Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 30. sept. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 — Fóstbræður Frh. af bls. 10. Inn lítur það alls ekki út fyrir að vera svo nýtt. Og skrýtið var að koma í póstafgreiðslu þessa xnikla hotels. Þar sátu tvær stúlk- ur við afgreiðslu —- og hafði önn- ur handarhaldslausan bolla fyrir peningakassa, en hin lok af skó- kassa. Svo gekk þeim ákaflega treglega að gefa til baka úr þess- um furðulegu „bönkum" sínum. Það er óneitanlega margt.aust- ur í henni Rússíá, sem manni ikom dálítið spánskt fyrir sjónir. Eitt af því er fréttaflutningur- inn, eða öllu heldur skorturinn á fréttum. Þannig var t.d. eina blað ið á ensku, sem virtist fáanlegt, |>ar sem við fórum um, hið torezka kommúnistablað „Daily Worker“. — í Leningrad frétt- um við hið sviplega fráfall Dags Hammarskjölds í fréttasendingu „Voice of America“ frá Saloniki í Grikklandi (sem heyrðist reynd ar allvel) — og sömuleiðis um allar atómsprengjutilraunirnar. sem engin rússnesk fréttaþjón- usta sagði frá. Gat ég nú frætt rússnesku túlkana okkar um, hvað væri að gerást í þeim efn- um. Því var engu svarað. — Lenirrgrad er falleg borg — er það ekki? — Jú, falleg borg og gömul, með breiðum strætum, en bíla- umferðin ótrúlega lítil. — Þar hlýddum við á frábæran blandaðan kór, Háskólakórinn. Meðal annars flutti hann hinn fræga Lofsöng Beethovens („Þitt lof, ó drottinn"). En túlkurinn kynnti: „Beethoven — Song about Nature“! Svo kom það býsna skringi- lega ' við okkur, hve fólk virtist ákaft í að kaupa utan af okkur fötin — og líka voru menn mjög kaupfúsir á tyggigúmmí, vildu gjarna kaupa 5 plötur fyr- ir 1—2 rúblur (rúblan gildir nú nær 48 krónur ísl.) — Það er e.t.v. ekki svo undarlegt. þótt Rússarnir hefðu ágirnd á fötun-| um okkar, því að fátt sáum við( fatnaðar, sem okkur fýsti að, kaupa — 160 rúblur kostuðu t.d. föt, sem enginn okkar hefði vilj- að kaupa fyrir fjórðung þess verðs. — Eitt get ég sagt þér enn, sem kom mér spánskt fyr- ir sjónir. í Riga, sem er 660 þús. manna borg. tjáði fulltrúi mennta málaráðuneytisins okkur með miklu stolti, að þar hefðu verið byggðar 1900 íbúðir sl. ár. Mér varð hugsað til þess að það myndi líklega ekki þykja neitt til að halda á loft í Reykjavrk, ef hún væri orðin 8—9 sinnum stærri en hún er. — En maður á ekki að dvelja svo mjög við svona hluti, sagði Ágúst, því að flest, sem að okk- ur sneri var með hinum mesta myndarbrag. — Minnist ég sér- staklega ballett-sýninga í Bolsjoi leikhúsinu í Moskvu og í Lenin- grad, þar sem við sáum Svana- vatn Tsjaikovskís. Þá var stór- kostlegt að skoða Vetrarhöllina í Leningrad — hefi ég tæpast séð neitt jafnstórfenglegt. — Meðan við dvöldumst í borginni, bjugg- um við í gistihúsi við torgið, þar sem hin mikla og fræga ís- aks-kirkja stendur. Hún er nú safnhús, eins og fjölmargar aðr- ar kirkjur í Sovétríkjunum í dag. Ég hjó sérstaklega eftir því, að þegar inn er gengið, blasir við risastór mynd af — ja, hverjum nema Gagarín! Mig langar til að koma því hér að, sagði Ágúst, hve frábærr- ar gestrisni við kórmenn nutum hjá dr. Kristni Guðmundssyni, sendiherra í Moskvu, og konu hans, og Ingva Ingvarssyni. sendi ráðsritara, og frú hans — en Ingvi var félagi okkar og sér- stakur fararstjóri kórsins í Sovét ríkjunum, til þess skipaður af utanríkisráðuneytinu. — í veizlu hjá