Morgunblaðið - 02.07.1961, Side 9

Morgunblaðið - 02.07.1961, Side 9
Sunnudagur 2. júlí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 9 HINN kunni bandaríski rithöf- undur John Steinbeck hefur nýverið sent frá sér nýja skáld- sögu sem hann nefnir „The Winter of Our Discontent". Tykir hún um sumt minna á bækur hans frá því fyrir seinni heimsstyrjöld, þegar hann samdi mörg af beztu ádeiluverkum sín- um, svo sem „Þrúgur reiðinnar", „In Dubious Battle", „Tortilla Flat“ o. fl. Eftir 1940 sneri hann sér að nýjum viðfangsefnum, einkum sálfræðilegum („East of Eden“) og táknrænum („Hunda- dágastjórn Pippins IV“), en þau áttu ekki eins vel við skap hans. Nýja bókin ber ýmis einkenni fyrri ádeiluverka, en samt þykir Sisaphitinn minni og viðfangs- John Steinbeck efnið rislægra en t. d. í „Þrúgum reiðinnar". Steinbeck hefur nú flutt svið sitt frá vesturströnd Bandaríkjanna yfir á austur- ströndina, þ. e. a. s. til Nýja Englánds, Og beinir skeytum sín- um einkum að spillingunni í við- skiptalífinu, gróðahugsjóninni, sem eitrar líf einstaklingsins og brýtur niður siðferðisþrótt hans. Þetta er að áliti Steinbecks krabbamein í bandarísku þjóðlífi. Söguhetjan, Tthan Allen Hawley, er komin af sjóræningj- um og púrítönum, sem Stein- beck lítur á sömu augum, því báðar þessar manngerðir eru ágengar og ágjarnar. En fjöl- skylda Ethans hefur fyrir löngu liðið fjárhagslegt skipbrot, ög nú, vorið 1960, lifir hann ásamt konu sinni og tveim stálpuðum börn- um í húsi fjölskyldunnar og er búðarloka í verzlun sem hann hefur orðið að láta af hendi við aðfluttan Sikileying, Marullo að nafni. Hann hefur sætt sig við hlutskipti sitt, elskar konu sína cg börn, en er sífellt hrjáður af félagslegum og efnahagslegum vanmætti fjölskyldunnar. Á hverjum degi kemur hann heim frá vinnu sem honum leiðist til konu og barna sem vænta þess að hann bæti hag þeirra og afli sér virðingar í mannfélaginu. Sonur hans skopast jafnvel að vangetu hans til að eignast bíl. Óánægjan hefur lengi búið um sig þegar Ethan afræður að láta til skarar skríða. Hann gerir sér Ijóst að einasti vegurinn til að efla sér mannvirðinga í þjóðfé- laginu er að losna við gamla for- dóma og úreltan heiðarleik. Sé maður nógu víðsýnn er lítill vandi að afla sér fjár og virð- ingar með djörfum ráðum, sem maður beitir um stundarsakir, en lifir síðan í sátt og samlyndi við tilveruna — á sama hátt og hermennirnir drápu óvinina um «inn, en héldu ekki áfram að myrða að stríðinu loknu. Ethan kemst að því að Marullo húsbóndi hans hefur komið til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti og gerir lögreglunni aðvart. Marullo, sem ekki grunar neitt, gefur Ethan verzlunina fyrir dygga þjónustu, áður en hann er fluttur úr landi. Ethan verður auðugur og virtur borgari, en í einverunni er hann hrjáður af samvizkukvölum. Hann hefur selt sál sína. Sonur hans kórón- ar verkið með því að vinna fyrstu verðlaun í ritgerðasam- keppni um efnið „Hvers vegna ég elska Ameríku." Hann hefur stol- ið köflum úr ræðum þeirra Jeff- ersons, Websters, Lincolns og Henry Clays til að tryggja sér sigurinn. (Þetta atriði er auðvit- að tilvísun til hinna frægu sjón- varpsfalsana fyrir nokkrum ár- um, sem léiddu til mikilla mála- ferla en ollu furðulítilli hneyksl- un meðal almennings í Banda- ríkjunum). Þetta opnar augu Ethans fyrir því hvar hann og aðrir eru á vegi staddir. Spila- borg sjálfsvarna og afsakana hrynur til grunna Og hann er um- lukinn myrkri. En þegar Ethan fer að heiman, lætur Steinbeck hann ekki hverfa út í myrkrið. Enn er til ábyrgð sem hann verð- ur að takast á herðar, frjósamt líf sem hann má ekki bregðast. Sagan hefur