Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 24
24 MORG IJ N B L AÐ 1 Ð Fimmtudagur 20. maí 1954 Aðalfundur Oháða fri* Siendur aðelus fyrir klrkfti safnaðerirBS I KIRKJUBYGGINGARSJOÐI eru nú hátt á annað hundrað þúsund krónur, kirkjulóð er feng- in, teikning tiibúin, safnaðar- menn hafa lofað mörg hundruð dagsverkum í sjálfboðavinnu. lofað hefir verið að gefa skírnar- font, skirnarskál og prédikunar- stól og safnaðarstarfið hefir aídrei verið jafn blómlegt og vetur þótt við mikla húsnæðis- crðugleika sé að etja. Það eitt bindur hendur safnaðarfólks og heftir framtak þess, að synjað hefir verið um leyfi til að byggja hina litlu safnaðarkirkju til þessa og treystir söfnuðurinn því nú sem einn maður, að leyfið verði veitt i vor þegar losað hefir ver- ið svo mjög um höftin í bygginga málum sem raun ber vitni. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn hér í bae hélt aðalfund sinn í fyrra mánuði og var hann fjölsóttur eins og aðrar samkomur safnað- arins. Andrés Andrésson safn- aðarformaður setti fundinn, fund arstjóri var kjörinn Guðmundur Þórðarson stud. med. og fundar- ritari Sigurður Hafliðason Dag- skrá fundarins hófst með því að prestur safnaðarins sera Emil Björnsson, minntist safnaðar- manna, er látizt höfðu frá sein- asta aðalfundi Risu fundarmenn ur sætum í virðingarskyni við minningu hinna látnu meðan presturinn las upp nöfn þeirra og var athöfn þessi áhrifamikil og eftirminnileg. væri mjög brýn þörf fyrir hana. Hann kvað Fjárhagsráð ávallt hafa synjað um byggingarieyfi, en nú kvað hann hafa verið sótt um íeyfi til Innflutningsskrif- stofunnar og vænti hann hess að lengur vrði ekki synjað um þetta leyfi. Að lokum bar formaður fram þá ósk að safnaðarlífið mætti hér eftir sem hingað til verða saínaðarfólki til ánægju og uppbyggingar, ekki sizt þeim, sem ættu við erfiðleika að etja eða um sárt að binda. Þessu næst las Bogi Sigurðsson safnaðar- gjaldkeri upp safnaðarreikning- ana og hefur hagur safnaðarins aldrei staðið með jafn miklum blóma. Er það fyrst og fremst að þakka framúrskarandi miklu starfi Kvenfélags og Bræðra- félags safriaðarins er styrktu safnaðarstarfið með ráðum og dáð s.l. ár. STARFIÐ Því næst tók safnaðarformað- ur, Andrés Andrésson til máls og flutti ýtarlega skýrslu um safn- aðarstarfið á liðnu ári og hefir starfið aldrei verið blómlegra, þrátt fyrir erfið húsnæðisskilyrði og er það vegna mikillar og al- mennrar þátttöku safnaðarfólks i guðþjónustuhaldi, og öllu félags lífi. Haldnar voru guðsþjonustur annan hvern sunnudag sem fyr, 5 kvöldvökur voru haldnar milli aðalfunda með ágætri og fjöl- breyttri dagskrá, jólaskemmtun fyrir börn, farin var skemmtiferð eins og undanfarin ár, kirkjudag- ur haldinn með miklum myndar- brag eins og á liðnum árum, og þá haldin útiguðsþjónusta á kirkjulóð safnaðarins, og margar samkomur voru haldnar innan safnaðarins sem ótaldar eru. FELAGSLÍF Lítið félagsheimili opnaði söfn- uðurinn í haust að Laugaveg 3 f.yrir sérstaka velvild safnaðar- formanns, sem lánar