Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 14
14 UORGVfÍBLABlB Fimmtudagur 20. maí 1954 Skugginn og tindurinn SK LDSAGA EFTIR RICHARD MASON F ramhaldssagan 41 Hún fór til mannsins og talaði við hann. Tveimur eða þremur mínútum síðar kom hún til hans. „Þetta er maðurinn, sem ég giftist næstum því.“ „Langar þig ekki til að dansa við hann?“ Hún hristi höfuðið. „Ég var þúin að komast að þeirri niður- stöðu að ég dygði ekki til góð- verka.“ Þag var eins og skugga drægi yfir svip hennar. ,.Ég vildi að ég væri þannig gerð að ég gæti fórnað mér .fyrir aðra. Hann er ágætur, þegar hann hættir að sýn ast meiri en hann er. Ég hefði getað hjálpað honum mikið.“ „Það er ég viss um.“ „En ég er ekki nógu góð í mér til þess. Ég er ómöguleg, Douglas. Sérðu það ekki?“ „Bjóstu hjá honum?“ Hún hristi höfuðið. „Samt reyndist ég honum illa. Ég sveik hann.“ „Vegna þess að þú giftist hon- lim ekki?“ „Vegna þess að ég lét hann halda að ég mundi kannske gift- ast honum.“ „Það var bara í tvo daga“, sagði Douglas. Þau dönsuðu saman aftur. I seinna skiptið þrýsti hún sér fast að honum og sagði: „Sendu mig heim, Douglas." „Ég skal fylgja þér heim“, sagði hann. „Heim að dyrunum11, sagði hún. „Douglas, ég er ómöguleg. Bara heim að dyrunum.“ Þau fóru út í bílinn. Húsið þar sem hún bjó var ekki langt frá skemmtistaðnum. Hann stöðvaði bílinn spölkorn frá dyrunum. „Douglas, ég hef gefið þér hræðilega undir fótinn.“ „Það þurfti ekki til.“ „Vig hefðum ekki átt að dansa.“ „Á ég að skilja við þig hér?“ „Já, Douglas. Þú getur kornið upp, ef þig langar til en það er til einskis. Ég er ómöguleg, og þessi staður er ómögulegur. Því gleymir þú mér ekki alveg?“ „Ég kem aftur í næstu viku“, sagði hann. „Þú verður vonandi ekki flogin út í veður og vind?“ „Það held ég ekki.“ „Við gætum verið saman allan daginn. Við gætum siglt út á höfnina.“ „Ég skal ekki taka mér það nærri, þó þú skiptir um skoðun og komir ekki“, sagði hún. „En ég tek mér það nærri ef þú skiptir um skoðun .. en ég skal reyna að bera mig vel.“ „Jæja, Douglas . . vertu sæll.“ Hann sat eftir úti í bílnum mjög hamingjusamur, en samt var eins og eitthvað farg hvíldi á honum, vegna þess að heil vika var eins og eilífð og hann vissi ekki, hverju hann átti að trúa. Hann vissi ekki, hvort Judy vildi hitta hann aftur eða hvort hún vildi að hann færi núna. Allt í einu rak gamall negri höfuðið inn um bílrúðuna hjá honum. Hann var meþ skemmdar tennur og remmuna lagði út úr honum. „Langai yður til að komast á skemmtilegan stað, herra minn?“ „Nei“, sagði hann. Negrinn rak höfuðið lengra inn. „Eruð þér alveg viss....“. „Farðu til fjandans.“ Honum leið illa alla nóttina. Hann hugsaði um manninn sem hvaut. Og hann hugsaði um mann inn sem Judy hafði ætlað að gift ast. Hann velti því fyrir sér, hvort ekki hefði verið neitt meira á milli þeirra .... hún var þannig gerð að hún mundi geta gefið sjálfa sig fyrir góðmennskuna eina. Þá datt honum í hug að það væri kannske bara fyrir góð- mennsku að hún hafði sýnt hon- um hlýju og hann reyndi að rifja upp allt sem hún hafði sagt við hann, og hvernig hljómurinn hafði verið í rödd hennar. j Hann svaf lítið um nóttina en bylti sér á allar hliðar. | Næsta morgun var hann kom- inn á bókasafnið þegar þjónustu- stúlkan hjá Pawley kom inn. I „Það er verið að spyrja um yð- ur í símann hjá Pawley", sagði hún. I Hann flýtti sér niður eftir. • Þetta var í fyrsta sinn sem hringt hafði verið til hans síðan hann kom í skólann og hann var viss I um að þetta væri Judy, sem ætl- I aði að segja honum að hún gæti ekki hitt hann í næstu viku. Til allrar hamingju var hvorki Paw- j ley né konan hans á skrifstofunni. . Hann tók upp tólið. | „Ég veit að ég átti ekki að hringja“ sagði Judy. „Er nokkur þarna hjá þér?“ „Nei, enginn.“ „Ó, Douglas“, sagði hún. „Ég skammast mín svo hræðilega fyr- ir hvernig ég hagaði mér í gær- kveldi. Fannst þér ég ekki voða- leg? Það getur varla verið að þú viljir hitta mig aftur í næstu viku?“. Hann svaraði því til að j víst vildi hann það. „Er það áreið anlegt? Ég gat ekki verið viss. Ég vissi ekki nema þú hefðir bara j viljað vera vingjarnlegur við mig af meðaumkun vegna þess að ég fór að segja þér frá sjálfri mér.