Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. maí 1954 Hljóp míluna fyrst iyrir 7 árum - nú heímsirægur fyrir míluhlaup ENGINN íþróttaviðburður þessa árs — hvorki undraverð afrek skíðamanna á heims- meistaramótinu og öðrum stór mótum, né undraverðir árangr ar bandarískra frjálsíþrótta- manna, né ófarir brezka lands iiðsins í knattspyrnu á Balk- anlöndum —■ hafa vakið svo mikla athygli sem heimsmet það er enski hlauparinn Bann- ister setti, er hann hljóp míl- una undir fjórum mínútum fyrstur manna. Allir beztu hlauparar heims höfðu að þessu íilarki keppt, — sumir ljóst, aðrii leynt. Bannister var sjaldan nefndur í hópi.þeirra er líklegastir vseru til þess að verða fyrstir til. „En enginn veit sína æfina.... “ og á Iffleyroad vellinum í Oxford þreytti hann þétta fræga hlaup — en á þeim sama velli1 hljóp hann míluna í fyrsta sinn fyrir 7 árum síðan, þá 18 ára gamall. AÐSTOÐARMENNIRNIR Þrotinn að kröftum og utah við sig sleit hann snúruna — eftir að hafa valdið áhorfendum miklufn vonbrigðum meg því að ,',slá .af“ á síðustu metrunum. Öll sagati um þetta hlaup Bannisters er svo þrungin spenningi og einkennist af svo sterkum ásetningi methaf- ans og félaga hans, að hún rnun seint gleymast. Það er saga sem enginn drengur myndi sofna út frá, er hann læsi. Þeir voru þrír þátttakendurnir í þessu míluhlaupi, Bannister, Chris Chataway vinur hans og skólabróðir í Oxford og Chris Brasher frá Cambridge. Þó Bann- ister sé þeirra mestur hlauparinn, má enginn gleyma hinum tveim- ur, því án aðstoðar þeirra stæði met Hággs í mílunni 4:01,4 enn óhaggað. Enginn má heldur gleyma þeim erfíðu aðstæðu>m er mættu hlaup urunum þennán dag. Strekkings- vindur var þvert á völlinn — vindur sem oft er sterkasta vörn ailra heimsmeta. HALDIÐ AF STAÐ Skotið reið af og Brasher tók forystuna og uppfyllti með því sinn þátt í áætlun sem þeir þrem menningar höfðu gert fyrir hlaup ið. Hans hlutverk var að leiða Bannister fyrri helming leiðar- i.onar á hraða sem nægði honum td að geta náð metinu. Heiðarlega leysti Brasher þetta starf sitt af hendi. Fyrsta hringinn hljóp hann á 57,5 sek. og Bannister og Chataway fylgdu honum fast eft- ir. En nú óx vandinn. Hraðanum varð að halda uppi, en Brasher hafði aldrei hlaupið Vz mílu á r An aðsioðar félaga sinna ætii Bannister ekki hið fræga heimsmei, 3:43,0 mín — hinn sami og heims- met Hággs, en timinn var aðeins tekinn á eitt úr, svo viðurkenn- ing fæst ekki. í HEIMSMETHAFINN HYLLTUR Bannister slítur snúruna í mílu- hlaupinu. Sekúndubroti síðar féll hann örmagna af þreytu í fang starfsmanna mótsins. góðum tíma. En hann fórnaði sér fyrir féiaga sinn og það svo að 800 m „teymdi“ hann Bannister á 1:58,2 — og Brasher hélt foryst- unni 200 m til viðbótar. SÍÐARI IILUTI HLAUPSINS Þá hófst hlutverk Chataways í áætluninni. Þeir sem ná’ægt stóðu þar sem 1000 m hlaupsins var iokið | heyrðu Bannister segja: „Chris!“ ] — Chataway svaraði þegar og renndi sér fram íyrir Bannister, fvlgdi honum eftir fram fyrir Brasher. Afram héidu þeir ir.n í hinn mikilvæga þriðja hring. Og um sarna tírna skeði krafta- verkið. Viridinn iægði. Flöggin hættu að bærast. Og áfram héldu þeir — með heimsmetið i hendi sér. Endaspreít á Bannister góðan og ekki mistókst hann í þetta skiptið. Þegar 200 m voru eftir „setti hann vélina í gang“ og lagði allt er hann átti til í hlaup- ið. Þessi endasprettur færði hon- um metið — og þá mestu veg- semd og frægð er nokkrum milli- vegalengdahlaupara hefur hlotn- azt. Tími hans varð 3:59,4 mín. — Tími Chatav/ays 4:07,2 min. Milli tími Bannister í 1500 m varð Ormagna af þreytu hné hann í fang starfsmanna móts- j ins, er hann hafði slitið snúr- I una. Þeir studdu hann um gras völlinn, undir feiknlegum lát- um áhorfenda sem ætluðu að tryllast af hrifningu. Nokkrum mínútum síðar hafði hinn mikli hlaupari náð sér og