Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 8
8 MORGVPTBLAÐIB Fimmtudagur 20. maí 1054 uttMðfrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Fyrir 10 árum Landgræðslusjóður lyftistöng skógræktarinnar á s.l. 10 árum sj í DAG eru 10 ár liðin frá því að atkvæðagreiðsla hófst um nið- urfellingu dansk-íslenzku sam- bandslaganna og stofnun lýðveld- is á íslandi. Úrslit þeirrar at- kvæðagreiðslu urðu þau að með sambandsslitum greiddu atkvæði nær 99% kjósenda. Með lýðveldisstjórnarskránni greiddu atkvæði nær 97% kjós- enda. Þátttaka í þessari atkvæða- greiðsiu var meiri en í nokk- urri kosningu, sem fram hef- ur farið hér á landi, eða yfir- 98% að meðaltali á öllu land- inu. í 14 kjördæmum var kjör sóknin yfir 99% og í 2 kjör- dæmum 100%. Hin gífurlega þátttaka íslend- inga í atkvæðagreiðslunni um sambandsslitin og lýðveldisstofn- unina sýndi að þjóðin stóð ein- huga saman um það skref, sem hún var að stíga. Fyrir 25 árum hafði fullveldi íslands verið við- urkennt. Þar með var leiðin til algers skilnaðar við Dani opnuð að aldarfjórðungi liðnum. Sá tími var nú liðinn. íslendingar gátu í samræmi við gerða samn- inga skilið við sambandsþjóð sína, neytt þess réttar, sem þeim hafði verið tilskilinn í frjálsum samningum. Og þessa réttar neyttu þeir með glæsilegri sam- heldni og trú á helgan rétt sinn til algerrar frelsistöku. ★ Það var bjart yfir dögunum 20. maí til 1. júní 1944, þegar lýð- veldiskosningarnar fóru fram og úrslitin voru að berast úr hverju kjördæminu á fætur öðru. Öll þjóðin, hver einasti maður fylgd- ist með atkvæðatölunum og fagn- aði þeim samhug og eindrægni sem birtist í þeim. Kosningadag- arnir voru inngangur hinnar miklu þjóðhátíðar, sem í vænd- um var og rann upp hinn 17. júní. Þjóðaratkvæðagreiðslan fól í sér glæsilegan sigur fólksins eftir langa og harða baráttu fyr- ir sjálfstæði íslands. — Þessum sigri var fagnað heitt og innilega um allt Island, frá innstu dölum til yztu nesja, úti á miðum, hvar sem íslenzk tunga var töluð, heima og erlendis. Þj óðar atkvæðagr eiðsludagarnir verða því alltaf dýrmætir minn- ingadagar, sem sú kynslóð mun horfa til með gleði, er lifði þá, og komandi kynslóðir munu þakka þá og blessa. ★ Síðan eru liðin 10 ár. Þennan tíma hefur þjóðin notað til þess að treysta grundvöll fengins frelsis. Hið unga íslenzka lýð- veldi hefur á marga lund skapað sér bætta aðstöðu í samfélagi frjálsra þjóða. íslendingar hafa gerzt aðilar að margvíslegum al- þjóðlegum samtökum. Á vett- vangi þeirra hefur málsstaður íslands verið túlkaður og heim- inum kynnt sjónarmið hinnar fá- mennu íslenzku þjóðar. Að þess- ari þátttöku í alþjóðlegri sam- vinnu hefur hinu unga lýðveldi orðið margvíslegt gagn. Inn á við hefur þjóðin verið I stöðugri sókn fyrir efnahags- legri uppbyggingu lands síns. Á því sviði hefur hún unnið stóra sigra, sem skapað hafa öllum almenningi í landinu bætt lífskjör og aukið öryggi um afkomu sína. ¥ Þetta er í stórum dráttum saga þess áratugs sem liðinn er síðan íslendingar gengu að kjörborði 'og greiddu atkvæði um sam- bandsslit og lýðveldisstofnun. En þótt þjóðin hafi sótt fram og bætt aðstöðu sína út á við og inn á við á hún þó við margvísleg vandkvæði að