Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. maí 195 - HicÍMird Eeck skrifar irm: l\leðan dagur er, Ijéðabók effir IVSargréii Jónsdóftur MARGRÉT JÓNSDÓTTIR er þjóðkunn fyrir ritstörf sín, tíárnabækur og ljóð, er hlotið jhafa góða dóma og átt vinsæld- um að fagna. Af nýjustu bókum hennar í óbundnu máli má nefna smásagna og ævintýrasafnið JLjósið í glugganum (1951) hug- Joekkt safn samúðarríkra svip- jnynda úr lífinu og draumaheim- um skaldkonunnar, og hinar prýðisvel sömdu og skemmtilegu toarnabækur Todda frá Blágarði (1951) og Todda í Sunnuhlíð (1.953), sem eru ágætlega við hæfi slíkra lesenda um hugljúft cfni, sambærilega meðferð þess og gott íslenzkt mál. ^sambandi við sextugsafmæli Alargrétar kom einnig út ný Ijóðabók hennar, Meðan dagur er (ísafoldarprentsmiðja, 1953), er hér verður getið nokkuru ítar- legar, en áður höfðu komið á prent eftir hana kvæðabækurnar Við fjöll og sæ (1933) og Lauf- vindar bíása (1940). Þessi nýja Ijóðabók skáldkon- unnar sver sig ótvírætt í ætt til eldri kvæðabóka hennar um yrk- isefni og Ijóðablæ. Það’ er eng- inn stormhvinur eða vopnagnýr i þessum kvæðum; þau eru í ætt við hiton blíða blæ, ljóðræn og léttstíg, með undirstraum inni- legra tilfinninga og djúprar sam- úðar; og þau bera vitni fegurð- ar- og hugsjónaást skaldkon- unnar, traustri guðstrú hennar •og framtíðartrú, sem verið hefur henni skjöldur og skjól í storm- nm og andsíreymi lífsins og orðið styrkari rót í þeirri raun. Á ofangreinda strengi er slegið i þessum hljómþýðu einkunnar- orðum bókarinnar: Á meðan daginn dreymir og dýrðleg kvöldsól skxn, þá kemur hljóðlát huldan og hvíslar ijóðin sín. Og meðan ævin endist ég elska söng og ljóð, þótt annao allt um þrotni, ég á þann dýra sjoð. 'LTnz sólin fellur siðast, og svarta nótt að fer, ég minniat máis í Ijoði á meðan aagur er. í kvæðinu „Mitt týhda land“ iinnur trú skáldkonunnar á líf- magn ijóðsins sér farveg í hlið- stæðum ómrænum búhingi; í sama anda eru árstíðaljóð henn- ar og aðrar náttúruiýsingar, og <er sonnettah „Kvöldhúm“ gdtt dæmi þeírra: iNú læðist kvöldhúm yfir breiðar byggðir og tolikar hiíð í rauðu aítanskini. 3 hugans djúpi hljótt að týndum vini er hafin leit og dreymt um fornar íryggðir. Og rökkurblámi breiðist yfir fjöllin, svo bliknar ljómi glæstra röðulskýja. ISn bráðum aftur boðar töfra nýja hið bleika Ijós, er opnast mánahöllin. Og ótal stjörnur kveikja á kertum sinum, vneð kyndii skærum tendra þúsund iiii í öllu sínix fagra, glaða gliti og geisiavængi senda draumum mínum. Hú vefur svefninn örmurn ailt sem lifir, með óminni sitt nótcin færist . yfir. Margrét hefur áður sýnt það, að henni, sem öðrum íslenzkum nkáldkonum, lætur vel að*yrkja ★★★★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ FYRIR nokkru átti Margrét ★ ★ Jónsdóttir skáldkona sex- ★ ★ tugsafmæli. Á þeim tíma ★ ★ mótum var gefin út ný ★ ★ ljóðabók eftir skáldkonuníi. ★ ★ Fyrir nokkru ritaði Richard ★ ★ Beck gagnrýni um bókina ★ ★ í vestur-íslenzka blaðið ★ ★ Lögberg. Fer grein hans ★ ★ hér á eftir. ★ ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★ í þulustíl, og sannar það að nýju með fallegri „Vorþulu" sinni í þessu safni. Áður hefur Margrét einnig ort prýðisgott