Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 20. maí 1954 0r$ttttWMí& Sjóræningi, lnndkönnuður og konungur íslonds Furðule'rasti og ef svo má segja ótrúlegasti kaflinn allri íslandssögunni, er vafa- laust sá atburður í byrjun 19. aldar, þegar danskur ævin- týramaður, Jörgen Jörgensen, kom hingað upp með engelsku farmsklpi og framkvæmdi, skyndibyltingu á íslandi, steypti Danakonungi og gerði sjálfan sig að íslands- konungi. Ríkti sem Jörundur Hundadagakonungur frá 25. júní til 14. ágúst 1809. Hér á landi hafa menn tals- verðar upplýsingar af ríki Jör- undar hér á landi. En hingað kom hann aðvífandi og brott hvarf hann án þess að menn vissu að ráði hvaðan hann kom eða hvert hann fór Flestir vita, að hann var fæddur í Kaupmannahöfn Og að hann endaði ævi sína í sakamannanýlendu Breta í Ástralíu ÁSTRÖLSK BÓK UM JÖRUND En fyrir nokkru kom út í Ástral- íu stórt sagnfræðirit um ævi þessa merkilega ævintýramanns. Bókin nefnist „The Viking of Van Diemens Land“. Höfundar liennar eru tveir, Ástralíumenn, Frank Clune og P. R Stephensen. Sá fyrrnefndi kom hingað til lands fyrir nokkrum árum til að leita að upplýsingum um Jörund og athuga staðhætti hér á landi, þar sem ævintýraferill Jörundar náði hámarki. TJMHVERFIS HNÖTTINN I ÚEIT AÐ UPPUÝSINGUM Frank Clune sem er einn kunn- asti sagnfræðingur og rithöfund- ur Ástralíu hefur ferðast um- hverfis hnöttinn til þess að leita uppi sérhverjar þær upplýsingar, sem hugsanlegar voru. Og það er víða, sem hann hefur þurft að lejta, því að við rannsóknir þess- ar hefur komið í ljós, að Jör- undur var mjög víðförull, ferð- aðist m. a. um allt Kyrrahaf, til Tahiti og viðar. .Bókin um Jörund er hvorki meira né minna en 500 bls. Hún sýnir að ævi hans hefur verið svo viðburðarík, að það er erfitt að .lýsa hénni í stuttri grein sem þessri. ■f SIGLDI 14 ÁRA ÍJT í HEIMINN Hann fæddist á fögrum vor- morgni í Kaupmannahöfn 7, apríl 1780. Faðir hans var konunglegur úrsmiður, en á þeim dögum var úrsmíði talin mikil list. Komu hans í þennan heim var ekki fagnað. í fyrsta lagi hafði móðir hans fremur óskað að eignast stúlku, og munaði minnstu, að hún létist við fæðingu hans. Síðan er lýst bernsku og æsku- árum hans — Hann fékk góða menntun og uppeldi fram til 14 ára aldurs. Þá- heimtaði hann að mega fara á sjóinn og var skráð- ur sem lærlingur á brezka flutn- ingaskipið Jane Á því sigldi hann til Englands — út í hina víðu veröld. TEKINN MEÐ VALDI Á HERSKIP Napóleonsstyrjaldirnar hefj- ast og brezki flotinn á í hörð- um rimmum. Það er skortur á sjóliðum. I>á er það eitt sinn, sem Jörundur er á gangi í Southampton. Mannræningj- ar brezka flotans ráðast á hann eins og venja var þá, „shanghaja" hann og flytja með valdi út á herskip. Jör- undur mótmælir þessu ofbeldi en er settur í myrkvastíu. — I.oks kemst skipstjóri að því, að hann er danskur ríkisborg- ari, biður hann afsökunar, ei éði iöQum oq Þetta er ein af teikningunum í bókinni um Jörund Hundadaga- konung. Hún er frá Reykjavík á dögum islenzka konungsríkisins. áfram er siglt og Jörundur tekur vasklega þátt í sigur- sælli orrustu við franska flotann. HEIMSOKNIN TIL TAHITI Eftir þetta fer hann með vopn- uðu farmskipi, Lady Nelson, til Ástralíu kemst í landkannanir og langar sjóferðir. Þar sem frönsk skip verða fyrir þeim er barizt upp á líf og dauða. Hefur bókarhöfundi tekizt að safna saman verulega mörgum merki- Frank Clune höfundur bókar- innar um Jörund. legum viðburðum úr þessum sjó, ferðum, margt af því eftir hand- riti Jörundar sjálfs. Er t. d. brgð- skemmtilegt að lesa lýsingu Jör- undar sjálfs á heimsókn Pomares Tahiti-konungs út á skipið. BRENNIVÍN FYRIR GUB — Konunginum var boðið staup af brennivíni. Hann svelgdi það. Svo setti hann upp svip einfald- leika og heilagleika og sagði: — Kristur meistari er mjög góður, ágætur náungi. Mig elska Krist líkt og minn eigin bróðir. Gefið þið mér ahnað glas af brenni- víni“. Eftir því,. sem við skenktum konunginuni meira í glasið, lét hann sem hann elskaði Krist æ meira en bölvaði og formælti sín- um eigin gúðum. Það taldi hann að okkur likaði vel. En er hann hafði drukkið nærri hálfpott varð hans hátign svo hávaðasamur og umsláttarsarhur, að það var ekki öllu lengur hægt að