Morgunblaðið - 05.05.1961, Side 3

Morgunblaðið - 05.05.1961, Side 3
 1 MORGVNBLAÐ1Ð 3 replik Viðial það, sem hér fer á eftir, átti norski blaðamaður. inn Ole Kromann við Reidar Omangr, þjóðskjalavörð Norð- manna, fyrir örfáum dögum. ★ I Ekki handrit „Ég les í dönskum blöðurh, að Norðmenn vilji fá afhent handrit úr Safni Árna Magnús sonar á sama hátt og reynt er nú að semja um milli Dana og íslendinga," sagði Reidar Omang þjóðskjalavörður við Hið norska þjóðskjalasafn í Osló. ,,Ég vil gjarnan leggja áherzlu á það í þessu sam- bandi, að á óskalistanum, sem norska þjóðskjalasafnið af- henti ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn fyrir nokkr- um árum, séu — auk hreinna einkaskjala varðandi stjórn stjórn Noregs á sambands- tímabilinu — einnig opinber skjöl úr skjalasöfnum em- bætta og ríkisstofnana. Eng- iim óskalisti hefur verið af- hentur vegna handritanna.“ 1 Snertir íslenzka handritamálið ekki Þjóðskjalavörðurinn segir, að á árinu 1937 hafi norska þjóðskjalasafnið fengið afhent nokkur handrit úr safni Á. M. Þar var um að ræða hand- rit, sem lánuð höfðu verið úr norskum skjalasöfnum á sín- um tíma, en ekki verið skilað. Kvittanir höfðu varðveitzt í Noregi fyrir þeim. „Því máli hefur löngu ver- ið kippt í lag,“ hélt Reidar Omang áfram. „Sú ósk, sem Norðmenn hafa nú sett fram (ég nota af ásettu ráði orðið ósk en ekki kröfu), snertir dansk-íslenzka handritamálið ekki beint á neinn hátt.“ — „Þýðir það, að opinber ósk verði ekki sett fram af norskri hálfu um afhendingu á hluta handritanna?11 Saga handritamálsins. í sambandi við ummæli þjóðskjalavarðarins væri ekki úr vegi að minnast á nokkrar sögulegar staðreyndir um handritin, se_m geymd eru í þessu safni, Árna Magnússon- ar safninu. Það er kennt við hinn íslenzka handritasafn- ara, Árna Magnússon, sem uppi var á árunum 1663—1730. Hann varð stúdent frá Skál- holtsskóla 1680, fór til Kaup- mannahaínar 1683 og varð brátt þekktur fyrir fornfræði kunnáttu sína. 1685 sneri hann heim til íslands til að safha handritum, og þeirri söfnun hélt hann áfram til æviloka. Hann varð síðar prófessor í heimspeki, danskri fornfræði. sögu og fleiru, og á árunum 1702—1712 var hann á íslandi til þess að undirbúa jarðabók fyrir allt landið samkvæmt konunglegri tilskipun (ásamt Páli Vídalín) Árni Magnússon giftist ríkri ekkju og varð þannig sjálfstæður fjárhags- lega, svo að hann hafði frjáls ar hendur til að sinna vísinda störfum. Það er fyrst og fremst hon- um að þakka að hægt var að bjarga þeim handritum og skinnbókum, sem þá voru enn til á íslandi. Gæti hann ekki fengið bækurnar lét hann gera áreiðanlegar afskriftir. Hið sama er að segja um ómetanlega fjársjóði forn- bréfa og fornskjala. Með gjöf um og kaupum útvegaði hann sér fjölda verðmikilla hand- rita í Noregi og Danmörku. Þegar Kaupmannahöfn brann 1728, glötuðust flestar prent- aðar bækur hans og hluti skjalasafnsins. Þetta fékk svo á hann, að bókamissirinn e\ talinn hafa átt bátt í bví. að hann dó ári síðar. Áður arf- leiddi hann Kaupmannahafn arháskóla að öllu safni sínu. ■ „ > iav =» ,is*a« »>va ast .10 h wr. , b-.'f .1 'i.sr. S>ssp l\-.l .->rpk « twp»a5t a«3 3; STAK8TEINAR ■ Oe studerendes protestíog til Christiansborg fra Frue Plads finder sted torsdag den 4. máj kl. 11 Lm—...................... HÉR ER mynð af níði ðanskra stúðenta um Jörgen Jörgen- sen, menntamálaráðherra Dan merkur, sem fest var upp á veggi og borið út sem dreifi- bréf. Á miðju ðreifibréfinu stenður, að menntamálaráð- herrann hafi fyrir nokkru heimsótt Á.M.