Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. maí 1954 MORGUNBLABIB 9 sedr frá mikilsverðum hafrannsóknum C* sínum fyrir Norðurlandi s. 1. vetur ér Fyrsfi þýzki sendikennarinn hefur um langf árabi! lagt sfund á forn-íslenzk fræði HAFFRÆÐIN er grundvöllur að vísindalegum fiskirann- sóknum. Gefur það auga leið að slíkur grundvöllur er nauðsyn- legur fyrir fiskirannsóknirnar ekki sízt á meðan líf þjóðar- innar og velferð byggist svo mjög á fiskiveiðum, sem raun er á. Haffræðilegar rannsóknir með- al okkar íslendinga eru enn í bernsku, þar eð þær fyrst hófust hér árið 1947. Enn vantar mikið á, að við höfum fengið samfellda mynd af ástandi sjávarins og straumum á hinum ýmsu árstíð- um hér við land. Einkum er þekk ing okkar á vetrarástandinu mjög af skornum skammtL UNNSTEINN HEFST HANDA Til þess ag ráða bót á þessu sem fyrst, ákvað Unnsteinn í fyrrasumar að hafa vetursetu norður á Siglufirði, og hafa með höndum skipulagðar rannsóknir þaðan á straumum og eðlisástandi sjávarins fyrir Norðurlandi yfir veturinn. Til þess að slíkar rann- sóknir gætu átt sér stað fór Fiski- deildin þess á leit við forstjóra landhelgisgæziunnar, Pétur Sig- urðsson, að hann veitti Unnsteini afnot af skipi einu sinni í mánuði til rannsókna á síldveiðisvæðinu. Atvinnudeildin er að sjálfsögðu þakklát forstöðumanni landhelg- isgæzlunnar fyrir þennan velvilja og þann áhuga, er hann hefur sýnt rannsóknum þessum með því að sjá til þess að aldrei stæði á skipi til rannsóknaferða. — Við fórum í hverri ferð, segir Unnsteinn, — einar 30 míl- ur norður í haf frá Siglufirði og sigldum síðan um svæðið vestur undir Horn, þegar lengst var far- ið. En þá tóku ferðirnar um 2 sólarhringa. Ég gerði nauðsynlegar athug- anir á vissum stöðum í hafinu, svo hægt væri að gera sér grein fyrir eðlisástandi sjávarins, hita- stigi, seltu og öðru efnafræðilegu ésigkomulagi. IRMINGERSTRAUMUKINN GERÐI LÍTIÐ VART VIB SIG í VETUR — Og hver var aðalniðurstaðan af þessum rannsóknum? — Þar eð lítið sem ekkert var til samanburðar á þessum mælingum, er árangur þeirra að sjálfsögðu takmarkaður. En slikar mælingar og athuganir koma fyrst að fullum notum, þegar athuganir hafa verið gerðar skipulega a.m.k. í 2 ár, svo að menn geti gert sér grein fyrir hinum venjulegu árlegu sveiflum, er gerast í ástandi sjávarins. — Eins og við höfðum búizt við, hélt Unnsteinn áfram, — gætti Irmingerstraumsins lítið yfir vetrarmánuðina. Á haustin eða í byrjun vetrar virðist taka að mestu fyrir hlýja strauminn austur á bóginn. Sá Atlantssær, sem fyrir er á Vesturlandssvæð- inu, blandast þá smám saman kaldari og ferskari sjó, sem kem- ur norðan að, og meðalseltan fer lækkandi. Yfir vetrarmánuðina dregur úr straumnum í lárétta átt, en hins vegar verður nærri því alger blöndun lóðrétt niður á 200—300 m dýpi. Vestast á svæðinu, einkum djúpt út af Horni, gætir þó Atlantssjávar að talsverðu leyti árið um kring. Ag vori eða í síðasta lagi í sumar- byrjun hefst innstreymi af Atlantssjó vestan að að nýju og á þeim árstíma verða mestar breytingar á