Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. sepl. 1961 Tagre Erlander, forsætisráffherra, teknr á móti kistu Hammarskjölds á Bromma-flugvelli viff Stokkhólm. — Hammarskjöld Framhald af bls. 1. þjóðin Hammarskjöld með mín- útu þögn. Öll umferð stöðvaðist, allur havaði þagnaði. Síðan var flutt friðarbæn í öllum kirkjum landsins. Meðal kirkjugesta vóru auk þeirra, sem áður eru nefndir, Mongi Slim frá Túnis forseti Allsherjarþings SÞ, Nethan Bar- nes forceti öryggisráðs SÞ, Lynd- in Johnson varaforseti Bandaríkj anna, Adlai Stevenson fulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Halvard Lange utanríkisráðherra Noregs, Tryggve Lie fyrrverandi aðal- ritari SÞ og Feodor Gousev sendi herra Sovjetríkjanna í Stokk- hólmi. Sorgarathöfninni í Uppsölum lauk í Uppsalahöllinni, þar sem Dag Hammarskjöld bjó meðan faðir hans, Hjalmar Hammar- skjöld fyrrverandi forsætisráð- herra, var landstjóri í Upplönd- um. Þar hafði sænska ríkisstjórn- in móftöku fyrir um 400 gesti. öll bar kveðjuathöfnin vott virð ingar Og viðurksnningar á starfi Hammarskjölds að alþjóða- málum þau undanfarin átta ár, sem hann hefur verið aðalritari SÞ. Eidem erkibiskup hvatti í líkræðunni til aukins skilnings milli þjóða og bræðralags. Eng- inn okkar er til fyrir sjálfan sig, sagði erkibiskupinn, heldur fyrir aðra. Ekki til að ríkja hver yfir öðrtim. Drottinn boðar okkur ekki til sín til að vinna frama og mannvirðingu, heldur til að þjóna meðbræðrum okkar, börnum eins Og hins sama Skapara. Erkibiskupinn var mjög hrærð- ur er hann laut hægt yfir gröf- ina og lét moldarrekurnar þrjár falla á kistuna og sagði með lágri Og klökkri rödd: Af moldu •rtu kominn, að moldu skalt þú verða. Sýknaðir Kaupmannahöfn, 29. sept Einkaskeyti frá Páli Jónssyni t DAG var kveffin upp dómur i yfirréttinum i Kaupmannahöfn í máli tveggja skozkra togaraskip- stjóra. Voru þeir báðir sýknaðir. 1 fyrra tók danska eftirlits- skipið Bellona skozku togarana Summerlee Og Balnagast, sem voru að veiðum við Færeyjar, að því er talið var innan sex mílna markanna. Rétturinn í Þórshöfn dæmdi skipstjórana í 40.000,— d. kr. og 20.000,— d. kr. sekt. Báðir skipstjórarnir héldu því fram að þeir hefðu verið utan sex milna markanna. Rödd Hammarskjölds hljómaði á ný í sölum Si> til Morgunblaðsins frá Sigurði Bjarnasyni. UM þrjú þúsund manns voru viffstaddir minningarathöfnina um Dag Hammarskjöld i affal- stöffvum SÞ á fimmtudag. Sökn uffur og djúp sorg settu svip sinn á samkomuna og sáust tár blika í augum margra. Athöfn- in hófst meff einnar mínútu þögn og risu allir úr sætum og lutu höfði. Síðan flutti Mongi Slim-minn ingarorð um Hammarskjöld, og Klein um þá, sem fórust með honum. Þá flutti Philadelphiu- hljómsveitin lokakór úr Jó- hannesarpassíu Bachs og síðan var flutt af segulbandi ræða, sem Hammarskjöld flutti 24. október í fyrra. Var mjög á- hrifamikið að heyra rödd hins látna framkvæmdastjóra hljóma að nýju í sölum samtakanna. Ræða þessi var nokkurskonar formáli að níundu sinfóníu Beethovens, sem þá var leikin. Nú var þessi sama sinfónía leik in við minningarathöfnina og af sömu hljómsveit og í fyrra, stjórnað af Eugene Ormandy. Taldi hljómsveitin yfir 100 manns, auk 160 manna kórs, sem