Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 20. maí 1954 MORGUNBLAÐ1Ð 23 Dr. Phil Hakon Stangerup: Bliko á lofti yfir kyikmynditliðrgiiii ioilywood LOS ANGELES er ekki borg, heldur borgríki, ríki fullt af hávaða, óhreinindum, atorku, þar er sýknt og heilagt verið að framleiða. Þar eru engir töfrar, engin fegurð, heldur þróttur, hraði, framfarir. f þessu borgríki eru fleiri bifreiðir en í Frakk- landi öllu. (Menn segja, að þær séu 2 millj., en ég hefi ekki kast- að tölu á þær) Þar eru líka ótrú- íega margir verksmiðjureykháf- ar og útblástursrör. KEYKLOFT í LOS ANGELES Los Angeles er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna, eftir nokk- u.r ár verður hún önnur í röð- inni, og borgarbúar standa í þeirri trú, að hún verði st-ærst áður langt um líður. Og okkur verður að orði: Vesalings fólkið, sem þarna á að búa. Ekki vant- ár svo sem atvinnumöguleikana 'tg nýjar framleiðsluáætlanir eru í gerð, en borgin er ekki til þess fallin að dveljast í, verksmiðj- urnar og bifreiðirnar mörgu hafa þegar leitað hefnda. Yfir Los Angeles grúfir sig hætta, sem heitir SMOG. Orðið er sett sam- an úr FOG, þokan kemur frá Kyrrahafi, og SMOKE, reykur- inn er úr verksmiðjum og út- hlástursrörum bifreiða. Þessi efni skapa óþægilegt, heitt og brennandi andrúmsloft, svo að menn svíður í augu, og fá stund- um höfuðverk af. Allir, sem vettlingi geta vald- ið, flýja því frá Los Angeles í tómstundum sínum — til strand- ar, upp til fjalla, eitthvað burt. En mitt í þessari risastóru borg, eru hverfi, sjálfstæð hverfi, hvert á sinni hæð, sem hafin eru upp yfir reyk og ryk, lítandi niður á Los Angeles í sjálfumglaðri ein- angrun. Þetta eru eyjarnar ham- ingjusömu, sem gnæfa upp úr þokuhafinu fyrir neðan. Beverly Hills er ein þeirra, Hollywood önnur. Hérna eru fög- ur hús, yndislegir garðar, bláar og blikandi sundlaugar, svign- andi pálmar, blómum skrýdd hæðadrög, draumalandið, sem er andstæða borgarinnar sjálfrar. Og þó, Beverly Hills og Holly- wood fara ekki varhluta af bliku í lofti — ekki þessu áþreifanlega þokulofti, sem hrjáir Los Angeles en sú þokumyndun er þó ekki síður lífshættuleg þessum ham- ingjusömu eyríkjum og hefir gerbreytt daglegu lífi þar. Mun- urinn á Beverly Hills og Holly- wood nú og fyrir einum áratug er gífurlegur. FYRIR EINUM ÁRATUG I Það mætti segja, að Hollywood hefði átt milljónir sínar tryggar í banka þar sem voru venjur hinnar vanabundnu fjölskyldu. Þessa baktryggingu átti Holly- wood ekki aðeins í hverri venju- legri, bandarískri f jölskyldu, held ur í meðalhófs fj ölskyldunni um víða veröld. Sá vani, að fara í kvikmyndahús var eins óbrigðull og árstíðirnar. Með ári hverju soguðust fleiri og fleiri menn inn í æsandi andrúmsloft kvikmynda- húsanna. — Kvikmyndagestum Hollywood fjölgði árlega og um leið óx þörfin fyrir fleiri myndir og stærri. það var fyrir mestu að framleiða nóg Magn kvikmynda var aðalatriði, gæði þeirra voru langtum síðri krafa. Vitaskuld voru teknar margar framúrskar- andi myndir við hæfi kröfuharð- ari áhorfendum stórborganna, en meginkapp var lagt