Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. maí 1954 Við mannialiS 1950 voru konur í fyrsia sinn í minnihlufa omir í l^eyhjauíh I/IÐ MANNTALIÐ 1950 taldist heimilismannafjöld/ á íslandi samtals 143.961. Þar af voru 71.699 konur en 72.262 karlur. Konur voru því 563 faerri heldur en karlar, eða á móti hverjum 1090 körlum komu 992 konur. Er þetta fyrsta manntal á íslandi, þar sem konur eru færri en kárlar. Við öll undanfarin manntöl hafa karlarnir verið í minni- hluta. — Greinargerð sú, sem hér fer á eftir er gerð af Þorsteini Þorsteinssyni fyrrverandi hagstofustjóra, en greinargerðin var í Hagtíðindum, marz-hefti 1953. KEYKVÍSKAR KONUR í MEIRIHLUTA Reykjavík er eini staðurinn á landinu, sem konur vorú í meiri- hluta árið 1950, eða alls 29.340 en karlar 26.905. I sveitunum eru konurnar til- tölulega fámennastar, að'eips 877 á móti 1000 körlum. í minni bæj- um, þorpum og kauptúnum erú þær töluvert fjölmennari, 984 á móti 1000 körlum. í kaupstöðum ntan Reykjavíkur eru jafnmargir karlar og konur, en í Reykjavík eru konur í talsverðum meiri- hluta, eða 1091 kona á móti 1000 körlum. KONUR í ALDURSFORSÆTI Við lestur hagskýrslunnar kemur í ljós, að konur, sem komnar eru yfir fimmtugt eru í meirihluta. T, d. eru 3482 konur á aldrinum 50—54 ára á móti 3453 körlum á sama aldri, 1962 konur á aldrinum 65—69 ára á móti 1674 körlum, 1215 konur á aldrinum 75—79 á móti 917 körlum, 146 konur á aldrinum 90—94 á móti 62 körlum og 29 konur sem komn ar eru yfir 95 ára aldur á móti 11 körlum. Aftur eru karlar á aldrinum 15—19 ára 6159 en konur 5969 og 30—34 ára karlar 5109 en konur 4873. Þetta er smekkle.gur sumartæki- færisklæðnaður úr hvítu þunnu efni. Pilsið er slétt, jakkinn er beinn að framan, en að aftan er hann felldur undir berustykkið. — Takið eftir litla blóminu sem síiungið er undir kragann að framan. ELZTA FÓLKIÐ í SVEITINNI Telja má að rúmlega 30% lands manna séu á barnsaldri, fyrir inn- an 15 ára en 53% eru á því skeiði sem menn eru almennt fullvinn- andi, frá 20—64 ára. — Um 1/12 hluti landsmanna er á unglings- aldri 15—19 ára og 1/13 hluti á gamalsaldri, yfir 65 ára. Hlutföllin milli aldursflokk- anna skiptast mismunandi á milli bæja og sveita. í bæjum og þorpum eru ungl- ingar innan 15 ára fjölmennastir, unglingar 15—19 ára eru fjöl- mennastir í sveitum, en fullvinn- andi fólk á aldrinum 20—64 ára er fjölmennast í Reykjavík og gamla fólkið, 65 ára og eldri er fjölmennast i sveitunum, eða 9,4% á móti 6,5% í Reykjavík. Við manntalið 1950 voru lands- menn, sem komni’r voru yfir átt- rætt samtals 2158 manns, eða 1,5% af þjóðinni, en yfir nírætt voru 248, þar af 175 konur, en 73 karlar og var nærri helmingur þeirra í sveitum. EKKJUR FLEIRI EN EKKLAR Við manntalið 1950 voru ekkjur hér á landi samtals ' 4937 en ekklar 2046 Ógiftir karlar voru 42776 en konur 38996. í óvígðum hjúskap bjuggu 2.202 karlar en 2190 konur. Konur, sem skilið hafa við menn sína að borði og sæng voru 245 en karlar 222, og konur sem skildar voru að lögum voru 703 en karlar 453. Tala ekklanna er ekki nema rúmlega % af tölu ekkna. Stafar þessi mikli munur m. a. af því að konur eru langlífari heldur en karlmenn og að þær giftast yngri. Hins vegar voru ógiftir karl- menn 1950 nærri 3800 fleiri en ógift kvenfólk og stafar það að miklu leyti af því að á barns- og unglingsaldri er karlkynið í meiri hluta. Fróðlegt verður að sjá árang- urinn af nýrri manntalsskýrslum — hvort kvenfólkið kemst aftur í meirihluta! En af þessu sézt að ógift kvenfólk í Reykjavík, sem gjarna vill giftast ætti að leita fyrir sér í sveitunum, þar sem hörgull virðist vera á kvenfólki. — A. Bj, tók saman. Sífróna Þegar skreytt er með sítrónusneið er