þola ókurt- eisi hans Hann greip heilt lambs- læri sem stóð á borðinu, tvíhenti það og fór að naga það með við- bjóðslegri gfæðgi. Þegar við ávítuðum hann fyrir skort á háttýisí og neituðum hon- um um meira brennivín, fór hann að öskra af öllum lífs og sálar kröftum. „Bölvaður Kristur. Kristur er galómögulegur, En Othaheita-guð er aftur á móti góður náungi“. Að svo mæltu varpaði hans hátign sér fyrir borð og synti til lands, hrópaði sví- virðingar um vorn guðdóm, af því að hann fékk ekki meira brenni- kyssti hana. „Við héldum að þú værir dáinn. Guði sé iof fyrir það að hann hefur fært þig heim“. EINVÍGI — HANN GENGUR BRETUM Á HÖND Meðan hann er í Kaupmanna- höfn lendir Jörundur í skamm- byssu einvígi við skrifstofustjóra eins ráðuneytisins og særir hann á handlegg. Bretar setja her á land á Sjálandi og skömmu síðar ^ ganga Danir endanlega í lið með Napóleon og segja Bretum stríð á hendur Sakir siglingareynslu Jörundar er hann gerður skipstjóri dansks árásarskips. Hann tekur nokkur brezk og sænsk skip en hættir sér of nærri Bretlandsströnd. •— Þar mætir hann toeimur brezk- um herskipum og verður að gef- ast upp fyrir þeim. TIL ÍSLANDS Hann vendir seglum og geng~ ur Bretum algerlega á hönd og er orðinn landráðamaður við Danmörku.Næst er það íslanda ferðin á vegum Sir Joseph Banks. Þar gerir hann bylt- ingoi gegn Danakonungi og tekur völdin í sínar. hendur hundadagana.En það er brezk- ur flotaforingi, sem steypir honum af stóli. Telur bókar- höfundur að um hafi valdið öfundsýki brezka flotaforingj- ans, yfir því að hann hafðl ekki sjálfur notað tækifærið til að taka þetta stóra eyland undan fjandmanni Breta, danska Iconunginum. FANGINN TÓK VIÐ STJÓRN Jörundur er fluttur áleiðis til Englands sem fangi. Eldur kem- Framh. á bls. 25 A FUND SIR JOSEPHS BANK Jörundur flutti fjóra Tahiti- búa með sér til Evrópu. Er því lýst átakanlega í bókinn í hve miklum erfiðleikum hann átti með þessa fákunandi inn- fæddu menn, Hann kom með þá til London og afhenti þá Sir Joseph Bank, sem á þeim tímum var einna fróðastur allra Breta um málefni Ástral- íu og Suðurhafa. Við þetta hófust kynni Jörundar og Sir Josephs Banks, sem leiddu til þess að Jörundur fór síðar til íslands. IIEIMKOMA GI.ATADA SONARINS Eftir margra ára útivist, snýr Jörundur nú loks heimt til Kaup mannahafnar og hittir þar for-1 eldra og systkini. Urðu þar miklir fagnaðafundir. Til sýnis hve list-; rænt bók Clunes er rituð,- skal hér tekinn upp stuttur kafli úr lýsingunni af heimkomunni: „Hann barði að dyrum. . Það var faðir hans sém kom til dyra. Hann hafði lítið breyzt í útliti. Jörundur stóð hreyfing- arlaus.og þögull. Faðir hans hneigði sig,* eins og fyrir ókunnugum. „Hvað get ég gert fyrir yður, herra“? ■ , Jörundur átti erfitt um mál, én hinn glataði sonur leit í augu föður síns brosandi og stundi upp: „Pabbi, myndirðu þekkja sqn þinn, Jörund, ef hann kæmi heill á húfi?“ „Jörundur, sonur minn!“ sagði úrsmiðurinn og trúði ekki sínum eigin augum. Um stund mátti hvorugur mæla. Augu þeirra fylltust tárum. „Hvar er mamma? Hvernig líð- ur henni?“ „Guði sé þökk, hún er á lífi og við.góð heilsu!" . „Ög „systir mín? Og bræður mínir?“-s „Fppsjón Guðs hefur varðveitt líf þeirra og heilsu. En gakktu hljótt inn, Jörundur. Nú skulum við koma móður þinni skemmti- lega á þvart. Bíddu í setustofunni Talaðu fátt við hana, en sjáum hvort hún þekkir þig. „Anna“!, hrópaði hann upp á lpítið „það er hér máðúr, sem vill tala við þig“! . Hún var orðin gráhærð, gekk hægt inn í stoíuna og horfði nær- sýnum augum á hann. Hann hneigði sig og hún horfði á hann einnig kurteislega. Þá gat hann ekki haldið leiknum áfram leng- ur en hló og hrópaði: „Mamma, ég er Jörundur, ég er kominn heim“! Anna grét þegar sonur hennar á brygajunni í Gíindavík Frá kvikmyndui) Söiku Vöiku Myndir þessar tók Ijósmvndari Mbl., ÓI. K. Mi, fyrir skömma í GrfníTðvík af kvikmyndun ’ Sölkn Völku. Á efri myndinni er Salka Valka sem barn, leikin af Birgitta Petterson, en á neðri mynáinni er Bogesen kaupmaffur í verkfalli, leikinn af Rume Carlsten. Starf kvikmyndaleib- aranna, sem vinna aff kvikmyn l- un Sölku Völku í Grindavífx gengur í öllu eftir áætlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.