-safnið, til þess að sjá þó einu sinni handritin þar, en hann hafi einmitt lagt fram frumvarp um að gefa ís lendingum tvo þriðju þeirra. Þegar ráðherrann hafi séð öll þessi milðaldahandrit, hafi hinn ábyrgi ráðherra sagt: „Hvílík elja! Að hugsa sér, að Árni Magnússon skuli hafa getað skrifað allt þetta!“ Viggo Starcke laut svo lágt á stúdentafundinum að endur taka þessa sögu. Alsing Ander sen, fyrrum rátðherra, sem nýt ur mikils álits bæði heima í Danmörku og á alþjóðavett- vangi (heflur t.d. verið fulltrúi Dana hjá S.þj. síðan 1948, og var kosinn í Ungverjalands- nefnd S.þj. á sínum tíma), tók síðar til máls á fundinum og varaði menn við að trúa slúð ursögum Starckes um ráðherr ann. „Áður greind ummæli, sem höfð voru eftir Jörgen- sen“, sagði Andersen „voru við höfð, er hann sá öll rit Árna sjálfs saman komin“. Nafnið Jörgen Jörgensen er þekkt áður úr islandssögunni, og virðist sá síðari, sem við hana kemur, ætla að skilja eft ir skemmtilegri spor í sög- unni. Norðmenn dska ríkisskjala úr söfnum Dana ekki handrita ■ — „Þeirri spurningu get ég ekki svarað. Þjóðskjalasafnið situr ekki inni með alla sér- þekkingu Norðmanna á þessu sviði, heldur aðeins hluta henn ar. Við höfum verið varkárir, þegar þetta vandamál ber á góma, og tölum ekki hátt um það. Það er ekki rétt, eins skilja má á dönskum blaðt- greinum, að ég hafi á ferða- lagi í Kaupmannahöfn fyrir rúmri viku komið fram með eða minnt á kröfu til hand- rita. Við höfum að sjálfsögðu rætt þetta mál við danska starfsbræður, en ég hef ekki sett fram neinar nýjar kröfur í þessu máli. Ég hef auðvit- að talað um óskalista okkar við hina dönsku starfsbræður, en við höfum ekki stigið neitt opinbert skref. Þetta er orðið gamalt mál. Við af- hentum lista fyrir mörgum' árum síðan; ég held það hafi verið árið 1954, og við höfum minnt á hann, en ekki gert neitt meira í málinu.“ Þar á meðal voru einnig hin frægu handrit, sem björguð- ust að verulegu leyti úr brun anum. í safninu eru um 3000 skrásetningarnúmer, auk skjala, sem varða Danmörku, Noreg og fsland, í frumritum og afritum. Ríkisskjöl en ekki söguhandrit Við skulum halda áfram að spyrja þjóðskjalavörðinn: — „Hve mörg númer eru á hinum norska óskalista?" — ,,Það er ekki hægt að segja. Einstök númer geta fal ið í sér heil skjalabindi, en í öðrum númerum eru kannski einstök skjöl, en óskalistinn er upp á margar síður. Þau skjöl, sem við óskum að fá, fijalla um stjórn Noregs á sambandstímunum. Við höf um einkanlega áhuga á kópíu bókunum, þar sem skráð eru konungsbréf, er send voru til Noregs á árunum frá 1572 til 1799 og á árunum 1800—1814. Einnig girnumst við hylling arskjöl, því að konungarnir voru einnig hylltir í Noregi. Við höfum þegar fengið af hentan hluta þessara skjala. Sú afhending byggðist á skipta samningnum frá 1819, sem aft ur er reistur á Kielarsamning unum. Á sjötta tugi siðustu aldar fór nýtt uppgjör fram, og hið síðasta átti sér stað 1937. Þá kom stór sending frá Danmörku, án þess að um það hefði verið beðið. Ósk en ekki krafa — ,,Og nú er sem sagt beðið eftir því frá norskri hálfu, að afhending skjalanna hefjist aftur eftir að hafa legið niðri í 24 ár?“ — „Við vonum það. En ég vil enn þá einu sinni undir strika að frá okkar hálfu er hér einungis um ósk að ræða. Við höfum einnig gætt þess að trana okkur ekki fram á neinn hátt, þegar um er að ræða handritamál Dana og íslendinga. Það er allt annað mál og okkar máli með öllu óskylt“. — ,,Hafa Norðmenn stund að rannsóknar í safninu í Kaupmannahöf n? “ iMlMfbMllAMt — „Já, Stórþingið hefur aukið styrk til vísindamanna okkar á árunum eftir stríðið, svo að við höfum getað skráð skjölin í Kaupmannahöfn fyrir reiknin? norska ríkis- ins“. — ,,Geta úrslit dansk-is- lenzka handritamálsins haft nokkra þýðingu um óskir Norð manna?