ástandi sjávarins hér við land. HVAÐ VELDUB SVEIFLUNUM Á eldri uppdráttum af sjáv- Unnsteinn Stefánsson arstraumum hér við land, er gert ráð fyrir samfelldum reglulegum straumi austur með Norðurlandi. Athuganir okkar sýna hins vegar að því fer fjarri að straumurinn liggi beint austur með Norðurlandi, heldur hefur hann tilhneig- ingu til þess aff fylgja dýptar- linum sjávarbotnsins. Hið mikla misdýpi landgrunnsins út af Norffurlandi veldur hinni óreglulegu straumstefnu og hinum tíffu straumhvirflum. Því má skjóta hér inní, að í vetur hefur sjávarhiti norð- anlands veriff nokkru hærri en undanfarna vetur, og veld- ur því hin' óvenjulega hag- stæða veffrátta. Hvað veldur hinum miklu sveiflum í straumkerfinu hér við land frá einni árstíð til annarar og einu ári til annars, vitum við ekki ennþá, en við gerum okkur vonir um, að áframhaldandi reglubundnar athuganir færi okk ur nær því marki að kunna glögg skil á eðli hafsins við landið okkar. — Þér hafið að sjálfsögðu hug á að geta haldið þessum athug- unum og rannsóknum áfram? — Ég vonast fastlega eftir því að hinar reglulegu, skipulögðu j athuganir mínar geti haldið i áfram óslitið, a.m.k. um tveggja j ára skeið með reglulegu milli- j bili. SÍLD ARR ANN SÓKNIRN AR í JÚNÍ Eins og kunnugt er hefur verið gert samkoínulag milli íslend- inga, Norðmanna og Dana um skipulegar rannsóknir á hafinu milli Noregs og íslands allt norð- ur til Jan Maeyn og suður að Færeyjamiðum, einkum með til- liti til þess að menn geti aflað sér upplýsinga um síldargöng- urnar á því svæði, og í von um að menn geti gert sér einhverjar meira eða minna rökstuddar hug- myndir um hvaða likur séu fyrir síldveiðum á þessu svæði. Að sjálfsögðu eru upplýsingar um hafsstrauma og allt eðlisástand sjávarins mikils virði til þekk- ingarauka á þessu flókna máli og liggur það að sjálfsögðu okkur íslendingum næst að aflað sé þekkingar á hafinu fyrir norðan landið okkar. Hinar mikilsverffustu athug- anir allra þriggja þjóðanna á þessu hafsvaeffi fara fram í júní, þegar hafnar verffa sam- eiginlegar sjórannsóknir og síldarleit, áður en síldveiffarn- ar hefjast. Rannsóknarskipin þrjú, hiff íslenzka, norska og danska, eiga að koma saman í Þórshöfn í Færeyjum aff þessu sinni, þar sem fiskifræð ingarnir „bera saman bækurn- ar ‘ og athuganirnar áður en þeir birta almenningi sameig- inlegt álit um síldveiðihorf- urnar. — Er ekki búizt við aff Ægir verði framvegis notaður til fiskirannsókna? — Sem betur fer er það í ráffi aff útbúa Ægi til slíkra rannsólma. Tvær rannsóknar- stofur verða útbúnar i skipinu, önnur fyrir haffræffi, en hin fyrir fiskirannsóknirnar. Haf- fræðistofan verður tilbúin í þessum mánuði, en stofan fyr- ir fiskirannsóknir á síðar aff útbúa. ÚTBÚNADUR ASDIC-TÆKJA Á sJL hausti voru sett Asdic- tæki í Ægi, svo nú verður þar mikið betri aðstaða til síldarleit- ar en áður og því meiri von um árangur. Þegar við fáum afnot og um- ráðarétt yfir Ægi, er þess vænzt að rannsóknirnar geti staðið yfir í lengri tíma á ári en áður. En aukin gagnasöfnun krefst