugalands- meyja eru nú mönnum gefnar og eiga samtals 70 börn. Geri aðrir grautarskólar betur! VIÐ GLAUM OG GUEÐI AÐ LAUGALANDI Þessi fríði frúahópur*hélt nú fram að Laugalandi og sat þar í dýrlegum fagnaði síðastliðinn sunnudag (9. maí) frá bádegi til miðnættis. Voru þar ræður flutt- ar, snætt og drukkið og ýmislegt sér til gamans gjört. Forstöðu- kona húsmæðraskólans, fr. Lene Hallgrímsdóttir ávarpaði gestina og ennfremur hélt séra Benjamín Kristjánsson ræðu. Ræddi hann um það, að samheldni nemenda, eftir að þeir væru horfnir út á vettvang lífsins, væri einkenni góðra skóla. Núverandi náms- meyjar skólans sýndu eldri stöll- um sínum þjóðdansa og jitterbug og var gerður góður rómur að skemmtan þeirra. Um daginn sátu gestirnir boð séra Benjamíns og frúar hans að prestssetrinu að Laugalandi. Frú Gerður Kristjáns dóttir þakkaði móttökur aliar fyrir hönd þeirra frúnna, en þær færðu skólanum að gjöf lista- verkið „Tákn æskunnar og gleð- innar“, eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara, ennfremur silfur skjöld til minningar um látna skólasystur, Ólöfu Snæbjörns- dóttur. Að loknum skemmtilegum degi var haldið til Akureyrar með við- komu á Ytri-Tjörnum, hjá frú Þuríði Kristjánsdóttur húsfreyju þar, en hún var vefnaðarkennari í skólanum í námstíð þeirra 10 ára meyja. EINSTÆÐUR ATBURÐUR Þessi heimsókn í Laugalands- skóla er merkur atburður í spgu skólans, því að þetta er í fyrsta sinn sem stór hópur eldri náms- meyja sækja hann heim í tilefní br ottskráningarafmælis þaðan. Ennfrernur rmjn þetta í fyrsta skipti, sem námsmeyjar nokkurs búsmjeðraskóla gera siíkt. Ekki er að. efa að skemmtileg hefir þessi stund þeirra frúnna verið, þvi að ein þeirra lét þau orð falla, að húrriiefði ekki hlegið eins mikið i einu i síðastliðin 10 á~. iréf ti! Hfeh: ? Utanför Skogga FYRIR frman mig liggur eintate af Morgunblaðinu frá 23. apríl. Það er nú svo sem ekki í frá- sógur færandi, en það sem mér- verður .starsýnt á, er mynd a£ höfði Skugga skagfirska gæðings. ins, er nú hefir af eiganda sínum. og ráðamönnum verið tekinn. burtu frá æskustöðvum sínum Og- átthögum, Skagafirðinum fagra og grösuga og ráðstafað tii æfi- langrar útlegðar og dvalar í fram. andi landi. Úr svip hans má lesa. ur.drun, ctta og djúpa sorg. Það væri synd að spgja að ís- lenzki 'heslurinn hafi.fyrr né síö- ar átt sér marga málsvara, og er þeir um siðir koma fram a sjón- arsviðið virðist áhugi þeirra aðal- lega beinast að bví, að koma þeim lifandi út úr landinu, skapa og' opna a ný markaði fyrir íslenzfc; hross í sem flestum löndum, vit- andi ekki annað uni afdrif þeirra en það að fyrir þá hafa fengist nokkrar vesælar . krónur, — nú síðast sú hugmynd að safna sam- an nokkrum úrvals gæðingum, og kenna Skotum þá einu sönnu reiðlist. Þvílík umhyggja fyrir þeirri þjpð. Ef til vill geðjast þeim ensku- mælandi þegnum betur að góð- hestunum okkar, en þorskinum fyrirlitna, í öllu falli er nú til— raunin gerð. Þetta er næsta kát- brosleg uppástunga og lítill vin- argreiði af ráðunautum bless- aðra hestanna okkar. Ég vildi óska, að sem flestir væru naér sammála með það, að koma beri í veg fyrir að nokkur íslenzkui* hestur, verði seldur og sendur burt úr landi sínu og okkar. Látum Skota sjálfa sjá um reiðskóla sína Spánverja með allt sitt viðurstyggilega „úyrplagerj" Þjóðverja Pólverja og allar aðr- ar þjóðir annast ræktun landa sinna og aðrar þarfir án aðstoðar okkar litlu hugrökku vina Og félaga, er verið hafa hjálpar- liella os yndisauki þjóðarinnar í gegnum raðir aldanna. . íslenzka þjóðin mun aldrei auðgast af nauðungarsölu hrossa sinna, — en hitt. er svo annað mál,.að hrossaeign og hrossarækt landsmanna þarf að komast í ann að og betra horf en verið hefir, fyrst og fremst þannig aá ekhi verði iengur offramlejðsla á hrossum, og að þeim að lokura verði sýnd sú sjálfsagða mannúð, að hvert hross eigi sér eiganda og ábyrgðarmann, er skyldur sé að annast afkomu þess og þarfir, sem annars búpenings, en láta ekki skeika að sköpuðu um líí þess og líðan og setji hrossin á Guð og gaddinn eins og of oft hefir verið gert. Innanlands er nægur markaður fyrir kjöt þeirra hrossa, er umfram eru nauðsyn- lega eign landsmanna. Eiginlega finnst mér að sá tími muni nú kominn, að við ættum að sjá og" skilja, hver vansæmd og skömm okkur er það og hefir verið, hversu grátt við höfum oft og margsinnis leikið blessaða hestana okkar og illa goldið þeim góða fylgd og dygga þjónustu. Brjótum nú biað og búum sem best að þeim, ekki með lofgerð- um í ræði’ og riti, dauðum minnis varða og öðrum fánýtum hégóma, er þeim kemur að litlu gagni, — heldur með raunhæfum aðgerð- um, bættum hag þeirra og auknu öryggi, svo að orðin klakaklár og útigangshross verði ekki lengur til í íslenzku máli. Innrætum unga fólkinu skiln- ing pg vin.arþel í garð hestsins. sem og allra annarra.pkkar mál- lausu vina. íslenzki hesturinn eingöngu fyrir íslendinga. Ekkert brask, engin landkvnning eða auglýs- | ingafargan á hans kostnað. Pæyhjavjk, 5. mai. Sigurlaug Björnsdóttir. £ BEZT AÐ AVGLÝSA t MORGVmLAÐWU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.