Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 12
12 MORGTJ TS BL AÐIÐ Laugardagur 30. sept. 1961 jntangMttfrfafrut CTtgelandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. BYLTING 1 SÍMAMÁLUM IN S og frá hefur verið ^ skýrt hér í Morgunblað- inu, er áætlað að hinn 1. desember næstkomandi, kom ist á sæsímasamband milli Islands og meginlands Ev- rópu, sem að dómi þeirra er gerst þekkja mun valdabylt- ingu í símamálum okkar. Að þeim tíma þurfum við að notast við radíósíma til út- landa eins og verið hefur. Það fólk, sem unnið hefur við talsímaþjónustuna við út- lönd, hefur lagt sig fram um að gera hana sem bezt úr garði með þeirri ófullkomnu tækni, sem það hefur haft yfir að ráða. En hún hefur ekki verið nægileg og við erum orðin á eftir tímanum í þessum málum, og ekki hægt að una við það öllu lengur. Talsambandið við út- lönd hefur verið mjög stop- ult og má m. a. á það benda, að það hefur komið niður á fréttaþjónustu blaðanna. Þeg ar hinn nýi sæsími verður tekinn í notkun, mun að- staða blaðanna gjörbreytast til fréttaöflunar og má því ætla að sæsíminn hafi í för með sér talsverðar breyting- ar til batnaðar á íslenzkri blaðamennsku. Þegar hinn nýi sæsimi verður tekinn í notkun, mun talrásum fjölgað til muna. Hlustunarskilyrði eiga að verða eins og innanbæjar og auk þess munum við fá sam- band við útlönd allan sólar- hringinn í stað nokkurra klukkustunda á sólarhring, eins og nú tíðkást. Þarf ekki að fara í grafgötur um, hví- lík gerbylting verður á síma- málum okkar, þegar þessu þýðingarmikla máli hefur verið komið í höfn. Er þess að vænta að það dragist ekki úr hömlu úr því sem kom- ið er. ÍSLENZK LIST ERLENDIS I»AÐ virðist sérkenni ís- lenzkrar náttúru að hún ekki aðeins er yfirgengilega fjölbreytileg að lögun, held- ur er hún síbreytileg fyrir sjónum manna að litbrigðum, með tröllslegum hraunbreið- um, sem setja mönnum fyrir sjónir forsögulegar jarðaldir með vellandi hverum, hrika- legum fjallgörðum og belj- andi fossum, en einnig með djúpum, fögrum fjörðum og frjósömum beitilöndum, ekki sízt á Norðurlandi, þar sem útlínur fjallanna ber við himin í slíkri samhljóman að það minnir á suðlæglönd, og þó! Tilbreytingin á sér engan endi .... “ Þetta eru orð danska list- fræðingsins og gagnrýnand- ans Jan Zibrandtsens í grein, sem hann ritaði í Berlingske Tidende eftir heimsókn sína til íslands í tilefni af nor- rænu listsýningunni, sem haldin er hér í Reykjavík um þessar mundir. Eins og af þessu má ráða er listfræð- ingurinn stórhrifinn af ís- lenzkri náttúru og reynir hann í grein sinni, sem í höf uðdráttum hefur verið birt hér í Morgunblaðinu, að sýna fram á, hver áhrif nátt- úra landsins hefur haft á þrjá af brautryðjendum ís- lenzkrar málaralistar, þá Ásgrím Jónsson, Jón Stefáns son og Jóhannes Kjarval. Það er skemmtilegt til þess að vita, að íslenzk list á sér vini og aðdáendur með öðr- um þjóðum. Og við íslend- ingar fögnum því í hvert skipti, sem henni er gaum- ur gefinn erlendis, því án listar í þessu landi verður ekki lifað hér því menning- arlífi, sem forn arfur gerir kröfur til. Á gömlum tíma var list, og þá einkum ljóð- list, ein helzta útflutnings- vara íslendinga, ef svo mætti að orði komast. íslenzk skáld gátu sér frægð og frama við hirðir stórhöfðingja og kon- unga og áttu vart erindi í önnur hús, þegar út kom. Á þeim tíma var heldur fá- títt að listir væru útflutn- ingsvara, en sú staðreynd, að íslendingar voru brautryðj- endur í þeirri grein að minnsta kosti t Vestur-Ev- rópu, sýnir svart á hvítu, að menning okkar er sterk og mergurinn góður. Án þess að standa tryggan vörð um þessa menningu, án þess að skipa henni veglegan sess í vitund okkar og lífi, án þess að búa svo um hnútana að listamenn okkar hafi jafna aðstööu og stéttarbræður þeirra erlendis, getum við ekki gegnt þeirri skyldu, sem hámenningartímabil ís- lenzkra bókmennta á 13. öld hefur lagt okkur á herðar. UPPREISN í SÝRLANDI PNN ein uppreisnin er haf- in, að þessu sinni í Sýr- landi. Fáum datt í hug nema þeim einum, sem fylgzt