á smíði ann- ars flokks mynda, B framleiðslu: Skemmtimyndir, fljótgerðar, auð seldar og arðbærar. Þessar mynd- ir urðu blátt áfram föður milljón- anna í litlu kvikmyndahúsunum um víða veröld, og þær lögðu bornstein að kvikmyndaiðnaðin- um og því, sem kringum hann hrærðist: Stjörnur, þúsundir HeHar í kvikkwynsisslðEMSi kcsfes gerbreytzt seisi'CssSa árnti Kvikmyndaver Warners-bræðra er eitt hið mesta í Hollywood. handritahöfðunda, undirtyllur og yfirmenn, aðstoðarmenn og að- stoðarmenn aðstoðarmanna, tízku hús, veitingahús, iðnaðarmenn o. fl. o. fl. átti tilveru sína þessari fjöldaframleiðslu að þakka. BLIKA A LOFTI Allt er þetta orðinn hlutur í dag, því að rétt og slétt fjöl- skylda í Bandaríkjunum hefir breytt háttum sínum. Og svipaða sögu er að segja um fólk annars staðar í heiminum. Burðarstoðirn ar eru fallnar undan veldi Holly- woods, það riðar til falls, og Hollywood verður nú að leggja á nýjar brautir til að bjarga því, sem bjargað verður. Sá þoku- bakki, sem teygir sig ógnandi yfir þá gömlu og auðgu Holly- wóod, er blandinn áhrifum tveggja fyrirbæra, sem Holly- wood hafði ekki séð fyrir, þar sem er sjónvarpið og gæðamyndir Evrópu. Þessi gamla venja að fara í kvikmyndahús oft í viku, hefur breytzt og annar vani tekið við: að sitja heima og horfa á sjón- varpið, það er þægilegra, það er ódýra'ra og þar geta menn rétt séð smákvikmyndir, sem standa annars flokks Hollywood fram- leiðslu á sporði. Hví skyldu menn vera að aka langar leiðir í bif- reið, baka sér erfiðleiga og út- gjöld, ef til vill fleygja fé í barn- fóstru heima þegar allt, sem hjartað girnist sér til skemmtun- ar birtist ókeypis í sjónvarpinu heima? Sjónvarpið var reiðarslag fyrir Hollywood. Evrópu-kvikmyndir voru annað áfall fyrir hana, að vísu ekki eins hættulegt, en kom því óvænr.a, Árum saman hafði Hollywood litið niður á evrópsk- ar kvikmyndir í vinsamlegu um- burðarlyndi, en datt aldrei í hug, að þar væri á ferð bættulegur keppinautur. FÓLK KÝS ERLENDAR MYNDIR FREMUR Það hefir komið á daginn, að jafnframt því sem réttur og slétt- ur álmenningur fékk óskir sín- ar uppfylltar með sjónvarpinu, hafa vaxið upp kröfuharðari kvikmyndagestir, sem sneru baki við Hollywood, jafn vel fyrsta flokks myndum hennár. Þetta fólk skoðar kvikmynd ekki eins og dægradvöl heldur telur hana 1 vera nýja listgrein. Að v'su er þetta ekkj ýkjastór hópur manna, en nægilega fjölmennur samt til að valda Hollywood áhyggjum. Op vegna þessa hóps manna hef- ir risið upp ný tegund kvikmynda húsa í Bandaríkjunum. Það mætti kalla þau musteri, og þau helga sig að kalla einvörðungu gæða- kvikmyndum Evrópu. Fyrir heimsstyrjöldina síðari voru ekki fluttar inn fleiri en 25 kvikmyndir á ári, varla nema dropi í hafi þeirra mynda, sem j sýndar eru vestra. En með 6. tug aldarinnar hefir Evrópu-myndin hafið innreið sína í Bandaríkin. Frá því í apríl 1952 til jafnlengd- ar í fyrra voru sýndar hér um bil 400 innfluttar kvikmyndir í Bandaríkjunum. Búizt er við, að enn verði aukning á þessu ári. Ekki er ófróðlegt að athuga, hvað an þessar myndir koma: 152 