Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 16
Yeðurúflil í dag: NA gola. Crkornulaust og sums staðar léttskýjað. trpíiiMaMtii 113. tbl. — Fimmtudagur 20. maí 1954 Hafrannsóknir við INorðurland. Sjá grein á bls. 9. Bondarísk þrýstiloftsvél fórst við Stapa í gærkvöldi Tveir menn Eldur í vélhát HAFNARFIRÐI. — A 12. tím- anum í gærkvöldi kom upp eldur í vélbátnum Fróðakletti, þar sem hann lá við syðri ' hafnargarðinn. Var lúkarinn aleida er slökkviliðið kom á vettvang og var slökkvistarf- inu ekki lokið er blaðið síðast frétti. Talið var að verulegar skemmdir hefðu orðið á bátn- um. Eldsupptök voru ókunn. — G. E. Góðri vertíð lokið á Akranesi AKRANESI, 19. maí — Háseta- hlutur á stóru bátunum á Akra- nesi á vetrarvertíðinni sem nú er irýlokið var eins og hér segir ca. Sigurfari 30 þús., Svanur 25 þús., ■ólafur Magnússon 25 þús., Keilir 35 þús., Ásmundur 34 þús., Bjarni Jóhannesson 28 þús., Sveinn Guð- mundsson 28 þús., Hrefna 16 þús., Böðvar 30 þús., Fram 30 þús., Ásbjörn 25 þús., Aðalbjörg 24 þús., Hafsæll 25 þús., Sæfaxi 25 þús., Fylkir 20 þús., Heimaskagi 28 þús., Reynir 26 þús. og Sig- rún 26 þús. ^Comið hefur á land á Akra- •nesi. alls 18 þús. tonn af fiski á vertíðinni Af því er 10500 tonn bátafiskur og 7500 tonn af tog- urum sem landað hafa hér. Allt er þetta miðað við slægðan fisk wieð haus 18 þús. tonn af slægð- «m fiski jafngildir 22 þús. tonn- um fisks vegnum upp úr bát. ■—Oddur. LAUST eftir kl. 9.30 í gærkvöldi fórst bandarLsk ornsttiflugvél frá Keflavíkurflugvelli. Með flugvéliiyii fórust tveir menn. Flugvélin var tveggja manna þrýstiloftsflugvél. Var hón að koma til lendingar á Keflavíkurflugvelli en steyptist til sjávar 5—800 m út af Stapanum og átti þá ófarna 3—4 km að enda íloghrautar- innar, sem hún hugðist lenda á. ------------------------------ORSÖK ÓKUNN Ekkert er vitað um orsök þessa slyss. Farþegar með á- áætlunarbílnum frá Keflavík kl. 9 í gærkvöldi urðu sjónar- vottar að slysinu og skýrðu þeir svo frá, að engu hefði ver ið Iíkara en flugvélin hefði ætlað að lenda á sjónum, þvi smátt og smátt lækkaði flug hennar unz hún snart yfirborð ið og brotnaði í spón. Tveir próiaslar skipaðir SÉRA Garðar Þorsteinsson prest- ur í Hafnarfirði hefur verið skip- aður prófastur í Kjalarnesspró- fastsdæmi og séra Sigurður Ó. Lárusson prestur í Stykkishólmi hefur verið skipaður prófastur í Snæfellsnessprófastsdæmi. Safnaði að sér FYRIR skömmu handtók lögregl- an mann nokkurn sem hafði í fór- um sínum allmikið af kvennær- fatnaði, sem hann hafði stolið af þvottasnúrum hingað og þangað í bænum. — Fundust hjá honum t. d. 15 undirkjólar, 10 náttkjólar, 17 buxur og fleira. Hafði maður- inn tekið þennan fatnað í fyrra og eins í ár. Ekki mun auðgun- artilraun hafa legið til þessa, heldur kynferðishneigð. Nærfatnaður þessi er allur í vörzlu rannsóknarlögreglunnar og þangað er hægt að vitja hans. Söngkvinleffinn Monn Keys heldur söngskemmlenir hér NORSKI söngkvintettinn Monn Keys er væntanlegur hingað til lands næstkomandi föstudag og heldur hér 5 miðnæturskemm:;- anir í Austurbæjarbíói, þá fyrstu á föstudagskvöldið og hinar á laugardags, sunnudags, mánudags og þriðjudagskvöld, kl. 11.15. Verða skemmtanir þessar fjölbreyttar, enda er hér um fræga skemmtikrafta að ræða. Þessir menn voru fulltrúar stjórnmálaflokkanna í landsnefnd lýð« 1 veldiskosninganna: Eyjólfur Jóhannsson er var formaður, og Jena Hólmgeirsson; þeir sitja báðir, og Arngrímur Kristjánsson (t. v.