aukins starfsliðs, og til þess að rann- sóknarstarfið sjálft geti komið að fullu gagni þurfum við að sjálf- sögðu að hafa svo mikinn mann- afla við nauðsynlega úrvinnzlu úr gögnum þeim, sem safnast, að hægt sé að hafa af rannsóknun- um full not jafnóðum. saratal við Edzard Koch Ungur píanóleikari við nám í Höfn AKYEÐIÐ hefur veriff að þýzkur sendikennari taki til starfa hér við Háskólann á næsta vetri. Er fyrsti sendi- kennarinn þegar kominn hing- að. Heitir hann Edzard Koch. Hefur hann lengi starfað í hin- um þýzka háskólabæ Götting- en, sem er einskonar þýzk Ox- ford og mun hann í kvöld halda fyrirlestur í Háskólan- um og sýna skuggamyndir frá Göttingen, tala um stúdenta- líf og hinar fornu erfðavenjur háskclans þar. ÆTLAR AÐ LÆRA MÁLIÐ Mbl. kom að máli við Edzard Koch og skýrði hann svo frá, að þótt kennsla hans heíjist ekki UNGFRÚ Guðrún Þorsteins- dóttir heitir ung stúlka frá Akureyri, sem stundar píanó- nám við Tónlistarskólann í Kaupmannahöfn. Guðrún stund- aði nám í tvo vetur í Tónlistar- skólanum í Reykjavík hjá Árna Kristjánssyni og síðar hjá Mar- gréti Eiríksdóttur og Jórunni Geirs á Akureyri og loks hjá próf. Haraldi Sigurðssyni við Tónlistarskólann í Kaupmanna- höfn, en þar hefur hún dvalið síðustu þrjú árin. Hún hefur nu lokið Diplóm-prófi við skólann með glæsilegum árangri og ljúka prófessorar skólans miklu lofs- orði á píanóleik hennar. Um páskana hélt ungfrú Guð- rún tónleika i Árósum með cello- leikaranum Lars Geisler. Ljúka blöðin miklu lofsorði á leik þeirra beggja og eru tónlistar- gáfur Guðrúnar taldar óvenju miklar og öll frammistaða henn- ar á þessum tónleikum mjög rómuð. Hún er talih hafa þann næmleik tilfinninganna, sem hefji leik hennar i æðra veldi og nái þar með miklum listræn- um árangri. Hafi þetta konuð skýrt fram í f-moll fantasíu Chopins, svo og lögum eftir Bach, sem hún hafi leikið yndis- lega vel. Edzard Koch sendikennari fyrr en að hausti hafi hann ákveð ið að koma svo snemma, eða svo íljótt sem honum var auðið til Islands til þess að hafa tíma til að læra málig og kynnast landi og þjóð, en það telur hann mjög mikilsvert fyrir kennara jafnvel þó í erlendum málum sé, að hann geti nokkuð skilið tungumál inn- fæddra, geti fylgzt með því sem gerist í þjóðlífinu o. s. frv. ANNARLEGUR FRAMBURÐUR KENNDUR ERLENDIS — Ég hef lagt stund á forn- íslenzku í fjölda ára, en þar með er ekki sagt að maður geti talað nútímamálið. Örðugleikar i því sambandi stafa m. a. af því að annar framburður er kenndur er- lendis við forn-íslenzku en sá sem talaður er í hinu lifandi máli. SNERI ÚR GUÐFRÆÐI í MÁLANÁM Er ég spurði sendikennarinn um feril hans að undanförnu, skýrði hann svo frá: — Ég er Norður Þjóðverji, enda má sjá það af nafni mínu Edzard, sem er lágþýzk mynd fyrir enska nafnið Edward og ís- lenzkuna Játvarður. Ég er fædd- ur 1909 í Holstein í nágrenni Kiel. Faðir minn var prófastur þar og forustumaður heimatrúboðsins. Er menntaskólanámi lauk inn- ritaði ég mig fyrir áeggjan föður míns í guðfræðideild háskólans, en þar tók allur hugur minn