kvæði um Reykjavík; af skyldum toga spunnið er kvæði hennar „Ingólfsbrúður“, um Hallveigu konu Ingólfs Arn- Margrét Jónsdóttir arsonár, í umræddri kvæðabók, og hyllir skáldkonan þar hina fýrstu húsfreyju í Reykjavík meðal annars með þessum orðum: Friðsöm ætt og elsk að sólu afkomenda hópur þinn. Þú varst amma Þorkels mána, þar ég tignarsvipinn finn. Þeir sem ennþá unna ljósi undir þínu merki sjást. Ingólfsbrúður, íslandsdætur aldrei láta nafn þitt mást. Samúð Margrétar, sem nær bæði til manna og málleýsingja, lýsir sér vel í mörgum kvæðum hennar í þessari bók, t. d. í „Kvæði um gamla konu“, „Föru- maður“ og „Vetrargestir“ (um sólskríkjurnar á vetrardegí) og þó hvergi fremur en í hinu fagra kvæði „Barnið“ (ort fyrir Barna- daginn 1951): Blátt og tært er auga þitt sem blik frá stjörnusal. Rjóðar eru varirnar sem rós í fjalladal. Lokkar þínir glitra sem lýsigull í sól. Bjart og mjúkt er hörund þitt sem blómið úti’ á hól, unaðsríkur hlátur þinn í ætt við fossanið, hjalið ljúfa minnir á mildan þrastaklið. Skært og hreint er bros þitt sem skíni sól á hjarn. Getur nokkuð fegurra en gott og saklaust barn? Fallega og hlýlega minnist skáldkonan ýmsra góðvina sinna, svö sem öðlingsins Jóns Magnús- sonar skálds og dr. Helga Péturss (er hann varð sjötugur), og hitta þessar Ijóðlínur um hinn síðar- nefnda ágætlega í mark: Ættuð beint frá Agli og Njáli, orð af djúpri vizku full, spekingsorð á móðurmáli, myntin skíra, andans gull. Trúarljóð Margrétar Jónsdótt- ur svipmerkjast af þeirri ein- lægni, sem á sér djúpar rætur í sál og lífsreynslu sjálfrar henn- ar; bjargföst trúarvissa hennar hefur hlotið sína eldskírn á þyrnum stráðum vegi „gegnum dimman dal“, en hún hefur séð andstreymið snúast í sigurhrós, og því yrkir hún af hrærðum og heitum huga sinn fagra ,,Þakkarsálm“. Hana hefur, með öðrum orðum, ekki „kalið á hjarta“, þó níst- ingskaldir næðingar lífsins hafi um hana blásið, og ský dregið fyrir sól; þess vegna á hún enn ófölskvaða hugsjónaást sína og framtíðartrú, eins og lokakvæði bókarinnar, „Vor þekking“, ber glöggan vott: Vor þekking er í molum. — Móðu og mistri hulið er mannlegt líf og hjúpað feigðarskugga. Vér sjáum aðeins ljós um lítinn glugga, vort lán, vort ólán er í framtið dulið. En fyrirheit vér fengið um það höfum, að fullkomnun vor biði órafjarri, og veikur neisti verði að birtu skærri, að vitar ljómi yfir dauðra gröfum, að loksins muni böl og harmar bætast, Vort brotasilfur verða fagurt smíði, að eitt sinn rósir eyðimerkur skrýði og allir góðir draumar megi rætast. Frá aðaifundi Kaupféi. Þingeyinga HÚSAVÍK, 10. maí. — Aðalfund- ur Kaupfélags Þingeyinga var haldinn á Húsavík s. 1. fimmtu- dag og föstudag. Fundinn sátu 96 fulltrúar auk stjórnar, kaup- félagsstjóra, endurskoðenda og gesta. Formaður félagsstjórnarinnar, Karl Kristjánsson, flutti árs- skýrslu félagsstjórnarinnar og gat um helztu framkvæmdir á liðnu ári, m. a. viðgerð og stækk- un á slátur- og frystihúsi félags- ins og endurbótum á vélakosti þess. Framkvæmdir þessar kost- uðu um 1.7 millj. kr. Kaupfélagsstjóri, Finnur Kristj ánsson, gerði grein fyrir rekstri félagsins árið 1953. Heildarvöru- sala hafði nurrtið tæpum 20 millj. og var það 1.2 