“ Hann hló þegar hann lagði frá sér tólið og þegar hann kom út í sólskinið, fannst honum öll ver- öldin brosa við sér. 9. KAFLI Guðsþjónustan var klukkan 11 á sunnudagsmorgna í bókasafn- inu, en klukkan var orðin fimm mínútur yfir ellefu og presturinn j var ekki kominn. Pawley leit á úrið. | „Jæja, Lockwood, ég held að það sé bezt að þér farið og athug- j ið hvað hefur komið fyrir.“ Allir vissu, hvað fyrir hafði komið, vegna þess að það var sama sagan að minnsta kosti þriðja hvern sunnudag. Gamla Austin-bifreiðin, sem presturinn ferðaðist með, hafði gefist upp einhvers staðar í brekkunni. Morgan hafði gefið margskonar skýringar á þessu fyrirbrigði, að bíllinn skyldi alltaf bila þriðja hvern sunnudag. Hann hafði rak- ið orsökina til veðurfarsins, rak- ans í loftinu, færðarinnar á veg- inum, en ekki tekizt að sanna neitt. Hann viðurkenndi loks sjálf ur að hann fyndi enga ákveðna skýringu. j Douglas lagði af stað í skólabíln um með sex eða átta af börnun- um. Þau voru vön að skiptast á um að fá að fara með honum. Þeg ar þau voru komin 3—4 mílur | niður hæðina, sáu þau hvar prest- urinn stóð, þolinmæðin uppmál- uð, við hliðina á bifreiðinni. Gufustrók lagði upp úr vatns- kassanum á Austin-bílnum. Bíl- arnir voru bundnir saman og Austin-bíllinn dreginn upp það sem eftir var brekkunnar. Þrem stundarfjórðungum síðar hófst guðsþjónustan. Börnunum var í sjálfsvald sett, hvort þau vildu sækja þær eða ekki. Þegar rigning var og slæmt veður voru þær mannfleiri, en þegar vel viðraði, var of margt úti fyrir sem dró athygli barn- anna frá guðdóminum og þá hafði presturinn stundum ekki nema nokkrar stúlknanna fyrir áheyr- endur. Pawley hafði þá tekig það ráð að bjóða þeim sem voru við guðsþjónustuna heim til sín þar J sem þeim var boðið súkkulaði og límonaði og þessi ráðstöfun varð Kóngsdóttirin fagra EINU sinni var kóngur og drottning í ríki sínu. Þau áttu sér dóttur eina barna, sem þótti bera af öðrum stúlkum í rík- inu sakir fríðleika og gáfna. Og eins og gefur auga leið, var hún ekki aðeins augasteinn foreldra sinna heldur einnig allra þegnanna. Stúlkan var alin upp í góðum siðum, og voru beztu kenn- ( arar í ríkinu látnir kenna henni fagrar listir, og nema úr hinum stórbrotnustu bókmenntum, sem völ var á. — Margir kóngssynir frá nærliggjandi ríkjum höfðu beðið hennar, en enginn þeirra þótti henni boðlegur. Einnig höfðu kóngs- synir úr fjarlægari löndum beðið um hönd hennar, en hún gaf þeim öllum afsvar. Nú var það eitt sinn sem oftar, að kóngsdóttirin var á skemmtigöngu í hallargarðinum. Hún var um það bil að snúa heimleiðis, þegar ókunnugur maður vatt sér að henni, tók með hendinni um munn hennar svo að hún gæti ekki gefið frá sér hljóð, og flýtti sér allt hvað af tók í burtu með kóngsdótturina í fanginu. Frá þessum atburði sagði hirðmey kóngsdótturinnar, sem hafði verið með henni, þegar þetta vildi til. Hún varð hins vegar svo hrædd, að hún þorði ekki einu sinni að kalla á hjálp. Það var engu líkara en hún gæti ekki gefið frá sér hljóð, eftir því, sem hún sagði síðar frá. Fjölmennu herliði var nú stefnt út til að leita kóngsdótt- urinnar. Einnig tók hópur borgarbúa þátt í leitinni, en þrátt fyrir gaumgæfilega leit um alla borgina, fannst kóngs- dóttirin fagra hvergi. _ Mikil sorg varð nú um allt ríkið, ekki hvað sízt hjá kóngi og drottningu, sem lögðust í rúmið af harmi. — Hverjum þeim, sem fyndi kóngsdótturina, var heitið stórri fjái- upphæð. Renuzit Hreinsiefnið fæst í næstu búð. Þegar þvo skal eða hreinsa fatnað, gólf- teppi, áklæði eða gluggatjöld, má ekki láta vatn í RENUZIT, en þvo úr því eins og það er, enda er þá öruggt að efnið hleypur ekki. En til þess að þvo glugga er gott að láta einn bolla af RENUZIT í eina fötu af vatni. Kemisk hreinsið föt yðar heima á fljótan og ódýran máta úr RENUZIT hreinsiefni. — Allir, sem reyna það eru ánægðir. Heildsölubirgðir hjá KRISTJÁNSSON H.F, Borgartúni 8 — Reykjavík — Sími 2800. Wilton gólfteppi Lítið notað 4x5 yards, til sölu. — Tilboð merkt: „Wilton — 157“, sendist afgr blaðsins fyrir laugardag. Keflavík — Nágrenni | ■' r ■ Höfum fengið mikið af bifreiðavarahlutum og öðru | til bifreiða. — Önnumst raflagnir í hús, skip og verk- «j smiðjur. — Hverskonar viðgerðir og breytingar á eldri -| ■ raflögnum, ennfremur viðgerðir á heimilistækjum. :| j! Raftækjavinnust. Elding Hafnargötu 15, Keflavík. a BÓNDUFTIÐ Scndið pantanir strax j væntanlegt næstu daga : Einkaumhoð: 1 * ÞORÐIJR H. TEITSSON Grettisgötu 3 — Sími 80360

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.