>] og Halldór Jakobsson. Á myndina vantar Sigurð Ólason stjórnar- ráðsfulltrúa, er var fulltrúi ríkisstjórnarinnar, sem þá var utara þings stjórn. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Sjá frétt um Landgræðslusjóð á bls. 9. A SLYSSTAÐNUM Farþegarnir hringdu um slysið er þeir komu til Innri Njarðvíkur. Samstundis fór bátur á vettvang. Og María Júlía,. sem var þar skammt frá, fór þegar á vettvang ásamt fleiri bátum. Voru þeir komnir á slysstaðinn um 5 mín. eftir að slysið varð. — Mannanna urðu þeir ekki var- ir, og er ætlað að þeir hafi farið niður með einhverjum hluta flugvélarinnar, — Ben- zintank úr væng vélarinn- ar fundu þeir og olíu- brák á sjónum. Leitinni var haldið áfram bæði af skipum og eins af björgunarflugvél- um og helikoptervélum frá Keflavíkurflugvelli. Keflvík- ingar hafa og gengið á fjöru en einskis orðið varir. TILGATA Ágætis veður var er slysið varð. Og eins og fyrr segir er ekkert vitað um orsök slyssins. Fróðir menn um flugmál létu þá tilgátu í ljósi, að vera kvnni að drepist hefði á hreyfli vélarinn- ar og hún hafi verið of lágt yfir sjó til að flugmennirnir gætu gripið til fallhlífanna. Skaflielllngar ælla Kar við höfnina sakir þrengsla Umfarðarnefnd ræðir leiðir fil úrbóla AFUNDI umferðarmálanefndar bæjarins, sem haldinn var fyrirr nokkru, var rætt um hina gífurlegu umferðarerfiðleika, serra eru í Tryggvagötunni og við höfnina. — Kom hafnarstjóri á þennaij fund nefndarinnar til skrafs og ráðagerða. , Forseti fslands verndari norræna tónlislarmélsins FORSETI ÍSLANDS herra Ás- geir Ásgeirsson, hefir tesið að sér að vera verndari norræna tónlistarmótsins, er haldið verð- ur hér í Reykjavík dagana 13.— 17. júní í ár. Auk þess hafa tekið sæti í heiðursnefnd mótsins þeir dr. Kristinn Guðmundsson utanríkis- ráðherra. hr. Bjarni Benedikts- son mennta- og dómsmálaráð- herra, hr. Anderssen-Ryst sendi- herra Norðmanna, frú Bodil Begtrup sendiherra Dana, hr. Leif Öhrwall sendiherra Svía, hr. Palin sendiherra Finnlands og hr. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. ATH AFNAS VÆÐIÐ ÞEGAR OF LÍTIÐ Hafnarstjóri skýrði nefndinnt svo frá að athafnasvæðið við höfnina eins og það er nú, væri þegar of lítið og því erfitt að rýrat það með því að sneiða af þvi fyrir bilastæði. Hafnarstjóri benti aftur á móti á þann eina mögu- leika sem- hann taldi til þess að koma bílastæðum upp á umráða- svæði hafnarinnar, en hann væri sá að rýma svæðið við Tryggva* götu, sem nú er notað fyrir ben- zínafgreiðslustöð og gera það að bílastæði. GEIRSGATA FRAMLENGD í sambandi við þessar umræð- ur, var og rætt um möguleikana á því að framlengja Geirsgötu að Skúlagötu, svo þungaflutningar að og frá höfninni gætu farið þá leið, en þyrftu ekki allir að fara um Tryggvagötuna. I 4 NÝSTÁRLEG ATRIÐI 4 MONN KEYS munu sýna mörg nýstárleg atriði. Per Asplin kem- ur fram með „One man show", *em hefur víða vakið athygli, Söivi Wang mun syngja ný banda •ísk -dægurlög, en