Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.05.1954, Blaðsíða 11
rmnTrnnn Fimmtudagur 20. maí 1954 MORGUNBLABI& 11 TAKIÐ EFTIR MERKJNI) Vinsældirnar aukast með degi hverium. SK(RI\jlS-SPORTSKYRTUR fást í tegunda-, Iita- og stærðarúrvali á börn og fullorðna í eftirtöldum verzlun- um í Reykjavík: Vinnufatabúðinni Laugaveg 76 Fata- & Sportvörubúðinni Laugaveg 10 ölafía SisríSur Jénsiólfir Aðalstræti 4 h. f. Tóledó Aðalstræti 4 Fischerssundi. Mæður! Munið sérstaklega eftir að kynna yður verð og gæði á barnaskyrtum okkar. — Kaupið S K í R N I S SPORTSKYRTUR á börnin, áður en þau fara í sveit- ina. Einstakar tegundir fást víðar. Efnið er þæft. Verðið er hagkvæmt. Sérhæfð framleiðsla 'UerLsmicijan S)ldmir Lf Húseigendur Nú er rétti tíminn að mála Utanhússmálning, Olíumálning Gúmmímálning og aðrar málningarvörur Einnig glæsilegt úrval af veggfóðri Regnhoginn Laugaveg 62 Fyrir fólksbíla: BíEalyftur 1% tonns. Fram- og aftur mottur. Einnig lausar mottur. Fyrir vöriabila: Tvsir kjélar fyrir einn! Athugið að með því að nota MC CALL’S snið- in og sauma sjálfar, getið þér fengið tvo kjóla fyrir andvirði eins tilbúins Ný sending af 4£» Mc Call’s sniðum og frönskum sumarkjólaefnum. 3 tonna, 5 tonna, 8 tonna. FELGUR 20“ RÆSIR H.f. Bergstaðastræti 28. Svíþjóðarbátur 100 tonna í góðu lagi til leigu. — Uppl. hjá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna. LAKK í mörgum litum. Bifreiðavöruverzlun Friðriks Berfelsen Sími 2872. tfárgreiðslu- dama óskast. Gott kaup. PERMANENTSTOFAN Ingólfsstræti 6. Sími 4109. FYRIR sxömmu barst mét and- látsfregn Ólafíu Sigríðar Jóns- dóttur, er búið hafði um árabil á Laugavegi 153 Hún var mikil vin kona foreldra minna, og hafði verið svo lengi, er ég fyrst mundi eftir mér. enda dvaldi hún og sum barna hennar í nokkur sumur á heimili þeirra. Og þó að ég þekkti hana lítið af eigin raun hin fyrstu hana lítið hin fyrstu ár æfi minn- ar, þar eð foreldrar mínir bjuggu þá fjarri Reykjavík, þá mátti þó segja, að ég drykki velvild til hennar og fjölskyldunnar allrar með móðurmjólkinni. Svo hlýtt var foreldrum mínum til hennar og hennar fólks. Oft kom ég á heimili Ólafíu og mætti þar ávailt gólðvild og alúð eins og allir sem þangað lögðu leið sína. Ólafía var hinn mesti mann- vinur í þess orð fyllstu merkingu, vildi af heilum hug bæta allra böl og rétta þeim hlýja vinar- hönd, er sorg og einstæðingsskap- ur þjakaði. Einnig áttu dýrin vini að mæta, þar sem hún var. Vel man ég þessa glöðu svip- hreinu og léttstígu konu, því að hún var fjörmikil og glaðlynd svo að öllum leið vel í návist henn- ar. Andlitið var frítt og fíngert, ennið hátt og bjart, yfir athug- ulum augum gáfulegum og ó- venju góðlegum, er spegltiðu hýrt bros og oft léttan hlátur. Ólafía lézt 27. febr. s.l Ilún var fædd 21 september 1370 að Seli í Grímsnesi. Foreldrar henn- ar voru þau hión Jón Oddsson og Guðbjörg Halldórsdóttir er þar bjuggu á Seli Faðir hennar var ættaður frá Bala í Gnúpverja- hreppi, en móðir hennar frá Hrosshaga í Biskupstungum, dótt- ir Halldórs bónda Guðnasonar Runólfssonar bónda í Brattholti. En kona Halldórs í Hrosshaga var Ingunn ljósmóðir Guðmundsdótt- ir hreppstjóra og dannsbrogs- manna í Bræðratungu. Um sex ára aldur fór Ólafía í fóstur til Guðmundur móðurbróður síns að Brjámsstöðum á Skeiðlum og dvaldist þar síðan öll uppvaxt- arár