Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 20. maí 1954 MORGUNBLAÐIÐ 27 Jón Einarsson, Tunguhálsi Rabbað við ræktunarsamböndia Hvað skeður ? 1. nóv. 1876 — 25. apríl 1953 JÓN Einarsson var fæddur að Héraðsdal í Skagafirði 1. nóv. 1876. Foreldrar hans voru: Einar Jónsson bóndi og smiður í Hér- aðsdal og kona hans Dagbjört Björnsdóttir. Jón faðir Einars bjó einnig í Héraðsdal. Hann var son- ur Jóns Eiríkssonar er flutti frá Hofi í Vesturdal að Héraðsdal árig 1824, en afkomendur hans hafa búið þar síðan. Þau Einar og Dagbjört áttu tíu börn og var Jón elztur þeirra. Af þeim systkinum er nú aðeins eitt á lífi og er það Sigtryggur fyrrum bóndi í Héfaðsdal, er nú um langt skeið hefur verið starfs- maður hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga, alþekkt góðmenni og prúð- menni. Jón ólst upp hjá foreldrum sín- um í Héraðsdal, en þau bjuggu þar við lítil efni lengst af og bar margt til þess. Jarðnæðið var lítið, því á þeim tíma var oftast tvíbýli og þríbýli á jörðinni. Þá varð barnahópurinn fljótt stór og síðast en ekki sízt má nefna það, að fyrri búskaparár þeirra bar upp á mesta harðæristímabil 19. aldarinnar. í lok þess tímabils árið 1887 var tíund Einars um fjögur hundruð og svarar það til að vera 1 kýr, 12 ær og 1 hes- ur. Jón vann að búi foreldra sinna nokkuð fram á þrítugsaldur. Árið 1902 kvæntist hann Sigríði Sig- urðardóttur. Þau eignuðust einn son, Guðjón, sem nú er bóndi á Tunguhálsi. Næstu árin bjó Jón að einhverju leyti í félagi við föður sinn, en vann jafnframt nokkuð utan heimilis, var stund- um í búnaðarvinnu og kaupa- vinnu. Árið 1914 fór hann að búa í Héraðsdal og bjó þar til ársins 1922. Þá brá hann búi sökum van- heilsu. Þrem árum síðar fluttust þau hjónin að Tunguhálsi og þar andaðist Jón 25. apríl 1953. Sig- ríður lifir mann sinn og er á Tunguhálsi hjá syni sínum, far- in að heilsu og orðin blind. Jón Einarsson var greindur maður og gerhugull. Hann var fáskiptinn hversdagslega, skap- stór nokkuð en stillti skap sitt að jafnaði. í skaplyndi hans skipt- ust á djúp alvara og létt kímni. Á fyrri árum sinum smakkaði hann stundum vín og fór það ekki illa, því hann var enginn drykkju maður. Þá þótti hann hinn mesti gleðimaður. Sem bóndi var Jón til sóma sinni stétt. Hann hafði aldrei mjög margar skepnur, en lagði allt kapp á að fara vel með þær, láta þeim líða vel og gilti það jafnt um fóðrun og meðferð þeirra að öðru leyti. Ekki var það aðeins hagfræðin sem að baki lá. Hann vildi forðast þá mann- skemmd, sem leiðir af ónærgætni og harðúg við þær skepnur, sem menn hafa undir höndum og bera ábyrgð á. Eigin viðleitni á þessu sviði var honum ekki nóg. Hann var félagshyggjumaður mikill og sá þá leið bezta, að hönd leiði hönd að hverju góðu verki. Hann hvatti sveitunga sína til þess, að setja vel á og fara vel með bú- peninginn og hafði góða aðstöðu til að koma þeim skoðunum sín- um á framfæri, sem forðagæzlu- maður sveitarinnar. Jóni voru falin ýms trúnaðar- störf í sveitinnj. Hann var í sóknarnefnd Reykjasóknar, hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps og um 15 ára skeið formaður Lestrarfélags Goðdælasóknar, eftir að hann fluttist að Tungu- hálsi. Störf fyrir aðra vann hann á þann hátt, að hann varð meiri maður