söng kaflann „Óður til gleðinnar“. Hvorki Zorin né Gromyko voru viðstaddir minningarat- höfnina. Yfirlýsing MBL. barst eftirfarandi yfirlýs- ing í gær: „Þar sem kjörstjórn, er skipuð hetur verið, vegna kosningar í safnráð Listasafns íslands hefur ekki viljað taka til greina aug- Ijósar lagfæringar á kjörskrá, samkvæmt meðlimaskrá Myndlist arfélagsins, Og útilokar þar með marga listamenn frá kosningu, þá hafa undirritaðir meðlimir nefnds félags ákveðið að taka ekki þátt í kosningu þeirri sem nú fer fram, og við teljum ólög- mæta. Áskiljum við okkur allan rétt til frekari aðgerða í málinu. Sign.: Finnur Jón.sson, Pétur Fr. Sigurffsson, Eggert Guðmundsson, Guffmundur Einarsson, Ásgeir Bjarnþórsson, Höskuldur Björnsson, Gunnlaugur Blöndal, Eyjólfur Eyfells, Freymóffur Jóhannsson, Gunnfriður Jónsdóttír. Enginn fundur verður hjá Allsherjarþínginu fyrr en á mánudag. Samtök gegn de Gaulle nn„i Flóknasti góðakstur til þessa GÓÐAKSTURSKEPPNI Bindind isfélags Ökumanna fer fram í dag, laugardag, eins og áformað hafði verið, og hefst við Skáta- heimilið kl. 2 e. h. Keppendur eru 30 talsins eða eins margir og frekast var unnt. Starfsmenn góðaksturskeppninnar verða rösk lega 90. Þetta er þriðja keppni af þessu tagi, sem BFÖ heldur og frábrugðin hinum fyTri að því leyti, að sérstök áherzla er lögð á akstur innanbæjar, réttan akstur, aðgát, snarræði og til- ur fyrst vestur í bæ, þaðan aust- litssemi, en að auki eru leikni- ur undir Smálönd, síðan fram prófanir mjög margar og ýmsar hjá Árbæ niður að gömlu raf- nýjar þrautir. Leið sú, sem ekin stöðinni og um Miklubraut að verður, er krókótt mjög og ligg- Skátaheimilinu aftur. París, 29. sept. — (NTB) TVEIR fyrrverandi forsætis- ráðherrar Frakklands hafa orðið ásáttir um að leggja niður innbyrðis deilur sínar og reyna að sameina lýð- ræðisöflin í landinu í þeim tilgangi að skapa möguleika til stjórnarmyndunar án að- ildar de Gaulles. Hér er um að ræða fyrrv. forsætisráðherra fjórða lýð- veldisins, þá Guy Mollet, leiðtoga jafnaðarmanna, og Pierre Mendes-France, sem var leiðtogi róttækra. Áttu þeir fund saman í dag í fyrsta sinn í mörg ár. Mollet hvatti á fimmtudag til sameiningar lýðræðisafla lands- ins, svo ekki væri lengur aðeins um að velja de Gaulle eða borg arastyrjöld. En Mendes-France Sprengju- tilræði Nýju Delhi, 29. sept. (NTB).- SPRENGING varff á járn-* brautarstöð í Nýju Delhi í dag rétt eftir aff bifreiff Nehrus forsætisráffherra hafffi ekiff þar fram hjá. Nehru sakaffi' ekki í sprengingunni, en einn Iögregluþjónn og fimm menn affrir særffust svo flytja varff þá í sjúkrahús. Nehru var á heimleiff eftir' aff hafa opnaff sýningu, sem haldin er í tilefni af afmælis- ,degi Mahatma Gandi. Taliff er aff sprengja, sem, komið var fyrir á járnbraut- arstöðinni, hafi átt aff springa um leiff og bifreið Nehrus var ekiff þar fram hjá, en sprengj- an sprakk eírki fyrr en fimm< mínútum seinna. Lögreglan hefur hafiff viff Ítæka leit aff tilracffismönnun um og hefur f jöldi manna ver iff yfiriieyrffur. / NA /5 hnúfar / SV Söhnúiar X Snjikoma , 0»! V Skúr/r K Þrumur 'Wz, KuUarkil Hitoskif H^Hmt 1 L+Lm/S 1 i DJÚPA lægðin á kortinu suð- 12 vindstig og 12 metra háar ur af íslandi er leifamar af