þá byrjuðu handtökin og ham- ingjuóskirnar, myndatökur og blaðaviðtöl, sem stóðu í nær klukkustund. Við vandræðum lá, er flestir ef ekki allir dreng ir í bænum voru komnir til íþróttavallarins með Nafna- bækur sinar á lofti. FYFIR 7 ÁRUM — OG NÚ Þessa dagana fer Bannister sig- urgöngu hvar sem hann fer. — Hann brá sér í skyndiheimsókn til Bandarikjanna. Þar var hon- um m.a. færður silfurbikar — 500 dala virði. En þá var honum bent á að þetta væri brot á á- hugamannareglunum, að taka við svo dýrum grip. Bannister skil- aði bikarnum aftur. En hvar sem hann fer — er hann ákaft hylltur og það lof á hann sannarlega skil- ið. — Þannig er þessi ungi Oxford- stúdent skyndilega heimsfrægur. Hann var áður þekktur íþrótta- maður, en nú eftir að hann setti þetta langþráða heimsmet — 3:59,4 mín. — á míluvegalengd er nafn hans á hvers manns vörum og allar leiðir standa honum opnar. Fyrir 7 árum síðan hljóp hann míluvegalengd í fyrsta skipti á Iffleyroad vellinum í Ox- ford. Þá var tími hans rúmar 5 mínútur. Og þó hann væri jafn- þreyttur eftir það hlaup og heimsmet sitt nú, þá veitti hon- um enginn athygli í það skipti. En hann gekk frægðarbrautina — þó hún væri þyrnum stráð. — A. St. 8( Spánverja MADRID, 17. maí. — Vestur Þýzkaland sigraði Spán í lands- keppni í frjálsíþróttum með 117 stigum gegn 61. Þjóðverjar áttu sÍ£Mrvegara í 13 greinum af 17. Án aðstoðar félaga sinna ætti Bannister nú ekki heimsmetið í míluhlaupi. Þeir fórnuðu sér fyrir vin sinn. Á myndinni sjást Brasher, sem hélt uppi hraðanum fyrstu 1000 metra hlaupsins, Bannister og Chataway, sem sá um hraðann á þriðja hringnum. Fásin orð um Helga H ÉG, sem þessar línúr rita, hefi ekki lagt í vana minn að birta umsagnir um bækur. En nú stenzt ég ekki þá freistingu að ágæta bókmenntagjöf, ljóðaþýð- ingar Helga Hálfdánarsonar, „Handan yfir höf“. Hann hefur einmitt valið sér að viðfangsefni ýmis kvæði, sem mjög hafa orkað á huga minn með töfrum sínum, og ég hefi oft þráð að sjá í íslenzkum búningi, þótt ég hafi, satt að segja, varla vænst þess, að neinum ynnist svo vel væri, það þrekvirki sem þýð- ing þeirra er. Þegar dæma skal um ljóðaþýð- ingar er fyrsta og helzta atriðið, hvort þýðanda hafi tekist að skapa listaverk á sinni tungu, án þess er verkið einskis virði, hversu nákvæm sem þýðingin virðist vera í fljótu bragði. Mig hefur stundum furðað á því, þeg- ar íslenzkir ritdómarar hafa borið lof á útlendar þýðingar ágætra' íslenzkra kvæða, þótt þýðarar hafi breytt þeim í arg- asta hnoð. í öðru lagi kemur til álita hvernig tekist hafi að láta kvæði halda sínum sérkennum og persónuáhrifum höfundarins. Nú hefur hver þýðari sín höfundar- einkenni, sitt orðaval, sitt hljóð- falj, sem allar hans þýðingar mótast af og missa þá að sama skapi mark höfundar síns. Stund- um finnst þó lesanda að einrh4|t þannig hlyti skáldið að hafa orkt á máli þýðanda. Þannig er um ýmsar þýðingar Matthíasar úr Manfred og fleira eftir Bvron. Stundum yfirfærir hann hugtökin og líkingarnar á íslenzkt svið og verða þær við það máttugri og eðliiegri. Sama finnst mér um „Skýið“ eftir Shelley í meðferð Helga. Þar er fátt, sem gæti verið betra, engin setning, engin líking, stend ur frumkvæðinu að baki. Sami yndisleikinn og léttleikinn í orða- vali og hljóðfaili. Hinn dýri brag arháttur virðist ekki þýðanda til baga, enda er hugkvæmni hans í orðavali mikil og smekkvísi frábær. Vildi ég mælast til þess, að Helgi gæfi okkur ljóðavinum meira eftir Shelley, t. d. ilm- töfra og litfegurð blómanna í „The sensitive plant“ og hin inn- blásnu niðurlagserindi í „Adonois". í þeim náði Shelley einna hæst, á sinni skömmu skáldævi, í heitri tilfinningu og tærri fegurð máls og hugsunar. Og þá langar mig til að fá eitt- hvað eftir Waltes de la Mare, þar sem hann sveimar á takmörk um svefns og vöku og lífs og dauða, svo erfitt