eftir. Samvizkusemi hans var slík, að segja mátti að það, sem honum var trúað fyrir, væri hluti af honum sjálfum. • Veturinn 1922 var ég í vist hjá þeim Jóni og Sigríði í Héraðsdal. Þó að full 30 ár séu liðin síðan, er mér þessi tími minnsstæður. Ég man hina miklu umhyggju er Sigríður bar fyrir mér, sem þá var nýlcga fermdur unglingur og þá kynntist ég Jóni betur en nokkurntíma fyrr eða síðar. Seint um veturinn bar það við að ég varð fyrir nokkru aðkasti, en á þeim árum gat ég litlu af mér hrundið. Jón bar þar að, setn ég stóð fyrir utan fjárhúsvegg og hafði klökknað. Þá skipti hann skapi all hastarlega og rétti hlut minn á þann hátt að ég, gleymi því ekki á meðan ég man eitthvað frá þeim tíma. Þannig var Jón. Hann vildi alltaf veita þeim lið, sem minni máttar var. Það er ljóst af því sem nú hefuf' verið sagt, að Jón var það sem kallað er drengur góður: Á bú- skaparárum sínum í Héraðsdal átti hann góðan reiðhest ljósgrá- an, sem honum þótti mjög vænt um. Hann lánaði grána ógjarnan, því hann vildi fylgjast með hon- um sjálfur. Einhverju sinni var hann beðinn um hestinn í skemmtiferð. Hann neitaði því og tók ekki nærri sér. Nokkru síðar kom bóndi framan úr döl- um og bað um grána til þess að sækja læknir í lífsnauðsýn. Þá var gráni lánaðúr með ljúfu geði. Fleiri dæmi gæti ég nefnt um það, hvernig Jón Eiiiarsson brást við, þegar til hans var leitað í nauðum. Jón Einarsson var einn af þeim- mönnum, sem vildi leita sann- leikans og hafa það er sannast væri hverju sinni. Hann hafði ótakmarkaða andúð á falsi og ósannindum. Þegar Jón var u»g- ur maður var hann eitt sinn með Jóhanni hreppstjóra á Brunastöð- um á mannamóti. Jóhann gerði sér jafnan far um að kynnast ungum mönnum og mynda sér skoðun um hvað í þeim byggi. Fundi beirra Jóhanns og Jóns lauk með því í þetta sinn, að Jó- hann bauð að láfia hinum unga manni peninga, ef honum lægi á síðar. Síðar kom að því, að Jón leitaði til Jóhanns um peninga- lán. Þá mundi Jóhann ekki eftir ummælum sínum hið fyrra sinni, en segir við Jón: „Fyrst þú segir þetta, þá trúi ég því “ Þessa sögu sagði Jón mér nokkrum dögum áður en hann lézt og var þá orð- inn mjög sljór. Hann bætti því við, að ekki þætti sér jafn vænt um nein önnur ummæli í sinn garð. Á fyrstu áratugunr þessarar aldar gekk berklaveikin sem far- aldur víða um sveitir og hjó stór skörð í raðir æskufólksins. Þeg- ar einhver af ungu kynslóðinni varð veikur kom óttinn um,'að þar væri feigðarboð hins hvítá dauða og sú varð líka oft raunin. Eftir nokkra áratugi er hægt að segja frá þessu með fáum hvers- dagslegum orðum, en orð fá ekki lýst þeim heljarátökum er áttu sér stað, þegar ungt fólk með ósegjanlega lífsþrá slitnaði frá' lífinu á löhgum eða skömmum tíma. Það er heldur ekki hægt að lýsa raun þeirra er næstir stóðu og nábjargir veittu. Ég hygg að ekkert heimili í þessu byggðarlagi og þó víðar væri leitað, hafi goldið slíkt afhroð af völdum berklaveikinna.r, sem heimili þei’rra Einars og Dag- bjartar í Héraðkdal. Á tímabil- inu frá 1905 til 1918 misstu þau fimm börn uppkomin og tveim árum siðar fór dótturdóttir þeirra sömu leið, er hún hafði alizt þar upp. - Seint um veturinn 1920 hitti ég Jón Einarsson á förnum vegi. Þá stóð svo á að systurdóttir hans 11 ára gömul var nýlátin. Þá var