Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Afmælishátíð Háskóla islands 24 menn kjornir heidurdoktorar HÁI.FRAR AFDAR afmælis- hátíð Háskóla íslands fer fram 6. okt. nk. kl. 2 e. h. í samkomuhúsi háskólans við Hagatorg, sem þá verður jafn framt vígt. Þá verður haldin háskólahátíð laugardaginn 7. okt. kl. 2 e. h. á sama stað. Á háskólahátíðinni laugardag 7. okt. verður lýst doktors- kjöri, og verða 24 menn, inn- lendir og erlendir, sæmdir doktorsnafnbót, þ. á m. ein kona. Á fundi með blaðamönnum nýlega skýrðu þeir prófessor Ármann Snævarr rektor há- skólans, prófessor dr. Þórir Kr. Þórðarson, deildarforseti guðfræðideildar, og Pétur Sigurðsson, háskólaritari, frá tilhögun hátíðarinnar. Háskóli íslancN var vígður hinn 17. júní 1911, er tók til starfa 1. okt. s. á. Háskólaréð taldi sjálfsagt að minnast 5A ára afmælisins með hátíða- höldum, og af ýmsum ástæ& um var talið heppilegra, að hátíðahöldin færu fram nú í byrjun október en 17. júní. Ennfremur þótti eðlilegt að bjóða hingað fulltrúum er- lendra háskóla, sem háskóli íslands hefur skipt við og ís- lenzkir stúdentar hafa stund- að nám við. Þá hefur háskóla- ráð ennfremur staðfest álykt- anir háskóladeilda um kjör heiðursdoktora, en þess má geta, að háskólinn hefur fram til þessa verið spar á að nota sér rétt sinn til að sæma menn doktorsnafnbótum í* heiðursskyni. Heiðursdoktor- ar háskólans eru frá upphafi 39, en mjög fáir þeirra er lif- andi, t. d. aðeins 5 íslending- ar. Heiðursdoktorar Á háskólahátíðinni 7. okt. verða, eins og áður er sagt, 24 menn sæmdir doktorsnafn- bót. Heiðursdoktorar eru 2 í guðfræðideild, 4 í læknadeild, 6 í laga- og viðskiptadeild og 12' í heimspekideild. Meðal þessara 24 heiðursdoktora eru 9 menn af íslenzku bergi brotnir. Eftirtaldir menn verða kjörnir heiðursdoktorar við Háskóla íslands: I guðfræði- deild: prófessor Regin Prent- er, Árósum og herra Sigur- björn Einarsson, biskup ís- lands. í læknadeild: prófessor Earl Judson King, Postgradu- ate Medical School, Univers- ity of London, prófessor Edu- ard Busch, Rigshóspitalet, Kaupmannahöfn, prófessor Lárus Einarsson, Árósum og dr. P.H.T. Thorláksson, Winni peg Clinic. í laga- og við- skiptadeild: prófessor Alex- ander Jóhannesson, Bjarni Benediktsson forsætisráðh., prófessor Knut Robberstad, Qsló, prófessor Nils Herlitz, Stokkhólmi, prófessor Oscar A. Borum, Kaupmannahöfn, prófessor Tauno Tirkkonen, Helsingi. í heimspekideild: prófessor Anne Holtsmark, Osló, prófessor Christian Matras, Kaupmannahöfn, pró- fessor Dag Strömback, Upp- sölum, prófessor Elias Wessén, Stokkhólmi, landsbókavörður Finnur Sigmundsson, prófes- sor Gabriel Turville-Petre, Oxford, prófessor Hans Kuhn, Kiel, dr. Henry Goddard Leach American Scandinavi- an Foundation, prófessor Ric- VV * '«í hard Beck, University of North Dakota, prófessor Sé- amus Ó. Duilearga, University College, Dublin, dr. Sigurður Þórarinsson, prófessor Stefán Einarsson, Johns Hopkins University. Erlendir fulltrúar Háskólahátíðina sækja full- trúar 33 háskóla frá 14 lönd- um: Frá Austurríki. rektor Othmar Kúhn, Universitaf Wien. Bandaríkin: próf. dr. Richard Beck, University of North