hún er mjög jrekkt dægurlagasöngkona. Odd- var og Frederic koma fram með „Crasy duet“, en Frederic Con- Xadi er einn þekktasti grínleikari Noregs, en Oddvar Sörensen er bassa og gítarleikari. — Nora Erookstedt er þekktasta dægur- legctsöngkona Norðmanna; syng- ur hún norsk, sænsk og suður- amerísk dægurlög, og ennfremur tvísöng með Per Asplín. Stjórnandi Monn Keys og und- •rleikari er Egil Mon-Iversen, sem þekktur er um Norðurlönd JÍyrir störf við kvikmyndir, út- yarp og hljómsveitarstjórn. 4 í KVIKMYNDUM 4 4 OG Á HLJÓMPLÖTUM 4 KVINTETTINN hefur leikið í wokkrum kvikmyndum og ein »jynd þeirra, ,,Brudebukketten“ mun verða sýnd hér á næstunni. ■— Margar plötur kvintettsins jhafa orðið metsöluplötur. Þeir Norski kvintettinn. hafa ferðazt víða og haldið fjölda skemmtana. Þeir hafa kynnt íslenzk dægur- lög í Noregi. Tvö þeirra, „Nótt“ eftir Árna ísleifs og „Til þín“, eftir Steingrím Sigfússon, syngja þeir hér á íslenzku. Miðar að fyrstu tveim skemmt- ununum eru nær þrotnir og mik- il eftirspurn eftir aðgöngumiðurn á hinar þrjár. Fleiri.en 5 ver'ða skemmtanirnar ekki, því þessir frægu skemmtikraftar eiga mjög annríkt. að gróðurselja Ið þús. frjáplönlur Aðalfundur Skógræktarfélagsins Mörk í V.-Skaftafellssýslu, aust- an Mýrdalssands, var haldinn í Hnífsdal í Skaftártungu síðastl. laugardag. Á fundinum var mikið rætt um framkvæmdir í skógrækt á félagssvæðinu. Mun alls verða plantað um 10 þús. trjáþlöntum á þessu sumri. Verða þær gróð- ursettar í girðingu félagsins í Holtsdal og á Hörgslandi á Síðu, einnig í girðingu sem ákveðið er að koma upp á Leiðvelli ( Meðal- landi. Jón Jóhannsson kennari á Skóg um kom á fundinn og flutti þar erindi um skógrækt. Er hann mikill áhugamaður á því sviði. Stjórn Skógræktarfélagsins skipa nú: Siggeir Björnsson, Holti formaður, Gísli Vigfússon, Skálm arbæ, Magnús Runólfsson, Bakka koti, Sumarliði Björnsson, Hlíð og Úlfar Ragnarsson héraðslækn- ir, Kirkjubæjarklaustri. —Fréttaritari. Kappreíðar Sörla í Hafnarfirði ___Hafnarfirði. Hestamannafélagið Sörli gengst fyrir kappreiðum sunnu- daginn 30. þ. m. Fara þær fram á Sörlavelli, sem er við Kaldárs- veg, á svokölluðum Réttarflötum. Það var síðsumars í fyrra, sem félagið hélt sína fyrstu kapp- reiðar á velli þessum, og var þátttaka þá með ágætum. — Að þessu sinni hyggst félagið halda fyrstu kappreiðarnar á árinu, og væntir þess, að þátttakan verði mikil, og fólk fjölmenni á þær. Staðurinn er hinn ákjósanlegasti, fagurt landslag og veðursæld mikil. Að þessu sinni verða reyndir margir knáir hlaupahestar, sum- ir allvel þekktir, svo sem Léttir úr Borgarfirði, en hann er mesti hlaupagarpur þar — og Sóti Leós Sveinssonar, sem er mjög frár hlaupagarpur. — Þátttöku ber að tilkynna til Kristins Hákonarson- ar, Hraunhvammi 1, hér í bæ. — G. £. AÐEINS NAUÐSYN- LEGT STARFSEMI — Loks var rætt um nauðsyn þess að takmarka notkun hafn- arsvæðisins við þá starfsemi, sem þar þarf hauðsynlega að hafa að- setur. Með því mætti forðast þá örðugleiká sem stafa af ónauð- synlegri umferð við höfnina og um nærliggjandi götur. ---T----------- I Skákeinvígið ! KRISTNES 1 VtFOLSSTÁÐIR , J 23. leikur Vífilsstaða: Df3—d3. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.