Morgunblaðið - 15.12.1960, Page 12

Morgunblaðið - 15.12.1960, Page 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. des. 1960 Utg,- H.f. Arvakur Revkiavtlt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar' Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason tra Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Ola, simi 33045 Auglýsmgar: .Arni Garfiar Kristuisson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2?t80. Askriftargjald kr 45.00 á mánuði mnaniands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. NATO OG SAKLEYSINGJAR TMT E N N standa að vonum agndofa gagnvart því, að til skuli vera íslendingar, sem vegsama einhverja mestu glæpi veraldarsögunn- ar. í Þjóðviljanum í fyrra- dag er hælzt um.yfir því, að glæpastjóri* Stalins skyldi af- má Eystrasaltsríkin, myrða fjölda borgaranna og flytja aðra í útlegð, en undiroka þá, sem ekki höfðu mátt eða aðstöðu tíl að standa í forystu. Þess í stað voru svo fluttir Sovétkommúnistar til landanna og öll þjóðarein- kenni afmáð. Þessir glæpir eiga ekki hliðstæður á seinni tímum aðrar en Gyðingaof- sóknir nazista. Athyglisverðast er þó, að þessi óður til ofbeldisins skuli koma fram í grein, sem að meginuppistöðu eru árásir á Atlantshafsbandalagið. Fer ekki á milli mála að greinar- höfundur gerir sér ljóst, að NATO er helzti Þrándur í Götu fyrir því að ógnarörlög Eystrasaltsríkjanna endur- taki sig meðal annarra þjóða. Og vissulega er sú ályktun greinarhöfundar rétt. En þessi íslenzki dýrkandi glæpa og mannhaturs þekkir fullvel sögu Eystrasaltsríkj- anna. Honum er það kunn- ugt, að þau öðluðust sjálf- stæði sama ár og ísland. — Hann veit að þessi ríki sóttu ört fram til hagsældar. Þar ríkti fullt einstaklingsfrelsi, velmegun og almenn mennt- un. Þau voru í engu eftir- bátar íslendinga frá 1918 og fram að styrjöldinni. En skjótt skipast veður í lofti. Þegar lýðræðisþjóðimar áttu í höggi við nazista, sætti glæpaklíka Rússa færis og myrti í bókstaflegri merk- ingu þessar þjóðir. Þessa glæpi kallar hið ís- lenzka málgagn kommúnista „mannfélagslega þróun“. Og bætir því við, að „nú er ekki aðeins vonlaust um að hann (þ. e. kommúnisminn) verði sigraður, heldur má jafnvel telja víst að hann beri sigur af hólmi yíir auðvaldsheim- inum“. Tilbeiðslan á illvirkjunum leynir sér ekki, en hinsvegar læðist fram vantrúin á eigin fullyrðingum um, að hin „mannfélagslega þróun“ glæp anna muni halda áfram. Og þar er komið við kvikuna, hið bölvaða NATO, sem ætl- ar að stöðva „þróunina.“ Á íslandi eru til sakleys- ingjar, sem ganga undir jarð- armen kommúnismans, ljá þeim nafn sitt og heiður í baráttunni fyrir því, að örlög íslands verði hin sömu og Eystrasaltsríkjanna. Þessum mönnum til afsökunar verð- ur þó að segja það, að þeir gera sér ekki jafn ljósa grein fyrir því og kommúnistarnir, að það eru varnir hinna vest- rænu þjóða, sem hafa stöðv- að hina „mannfélagslegu þró- un“. Þessir menn eru yfir- leitt góðhjartaðir og þeir ætla að valdamenn í Kreml hljóti að meta hjartagæzku þeirra og virða frelsi og sjálfstæði þjóðar þeirra og annarra smáríkja. En þótt við íslendingar höfum mikið umburðarlyndi gagnvart erindrekum harð- stiórnarinnar og þá auðvitað ekki síður gagnvart sakleys- ingjunum, sem þeim þjóna, þá hljótum við að taka undir orð Hagalíns, sem einhvern tíma sagði: „Ég hef aldrei vit að að kristnir menn semdu frið við djöfulinn". Kommún istar sjálfir lýsa því yfir, svo ekki verður um villzt, að Atlantshafsbandalagið hafi stöðvað þeirra „mannfélags- legu þróun“. Þeir segjast að vísu gera sér vonir um, að varnarsamtök lýðræðisþjóð- anna verði veikt svo, að „þró unin“ geti hafizt á ný. í ein- földu máli: Ef okkur tekst að sundra lýðræðisþjóðunum, koma því til leiðar, að þær dragi úr vörnum sínum, sofni á verðinum, þá er okkur sig- urinn vís. Að því beinist barátta okkar, eins og allra, og í þeirri baráttu þurfum við liðsinni sakleysingjanna. Nokkra slíka höfum vi6 fundið á íslandi, þá skulum við nota út í yztu æsar, heið- ur þeirra, nöfn og mannorð, en þegar ekkert er eftir, ekki einu sinni sjálfsvirðing þeirra, þá vörpum við þeim auðvitað fyrir borð. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá er það því miður óumbreytanleg staðreynd, að í heiminum í dag er ekkert til, sem heitir hlutleysi einstaklingsins. Sér- hver maður verður annað- hvort að hallast á sveif með ofbeldinu eða hafa manndóm til að standa með lýðræði og frelsi, með menningunni. UTAN UR HEIMI Aldarafmæli Finsens NÚ, þegar öld er liðin frá fæðingu Nielsar Finsen, er nafn hans flestu *« kunnugt og tengt notkun ljósa við lækningar. En margir, sem eru utan læknastéttarinnar, muna ekki hvers vegna Niels Finsen varð þekktur um all- an heim sem einasti danski læknirinn, er hlotið hefur Nobelsverðlaunin, né heldur hvers vegna komið var á fót Finsens-stofnunum í flestum stórborgum veraldar. Kemur þetta sennilega af því, að sjúkdómur sá, sem hann varði Iífi sínu til að lækna, er víðast hvar horfinn. Niels Finsen er eini danski læknirinn, sem fundið hefur upp nýja lækningaraðferð við sjúk- dómi. sem áður var talinn ó- læknandi. Þessi sjúkdómur var lupus vulgaris, húðberklár, sem setjast mikið í andlitið. • FYRSTI SJÚKLINGURINN Árið 1895 bjó Finsen til geisla- tæki, sem með linsum safnaði saman sterku kolbogaljósi. Fyrsti lupus-sjúklingurinn, sem læknað ist, gekk í geislun í tvo tíma á dag í fimm mánuði samtals, en yarð nú algjörlega. heilbrigður. Ári seinna hafði Finsen 11 sjúk- linga og árið 1900 tók hann við stjórn Rosenvænget stofnunar- innar. Hann hlaut Nobelsverð- laun árið 1903, og þegar hann lézt árið 1904 aðeins 44 ára, voru 2.000 sjúklingar tjl lækninga hiá honum. • FÆDDUR í ÞÓRSHÖFN Niels Finsen er fæddur í Þórs- höfn í Færeyjum 15. des. 1860 og lézt í Kaupmannahöfn 24. sept. 1904. Hann var sonur Hannesar Finsen amtmanns í Færeyjum, sem síðar varð stiftamtmaður í Ribe. Hann gekk í barnaskóla í Færeyjum, en sóttist námið seint. 15 ára gamall var hann sendur til ömmu sinnar í Reykjavík og gekk þar í menntaskóla. Hann varð stúdent 22 ára. inu, því ljósið gat haft bæði bæt- andi og skaðleg áhrif, • RAUÐ GLUGGATJÖLD Án þess nokkurn tíma að hafa séð bólusjúkling, vissi hann af rannsóknum annarra, að sjúk- lingnum versnaði við að vera í sólarljósi. Fyrsta tilraun hans var því að útiioka útfjólubláa geisla sólarljóssins, til dæmis með rauð um gluggatjöldum. En Finsen hafði mestan áhuga á gagnlegum áhrifum ljóssins, og árið 1895 komst hann að því að unnt var að safna Ijósinu í geisla, sem húð- in þoldi, en sem drap sýkla. Hann valdi sér að gera tilraunir með húðkrabba, því vitað var að unnt var að drepa krabbameinssýkla með sólarljósi. ★ Sjálfur þjáðist Finsen frá 23. aldursári af hjarta og lifrarsjúk- dómi, er leiddi hann til bana 44 ára. Wf ý bylg julengd útvarps Bœtt hlustunarskilyrði Að loknu stúdentsprófi hlaut Finsen styrk frá Kaupmanna- hafnarháskóla og tók þaðan em- bættispróf í læknisfræði 1890. • MISMUNANDI ÁHRIF Allt bendir til þess að Finsen hafi lært að meta lækniskraft ljóssins með því að fylgjast með hegðun dýranna í náttúrunni. Auk þess hefur hann fengið stuðning í þeirri vellíðan er hann fann sjálfur til í sólskini, en hann þjáðist þá af blóðleysi. Við til- raunir komst Finsen að því að hér hlaut að vera um að ræða mismunandi áhrif eftir ljósmagn$> í DAG var bylgjusviði Rík- isútvarpsins breytt og verður nú útvarpað á 1435 metrum. og orkan 209 kilórið. — Við höf- um áður útvarpað á þessari bylgjulengd, sagði Stefán Bjarna son verkfræðingur útvarpsins í símtali við Mbl., svo við höfum fulla vitneskju um, að það verður til mikilla bóta þegar við byrjum nú aftur á útsendingum á bylgjulengd þessari. Jr Óboðnir gestir Hinn 1. desember í fyrra hóf- Frá upphafi Finsens- stofnunarinnar um við útsendingar á þessari bylgju. Var það i nauðvörn gert, því svo víða um laindið voru hlustunarskilyrðin afleit. Eru það óboðnir gestir sem hafa þrengt sér inn á bylgjusviðið. En aðeins höfðum við útvarpað nokkra daga, þegar í ljós kon» að Útvarp Reykjavík truflaði út sendingar flugvita eins í Græn- landi og hinn 15. desember, í fyrra, urðum við að flytja okk. ur til baka á okkar fyrra bylgju- svið og sótti þá óðar í sama horf- ið. — Á- Úrbóta þörf Sem dæmi um hve hlustun- arskilyröin eru nú afieit orð- in má geta þess að Vestmanna eyingar hafa ekki haft hálft gagn af kvölddagskrá útvarps- ins nú í haust vegna annarra stöðva. Nú hefur það gerzt síðan I fyrravetur, að reistur hel'ur verið nýr flugviti í Kulusuk. Er hann nú að komast í notk- un, um leið og flugvitinn sem við trufluðum verður lagður niður. Það standa þvf vonir til að Út- varpið fái að senda óáreitt á hinu nýja bylgjusviði. Þar er aðeins ein stöð önnur, Minsk heitir hún austur í Rússlandi og hún heyr- ist hér aldrei. Ættu hlustunar- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.