húsnæðið, og hafa Kvenfélag og Bræðra- íélag safnaðarins haldið þar fundi sína og kirkjukórinn hefir þar söngæfingar. Unglingafélag safn- aðarins hefir og haft þar fundi og samkomur, æft barnakór, haft þjóðdansanámskeið og tómstuda- kvöld, en sunnudagaskóla fyrir yngstu börnin hefir söfnuðurinn fengið að hafa í Austurbæjar- skólanum og stofnaði safnaðar- presturinn þennan skóla í haust. Guðmundur Jóhannsson, sem stjórnar barnakór safnaðarins, hefir starfað við sunnudagaskól- ann í allan vetur ásamt barna- kórnum, og ýmsum öðrum. Nýt- ur sunnudagaskólinn þegar mikilla vinsælda og hafa um 300 börn sótt hann á hverjum sunnu- degi í vetur og öll börn verið velkomin þangað. Formaður safn- aðarins þakkaði safnaðarpresti ánægjulegt samstarf á árinu og starf hans í þágu safnaðarins í heild og lét í ljós að allur söfn- uðurinn biði þess með mikilli eftirvæntingu að innflutnings- yfirvöldin veittu leyfi til þess að byggja safnaðarkirkjuna, enda A 2,, HUDRAÐ ÞUSUND KR. í HAPPDRÆTTISSJÓDI Handbært fé til fyrirhug- aðrar kirkjubyggingar safn- aðarins.er nú hátt á annað hundr- að þúsurd krónur, þar af er milli 140—150 þúsund í kirkjubygg- ingarsjóði, yfir 16 þúsund í Minningargjafasjóði þeim ér Baldvin Einarsson stofnaði innan vébanda safnaðarins, og fleiri sér- sjóðir eru tiltækilegir. Megnið af handbæru fé, eða yfir 100 þús. kr., safnaðist með kirkjubygg- ingarhappdrætti á s. 1. ári og var Guðmundur Þórðarson stud. med. framkvæmdastjóri þessa happdrættis. Safnaðarfólk tók mjög almennan þátt í þeirri fjár- öflun, en hitt er þó frásagnaðar- verðara að mjög mikið af happ- drættismiðunum seldist úti á landi. Á mörgum fámennum stöðum seldist t. d. fyrir 500— 1000 krónur og sýnir það glöggt að starf safnaðarins er mikils metið víða um land. Fundarmenn létu í.ljós einlæga ánægju með batnandi fjárhag safnaðarins og þökkuðu það einkum safnaðarfor manni, gjaldkera og framkvæmda stjóra happdrættisins auk félag- anna sem fyrr getur, og auk þess voru bornar fram þakkir til allra í söfnuðinum og utan hans sem sty*'kt hafa starfið fram á þennan dag. Voru reikningar safnaðarins slðan samþykktir einróma. Kennarar og nemendur Löngumýrarskóla. Húsmæðraskólinn á Löttgianýri 10 ára DAGANA 15. og 16. þ.m. minnist Húsmæðraskólinn á Löngumýri í Skagafirði 10 ára afmaglis síns með hátíðahöldum. Stofriandi skólans, fröken Ingi- björg Jóhannsdóttir, sem hefur yeitt, skólanum fo.rstöðu frá upp- hafi, hefur boðið öllum fyrrver- andi nemendum skólans til veizlu fagnaðar yið þetta tækifæri. Lík- ur eru. til, að þar verði saman- komið fjölmenni víðs vegar af landinu, því að margur hefur ánægju al að heimsækja Skaga- fjörð, hið iríða hérað, og fornar stöðvar, sem glaðar og góðar endurrninningar éru bundnar við. I sambandi við afmælishófið, er sýning á hgndavinnu p.emeoda og skemmtisamkoma með fjöl- breyttum skemmtiatriðum, svo sem song, upplestrum, ræðuþöld- Guðmundsson, Stefán Árnason og Tryggvi Gíslason. Gestur Gíslason var kosinn meohjálp- ari og fyrsti safnaðarráðsmaður í stað