brátt að snúast um tungumálakennslu og málfræði. Varð í fyrstu mjög áhugasamur um grísku. Skrifaði ég m. a. langa og ýtarlega ritgerð um Lúkasar-guðspjall, orðskýr- ingar og málufræðisamanburða. — Þér ákváðuð svo að brjóta í blað og snúa yður að málfræð- inni? — Já, þá mun ég hafa verið 24 ára. Þá sneri ég mér að málfræði- námi og brátt tók hugurinn að hneigjast að rannsókn forngerm- anskra bókmennta. RANNSAKAR VÍGA-GLUMS SÖGU Ég starfaði um sinn við kenn- araháskólann í Brúnsvík og fór i því sambandi að rannsaka upp- eldi hjá Germönum til forna og í þeim rannsóknum hófust fyrst veruleg kynni mín af Islendinga- sögunum og öðrum fornritum ís- lendinga. Fór ég þá til Göttingen-háskóla og nam í nokkur ár þýzka mál- fræði og íslenzku undir hand- leiðslu hins kunna prófessors Gustavs Necke. Hóf sérstaklega rannsóknir á Víga-Glúms sögu og Hrafnkelssögu. Einnig dvaldist ég- um tíma í Kaupmannahöfn með prófessorunum Jóni Helga- syni, Hammerich og Carl Roos. Lærði dönsku en hef aldrei fyrr getað komizt til íslands, þótt það hafi verið draumur minn. — Það er að sjálfsögðu aðal* starf mitt, heldur Edzard Koch áfram, að kenna þýzku í Háskól- anum. En það átti sinn sterka þátt í að ég ákvað að taka boði um að koma til Islands, að ég vildi kynn. ast landi og þjóð af eigin raun. FORNBÓKMENNTIR ÍSLENDINGA ÞEKKTAR — Hvaff segiff þér um þekk- ingu manna á íslenzkum bók- menntum í Þýzkalandi? — Kynni af ýmsum íslenzk- um fornritum og þá sérstak- lega fornaldarscgunum, sem gerast einmitt í Þýzkalandi eru nokkuff altnenn. Á tímum nazista var unnið mjög aff út- breiðslu þeirra í ákveffnum til- gangi. Nú er ekki hægt aff neita því aff áhuginn hefur nokkuð minnkað. AÐVENTA GUNNARS GUNNARSSONAR — En nútímabókmenntir ís- lendinga? — Af nútímarithöfundum íslendinga er Gunnar Gunn- arsson mest þekktur í Þýzka- landi. T.d. má nefna þaff aff bók hans Aðventa (Advent im Hochgebirge) selst alltaf mjög vel fyrir hver jól. Kristmann Guðmundsson cg Guffmund Kamban þekkja Þjóffverjar og, vel. GOETHE LIFIR Á NÝ — En hvað er annars helzt að segja um þýzkar bókmenntir al- mennt eftir stríð? — Þaff er erfitt að skýra frá þeim í stuttu máli. Eftirtakan- legast er samt sú alda sem kom upp, er áhuginn vaknaffi aff nýju á ýmsum eldri skáldum. Hefur kynning á verkum Goethes víst aldrei veriff svo mikil sem síðustu ár. Vinsæld- ir ljóðskáldsins Rainer Maria Rilke og skáldsagnahöfundar- ins Hermann Hesse hafa stöff- ugt fariff vaxandi. TVÆR ANDSTÆÐUR A síðustu árum hefur exitenti- alismans gætt nokkuð en af nýrri skáldum og rithöfundum skaga einna hæst, þeir Gottfried Benn og Hans Karossa: Báðir eru þeir læknar að menntun og starfi. Gottfried Benn er ljóðskáld. Hann er lýriskur en lýsir þó hin- um átakanlegustu atvikum frá styrjaldar og hörmungaárum þeim sem yfir Þýzkaland hafa gengið. I allri sinni lýrik eru lýs- ingar hans hræðilegar og átakan- legar og slá 'mann óþægilega og óþyrmilega. Hans Karossa er eiginlega al- ger andstæða hans. Hann er skálcl Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.