Dakota, dr. Benjamín Eiríksson, bankastjóri Fram- kvæmdabanka íslands, full- trúi Harvard University, rektor Edward W. Strong, University of California. Berk eley, sendikennari dr. Gerald Thorson, Háskóla íslands, full trúi Uneversity of Minnisota. Danmörk: rektor H. Bach. Árhus Universitet, vararektor L. Hyldgárd-Jensen, Den poly tekniski læreanstalt, rektor Carl Xvarsen, Köbenhavns Universitet, rektor Svend Áge Schou, Danmarks Pharm- aceutiske Höjskole. írland: prof. dr. O. Duilearga, Uni- versity College, Dublin. Finn- land: vararektor Oscar Nik- ula, Ábo Akademi, próf. dr. Tauno Tirkkonen, Helsingfors Universitet, rektor Tauno Nurmela, Turum Yliopiston. Frakkland: rektor Pierre Daure, Unniversité de Caen. Grikklar.d: rektor Eugenios Phocas, Eþnikon kai Kapo- distriakon, Panepistemion, — Aþenón. Kanada: hr George T. Richardson, Chairman, Board of Governors Univers- ity of Manitoba. Noregur: rektor S. P. Andersen, Norges Tekniske Högskole, Trond- heim, rektor Ludvig Holm- Olsen, Universitetet í Bergen, Kveikt í kaffistofu LAUST fyrir klukkan sex í gær- morgun átti maður leið um Svína hraun á bíl sínum og veitti því þá eftirtekt að reyk lagði af Lítlu kaffistofunni á mótum Þrengslavegar og gamla Svína- hraunsvegarins. Maðurinn flýtti sér þegar til Skíðaskálans í Hveradölum og gerði aðvart til Reykjavíkur. Fór slökkviliðið á staðinn, en þegar að var komið var skúrinn brunn- inn og allt, sem í honum var. Talið er að kveikt hafj verið í kaffistofunni, og eru það vin- samleg tilmæli til þerra sem leið hafa átt um þessar slóðir seinni part nætur, að hafa samband við rannsóknarlögregluna í Reykja- vík eða lögregluna á Selfossi. — Eigandi Litlu kaffistofunnar er Ólína Sigvaldadóttir Ásvallagötu 55, Reykjavík. rektor Johan T. Ruud, Uni- versitetet í Osló. Pólland: rektor Staislaw Turski, Uni- wersytet Warszawski. Stóra Bretland: prof. dr. Gwyn Jones, University of Wales, háskólakennari dr. O. K. Schram, University of Edin- burgh, prof. dr. G. Turville -Petre, Oxford University. Svíþjóð: rektor Hjalmar Frisk, Göteborgs Universitet og fulltrúi Lunde Universitet og Stockholms Universitet, prof. Dag Strömback, Upp- sala Universitet. Tékkósló- vakía: vararektor Ceské Vys- oké Uceni, Technické v Praze. I>ýzkaland: prof. dr. Hans Kuhn, Christian-Al- brechts Universitat, Kiel, rektor Hans Leussink, Techn- ische Hochschule, Karlsruhe, H. Winterhager, Rheinisch- Westfálische Hochschule, Aac- hen, rektor Aufhammer, Mún- chen. Dagskráin 6. okt. Dagskrá hátíðarsamkom- unnar föstudaginn 6. október, sem hefst kl. 13.50, verður á þessa leið: Háskólamars eftir Pál fs- ólfsson. Rektor Háskóla ís- lands, prófessor Ármann Snævarr, minnist afmælis há- skólans. Ávörp flytja: forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son, dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, borgar- stjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, forseti Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í Vest urheimi, próf. dr. Richard Beck. Úr Háskólaljóðum Þor- steins Gíslasonar, „Þú eldur, sem brennur við alvalds stól. Lag eftir Pál ísólfsson. Kveðj- ur flytja: forseti Vísindafé- lags