Ásmundar Gestssonar, sem féll frá í vetur. Annar safnaðar- ráðsmaður er Filippus Ámunda- son. Varamenn, endurskoðendur og dyraverðir eru hinir sömu og áður. Tvær fjölmennar nefndir, fjáröflunarnefnd og kirkjnbygg- ingarnefnd voru lagðar niður sökum þess að hentugra þykir á þessu stigi málsins að hafa eina fámenna framkvæmdanefnd er starfi með stjórn safnaðarins að undirbúningi . kirkjubyggingar- innar, og var formanni falið að skipa framkvæmdanefndina. •— Gerðar voru ýmsar samþykktir á fundinum sem eru efnislega á þessa leið: KIRKJULEG LIST Tilkynnt var á fundinum að Bræðrafélag saínaðarins hefði ákveðið að gefa skírnaríont í fyrirhugaða kirkju og hygðist fá listamann til að smíða hann. f því sambandi benti prestur safn- aðarins á, hve mikils vert það væri að-allir kirkjumunir sem kirkjan eignaðist væru gerðir af hinum færustu listamönnum, og væri farsælla að bíða heldur lengur eftir þeim en að kaupa nokkuð eða þiggja til kirkjunn- ar sem væri óvandað eða illa gert. Söfnuðurinn hefir þegar eignast forkunnar fagran messu- hökul, frá frú Unni Ólafsdóttur, en Kvenfélagið gaf þennan hökul í vor fyrir forgöngu fröken Maríu Maack. Auk þess hefir verið heitið að gefa prédikunarstól útskorinn af listamanni, altarisklæði listsaum- uð og skírnarskál úr silfri. STJORN Andrés Andrésson var einróma endurkj ör inn saf n aðarf ormaður. Úr stjórn áttu að ganga Rannveig Einarsdóttir og ísleikur Þor- j sfeinsson, en voru endurkjörin.' Fyrir í stjórn voru Einar Einars-' son, Ingibjörg ísaksdóttir, Jó- hann Ármann Jónasson, Sigurjón . SAMÞYKKTIR Skorað var eindregið á inn- flutningsskrifstofuna að veita nú þegar í vor byggingarleyfi fyrir safnaðarkirkju, var áskorun þessi rökstudd með því, hve lítið efni þurfi til kirkjunnar, hve þörf safnaðarins fyrir hana sé brýn og hve margt og mikið sé nú farið að leyfa dð byggja. Samþykkt var að nota nýja lagaheímild frá Alþingi til hækk- unar sóknargjalda á þessu ári og miða við að safnaðargjaldið verði jafnhátt og í Þjóðkirkjusöfnuð- unum í bænum. Skorað var á bæjarráð og bæj- arstjórnina að veita söfnuðinum bróðurpart af framlagi Reykja- víkurbæjar til kirkjubygginga í bænum. Þar sem um bæjarfram- lag væri að ræða ættu saínaðar- menn samt rétt til þess að þjóð- kirkjumenn þar eð báðir væru skattgreiðendur í bænum. Þá var og samþykkt að þakka Kven- félagi og Bræðrafélagi safnaðar- ins fórnfýsi í störfum fyrir mál- efni safnaðarins á liðnu ári og Aðventsöfnuðinum fyrir kirkju- lán og bróðurhug í öllum grein- um. Að lokum þakkaði safnaðar- formaður safnaðarfólki áriægju- legt samstarf og fundarmönnpm komuna. Fundurinn var fjölsóttur og all- ir með einum huga að eflingu safr.aðarstarfsins og kristnilífs í landinu. (Fréttatilkynning). Úr eldhúsinu. um, pinleik á harmoniku og stuttri gamanleiksýningu. Sam- koman á sunnudaginn hefst með guðsþjónustu. Sóknarpresturinn sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ, predikar. Á samkomu þessari flyt ur erindi hinn þjóðkunni um- bótamaður Jónas Kristjánsson, læknir, og