etja í dag. í efna- hagsmálum hennar eru ýmsar blikur á lofti, enda þótt hún standi mitt í risavöxnu uppbygg- ingarstarfi. Nú, eins og oft áður,1 ógnar verðbólga og dýrtíð bjarg- ræðisvegum landsmanna. En það er á okkar eigin valdi að bægja þeim erfiðleikum úr vegi. Við ráðum því sjálfir hvort við vilj- um geta haldið áfram uppbygg- ingu lands okkar eða hvort við viljum að framfarirnar strandi á efnahagsöngþveiti, gengisfellingu og þverrandi kaupmætti laun- anna. Ef við viljum vera trúir þeim sigri, sem vannst í frels- isbaráttunni fyrir 10 árum, hljótum við að koma fram af ábyrgðartilfinningu og þroska. Ef við gerum það bægjum við verðbólguhættunni á braut og höldum áfram að byggja land okkar upp og gera bjargræð- isvegi þess færari um að tryggja þjóðinni í heild var- anlega atvinnu og afkomu- öryggi. ,Hafrekið sprek6 EFTIFÞAFREK sín í sambandi við kosninguna í Kópavogi virðist ritstjóri Alþýðublaðsins hafa misst málið. Hefur blað hans ekki minnzt einu orði á þá atburði, sem gerðust þar. í for- ystugreinum þess hefur ekki einu sinni verið rætt um stjórn- mál síðan. Ýmislegt bendir því til þess að þessi flugumaður kommúnista í formannssæti AI- þýðuflokksins hafi verið mýldur af sér hyggnari mönnum. Það þyki nú ekki lengur ráðlegt að leyfa honum að ræða stjórnmál í blaði því, sem hann er rit- stjóri að. Hinsvegar hefur ólukkufuglinn nú gripið til þess ráðs, að birta 30 ára gamlar greinar úr Morg- unblaðinu. Birtast hvorki meira né minna en sex slíkar greinar í Alþýðublaðinu í gær. Verður ekki annað séð en að ólukkufugl blaðsins hafi misst málið svo gersamlega, að hann verði að j flýja á náðir Mbl. til þess að i geta fyllt dálka blaðs sins. * f, En hversvegna skyldi hann bá prenta upp 30 ára gamlar grein- ar úr Mbl.? Ástæða þess er einfaldlega sú, að ólukkufuglinn lifir allur og hrærist í fortíðinni. í henni hefur hann steinrunnið. Samtíð sinni botnar hann ekkert í. Svo ger- samlega er hann þar áttaviltur, að hann gleypir hvaða flugu, sem kommúnistar renna fyrir hann. Það heldur hann að sýni „frjáls- lyndi“ og „róttækni"!!! ★ Ólukkufuglinn þekkir ekk- ert til þróunar íslenzkra stjórnmála eða félagsmála. Hann hefur dagað uppi marga áratugi aftur í tímanum. — Þessvegna er barátta hans byggð á fölskum forsendum. ■ Þessvegna velkist hann um eins og „hafrekið sprek“ á fjörum kommúnista. Væntan- lega gengur Brynjólfur bráð- jóðuriim sem stofnaður var til minn- ingar nm lýðveldisstofnunina [>arf að cflast og stofnar til skyndi- happdrættis í þeim tilgangi IDAG eru liðin 10 ár frá því að þjóðaratkvæðagreiðslan um stofnun lýðveldis á íslandi hófst. — En landsnefndin, sem sá um framkvæmd kosninganna, stofnaði Landgræðslusjóð íslands, sem síðan hefur verið mikil lyftistöng undir framgang skógræktar- málanna í landinu. — Nauðsyn þess að efla sjóðinn er mikil. Barst honum í gær 5000 kr. framlag frá landsnefndinni, er var afgangur af því fé, sem nefndin fékk til umráða fyrir 10 árum. — Verður efnt til skyndihappdrættis til eflingar sjóðnum og hefst sala mið- anna í dag. lega á rekana og hirðir það! í gærdag gengu nefndarmenn í landsnefnd lýðveldiskosning- anna á fund skógræktarstjóra, Hákonar Bjarnasonar, og við það