brezkar, 88 franskar, 81 ítölsk, 25 þýzkar, 15 auY.urrískar, 6 sænskar og nokkrar frá Buður- Ameríku, Ástralíu, Indlandi o. s. frv. ur í ljós, að það eru nær því ein- göngu stóru fyrirtækin, sem búa til myndir nú. Þau hafa lítið dregið úr framleiðslu sinni, því að þeim er innan handar að skapa „stór“-myndirnar, A-fram- leiðslu. Hin fyrirtækin eru að kalla dottin upp fyrir, sem lifðu á smíði B-kvikmynda, sem voru annars flokks. fegurð, nýtt litaval, ný vídd o. fl. o. fl., sem kvikmyndahúsgestir kannast við, er vissulega tækni- legar endurbætur, sem eru til þess fallnar að seiða fólkið úr hægindastólunum við sjónvarpið og í kvikmyndahúsin. En verður það nema í bili? Raunar eru hér ekki á ferð nema tæknileg atriði, sem sjónvarpið hlýtur að ná fyrr en seinna. Þrívíddarmyndir .og breiðtjald eru óneitanlega heill- andi, en litmynda-sjónvarpið, sem er á næstu grösum, býður líka upp á tæknilega töfra. Kreppan í Hollywood hefir ekki aðeins leitt hugi kvikmynda- framleiðenda að framförum í. tækni, heldur og í list. Skóli reynslunnar hefir orðið þeim hér notadrjúgur. í fyrsta lagi hefir uppgangur Evrópukvikmynd- anna verið þeim lærdómsríkur, þessar myndir, sem eru ekki tæknilega fullkomnari en mynd- ir hafa verið í áratugi. í annan stað hafa þær tvær bandarísku kvikmyndir, sem notið hafa mestrar hylli undanfarin tvö ár, „From Here to Eternity“ ög’ „Roman Holiday“ líka verið gamaldags tæknilega. Engin því- vídd, ekkert breiðtjald, ekki einu sinni í litum, heldur tekn- ar í hinum venjulegu svörtu og hvítu litum. Hvað hafa þær þá til brunns að bera? Blátt áfram. þetta, að þær hafa góða sögu að segja, þar er að finna sögu mennska að efni, sögu, sem er vel leikin, ekki af stjörnum heldur ósviknum leikurum, sem höfðu. getu til að skapa það fólk, sem um var vélt. Hollywood hafði. lærzt, að góð kvikmynd á áhorf- endur vísa, enda þótt tækni henn- ar sé ábótavant og sjónvarp fari sigurför um heiminn. GOMLU KVIKMYNDA- HÚSIN HÆTTA Þessar myndir eru 'sýndar j svo kölluðum list'kvikmyndahús- um. Þau eru þegar orðin 458 í landinu. — Kvikinyndin sem list hefir fundið sér bæði áhorfend- ur og samastað. Allt hefir betta bakað Holly- wood erfiðleika. Horfurnar eru ekki þess háttar, að menn megi loka augunum heldur verða menn að nugga þau og forða þeim frá þessu nýja mistri áður en það verður um seinan. Erfiðleikarnir hafa setzt að kvikmyndaiðnaðinum ■— litlu kvikmyndahúsin hafa orðið að hætta og hætta enn hrönnum sam an. Síðan 1948 hafa hér um bil 4000 af 18.000 helzt úr lestinni, og búizt er við, að innan skamms fari aðrar 4000 sömu leið. Það er ekki framar rúm fyrir miðl- ungskvikmyndahúsin, sem reistu tilvist sína á miðlungs skemmti- myndum. Dagar þeirra eru tald- ir, Og um leið eru taldir dagar annars flokks mynda. Þær hafa blátt áfram glatað tilverugrund- velli sínum. .Fyrir 4 árum fram- leiddi Hollywood um 550 myndir, en í fyrra 250 Við athugun kem- SPARNAÐUR I HOLLYWOOD Lífið í draumaborgunum Beverly Hills og Hollywood hefir mjög orðið fyrir barðinu á þessum stað reyndum. Samdráttur og sparn- aður hefir tekið