fengið mjög mis- jafna dóma. Mönnum kemur saman um að viðfangsefnið sé verðugt meðferðar, en Steinbeck þykir ekki hafa gert því æski- leg skil að því er snertir stíl og persónulýsingar, þó margt sé vel um aukapersónur. Nafnið á bók- inni er tekið úr einu af leikrit- um Shakespeares Og vísar til at- burðar í rósastríðinu þegar vetur Aksel Sandemose óánægjunnar leið undir lok með voveiflegum hætti. Alls staðar freistast menn til að hrifsa það sem þeir geta, án samvizkubits eða siðferðilegs mats, og þannig stuðla þeir að glundroðanum í heiminum. Þó Steinbeck hafi kannski oft tekizt betur upp en í þessari bók, er hún eigi að síð- ur gleðilegur vottur um hina gömlu vandlætingu sem gæddi fyrri verk hans svo miklum hlta óg eldmóði. Aksel Sandemose, hinn kunni norski rithöfundur sem vakti at- hygli um öll Norðurlönd árið 1958 með skáldsögunni „Varulv- en“, hefur sent frá sér nýja bók sem fengið hefur frábæra dóma í Noregi og Danmörku. Nefnist hún „Murene omkring Jeriko" og er eins konar sjálfsævisaga, þ. e. a. s. hún fjallar um nokkur erfið ár í lifi skáldsins, þegar hann missti son sinn (1955) og konu sína (1959). Tom Kristensen segir í ritdómi í „Politiken", að hér sé ekki um að ræða skáldsögu, heldur bók sem hafi alla kösti skáldsögunn- ar og margt þar fram yfir. Bókin er með köflum ákaflega opinská og djörf, hann reynir hvergi að berja í bresti sína, og myndin sem hann gefur af sjálfum sér er ekki alltaf sérlega aðlaðandi, en hann iðrast einskis, skýrir bara frá eins Og vísindamaður sem fjallar um ópersónuleg við- fangsefni. Stíllinn á bókinni þyk- ir sérstakt afrek, athyglisgáfan frábær Og bókin í heild auðugt mannlegt heimildarrit. Af fyrri bókum Sandemose eru kunnastar skáldsögurnar „Ross Dane“, „KlabOutermannen“, „En sömann gar í land“, „En palme- grön ö“, „Vi pynter os med horn“, „Tjærehandleren" og „En flygtn- ing krydser sit spor“. ur á lítilsháttar lamanir. Svimi er ekki sjaldgæfur á þessu stigi. Þegar svo æðarnar þenjast út kemur höfuðverkur .öðrumegin. Verkurinn kemur ekki endilega alltaf sömu megin, einnig getur komið fyrir, að hann sé í báðum helmingum höfuðsins. Samfara höfuðverknum er oft talsverð vanlíðan velgja og uppköst. Sjúklingarnir eru oft ljósfælnir og þola illa há- vaða, þessvegna hittir maður sjúklingana liggjandi í rúm- inu með handklæði vafið um höfuðið og tjöld dregin fyrir glugga. Höfuðverkurinn byrj- HÖFUDVEIKI HÖFUÐVEIKI (Migrene) er verkur í öðrum helmingi höf- uðsins. Sjúkdómurinn gengur í erfðir og ræðst fyrst og fremst á konur. Hann getur þjáð fólk á öllum aldri, einnig börn. Frumorsök þessara höf- uðverkjakasta er óþekkt, en helzt er talið, að hormónastarf semin eigi sök á þeim. Áliðti er, að köstin byrji með æðakrampa á tilteknum : svæðum í höfðinu. Afleiðing krampans er nokkur súrefnis- skortur í heilanum, sem hefur í för með sér ertingu á honum. Er krampanum lýkur þenjast æðarnar út, og veldur það hinum einkennandi höfuð- verk. Það sjúkdómseinkenni, sem mest ber á, er verkur í öðrum helmingi höfuðsins. Oft kem- hann með akveðnu millibili, t. d. í sambandi við tíðir. : Undanfari kastanna er oft vanstilling, þunglyndi, slen og svefnleysi. í fyrstunni, meðan æða- krampinn stendur' yfir, koma sjóntruflanir iðulega fyrir, litglampar fyrir augunum og ef til vill sér sjúklingurinn tvöfalt. Á sama tíma getur komið seyðingur í fætur og handleggi stundum rekst mað ar oftast á morgnana. Aðalatriði sjúkdómsmeðferð arinnar er að hindra æðaþensl ist dihydroergotamin yfirleitt betur. Það er oftast nær gefið í sprautum. Koffein er einnig gott, einkum þó gegn vægari tilfellum. Einfalt ráð er að hafa hátt undir höfðinu í svefni, með