“ — „Við sjáum hvað setur. Þettá mál verður að leysa milli Dana og íslendinga á einn eða annan hátt. Nú sem stendur er greinilegt hvert stefnir, en í þessu máli vilj um við yfirleitt ekki láta hafa neitt eftir okkur opin berlega. Látið hefur verið að því liggja í dönskum blöðum, að hagsmunir Noregs og fs- lands fari síður en svo saman, þegar um er að ræða hand- ritin úr safni Á. M. Um þetta get ég aðeins sagt, að ég álít, að frá norskri hálfu myndi mönnum ekki finnast það rétt, að miðalda handrit, sem eiga uppruna sinn að rekja til Noregs á miðöldum, fari til Framh. á bls. 23. Handritamálið í Danmörku Greinilegt er, að allmikil and- staða ríkir meðal einstakra hópa í Danmörku gegn afhend- ingu handritanna til okkar fa- lendinga. Hafnarháskóli, stúd- entar og allmargir menntamenn í Danmörku telja brottflutning hinna íslenzku handrita úr land- inu mikið áfall fyrir danskt menningarlif. Það væri óhyggilegt af okkur Islendingum að undrast mjög eða fárast yfir þessari afstöðu margra danskra menntamanna. Þvert á móti ber okkur fyrst og fremst að setja okkur í þeirra spor. fslenzku handritin eru ein merkilegustu menningarverð- mætin í dönskum söfnum. — Danskir fræðimenn og mennta- menn hafa með réttu talið það hinn mesta heiður fyrir sig að geyma þessa dýru gripi. Það er hygginna manna hátt- ur að líta á hlutina frá fleiri en einni hlið. Okkur íslending- um ber að reyna að skilja frændþjóð okkar Dani á sama hátt og við gerum kröfu til þess að þeir skilji okkur og ( óskir okkar. • Ræður Hannibals í endurskoðun Hannibal Valdimarsson, for- seti Alþýðusambandsins, flutti , eins og kunnugt ér, tvær ræður ' hinn 1. maí, hina fyrri á Lækj- artorgi og hina síðari í Ríkis- útvarpið um kvöldið. Það hefur vakið nokkra athygli að Þjóð- viljinn hefur hvoruga þessa ræðu forseta Alþýðusambands- ins birt ennþá. Eru uppi get- ■ gátur um hvað valdi. Helzt hall- ast menn að þeirri skoðun, að kommúnistum hafi ekki þótt unnt að birta ræður hans ó- endurskoðaðar. Sé nú unnið af kappi af því að gera ræður for- setans birtingarhæfar í Þjóðvilj- anum, sem annars kallar þó ekki allt ömmu sína! „Úttektin“ Deilurnar í Framsóknarflokkn um um utanríkisstefnuna hafa vakið mikla athygli. Skrif Tím- ans um utanríkismál hafa verið með því marki bennd, að mörg- •um Framsóknarmönnum hefur blöskrað. og hafa þeir ekki vilj- að láta þar við sitja. Sumir þess ara manna hafa skrifað greinar í Tímann um öryggis- og utan- ríkismáln og hafa þær vakið athygli, þar sem í þeim hefur verið fylgt stefnu vestrænna lýðræðisþjóða, en sú stefna hef- ur ekki átt upp á pallborðið hjá Tímanum undanfarið, eins og kunnugt er. Morgunblaðið og fleiri blöð hafa bent á, að það sé gleðiefni að á þessa strengi sé nú slegið í Tímanum og gott til þess að vita að enn skuli finnast í röð- um Framsóknarmanna málsvar- ar eindreginnar vestrænnar sam vinnu á sviði öryggis- og utan- ríkismála. En hvernig hefur svo Tíminn brugðizt við, hvernig h<-fur hann svarað þessum fylgismönn- um sínum, sem haldið hafa á lofti fána lýðræðisins í heimin- um. I Tímanum 27. apríl sl. standa m.a. bessi aðvörunarorð til manna eins og Heimis Hann- essonar og Baldurs bónda á Ófeigsstöðum: Gera þarf „einskonar úttekt á þeim íhaldsandstæðingum, sem verða fyrir þeim ósköpum að íhaldið fer að hæla þeim, þó í litlu sé“. Þannig á að afgreiða þessa menn, gera á þeim „úttekt“ eins og tíðkast í kommúnistaríkjun- |um, gott ráð og einfalt!!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.