sendiherrahjónunum hittum við marga fræga rússneska lista- menn. Þar hittum við einnig „undrabarnið“ okkar, hana Þór- unni Jóhannsdóttur, sem gift er ungum rússneskum pianóleikara, eins og kunnugt er — Vladimir Ashkinazy. Hann er nú talinn einhver hinn efnilegasti af ung- um píanóleikurum Sovétríkj- anna. Þórunn lét í ljós mikinn áhuga á, að þau hjón kæmu hing- að heim -til hljómleikahalds, ef tækifæri gæfist. — En hvað um Finnland? — Þar var stórkostlegt að' koma. Songbræður okkar í „Muntre Musikanter" höfðu bú- ið okkur slíkar glæsimóttökur, að við urðum að draga úr þeim söngsins vegna. — Já, það var eins og að koma heim (þar er ekki um neinar ýkjur að ræða), og'við eignuðumst þar vini, sem aldrei gleymast. — Rússarnir vorú frábærlega gestrisnir líka — en á allt annan hátt. Þar var allt meira framandi. Þrátt fyrir allt, itm fyrir okkur var gert í Sovét- ríkjunum, fundum við þar ekki til þeirrar tilfinningar — eins og í Finnlandi — að við værum heima hjá okkur. Og satt að segja finn ég nú betur en nokkru sinni — eftir Garðaríkis-reisuna — hve gott er, að forsjónin hefir skákað mér niður hér. í minni gömlu og góðu Reykjavík. HPINGUNUM. Qjgu'iftóuiCO Ít KVÖLD kynnir Hallbjörg*4; ungan sjómann, sem syngur í fyrsta sinn á hljómleikum.' Hann heitir Kristján Már og er bróðir Hallbjargar. Hugur' Íhans stóð snemma til söngs, en hann varð að vinna fyrir sér og 15 ára gamall fór hann' á sjóinn og átti því fá tæki- færi til að sækja hljómleika' leða stunda söng. Kristján gat að þessu sinni sótt hljómleika, systur sinnar og varð fagnað- arfundur hjá þeim systkinum. JEr Hallbjörg heyrði bróður sinn syngja ákvað hún að gefa honum tækifæri til að koma. fram opinberlega. Á N&o llJVYU/ óáí udiftLL DAGLE6K Vegna breytinga á verkstæði mínu, eru ýmis konar trésmíðavélar til sölu. BJÖRN ÓLAFSSON Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði — Sími 50174. Bókhald — SuBurnes Get tekið að mér bókhald fyrir útgerðarmenn og fyrirtæki. Uppl. í síma: 7532 Sandgerði. — Verblagsgrund- völlurinn vöruverði til bænda verður ekkl helmingur þeirra hækkunar, sem orðið hefði, ef rökstuddar til- lögur fulltrúa framleiðenda í sex manna nefnd hefðu fengið að standa. Með skírskotun til framanrit- aðrar gagnrýni framieiðsluráðs á því að gengið hefur verið í veru- legum atriðum geg„ rökum full- trúa þéss í sex manna nefnd og yfirnefnd um breytingar á verð- ’agsgrundvellinum til leiðrétting ar fyrir bændur, þá skorar fram- leiðsluráð á meirihluta yfirnefnd ar að taka þessi rök til athug- unar að nýju og væntir þess, að sú athugun gæti leitt til þess. að réttur yrði hlutur bænda í þessu efni. Sverrir Gíslason Einar Ólafsson Páll Metúsalemsson Helgi Pétursson Bjarni Bjarnason Bjarni Halldórsson Pétur Ottesen Jónas Kristjánsson.“ Framhald af bls. 10. 2) Þá höfðu fulltrúar fram' leiðenda lágt til að ull á fóðraða kind yrði reiknuð 1,7 kg. Er það byggt á þriggja ára athugun á því ullarmagni, sem fram kem- ur til sölu. er sýndi 1,6—1,7 kg á fóðraða kind. Heimanotkun á ull er sára lítil nú orðið. Þetta ullarmagn hækkaði meirihluti yfirnefndar upp í 2 kg á fóðraða kind, eins og það raunar var áður, en var lengi búið að sýna sig. að vera of mikið. Auk þess ákvað meirihluti yfirnefndar hærra verð á ull inn í grundvöll- inn heldur en aðal útflytjandi ullar taldi skynsamlegt að gera, sem veldur verðlækkun á öðrum afurðum. 