tækifæri var rifjaður upp aðdrag andinn að stofnun Landgræðslu- sjóðs og starfi hans á þeim ára- tug, sem liðinn er frá stofnun hans. EKKI AF OPINBERU FÉ Þess er þá fyrst að geta, að kostnaður sá, er greiddur var við þjóðaratkvæðagreiðsluna, var ekki greiddur af opinberu fé, heldur voru það einstaklingar og félög, sem báru hann. — Starfs- fólk við kosningar þessar vann að mestu endurgjaldslaust. Er undirbúningur kosninganna var hafinn, fékk formaður nefndar- innar, Eyjólfur Jóhannsson kr. 30 þús. til að standast nauðsyn- legan kostnað, og fékk um það fyrirmæli að spara féð sem mest. En að kosningum loknum gat hann endurgreitt ríkissjóði þær 30 þús. kr., sem nefndin kvaðst hafa fengið að láni, er hún tók til starfa. LANDGRÆÐSLUSJÓÐUR STOFNAÐUR Er allur kostnaður af lýð- veldiskosningunum hafði ver- ið greiddur, voru eftir í sjóði 250 þús. krónur. — Er nefnd- armenn ræddu um hvað gera skyldi við peninga þessa, skaut hugmyndin um stofnun Landgræðsiusjóðs til minning- ar um stofnun lýðveldisins upp kollinum. Landsnefndin boðaði þá aðila á sinn fund, er greitt höfðu í kosningasjóðinn og skýrði þeim frá hugmynd- inni um sjóðsstofnunina, og var þá ákveðin samhljóða stofnun Landgræðslusjóðsins. 5000 KR. GJÖF Eitthvað á þessa leið fórust Eyjólfi Jóhannssyni orð, er hann í stórum dráttum rakti forsöguna að stofnun Landgræðslusjóðsins. En síðan bætti hann við: — Þeg- ar landsnefndin afhenti þessar 250 þús. kr., hafði hún enn milli handa nokkur þúsund krónur, sem voru lagðar í bankabók — og í dag eru í henni 5000 kr. — Þessa bankabók afhenti Eyjólfur síðan Landgræðslusjóði með ósk um að „óskabarn okkar lands- nefndarmanna“, eins og hann komst að orði um sjóðinn, mætti eflast þjóðinni til gagns. ÞÁ VÆRU EKKI TUMASTAÐIR Samhliða Lýðveldiskosningun- um var hafin fjársöfnun í hinn væntanlega Landgræðslusjóð. — Voru einnig seld smekkleg merki (Hið græna birkilauf) til ágóða fyrir sjóðinn. En það verður að segja hverja söguna eins og hún gengur. Þátttakan 1 þeirri fjár- söfnun varð ekki eins mikil eins og menn höfðu gert sér vonir um. Því þó sjóðnum áskotnaðist milljónafjórðungur frá Lands- nefnd kosninganna, varð stofn- féð ekki nema um 380 þúsund krónur. En sem betur fer hafa vinsæld- ir sjóðsins farið vaxandi enda hefur sjóðurinn þó hann hafi ekki verið mjög öflugur komið skógræktinni að margháttuðu gagni þau 10 ár, sem hann hefur starfað. Fé sjóðsins hefur verið lánað til margs konar fram- kvæmda, sem komið hefur skóg- ræktinni að gagni. Honum hefur áskotnazt bæði áheit og gjafir. Þegar opnaðist leið til að fá fræ til skógræktarinnar frá Alaska varð þörfin brýn til þess að efla og auka gróðrarstöðvarn- ar, er hafa uppeldi trjáplantna með höndum. Þá var stofnsett stöðin að Tumastöðum í Fljóts- hlíð. En ekki hefðu verið tök á að koma henni svo fljótt upp sem raun varð á, ef Landgræðslusjóð- ur hefði þar ekki hlaupið undir bagga. Eins hefur sjóðurinn hjálpað Skógræktarfélagi Reykjavíkur við að koma upp og efla stöðina í Fossvogi. Fleiri félög hafa feng- Framh. á bls. 12 Velvaharuli ihrifar: K Fljótt að eyða aurunum. ONA í Vesturbænum skrifar: „Hann sonur minn, sem er 12 ára og ber út eitt dagblaðanna hérna í Vesturbænum, kom