millj. kr. aukn- ing frá árinu áður. Sala í verzlunum félagsins nam 12.8 millj. og hafði aukizt um 560 þús. kr. Sjóðir félagsins hofðu aukizt um 330 þús. Innistæður í við- skiptareikningi og innlánsdeild voru um s. 1. áramót 6.8 millj. Ákveðið var að endurgreiða til félagsmanna af endurgreiðslu- skildum viðskiptum 5%, þar af 3% í sðxfnsjóð en 2% í við- skiptareikninga. Að kvöldi fyrra fundardags var haldin skemmtun fyrir fulltrúa og gesti. Þar skemmti karlakór- inn Þrymur, stjórnandi Sigurð- ur Sigurjónsson og leikflokkur frá Ungmennafélaginu Gaman og Alvara úr Ljósavatnshreppi sýndi sjónleikinn „Húrra krakki." — Fréttaritari. læypnyasta tannhjól klukkunnar 25.700 ár ú snúast í hrino FYRIRSJÁANLEGT er nú, að á þessu ári muni hin marg umtal- aða „alheimsklukka“, sem danski verkfræðingurinn Jens Olsen, byrjaði á, en lifði ekki að fullgera, verða sett í gang, í ráðhúsi Kaupmannahafnar, en þar hefur henni verið ætlaður staður. Ááuí' en sá mikli dagur rennur upp, að tannhjól klukkunnar fara að snúast, munu stjörnufræðingar hafa reiknað nákvæmlega út göngu sólar, tungls og pláneta, en slíkir útreikningar verða að vera til— búnir, þegar klukkan tekur til starfa. 4)------------------------------- Eins og kunnugt er, eru mör; ár síðan Jens Olsen byrjaði á þessari klukku, sem er hans eig- in uppfinning og hefur verkinu verið haldið áfram á þann hátt, sem hann grundvallaði það. — Hann lifði ekki að sjá listaverkið fullgert, þar sem hann dó árið 1945. Eftir dauða hans var verk- inu haldið áfram af hinum fær- ustu verkfræðingum og úrsmið- um, en verkið hefur orðið fyrxr ófyrirsjáanlegum töfum, þar sem nokkrir þeirra hafa einnig lát- ist á þessum árum, en þrátt fyrir það er álitið að því verði lokið á þessu ári. Á AD STANDA Á HRAUNGRÝTISSÚLU í ráðhúsinu í Kaupmannahöfxi er mikill viðbúnaður til að taka á móti klukkunni. Þangað hefur verið fluttur þriggja tonna hraun grýtisdrangur, en á honum á klukkan að standa, til þess að hún verði ekki fyrir hristingi sem umferð kann að valda. Klukku- skápnum hefur þegar verið kom- ið fyrir á stallinum. Vinnan við verk klukkunnar fer fram á verk- stæði við Bulowsvej. í. tvö ár hafa tveir verkfræðingar ekki gert annað en smíða tannhjól og ása í hana. Þessir tveir verkfræð- ingár unnu báðir á sínum tíma undir stjórn sjálfs meistarans, Jens Olsens. VINNA UNDIR SMÁSJÁ Margir hlutirnir sem verða í þessu einstæða klukkuverki, eru svo smáir og fíngerðir, að þeir eru unnir undir smásjá, og þoia ekki snertingu berra harida, vegna þess að sviti og korn, se’.n geta loðað við fingurgómana geta auðveldlega eyðilagt þá. — Verkfræðingarnir verða þess vegna að vinna með næfurþunn- ! um hvítum rúskihrishönzkum. Þar sem smágalli á einu slíku tannhjóli, gæði eyðilagt alit klukkuverkið, verður vinna þessi að vera mjög nákvæm. Enginn hlutur er notaður í klukkuna fyrr en rækilega hefur verið gengið úr skugga um að hann sé með öllu gallalaus. Gullbrúðkaup Guttorms Gurtorms- sonar skálds í HEIMSKRINGLU 21. apríl s.l. er skýrt frá því að Guttormur skáld Guttormsson og kona hans frú Jensína, hafi átt gullbrúð- kaup þ. 16. apríl og hafi þann dag verið haldið samsæti mikið til heiðurs þeim hjónum og sátu það um 300 