sneiðin skorin fyrst í tvennt og síðan skorin aftur að berkin- um, eins og myndin sýnir. Smákökur og sykurhrauðsterta KARTÖFLUMJÖLSKÖKUR 175 gr. smjöriíki 125 gr. sykur 1 egg 150 gr. kartöflumjöl 150 gr. hveiti. Smjörið er linað, síðan hrært með sykrinum og egginu. Mjölið er sigtað og hrært saman við. — Deigig látið með tveim skeiðum í litiar kökur á vel smurða plötu, bakast ljósbrúnar (verða um 75 stk.). TEKÖKUR 250 gr. smjörliki 250 gr. sykur 2 egg 250 gr. hveiti 100 gr. möndlur Smjörið er linað og hrært með sykrinum og eggjunum, hveitið sigtað og látið út í. Möndlurnar eru afhýddar og skornar smátt og þeim síðan hrært saman við. — Deigið er síðan látið með tveim teskeiðum á plötu, og bakaðar ljósbrúnar. EGGJAHVÍTUKÖKUR 150 gr. smjörlíki 125 gr. sykur 150 gr. hveiti um 5 eggjahvítur. Smjörið er linað og hrært með sykrinum. — Hveitið sigtað og iátið út í, síðan eru hvíturnar stífþeyttar og þær hrærðar sam- an við. Búnar til litlar kökur, bakast ljósbrúnar. (Þessar kökur er tilvalið að búa til, ef maður býr til ís og notar ekki nema rauðurnar í hann). FALSKAR MAKRÓNUR 125 gr. smjörlíki 100 gr. sykur 1 til 2 eggjarauður 250 gr, hveiti 1 sléttfull tsk. hjartasalt Smjörið er linað og hrært með Framh. á bls. 25 uman^ er Iwm i/í Þá er golf að fá tétfan maf Nú fer bráffum aff koma sá tími aff hægt verffur aff nota frístund- ir og helgar til þess aff sóla sig og vinna í garffholunni. Þá er ekki úr vegi aff eiga hentugan klæffn- aff, eins og t. d. þessi liér á mynd- inni er. — Kné-síðar nankins- buxur, sem þér getiff sjálfar saumað. Blússan er úr köflóttu lérefti, og buxurnar sem eru með klauf aff neðan eru skreyttar meff köflótta efninu. — Þetta er hent- ugur og ódýr sumarklæffnaffur. NÚ ER sumarið komið og áður en varir verður nóttin björt og hlý, — börnin fára í sveitina og sumarfríin fara í hönd. — Og á sumrin þykir okkur gott að fá léttan mat, ekki eintómt steikt kjöt og uppbakaðar súpur. Hér á eftir eru nokkrar tillögur um léttar og fljótlegar sumarmáltíðir. Það er e. t. v. nokkuð snemmt að koma með uppskriftir af græn- metismáltíðum, en það má alltaf geyma kvennasíðuna í matreiðslu bókinni og notfæra sér uppskrift- irnar seinna. ★ • ★ ; t EGGJAK.4KA 4 til 6 egg , . 50 gr. smjör ; salt Eggin eru hrærð saman, smjör- ið er brúnað örlítið á pönnu, eggj unum síðan hellt á, hrært í þeim þangað til kakan hangir vel sam- an, (en má þó ekki vera of stif). — Blanda má smáttskornu g æn- meti eða kjötafgöngum samt n við eggin á pönnunni. ★ ® ★ — Henfugf veggskrifborð — SÚRMJÓLKURSÚPA Eitt egg er hrært með 1 mat- skeið af strásykri. Einn pottur af súrmjólk látinn út i. Hrærist vél. Litlar heimabakaðar tvíbökur eru framreiddar með súpunni. FÁTÆKIR RIDDARAR Hveitibrauðssneiðar eru látnar liggja í mjólkurbaði í 5—10 mín- útur, síðan dyfið í egg sem hrært hefur verið með mjólk. Sneiðarn- ar eru síðan steiktar ljósbrúnar á pönnu í smjöri eða smjöLLiki. — Framh. á bls. 25 Tómaf Veggskrifborðiff að ofan er danskt aff uppruna, mjög fallegt og hentugt í senn, ekki sízt þar sem gólfrúm er lítiff. Sjálfur skápur inn þarf ekki skýringa viff, myndin sýnir greinilega hve hagan- lega hann er úr garði gerffur, meff hillum, hólfum og skúffum. Sjálft skrifborðiff er um leiff lok miðhólfsins, sem taka má upp og niffur eftir vild. Stólhaklff er sérstaklega miffaff viff, aff hægt sé aff hengja á hann jakka eins og nokkurs konar herðátré, og stólsetunni á aff lyfta upp og hengja buxurnar yfir hana. — Vildu ekki íslenzkir húsgagnasmiðir reyna eitthvað svipað? Þegar skreytt er meff tómatssneið er sneiffin skorin að berkinum, og síðan undiff upp á hana eins og myndin sýnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.