mjög ergilegur heim í gær og sagði við mig: Það er alveg hræðilegt að rukka fólkið í mínu hverfi. Það er svo fljótt að eyða aurunum sínum. Þó að mér sé sagt að koma daginn eftir að það fær útborgað, eru engir aurar til, þegar ég kem, svo að ég fæ ekkert fyrir blöðin. É Stundum ónot. G HEFI líka orðið vör við, að þegar börnin koma til inn- heimtu fyrir mánuðinn, þá eru þau beðin „að koma seinna í dag“, „í kvöld“, „þegar maðurinn minn er kominn heim“, „á morg- un“ eða „hinn daginn". Það er sama, hverju viðrar, börnin verða að þvælast þetta hvað eftir ann- að í sömu húsin til að ná í þess- ar fáu krónur. — Stundum er þeim meira að segja vísað burt ipeð ónotum og skömmum. Ótrúleg fátækt ÞAÐ má merkilegt heita, ef fólk er svo fátækt, að það hafi ekki handbærar 15—20 krónur til að greiða blaðið, sem það kaupir, svo að endilega þurfi að bíða þess dags, að heimilisfaðirinn fái mán- aðarkaup sitt eða vikulaun. Og ég get ekki varizt þeirri hugsun, að einhvers staðar hljóti húsmóðirin að eiga í fórum sín- um afgang af eyðslufé dagsins, ef ekki annað. En það er engu líkara en sumt fólk hafi gaman af að draga krakkagreyin sem lengst á að fá þessa peninga og gera þeim þannig helmingi erfið- ara fyrir en þyrfti. Já, það er merkilegt, hvað fólk er fljótt að eyða aurunum sínum! Blómaskrúð við hús. VELVAKANDI sæll. Nú líður óðum að því, að farið verði að gróðursetja plöntur á Austur- velli, hinum unaðslega reit f hjarta bæjarins. Af hálfu garð- yrkjumanna í þjónustu bæjarins hefir jafnan verið mjög vel vand- að til skreytingar á Vellinum, og vonandi verður svo einnig nú. En í því sambandi er ekki úr vegi að benda fólki, sem hefir skrúðgarða eða blómareiti við hús sín, á að afla sér upplýsinga hjá garðyrkjuráðunaut bæjarins eða öðrum öruggum mönnuro, hvaða plöntur heppilegast sé að gróðursetja og við hvaða skilyrði. Það er ótrúlega mikill yndis- auki að vel hirtum blómareitum, en fátt leiðinlegra en sjá þá van- hirta. B. G.“ Ljótir fætur. KONGUNGR mæti til Þórarins: „Vakat hefi ek um hríð, ok hefi ek sét þá sýn, er mér þykir mikils um vert, en þat er manns- fótr sá, er ek hygg, at engi skal hér í kaupstaðnum Ijótari vera“, — ok bað aðra menn hyggja at, hvárt svá sýndist. En allir, er sá, þá sönnuðu, at svá væri. Þórarinn fann, hvar til mælt var'ok svarar: „Fátt er svá einna hluta, at örvænt sé, at hitti anmn slíkan, ok er þat líkligast, at hér sé enn svá.“ Konungr mælti: „Heldr vil ek því at fulltingja, at eigi muni fást jafnljótr fótr, ok svá, þótt ek skylda veðja um.“ Þá mælti Þórarinn: „Búinn em ek at veðja um þat við yðr, at ek mun finna í kaupstaðnum ljótari fót.“ Konungr segir: „Þá skal sá okk arr kjósa bæn af öðrum, er sann- ara hefr.“ „Svá skal vera“, segir Þórar- inn. Hann brá þá undan klæðun- um öðrum fætinum, ok var sá engum mun fegri, ok þar var af in mesta táin. Þá mælti Þórarinn: „Sé hér nú, konungr, annan fót, ok er sjá þvl ljótari, at hér er af ein táin, ok á ek veðféit." Konungr segir: „Er hinn fótr- inn því ófélegri, at þar eru firom tær ferligar á þeim, en hér eru fjórar, ok á ek at kjósa baen at þér.“ (Þórarins þáttr Nefjólfssonar). Maður er manns gaman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.