Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 1
24 sröur 48. árgangur Kista Hanunarskjölds í Uppsaladómkirkju. Borgara- stjórn í Sýriandi Allt með kyrrum kjorum í landinu Amman, Damaskus og Kaíró, 29. sept. — (AP/NTB) BORGARASTJÓRN hefur tekið við völdum í Sýrlandi af herstjórn byltingarmanna og er doktor Mamoun Kuz- bari forssetisráðherra hinnar nýju stjórnar. Dr. Kuzbari er hægfara íhaldsmaður og var fjármálaráðherra síðustu stjórnar Sýrlands áður en landið gerðist aðili að Arah- iska sambandslýðveldinu. Allt virðist með kyrrum kjörum í Sýrlandi og hefur Nasser, forseti Arabíska sam bandslýðveldisins, kallað heri sína burt úr landinu. Hann neitar að semja við bylting- armenn og að viðurkenna hina nýju stjórn, en segir að samband landanna megi ekki einkennast af hernaðarlegu ofbeldi. Jórdanía og Tyrkland hafa viðurkennt hina nýju ríkis- stjórn Sýrlands. • Virðuleg útför Hammarskjölds að viðstöddum tugþusundum Svía og fulltrúum flestra þjóða SÞ Uppsala, Svíþjóð, 29. sept. (NTB-AP) í D A G var útför Dags Hammarskjölds gerð frá dóm kirkjunni í Uppsölum. Var lík hans grafið í fjölskyldu- grafreit í kirkjugarðinum í Uppsölum, Athöfnin í kirkj- unni var mjög hátíðleg og voru þar mættir fulltrúar frá flestum löndum heims til að votta virðingu þessum „trúa syni föðurlandsins og trygga þjóni alls mannkyns“, eins og Erling Eidem, fyrrum erkibiskup, komst að orði. Og þannig mun Hammar- skjölds verða minnzt af þeim mörgu, sem á einn eða ann- an hátt hafa vottað minn- ingu hans virðingu eftir lát hans í flugslysinu í Ródesíu hinn 17. september sl. Kista Hammarskjölds stóð í kór dómkirkjunnar sveipuð sænska fánanum og á henni einn blóm- vöndur, úr hvítum liljum og nellikum, kveðja frá Gústav VI. Adolf Svíakonungi. Allt um- hverfis kistuna voru blómsveigar með kveðjum víða að úr heim- inum. (Jm 2.000 manns vOru saman- kommr í kirkjunni, en þúsundir höfðu safnazt saman utan dyra. Næst kistunni, hægra megin sátu Gustai Adolf konungur og Louise drottring og aðrir meðlimir kon- ungsfjölskyldunnar, en vinstra rnegin f jölskylda Hammarskjölds, þeirra á meðal tveir bræður hans, Bo cg Sten. Þá komu Tage Er- lander forsætisráðherra og Östen Unden utanríkisráðherra, síðan fjaifkyldir ættingjar, fulltrúar erlendra ríkisstjórna, fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, meðlimir sænsku akademíunnar, erlendir sendiherrar og vinir. Frá dómkirkjunni var kistunni ekið til fjölskyldugrafreitsins á konunglegum líkvagni, sem fjórir hestar drógu. Vagn þessi var fyrst notaður við útför Óskars II. Svía- konungs 1907. Er þetta í fyrsta sinn sem vagninn er notaður við utför manns, sem ekki var af að- alsættum. Þegar kistunni hafði verið kom- ið fyrir r gröfinni voru fánar dregnir að húni um alla Svíþjóð eftir að hafa verið í hálfa stöng frá því kista Hammarskjölds kom til landsins á fimmtudagsmorg- un. Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sex hófst klukkna- hringing um allt land og fimm mír.útum seinna heiðraði sænska Framh. á bls. 2. • Nýja stjórnin Réttum solarhring eftir að bylt ing hersins hófst í Sýrlandi fólu forystumenn byltingarinnar dokt- or Mamoun Kuzbari að mynda bráðabirgða borgarastjórn í land- inu. Dr. Kuzbari er 48 ára og hef- ur mikið komið við sögu í stjórn- málum Sýrlands undanfarin ár. Hann nam lögfræði við Sorbonne háskóla í París. Eftir heimkom- Frh. á bls. 23 ......... ,VIIB vvX*w:v:v:.v.v,. Stúdentar Uppsölum stóffu heiffursvörff í gær mefffram götunum, sem kistu Hammarskjölds var ekiff um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.