íslendinga, dr. med Sig- urður Sigurðsson, landlæknir, varaformaður Bandalags há- skólakennara, Sveinn S. Ein- arsson, verkfræðingur, for- maður Stúdentafélags Reykja- víkur, Matthías Jóhannessen, ritstjóri, formaður Stúdenta- ráðs Háskóla fslands, Hörður Sigurgestsson, stud. oecon. Háskólaljóð eftir Davíð Stef- ánsson, tónlist eftir Pál ís- ólfsson. Kveðjur flytja full- trúar erlendra háskóla. Rekt- or þakkar. Þjóðsöngurinn. Flytjendur tónlistar verða: blandaður kór. Einsöngvarar: Þuríður Pálsdóttir og Árni Jónsson. Sinfóníuhljómsveit íslands, stjórnandi dr. Páll ísólfsson. Ilátiðin 7. okt. Háskólahátíðin laugardag- inn 7. október hefst með því að próf. dr. phil. & litt. & jur. Sigurður Nordal flytur erindi. Síðan syngur Guð- mundur Jónsson, óperusöngv- ari en úndirleik annast Fritz Weisehappel. Lögin, sem Guð- mundur Jónsson syngur, eru: Útlaginn eftir Karl Ó. Run- ólfsson, Vetrarsólhvörf eftir dr. Hallgrím Helgason og Til skýsins eftir Emil Thorodd- sen. Að söngnum loknum lýs- ir rektor Háskóla íslands, ' prófessor Ármann Snævarr, kjöri heiðursdoktora, ásamt , deildarforseta guðfræðideild- ! ar, prófessor dr. Þóri Kr. Þórðarsyni, deildarfors. lækna deildar, prófessor Kristni Stef ánssyni, deildarforseta laga- og viðskiptadeildar, prófessor Ólafi Björnssyni, og deildar- forseta heimspekideildar, pró- fessor dr. phil. Matthíasi Jónas syni. Að athöfninni lokinni syngur Kristinn Hallsson, ó- perusöngvari, undirleik ann- ast Fritz Weisshappel. Lögin, sem Kristinn Hallsson syngur eru: Víkingarnir eftir Svein- björn Sveinbjörnsson, Máninn j líður eftir Jón Iæifs, Nótt eftir Árna Thorsteinsson og Norður við heimskaut eftir Þórarin Jónsson. Að lokum ' ávarpar rektor nýstúdenta og afhendir þeim háskólaborgara 1 bréf. 690 boðnir Á athöfnina 6. okt. verður boðið um 600 manns, en rúm er ætlað fyrir um 400 há- skólastúdenta. Á athöfnina 7. okt. er boðið um 400 mönnum, „ en háskólastúdentar og há- skólamenntaðir menn eru vel- , komnir meðan húsrúm leyfir. Þess er óskað, að menn séu I í dökkum fötum. # Útgáfa rita J Fyrstu dagana í október J kemur út rit um sögu há- skólans, er dr. Guðni Jónsson, prófessor hefur samið sam- kvæmt ósk háskólaráðs. Er það 19 arkir með myndum. Þá fól háskólaráð dr. Hreini Benediktssyni, pró- fessor, að annast útgáfu á sýnisbók íslenzkra handrita, sem rituð eru fyrir lok 13. 1 aldar. Mun þetta rit koma út á næsta ári, en útgáfa þess er . ráðin í samvinnu við handrita- nefnd. Næstu daga kemur einnig út stutt rit, er dr. Þór Þórð- arson, prófessor, hefur samið um Háskóla íslands, og er það á ensku. Fyrstu daga í október kem- ur út skrá um rit háskóla- kennara, annarra starfsmanna 1 háskólans og háskólastofnana og tekór yfir árabilið 1952— 1960. Þrjár slíkar ritskrár hafa áður komið út. Þessi skrá er miklum mun víðtækari en fyrri skrár, þar sem hé grein- ir frá ritum allra kennara há- skólans, en ekki eingöngu ’ prófessora og dósenta, og auk þess annarra starfsmanna há- ‘ skólans og starfsmanna í rann sóknarstofnunum, þ. á m. í Atyinnudeild háskólans. Á vetri komanda munu verða fluttir í hátíðasal há- skólans afmælisfyrirlestrar há skólans, einn fyrirlestur hið , fæsta á mánuði. Þessir íslendingar verða heiðursdoktorar Finnur Sigmundsson Sigurður Þórarinsson Richard Sigurbjörn Beck Einarsson Alexander Jóhannesson Benediktsson Lárus Einarsson Stefán Einarsson S lAKSTtl Wl! Lítið orðið eftir Eins og skýrt var frá í blöðum í gær, hefur verðlag landbúnað- arafurða nú endanlega verið ákveðið, og hefur hækkað all- verulega, svo sem við má.tti bú- ast. Er nú hætt við, að mörgum verkamanmnum sé farið að finn- ast, að til lítils hafi honum verið haldið í 5 vikna löngu verkfalli á sl. vori. þar sem mikill hluti kauphækkananna hefur nú verið tekinn aftur í hækkuðu verðlagi auk þess tekjutaps, sem verka- menn urðu fyrir meðan á verk- fallinu stóð. og alls mun hafa numið um 10% af árstekjum þeirra. Ástæðan til verðhækkunar landbúnaðarafurðanna er aug- ljós.Lögum samkvæmt eiga bænd ur nefnilega að fá tilsvarandi hækkun á sínum launum og verkalýðsfélögin semja um fyrir sína meðlimi. Og við ákvörðun dreifingarkostnaðar landbúnaðar afurðanna er t. d. miðað við kostnaðaraukann af völdum kaup hækkananna og gengislækkunar- innar, sem þær ollu. Afleiðing- samsæris fram- sóknar og kommúnista Reynslan hefur nú leitt í Ijós, svo ekki verður um villzt, að varnaðarorð ríkisst jórnarinnar og flokka hennar gegn kauphækkun unum í vor, voru á rökum reist. Framsóknarmenn og kommúnist- ar létu samvinnufélögin og verka lýðsfélögin semja sín á milli um miklu meiri kauphækkanir en nokkur grundvöllur var fyrir samkvæmt vexti þjóðarfram- leiðslunnar, felldu þar með gengi krónunnar og settu efnahagslífið úr skorðum um sinn. Þetta hafa framsóknarmenn nú játað, enda er lágt risið á blöðum stjórnar- andstöðunnar í gær, þegar þau ræða hækkun Iandbúnaðarvar- anna. Það fer ekki lengur á milli máila, að þau hafa neyðzt til að viðurkenna, að samsæri þeirra og flokka þeirra gegn efnahags- lífi landsins á undanförnum máir- uðum er orsök þeirra verðhækk- ana, sem nú hafa dunið yfir, og enn er sennilega ekki séð alveg fyrir endann á. þótt áhrif kaup- hækkananna séu víðast komin fram í hækkuðu verðlagi. Lærdómurinn af atburðum sumarsin'S Enda þótt afleiðingar kaup- hækkananna séu vissulega ekkert fagnaðarefni, þá er þó nokkur von til þess. að mönnum verði ljós, hver er hinn raunverulegi grundvöllur efnrahagslegra fram fara. Það eru tvímælalaust fram. leiðsluafköstin, sem ákveða lifs- kjörin, og þessa staðreynd viður. kenndu náttúrlega framsóknar- menn með tilraunum sínum til þess að sanna, að þau væru miklu meiri en þau í raun og veru eru, þegar þeir voru að réttlæta kaup hækkunarbaráttu stjórrrarand- stöðunnar. Væri hægt að bæta lífskjörin með því einu að hækka kaupið og láta prenta meira magn af peningaseðlum, væru vanda- mál efnahagslífsins vissulega auð Ieystari en raun ber vitni. Einu öruggu leiðirnar til þess að bæta kjörinr eru þær að auka fram- Ieiðsluna og hagnýta betur fram- leiðsluöfl þjóðarinnar. Hærrl þjóðartekjur eru hinn eini raun hæfi grundvöllur undir bættum lífskjörum. Með stuðningi við ráðstafanir, sem miða að aukningu framleiðsl unnar og þar með þjóðartekn- anna búa launþegar sér skilyrði til bættra lífskjara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.