Jóni brugðið, því hann átti brjóst sem gat fundið til og hraustmenni geta líka bognag fyrir ofurþunga lífsreynslunnar. Ástvinamissir veitti Jóni þau sár er aldrei gréru til fulls, en hann var maður sern hugsaði og reyndi að brjóta til IFYRRI grein minni nefndi ég að bændur þyrftu að gera sér ljóst hvað við liggur, ef þeir kaupa óheppilega stóra belta- traktöra með ýtu til að vinna að jarðræktinni. Og ég nefndi að lögin um jarðræktarsambönd væru misnotuð til framdráttr’ vegamálunum, en til óþurftar fyrir ræktunarmálin. Látum svo vera að hið fyrra eigi sér stað, svo mikilsverð eru vegamálin, að vel má þola að lögin um ræktunarsamþykktir séu eitthvað teygð vegagerðunum til hags, ef það er gert án þess að jarðræktin líði við það. En sem sagt, sumstaðar er gengið feti lengra, jarðræktin vanrækt vegna vegagerðanna, vegna þess að vélakaup hafa verið miðuð meira við vegagerð en ræktun. Á nokkrum stöðufci er nú hið sama framundan, það er ber- sýnilegt. Ég geri ekki ráð fyrir að varnaðarorð mín valdi því að bjarga miklu í þessu máU, en vil þó láta þau koma fram, sem við- leitni. ■ ■ f Ð.EMI SEM TALA SÍNU MÁLI Ræktunarsamband, sem nær yfir 3 hreppa, fékk árið 1949 fram lag til kauþa á- 60 ha. beltavél með ýtu -(TD—14). Verkfæra- nefnd mælti rneð framlági til vélakaupanna, með tilliti til þess, að þörf væri á einni slíkri stórri vél á þessum slóðum, til að ann- ást kílræslu. Mikið hefir verið um vegagerð á svæðinu, en mest um að ræða mikilsverða þjóðvegi, Sem Vegagérð ríkisins bar auð- 'vitað að sjá fyrir.vélum tll að vinna að- Er vart hugsanlegt ánn- áð’en að Vegagerðin hefði séð þar fyrir, sem vera béf, þó að áðrir aðilar hefðu ekki k'ðrhið til. Ræktunarsambandsýtan hefir verið notuð árlega síðan hún var keypt, svo sem mest má verða, . við. vegagerðina. Jarðrækt hefir hún minna sinnt. Væri fróðlegt að fá birtar tölur er sýni hve margar klukkust. vél þessi hefir .unnið að vegagerð árlega og hve rnargar að jarðrækt, þar á meðal að kílræslu. Hagur ræktunarsam- bandsins er fremur góður. Það ■hefir fengið mikla peninga fyrir •vegávinnuna. - Árið 1953 sækir þetta sama ræktunarsamband um framlag til kairpa á öðrum beltatraktor með ýtu 40 ha. (TD—9). Þótti mikið við liggja, að þau mál greiddust fljðtt og vel, því að þörfin væri bfýn. En þegar til kom var vélin send beint austur á Langanes og leigð þar í vinnu við landvarnir. Þar vann hún sumarlangt og kom aldrei í , sína sVeit“ til vinnu það árið, en þar mun hún nú koma í góðar þarfir, því að hin stóra -vél,. sem búin er að vinna fyrir miklu fé við vegagerð, er nú þeg- ar búin að lifa sitt fegursta og er „^kki líkleg til að sinna smáverk- éfnum við jarðrækt á hagkvæm- an og ódýran hátt. Ánnað ræktunarfélag, lítið, suhnanlands, sótti um framlag til kaupa á 40 ha. beltatraktor með ýtu*, Qekk þingmaður hlutaðeig- andi kjördæmis vel fram í því að v.élin fengist, án verulegrar i biðar, og túlkáði nauðsyn sveit- arinnar. Þegar kaupin voru gerð ,Var vélin óðara leigð í vinnu vest- mergjar hin hinnstu rök og leita sannieikans og hann mundi hafa getað tekið undir þessi orð skálds ins: ,,Á sorgarhafsbotni sannleiks- perlan skín. Þann' sjóinn máttu kafa ef hún skal verða þín.