3) Fulltrúar framleiðenda höfðu lagt til að kartöflur í grund vellinum væru áætlaðar 10 tunn- ur á bónda að meðaltali. Úrtak hagstofustjóra yfir venjuleg bú, sem ekki væru á neinn hátt af- brigðileg, sýndi ,að kartöflumagn ið var ekki nema 5 tunnur á bú að meðaltali. Þetta færði meiri hluti yfirnefndar upp i 15 tunn- ur. s 4) Áður nefnt úrtak hagstofu- stjóra sýnir, að aukabúgreinar hafa ekki reynzt nema kr. 2.718, 00 á bónda og það lögðu full- trúar framleiðenda í sex manna nefnd til að sett væri inn í grund völlinn. Þessa upphæð hækkaði meirihluti yfirnefndar upp í kr. 10,900,00. Verður ekki á neinn hátt séð, hvað ræður slíkum vinnubrögðum. Þær breytingar, sem meirihluti yfirnefndar hefur gert á grund- vellinum frá því sem fulltrúar framleiðenda í sex manna nefnd höfðu lagt til, valda því, að nið- urstöðutölur grundvallarins lækka úr kr. 200,334,00 í kr. 186. 890,00, eða um kr. 13,444,00. Auk þess kemur svo aukning meiri- hluta yfirnefndar á sauðfjáraf- urðum, kartöflum og aukabú- greinum, sem allt veldur lækk- un á afurðaverði. Niðurstaðan verður sú, eftir meðferð meirihluta yfirnefndar á grundvellinum ,að hækkun á bú- Næsta dag, 23. sept., barst framleiðsluráði svar yfirnefndar, sem er á þessa leið: „Á fundi yfirnefndar í dag var lagt fram bréf frámleiðsluráðs, dags. 22. þ.m., þar sem borin er fram gagnrýni á ákvörðun yfir- nefndar á nokkrum liðum verð- lagsgrundvallar landbúnaðarvara 1961—62, og í því sambandi skor- ar ráðið á meirihluta yfirnefnd- ar að taka til athugunar á ný þá liði, sem það telur ekki rétt ákveðna af yfirnefnd. Oddamaður yfirnefndar lét bóka eftirfarandi ? tilefni af er- indi framleiðsluráðs: „Með því að ákvörðun yfir- nefndar á verðlagsgrundvelli 1961—62 er tvímælalaust endan- leg og óafturkallanleg, getur að mínum dómi ekki komið til greina að verða við þeirri áskor- un framleiðsluráðs að taka til at. hugunar að nýju þá liði, sem ráð- ið telur ekki rétt ákveðna af yfirnefnd." Fulltrúi neytendahluta sex manna nefndar í yfirnefnd lýsti því yfir, að hann væri sammála þessari bókun oddamanns. Þetta tilkynnist yður hér með. Fyrir hönd yfirnefndar: Klemenz Tryggvason.** Um dreifingar- og vinnslu- kostnað á mjólk og mjólkurvör- um varð að lokum samkomulag i sex manna nefnd og einnig um slátrunar-heildsölu og dreifingar- kostnað sauðfjárafurða. Ennfrem ur um dreifingarkostnað ann- arra landbúnaðarvara. Kom því ekki til úrskurðar yfir- nefndar um þau atriði. En þuð skal fram tekið að ekki tókst að framfylgja tillögum fram- leiðsluráðs um tilfærslu á verði frá mjólkurafurðum til sauðfjár- afurða, nema að hálfu leyti. Má í því sambandi nefna, að verð til bænda á mjólk hækkar frá því í fyrra úr kr. 4,18 í kr. 4,71 á kg eða um 12,7%, og I. verðflokkur dilkakjöts úr kr. 19,69 í kr. 23,05 á kg, eða um 17,06%. Grundvall- arhækkunin er að meðaltali um 14,5%. 1. OKTÓBER. 1. O K T Ó B E R. Fyrsta • • BIIMGO —KVOLD Heimdallar, F.U.S., verður í Sjáífstæðishúsinu su nnudaginn 1. október kl. 20,30 stundvíslega. Marffir ffiæsiie-ír vinninffar, m. a.: Skriíbori, rafmagnsrakvél, gólflampi, greiðslusloppur o.fl. DANSAÐ Á EFTIR Aðfföngumiðar afhentir í skrifstofu Sjálfstæðisfl okksins frá kl. 9—12 í dag. ÓKEYPIS AÐGANGUR. Heimdallur, F. U . S. 1. OKTÓBER. 1. OKTÓBER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.