því má oft verj- ast köstum um tíma. Sjúklingar þeir, sem fá köst in oft, fá stundum vöðvabólgu í hnakkanum og hún getur valdið stöðugum óþægilegum höfuðverk milli kastanna. Þennan höfuðverk má lækna með hita og nuddi. Oft breytist höfuðveikin um það leyti er konur missa tíðir, þannig getur margra ára sjúkdómur horfið, en aðr- ir fá köstin um þetta leyti. Sjaldan tekst að lækna sjúkl- inga með höfuðveiki, en ofan- nefnd lyf geta gert þeim lífið bærilegra. Mikið veltur á að fjölskyldu sjúklingsin sé gert ljóst, að hér er um ákaflega óþægileg- an sjúkdóm að ræða, og að nauðsynlegt sé að sýna sjúkl- ingnum alla þá tillitssemi, Æðar á yfirborði heilans. Svörtu deplarnir sýna æðar, sei valda höfuðverk. Deplarnir eru tengdir með beinum línui við myndir, er sýna hvar verkurinn finnst. una. Eitt bezta efni til þess er gynergen, sem hefur þó þann ókost, að ekki má nota það til lengdar. Hinsvegar þol sem mögulegt er, meðan köst- in standa yfir. (AKTUEL PRESSE 3TUDIO — Einkaréttur Mbl.) ★ „Undrabarnið" franska, Franc- iose Sagan, sem kunn er af nokkrum bókum. sínum hér á landi, hefur sent frá sér fimmtu skáldsöguna sem hún kallar „Les merveilleux nuages" (Hin dá- samlegu ský). Heitið er tekið úr einu af ljóðum Baudelaires. Með þessari nýju skáldsögu hefur hún ekki stækkað nafn sitt sem rit- höfundur, því sagan þykir síðri en ýmsar fyrri bækur hennar. Sviðið er hið sama og persónun- um svipar mjög til persóna í fyrri bókum lífsþreyttir auðnuleysingj ar sem draga fram tilveruna í leti, auðæfum og áhugasnauðum faðmlögum. Fólkið er yfirleitt drepleiðinlegt og vandamál þess framandi. Fran^oise Sagaa Hins vegar er ekki þar með sagt að Sagan sé ómerkilegur rit- höfundur. Hún hefur ótvíræða hæfileika. Stíll hennar ber af flestu því sem nú er skrifað í frönskum prósa og hún hefur næma tilfinningu fyrir sálrænum hræringum og viðbrögðum per- sóna sinna. Hún kann m. ö. o. sitt fag í tæknilegum skilningi, en lætur stjórnast af annarlegum Sjónarmiðum í list sinni. Henni er mest í mun að vera í tízku og fá bækur sínar kvikmyndaðar. Það sem gagnrýnendur benda fyrst Og fremst á í síðustu bók Sagan er aukin kaldhæðni eða beinlínis hunzka Og meiri ljóð- ræna. Söguhetjan er 27 ára göm- ul frönsk stúlka, Josée Ash, sem gift er bandarískum dollara- prinsi, Alan Ash. Hann er falleg- ur og taugaveiklaður og ver 24 tímum sólarhringsins til að elska og tilbiðja konu sína, en jafn- framt er það hans megináhuga- mál að rifja upp fyrri ástarævin- týri hennar og kvelja sjálfan sig með játningum hennar og lýsing- um á fyrri ástum. Hún sér ekki aðra leið út úr þessari martröð en skiija við eiginmanninn. Hún hverfur frá honum til Normandí, en þegar hann kemur til henn- ar er það litlum erfiðleikum bundið að fá hana í hjónaband- ið aftur. Hún vill ekki sleppa honum, af því hann elskar hana, þó sú ást sé næsta óþægileg. Alan heldur áfram að gera sér í hugar lund alls konar fjarstæða hluti um ástalíf hennar, þar til hún af- ræður að gera ímyndanir hans að veruleik. Hún tekur sér ást- mann, ekki af því hún hafi sjálf þörf fyrir hann (Alan er fyrir- myndarelskari), heldur af því hann nýtur þess að láta hana lýsa út í æsar öllu sem hún gerir með ástmanninum. Og hvers vegna skyldi hún neita honum um ánægjuna? Skáldkonan hefur skrifað sögu um unað afbrýð- innar og gert það með þeim hætti að ekki verður efazt um hunzku hennar og fullkomna vantrú á dýpri kvenlegum til- finningum. Þetta kemur. berlega fram í ýmsum lýsingum á ástarævin- týrum söguhetjunnar, t. d. þeg- ar hún gefur sig á vald fiski- manni í Florida eða fellur fyrir Framh. a bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.