hafa rækilega með innanríkismál- um Arabiska sambandslýð- Ug/MSMÍ NÚ þegar nýir bílar eru ofarlega í hugum flestra og menn velta því fyrir sér fram og aftur, hver gerðin sé nú hinni ný- tízkulegri og fullkomnari, er ekki úr vegi að líta um öxl og virða fyrir sér gömlu „skrjóðana" — sem eitt sinn hrifu hugi fólks. Hálfrar aldar gamlir f norska blaðinu „Aftenpost- en“ var á dögunum sagt frá at Eini kvenkeppandinn er hér að þurrka af bil sínum, Bugatti kappakstursbíl, eftir komuna til Sandvika. Þeir settu svip á bæinn hyglisverðri bílalest, sem setti svip á þjóðveginn milli Sund- vollen og Sandvika. Það voru 30 bílar, allt að 55 ára gámlir, sem óku allt hvað af tók í harðri keppni, sem samtök eigenda slíkra bíla höfðu efnt tiL Brunabíllinn lífgaði upp á Elztu bílarnir í lestinni voru Humber 1906 og Rover 1907, og þeir, sem á horfðu, sögðu að Gömlu bílarnir geta lika spjarab sig þeir hefðu síður en svo Orðið fjölskyldum sínum til skamm- ar. Þá má ekki gleyma slökkvi liðsbíl frá árunum rétt fyrir 1920. Það var mál manna, að ekki hefði í annan tíma verið lífgað meira upp á landslagið, en þegar hann geystist þar um. Bílnum er haldið við af hópi slökkviliðsmanna, sem urðu sér úti um hann frá Kristians sand. Hann er með drif á öll- um hjólum, dekk, sem eru úr' gúmmí allt í gegn, og eyðir um 50 lítrum af benzíni. Já, 50 lítrum! Kon.an í keppninni Ein kona tók þátt í keppn- inni og keyrði hún Bugatti kappakstursbíl frá 1923. Það var einmitt hún, sem vann fyrstu keppni, félagsins fyrir! þrem árum. Sigurinn ’gekk henni hins vegar úr 'greipum í þetta skiptið, því að bíl skömmin varð benzínlaus á leiðinni og fyrir bragðið fór. of langur tími til einskis, jafn-| vel þótt hún væri með vara-. geymi við hendina. — Öku- konan, sem heitir Kirsten Bertheau, sagði frá því, að hún hefði í upphafi komizt á slóðiri bílsins í gegnum auglýsingu íj „Aftenposten" skroppið til að, skoða hann og séð að vélin var eins vel fægð og verðlauna- bikar. Og hún lét slag standa, Myndin sýnir þann bílinn, sem talinn var elztur í keppn- inni, Rover 1906, og er hann hér að „renna“ í mark. veldisins, að til uppreisnar mundi draga með svo skjót- um hætti í Sýrlandí. En þeg- ar nánar er að gætt, ætti þessi uppreisn ekki að koma mönnum í opna skjöldu. Sannleikurinn er sá, að hversu skyldar sem þjóðár eru, tekst einni þjóð sjaldn- ast til langframa að kúga aðra undir veldi sitt. Sýrlendingar voru sjálf- stæð þjóð áður en Nasser tókst að sameina bæði ríkin, Egyptaland og Sýrland, og kalla þau Arabíska sam- bandslýðveldið. En augljóst er að Egyptar hafa litið á sig sem herraþjóð og Nasser sá svo um, að fylgjendur hans í Sýrlandi hefðu tögl og hagldir, ekki aðeins sýr- lenzkir menn heldur sendi, hann einnig her- og embætt- ismenn til landsins frá Egyptalandi til að tryggja áhrif sín þar. u Ekkert skal um það sagt á þessu stigi málsins, hver verða endalok uppreisnar- innar í Sýrlandi, en hún sýn- ir^ svo ekki verður um villzt, að stjórnmálaleiðtogum er hollast að treysta því var- lega, að þeir geti undirokað þjóðir til langframa, jafnvel þó þeir geti skírskotað til blóðtengsla, svipaðrar trúar og tungu. Okkar öld er öld jafnréttis milli þjóða, alls staðar nema þar sem komm- únisminn ríkir. En hans ríki bíður einnig síns tíma: að liðast sundur. Ymsar þrautir Keppnin var m. a. í því fólg in, að þátttakendur áttu að akai á tilteknum hraða að meðal- tali, en hraðamælirinn var hjúpaðvr. Ýmsar fleiri þraut-1 ir voru á bíla og ökumenn þeirra lagðar, og í heild þótti1 keppni þessi hið bezta gamanj Konungur fær kauphækkun EKSTRABLADET i Kaupmanna höfn skýrir frá því á miðviku- dag að þegar danska þingið kem« ur saman eftir nokkrar vikur muni ríkisstjómin leggja fram frumvarp um að laun Friðriks Danakonungs verði hækkuð um 400.000 danskar krónur á ári. Verki hækkunin aftur fyrir sig frá 1. apríl sl. Eins og er fær konungur 2,8 milljónir danskra króna á ári frá ríkinu og er þessi hækkun í samræm; við kauphækkanir opinberra starfs- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.