öldur. fellibylnum Esther, sem var við austurströnd Bandaríkj- Veffurspáin kl. 10 í gærkvöldi anna fyrir rúmri viku og olli SV-mið: Hvass A skúrir. þar stormi. Sveipurinn svif- SV-land til Breiðaf jarðar og aði frá ströndinni og veðrið miðin: A og NA stinnings- lægði smám saman, en upp úr kaldi, skýjað. síðustu helgi kom hann á ný Vestfirðir og miðin: NA norður á bóginn, fór yfir stinningskaldi, dálítil rigning Boston, norðaustur yfir Labra norðantil. dor á mikilli ferð og þaðan Norðurland til Austfjarða og austur Atlantshafið. — Nær miðin: A og NÁ kaldi, víða hann nú yfir margfalt stærra rigning eða súld á annesjum svæði en áður og hegðar sér og miðum en þurrt í innsveit- eins og aðrar lægðir. Mestur um. er vindhraðinn suðvestur af SA-land og miðin: Allhvass sveipmiðjunni. Þar eru 10 til A, rigning. I sagði á blaðamannafundi á mánudag, að ef ekki yrðu mynduð sterk samtök lýðræðis- sinná væri hætta á borgara- styrjöld í Frakklandi. Hingað til hefur mikill ágrein ingur ríkt milli Mollets og Mendes-France. Þannig var t.d. Mollet fylgjandi valdatöku de Gaulle 1958 en Mendes-France ekki. Mollet hefur lýst því yfir að hann vilji ekki samvinnu við kommúnista um myndun vinstri stjórnar, en Mendes-France, sem einnig er and-kommúnisti, héf- ur ekki afneitað aðild komm- únista í þessum tilgangi. Ekki er vitað um afstöðu Kaþólska flokksins. Vilhjálmur Bergs- soíi sýnir í DAG, laugardag, opnar ungur listmálari, Vilhjálmur Bergsson, fyrstu sjálfstæðu málverkasýn- ingu í Ásmundarsalnum - að Freyjugötu 41. Verður sýningin opnuð gestum klukkan tvö en al- menningi eftir kl. 5 e.h. Á sýn- ingunni eru 22 olíumyndir. — Vilhjálmur Bergsson hefur stund að málaralist í Kaupmannahöfn og París í þrjú ár að loknu stú- dentsprófi. Var hann nemandi Mogens Andersen og Vontillius í Höfn í tvö ár, en síðan í eitt ár í París í málaraskóla Goetz. —. Vilhjálmur hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum Félags ís- lenzkra myndlistarmanna, en sýn ir nú í fyrstá sinn sjálfstætt. — Sýningin verður opin næstu 10 —12 daga. Viðskiptasamn- ingur við Pólland HINN 21. þ.m. kom hingað til Reykjavíkur viðskiptanefnd frá Póllandi til að semja um við- skipti landanna fyrir tímabilið 1. október 1961 til 30. september 1962, á grundvelli viðskiptasamn ings, sem undirritaður var i Varsjá 18. nóvember 1949. Samkvæmt vörulistum, sem nú hefur verið samið um, er gert ráð íyrir, að ísland selji eins og áður frysta síld, saltsíld, fiskimjöl, lýsi, saltaðar gærur, auk fleiri vara. Frá Póilandi er m. a. gert ráð fyrir að kaupa kol, vefnaðarvör- ur, efnavörur, sykur, timbur, járn og stálvörur,, vélar og verkfæri, búsáhöld, skófatnað, kartöflur og aðrar matvörur, auk fleiri vara. Gert er ráð fyrir nokkurri aukn- ingu í viðskiptum landanna frá því sem var á síðasta samnings- tímabili. Af íslands hálfu önnuðust þessa samninga dr. Oddur Guðjónsson, Svanbjörn Frímannsson, banka- stjóri, Pétur Pétursson, forstjóri, og Yngvi Ólafsson, deildarstjóri. Bókun um framangreind við- skipti var í dag undirrituð af sjávarútvegsmálaráðherra Emil Jónssyni og Mr. Michal Kajzer, aðstoðarforstjóra í utanríkisverzl unarráðuneytinu í Varsáá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.