“ Hann trúði því, að Drottinn ieggi líkn með þraut Með þá trú hvarf hann af þessum heimi. Björn Egilsson. ur á Vestfjörðum, en „heimasveit in“ beið árlangt eftir henni. En þess skal getið til málsbóta, að þessi vél vann að jarðrækt vestra kaup hennar voru því ekki gerð í blóra við ræktunina. Svo eru dæmi um það sem nú er að gerast og ég tel að illa horfi. Ræktunarsamband á Austur- landi sem nær yfir einn víðlend- an og strjálbýlan hrepp, þar sem eru 24 bæjir og og einn kauptúns- hrepp, þar sem lítið er um rækt- un, hefir átt og notað einn Cletrac beltatraktor með ýtu, sem fremur illa hefir reynzt og úthald vélarinnar orðið dýrt og eríitt. Nú hyggst félag þetta selja vélina og biður um framlag til kaupa á „betri vél“. Því er lofað, en þá ætlar félagið að kaupa 60 ha. vél (TD—14) og forráðamenn telja að minni vél komi ekki til greina. Framundan er því hjá þessu ræktunarsambandi að eiga eina svona stóra vél og engan annan traktor, til nota við jarð- ræktarframkvæmdir í sveitinni. — Það bætir auðvitað lítið úr skák þótt sambandið losni ef til vill ekki við „gömlu“ Cletrac- vélina, og hún valdi því áfram- haldandi erfiði og vanda. Á þessum slóðum er rnikið verk að vinna við vegabætur. Allar líkur eru því til, að það sem er framundan þarna sé þetta: Beltatraktorinn stóri og dýrt með ýtunni verður settur í vega- gerð eins mikið og kostur er á, fyrstu 2—3 árin. Vélin vinnur ræktunarsambandinu inn mikla peninga, en jarðræktin verður fremur sniðgengin, vegna þess að forsjálir menn, sem ræktunar- sambandinu stjórna veigra sér við því að sitja af sér vel borgaða „fasta vinnu“ með dýrri vél, til þess að láta hana snúast við rækt unarstörf í smáum stíl, hjá getu- minni bændum. Þarna sem víðar, er hvorttveggja til mektarbænd- ur og þeir sem minni háttar eru, um getu og framkvæmdir. Eftir 2—3 ár, þegar búið er að taka það bezta úr vélinni við vegagerðina, kemur að því að bændurnir og ræktunin verður að fara að standa undir starfi vél- arinnar. Þá, þegar varahlutakaup og viðhald .fer að hvíla þungt á, verður jarðræktin að borga brús ann. Hin viðhaldsdýra vél verð- ur þá að valda jöfnum höndum því sem smátt er eins og því sem stórt er. Það er þessa „þróun“ sem ég sé framundan nokkuð víða, þar sem krafan um „stærri vélar“, vélar, „sem geta valdið miklú, við vegagerð og annað“ o. s. frv., er höfð mest á oddi. — Þess vegng vara ég við oftrúnni á stóru vél- arnar. — Svo nær það ekki lengra. Þeir sem tala mest um stærri vélar, „ekki minni en 60—65 ha.“, ættu að kynna sér vélakost Vega- gerðar ríkisins,' hvað sú stofnun notar af um 40 ha. vélum. Þéir ættu einnig að hugleiða það, ef keppikeflið er það eitt að fá vélar sem geta afkastað sem mestu við vegagerð, á sem skemmstum tíma (án verulegs tillits til stærðar verkefna og hins raunverulega kostnaðar), að þá er engin ástæða til að staðnæmast við stærðirnar TD—14 og D—6, 60—65 ha. vélar. Þá er alveg eins sjálfsagt að kaupa ennþá stærri vélar, TD—18 eða TD—24, D—7 eða D—8, 80 —120 ha. vélar, því ekki það? Formælendur stóru vélanna verða líka að leysa þá þraut að leggja á ráðin um það hvaða jarðvinsluverkfæri og vélar á að nota með hinum stóru traktor- um, svo að vel sé fyrir séð hvort- tveggja, að afl vélanna notist sem bezt, og að verkfærin séu meðfærileg á milli vinnustaða, yfir brýr o. s. frv. Eru þeir