mun marga Skagfirð- inga fýsa að sjá hann og heyra. Skóiinn á Löngumýri hefur sýnt það um 10 ára skeið að vaxtarskilyrði hafa fallið hon- um í skaut, því að hann heldur áfram að vaxa og þroskast, þar eð aðsókn að skólanum hefur jafnan verið góð. Skagfirðingar hafa kunnað að meta og notfæra sér þetta menntasetur, sem for- stöðukonan, fröken Ingibjörg hef ur reist og stoí'nsett í föðurtúni sínu, svo sem bezt má sjá aí því, að heimingur flcstra árganga skóians hefur verið skagfirzkar stúikur. Alls hafa 319 nemendur dvalizt við nám í skólanum þessi 10 ár auk þeirra, sem hafa stund- að framhaldsr.ám. Kennarar skólans eru: skóla- stýran frk. Ingibjörg Jóhanns- dóttir, Björg Jóhannesdóttir sauma- og hannyrðakennari, Sig- urlaug Eggertsdóttir hússtjórnar- kennari og Jóhanna Jóhannsdótt- ir yefnaðarkennari. Söngkennari er Árni Jónsscn, Víðimel. Mar- grét Jóhannesdóttir hjúkrunar- kona kennir hjálp í viðlögum og heimilishjúkrun, og Jón Bergs- son hinn alþekkti hggleiksmaður hefur kennt nemendum dráttlist og híllugerð. Fæðiskostnaður varð s.l, vetur kr. 11,25 á dag og húsnæði, Ijós og hiti kr. 50,00 á mánuði. Hinn 26. júní n.k. hefst kennsla í skólanum, sem verður með svip uðu sniði og venjulegt er í lýð- háskólum nágrannalandanna. Markmið þessa skólahalds er að reyna að vekja áhuga nemenda fyrir gildi þjóðlegra verðmæta, leitast við að vekja þá til trúar á sjálfa sig, guð og fósturjörðina. Skóli þessi er fyrir stúlkur frá 14 ára aldri og starfar í nám- skeiðum um tveggja mánaða tima. Einnig verður veitt tilsögn í verklegum námsgreinum, ef óskað er, auk söngkennslu og þjóðdansa, og sund verður iðkað- í sundlauginni í Varmahlíð, sem er hálfrar stundar gang frá Löngu mýri. Mjög er vandað til vals kenn- ara, sem munu flytja erindi til skiptis um ýmis málefni til fróð- leiks og skemmtunar. Rétt er að geta þess, að fæði sumarskólans verður selt við réttu kostnaðarverði. — jón. aroarsysiu jk ÐALFUNDUR sýslunefndar Norður-ísafjarðarsýslu var hald- •í® inn á ísafirði 10.—14. april. Samkvæmt venju lágu mörg mál- efni fyrir fundinum og hlutu öll afgreiðslu. AÐAL ÚTGJALDALIDIR Aðal útgjaldaliðir sýslusjóðs eru stjórn sýslumála og sýslu- fundir 13 þús. kr., menntamál rúml. 25 þús. kr. þar af til hér- aðsskóla í Reykjanesi rúml. 14 þús. kr., samgöngumál 24 þús. kr., heilbrigðismál 15 þús. kr., til ýmissra óvissra gjalda og eftir- stöðvar 20 þús. kr. Helztu tekjulindir sýslusjóðs voru niðurjöfnunargjald, rúml. 68 þús. kr., sýsluvegagjald 12 þús. kr., stríðsgróðaskattur 6 þús. kr. Samþykktar voru ýmiss konar ályktanir um héraðsmál, svo sern rafmagnsmál og fyrirhugaðar framkvæmdir í þeim, refaeyðing- ar, vegamál og þátttöku sýslu- sjóðs í minnisvarða yfir Ólafs- dalshjónin Torfa Bjarnason og Guðlaugu Sakaríasdóttur. AUir sveitarsjóðsreikningar voru sam- þykktir svo og reikningar sýslu- sjóðs fyrir árið 1953. Fjárhagur sýslusjóðs er ágætur. -Sýslufund- inum lauk miðvikudaginn 14. þessa mánaðar. — Páll. í..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.