sín. Árið 1893 gekk hún að eiga Kristinn Ásgrímsson Guð- mundssonar bónda á Reykjum í Ölfusi Jakobssonar Snorrasonar prests að Húsafelli. Kristinn var maður prýðisvel greindur, verk- hagur, starfssamur og dagfarsgóð- ur svo að orð fór af. Þau hjón hófu búskap á Brjámsstöðum og bjuggu þar í sex ár, en fluttu þá til Reykjavíkur og áttu þar heima síðan. Tók Kristinn þá að stunda sjó á þilskipum en vann að stein- smíði á vetrum. Börn áttu þau átta og komust öll til fullorð- insára, þau eru: Hannes, giftur Helgu Þorvaldsdóttur, Ingveldur, gift og þúsett í Noregi og gift norskum manni, Þórunn, gift HiiinmgarorS 1 Gunnari Oddssyni, Jón kvæntist Önnu Halldórsdóttur, en missti hana fyrir nokkrum árum, Guð- mundur kvæntur Ingibjörgu Steinþórsdóttur, Guðbergur dá- inn, kvæntist Steinunni Krist- mundsdóttur, Guðbjörg gift Sæ- mundi Gíslasyni og Þóra ógift, var alltaf með móður sinni. Þou eru öll búsett í Reykjavík, nema Ingveldur Öll eru þau systkin. góðum gáfum gædd og miklum mannkostum þúin. Má segja, að þar falli ekki eplið langt frá eik- inni. Það er nú engin furða þó að efnahagurinn væri fremur erfið- ur á meðan börnin voru ö)l í ómegð. Þó tókst þeim að koma þeim upp án allrar utanaðkom- andi hjálpar og hafa börnin öll menntast vel hvert á sínu sviði. Jafnskjótt og þau komust til þroska fóru þau áð starfa, svo að brátt tók hagurinn að batna og nokkru áður en Kristinn and- aðist, 1926 höfðu þau hjón komið sér upp íbúð, sem Ólafía svo stækkaði verulega nokkrum ár- um eftir lát manns síns. ' Sam- heldni og eining innan fjölskyld- unnar var alla tíð mjög til fyrir- myndar, enda naut Ólafía vináttu og virðingar barna sinni Og tengdabarna til æviloka. Ólafía var alla tíg einlæg trú- kona. Hún trúði á handleiðslu Guðs, af svo hreinum og einlæg- um hug, að þrátt fyrir margs konar raunir og erfiðleika á langri, annasamri ævi, átti gleð- in og mannúðin stórt rúm í huga hennar. Hún trúði á sigur hins góða og treysti því, að framtiðiri bæri í skauti sínu heim, þar sem réttlætið réði Um skeið tók Ólafía allmikinn þátt í félagsmálum kvenna Og var mjög hugleikið um bætt kjör alþýðunnar. Hún var ákaflega vinsæl og skemmtin í samræðum og orðheppin, rökfim og f-ljót til svars, enda skarpgáfuð og bók- hneigð. Hún las það, er hún gat komist yfir með svo takmarkaðan tíma sem húsmóðir á stóru heim- ili hefur yfir að ráða, og fylgdist af áhuga með landsmálum fram á síðustu ár Ég held líka, að alla tíð hafi fróðleikur og bókmennt staðið hug hennar nær en þau störf, sem hún varð alla ævi að vinna. Börn hennar og barnabörn komu oft til hennar og gerðu yf- irleitt allt til þess að létta henni þunga ellinnar. Heilsa hennar mátti teljast fremur góð þar til á síðastliðinu hausti, en þá lagðist hún í rúmið. Börn hennar og barnabörn og annað venzlafólk, svo og allir hinir fjölmörgú vinir hennar, minnast þessarar merku gáfu- konu með innilegu þakklæti fyrir allt það, er hún var þeim á sinni löngu ævi Blessuð sé minning hennar. Gróa Jóhannsdóttir, Galtarholti. STULKA ekki yngri en 25 ára, getur fengið vbmu við framleiðslu- störf nú þegar. Efnagerð Reykjavíkur. Laugavegi 16, 3. hæð. 4* BEZT AÐ AUGLYSA í MORGUTSBLAÐUSU ÍBtJÐ ÓSKAST Mig vantar íbúð sem fyrst. 2—4 herbergi. Aðeins tvennt i heimili. Uppl. í síma 7363. Guðbr. Jörundsson. I u*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.