við af þeirri stefnu, sem lét sig einu gilda, hvað hlutirnir kostuðu. Fyrir 5 árum störfuðu 3000 höfundar kvikmyndahandrita í Hollywood, þar eru 300 nú. Fyrir 5 árum gerðu stóru kvikmyndafélögin samninga til langs tíma við film- stjörnurnar til þess eins að halda þeim. Nú er svo komið, að samn- ingar til langs tíma þekkjast varla. Jafnvel filmstjörnur eins og Joan Crawford, Grear Garson, Clark Gable og Gregory Peck, svo að nefnd séu einhver nöfn, eru ráðnar að einni kvikmynd í einu, en eru óráðnar, unz næsta hlutverk býðst Fvrstu ár eftir stríð þótti ekki skipta miklu máli, hvort kvik- myndataka stóð mánuðinum leng ur eða skemur. Nú eru ger.ðar strangar áætlanir um kvikmynda tökuna. Hver stund, sem til ónýtis fer, er nú talin eftir. Það er kominn hálfgerður sultarsöng- ur í Hollywood, sem táknast í illa sóttum veitingahúsum, mörg- um lokuðum verzlunum og spjöldum, þar sem stendur: Hús tii leigu Héðan hefir flutzt film- stjarna eða annar starfsmaður við kvikmyndir til að taka sér bólfestu í minna og ódýrara hús- næði. TVENNS KONAR TÆKNI Af þessum sökum er nú ýmist dýrara eða ódýrara að búa til kvikmyndir í Hollywood en áðut var. Framleiðendur vinna ein- vörðungu að stórmyndum, A- framleiðslu. Annað hvort eru teknar upp nýju aðferðirnar, sem eru miklu dýrari en hinar gömlu eða gömlu aðferðirnar notaðar, en með miklu meiri hagsýni en fyrr. Sú ver.iulega mynd, sem fyrir 5 árum kostaði 1.200.000 dali, kostar nú 600.000. Menn spara og gera áætlanir til að kom ast hjá eyðslu því að þeir hafa ekki framar efni á henni. RJORGXTNARSTARFIT) Vandamál Hollywood er þetta: Hvernig fæ ég unnið kvikmynda- húsgesti mína aftur, eða til vara: Hvernig fæ ég haldið þeim, sem ég nú hefi Til að leysa þetta mál hefir verið gripið til tveggja vopna; er annað tæknilegt, hitt listrænt Tæknilegu brögðin hafa valdið byltingu í kvikmynda- framleiðslu. Þrívíddarkvikmynd- ir, breiðtjaldið, meiri hljóm- En hvort sem kosin er ný og dýr tækni eða gömul og ódýr, þá er stehxa þróunarinnar mörk- uð: Betri handrit, sagan hið mennska skiptir meginmáli, út- búnaður og stjörnur víkja. í svip er verið að taka 3 stór- myndir þar sem er engin „stjarna“, heldur leikarar, rem eru ráðnir vegna hæfni þeirra til að túlka söguna, fremur lítt þekktir leikarar, en á réttum stað. Fólk fer ekki framar í kvik- myndahús til ð sjá hinar cg aðr- ar stjörnur. Til að rétt niðurstaða fáist þarf sagan að vera góð og sett í kvikmynd með náinni sar.ivinnu hoLundar, stjórnenda og leikara. Fólk vill sjá góoa mynd, ekki dýra, ekki fulla af tilfinningasemi. Kvikmvndaborgin hefir hlotið nýjan,’ harðan skóla, sem ekki var vanþörf á. Kannski var ekki sem verst, að bliku skyldi bera á loft yfir Hollywood! Engin uppþot MADRID — Heyrzt hafði, að Frankó mundi nota heimsókn Elísabetar til Gíbraltar sem átyllu til kröfugangna, þar sem heimtað væri að þessi skiki legð- ist til Spánar. í spænskum blöð- um segir. að falangistar hafi lát- ið kyrrt liggja, þvi að annað hefði ekki verið „riddaralegt við konu“, j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.