til- búnir að ráða fram úr þessu? Ég held því hiklaust fram og endurtek það, að vélakaup rækt- unarsambandanna eiga fyrst og - fremst að miðast við þarfir rækt- unarmálanna, og að þá henta víS ast hvar bezt beltatraktorar sem eru um 40 hestafla. Ennfremur að með vélum af þessari stærð er líka hægt að vinna mikið og far- sællega að vegagerð. Þannig get— ur þetta tvennt vel farið saman. Loks, að ræktunarfélögin, sem ekki hafa nema einni véi á aS' skipa, við umferðavinnu, eru illa sett með vél sem er 60—65 hö, svo sem TD—14 eða D—6, rækt- unin verður dýr, sem framkvæmd er með slíkum vélakosti, nema mjög mikið sé haft undir og sæmí lega þéttbýlt á vinnusvæðinu. Hlutur strjálbýlisins í ræktunar- málum hlýtur alltaf að verða erfiðari heldur en þéttbýlisins. Það er því að bæta gráu ofan á svartrað íþyngja strjálbýlinu með óskynsamlegum vélakaupum. En svo koma vafalaust fróðir menn og segja, að það geri ekkert til þó að ræktunin verði dýr, ef hún aðeins getur gengið nógu stórum skrefum. Þeir segja, að ræktunin verði að kosta hvað hún kosta vill, og verð á þeim vörum, sem framleiddar eru á búum bændanna verður svo að vera þar eftir. Ef til vill hafa þessir menn rétt fyrir sér, ef til vill sannar framtíðin að þeir hafa ekki rétt fyrir sér. Það á að vera auðvelt að átta sig á því, að hér skortir hvorki land né veðurfar til þess að stunda ræktunarbúskap. Að hór skortir í raun og veru heldur ekki fólk til þess að auka búskapinn í landinu. Miklu fremur mætti segja að það sé nokkurt áhyggju- efni hvernig ört fjölgandi fólki verði séð fyrir verkefnum á landi hér. Nú skortir eigi tækni til þess að vinna að ræktuninni. Gamli erkióvinurinn, þúfurnar, er orð- inn mesti meinleysingi, sem eng- inn vandi er við að kljást. Vandinn er að heyja sér þá þekkingu og það forsjárvit, um ræktun og búskap, að ræktunin verði betri og ódýrari heldur en nú vill verða. í þeirri viðleitni er það og verður mikið atriði að nota réttar vélar á réttum stað. Gera hvorugt að skera við negl- ur sér, né sýna þá ofrausn, sem búskapurinn fær eigi staðið und- ir, nema með því að gera óeðli- legar kröfur um verðlag og við- urgerning frá hendi þjóðarheild- arinnar. Enn og aftur tek ég fram: Véla- kostur ræktunarsambandanna á að miðast við verkefni þeirra, ræktunarframkvæmdirnar. Rækt unarsambönd verða að eiga þær vélar,jsem gera bændum bezt kleyft að rækta vel og nægilega mikið, með sem hóflegustum til- kostnaði. Áð ræktuninni frágeng- inni og samhliða henni, þegar svo ber undir, er sjálfsagt að nota hinn skynsamlega valda vélakost ræktunarsambandanna við vega- gerð og aðrar framkvæmdir, sem ekki eru þættir af ræktuninni. Auk þess er auðvitað einnig þörf annarra og stærri véla við vegagerð, þar sern mikið er haft undir, þær vélar verður Vega- gerð ríkisins að leggja til, það er ekki verkefni ræktunarsamband- anna að gera slíkt og íþyhgja með‘ því ræktunarmálum bændanna, sem að samböndunum standa, og fyrr eða síðar verða að borga brúsann á einn eður annan hátt. 1. maí 1954. Árni G. Eylands. MALiLUTNlNGS. SKRIFSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorlákason GuSmundur Péturaaon Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutlmi: kl. 10—12 og 1—5. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.