manns. Samsætið fór fram í samkomuhúsi Riverton- bæjar og stjórnaði hófinu S. V. Sigurdson bæjarstjóri. Vig borðið hjá gullbrúðkaupshjónxmum sátu fimm börn þeírra ásamt skyldu- liði. Fyrir minni frú Jensíu mælti frú Hólmfríður Daníelsson en fyrir minni Guttorms skálds tal- aði Finnbogi Guðmundsson próf. Ýmsir fleiri tóku til máls og milli ræðna var sungið, og níu ára telpa las upp kvæði eftir Gutt- orm. Fjöldi heillaóska barst gull- brúðkaupshjónunum, svo og góð- ar gjafir. Þökkuðu þau heiðurs- samsætið áður en staðið var upp frá veizluborðinu. HJÓLIÐ, SEM ER 25.700 ÁR AÐ SNÚAST í HRING Það gefur dálitla hugmynd ur x hve smæstu hlutirnir í klukku- verkinu eru fíngerðir ,að ekkert fyrirtæki þorir að taka þá að ::é; til gyllingar, vegna hræðslu við að skemma þá. Verkfræðingarmi’ hafa þessvegna orðið að sjá sjált’- ir um þetta atriði á verkstæðx sínu, en upphaflega var ekki reiknað með þeirri aukavinnu. Það tannhjól klukkunnár, sua mun hafa hægastan gang, verður 25.700 ár að snúast einn hring, en það sem hraðast fsr snýst. hringinn á 10 sekúndum. KLUKKAN VERÐUR í GLERSKÁP N. k. mánuði mun þe;;si meikí- lega smíði verða fhxtt smá saman frá verkstæðinu í ráðhús- ið, þar sem klukkan vcrður sett saman á hraungrýtisstallinúm. Verkfræðingarnir hafa komið scx* saman um að hafa klukkuna í glerskáp, svo fólki gefi.st kostur á að sjá þetta furðulega verk,. sem er einstætt í sinni röð, og séð framfarirnar, sem orðið hafa á mörg hundruð árum, frá því fyrsta klukkan var búin til, en sólklukku verður einnig komi:5 fyrir í ráðhúsinu til samanburð- ar. —" KEFLAVÍK, 7. maí. — Nú fer senn að líða að vertíðárlokum hér, sem ög annars staðar. Hefiir vertíg þessi verið mjög erfið hvað sjósókn snertir, en afli bát- anna hefur yfirleítt verið góðúri þegar gefið hefur. M.b. Hilmir er aflahæstur og' var afli hans um síðustu mánaða- mót 691,866 kg af slægðum fiski'i eftir 68 róðra. Um mánaðamótin er méðaiafii. á bát 519705 kg (slæg^um fiski) en á sama tíma í fyrra var meðál- afli á bát 387054 kg (slægðum fiski). Meðalafli í róðri er nú um mánaðamótin 8,387 kg (slægðunn fiski) en á sama tíma í fyrra var meðalafli í róðri 5,734 kg. Hér fer á eftir skýrsla um róðrafjölda og aflamagn línubáta janúar—apríl 1954. Er hér um að ræða slægðan fisk ríæð haus: r r , fa* 1 - i "< JhSf' Róðrar Toim 1. Andvari .......... 65 467 2. Bjarni Ólafsson .. 62 475 3. Björgvin ........ 69 663 4. Dux .............. 66 546 5. Garðar ........... 44 320 6. Guðfinnur ........ 63 532 7. Guðm. Þórðarson 59 664 8. Gylfi ............ 65 545 9. Hilmir............ 68 691 10. Hrafninn .......... 57 462 11. Heimir ............ 68 563 12. Jón Guðmundsson 67 642 13. Jón Valgeir .... 57 461 14. Kópur ............. 60 422 15. Kristján .......... 48 373 16. Nonni ............. 64 508 17. Ólafur Magnúss. . 65 '565 18. Smári ............. 66 533 19. Steinunn gamla . 64 531 20. Stígandi .......... 66 516 21. Sæhrímir .......... 67 546 22. Sæfari............. 61 469 23. Sævaldur .......... 61 546 24. Trausti ........... 63 553 25. Vísir ............. 66 525 26. Vonin II........... 64 548 27. Þorsteinn ......... 38 340 Samt. 1673 14032

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.