er að sjá, hvoru megin hann er. Ég las með hálfum huga Næt- urgalaljóðið eftir Kaats því þar hélt ég að þýðandi hafði færzt meira í fang, en hann réði við. Ég hafði aldrei hugsað mér að hægt væri að þýða það svona vel. Að vísu finnst mér að sum- ar sterkustu og áfengustu setn- ingarnar missi nokkurs í með- ferðinni. Sama segi ég um nið- urlagsorðin á „Gríska skraut- kerinu“, sem sumir ritdómarar töldu hámark þess kvæðis en aðr- ir reyndar aðalgalla þess. Samt eru bæði kvæðin yndisleg á ís- lenzkunni og jafnvel af Helga Hálfdánarsyni verður ekki kraf- ist hins ómögulega. Ýmsar sónettur Shakespeares hefur Helgi þýtt og er unun að sjá, hve léttilega og smekklega hann yfirfærir líkingar og orða- leiki þessa mikla skálds. Þess eins finnst mér vant, að þegar Shakespeare ög einnig Keats segja lesandá hug sinn beint og blátt áfram með sterk- um, einföldum orðum, þar" um- ritar þýðandi stundum tjáning- una á óbeinna mál og missist við það nokkuð af áhrifunum. Rubajat þeirra Ómars gamla og Fitsgeralds hefur mjög freist- að íslenzkra þýðenda. Er það að vonum. Svo máttugt og fjölþætt sem það kvæði er. Samanofið úr stærðfræðilegri rökvissu og ljóð- rænni fegurð, kaldhæðni og ganíansemi, ástríðuþunga og yndisleika, vonleysi og lífsnautn, Þýðingarnar úr Rubajat eru hver með blæ síns þýðara og víða erfitt að gera upp á milli þeirra, enda þess lítil þörf. Þessi þýð- ing Helga er hnitmiðuð, smekk- leg og mjög lipur, og örlaga- þunginn, sem er undiralda kvæð- isins, nýtur sín víða mjög vel. Þýðingin á „Kubla Khan“ er bráðskemmtileg, ekki sízt niður- lagið. Helga hættir stöku sinnum við að nota orð, sem eru svo þvæld af ofnotkun í skáldskap góðum og illum, að þau eru orð- in velkt og áhrifalítil nema þá íl sumum samböndum. Mundu formælendur „atómljóða", svo ég noti það fátæklega orð, telja að hann yrði að nota þau vegna bragreglnanna. Að atómljóðum alveg ólöstuðum álít ég, að Helgi sé svo orðhagur og hugmynda- ríkur, að hann gæti alltaf fund- ið nóg af markvissum orðum, svo vel tekst honum það langoftast. Það er vel um Helga, að hann ræðst hvergi á lágan garð, en velur sér hin erfiðustu viðfangs- efni. Hygg ég að hann vaxi enn af þeirri glímu. Hlakka ég mjög til næstu bók- ar hans. Þ. G. Sænskir æskumeiu óska efiir bréfasam- bandi »ið íslenzka POSTASSISTENT Erik Lindgren í Lundi í Svíþjóð, skrifar mér og biður mið hjálpa hér til að ná sambandi við æskumenn á fs- landi, pilta og stúlkur á tvítugs- aldri og þar um, er kynnu að vilja skiptast á vinabréfum við ungt fólk í Svíþjóð, á sama aldri. Hann segist vera ritstjóri vin- bréfadeildarinnar í sænska viku tímaritinu Allers, og sé það hlut verk sitt að stofna til sambands mílli æskumanna ýmissa landa og jafnaldra þeirra í Svíþjóð. Enginn kostnaður fylgi þessu á neinn veg og í Svíþjóð sé mikill áhugi á þessu. Þeir unglingar annarra landa, er vilji sinna þessu, njóti þeirra forréttinda að fá fyrsta bréfið. Þeir þurfi aðeins að senda bréfspjald með áletruðu nafni sínu og heimilisfangi til sín. Þá sendi hann nafnið áfram til þess unglings, er hann velji í Svíþjóð til að skrifa hlutaðeig- anda. Hann segý'^jnfremur, að sex árá reynsla Sín við þetta verk, hafi sannað sér, að mjög oft hafi þessi bréfaskipti leitt til ánægjulegrar vináttu. Yfirskrift- in á bréfi hans er: Vinir ailrar veraldar. Þeir æskumenn á landi hér, sem kynnu að vilja sinna þessii, þurfa ekki annað en senda nafn sitt og heimilisfang til Hr. postassistent Erik Lindgren, exeeitive secretary, Lund, Sverige. og bíða svo þess að fá bréf frá eínhverjum tvítugum æsku- manni, eða svanna, í Svíþjóð. Allt sem leiðir til vináttu milli einstakiinga og þjóða, hlýtur að vera'; ómaksvert. Ósk hr. Lindgrens hef ég þá komið hér með á framfæri. Pétur Sigurðsson. J, BEZT AÐ AVGLÝSA í MORGUNBLAÐIMJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.