Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 30. sept. 1961 MORGUNBLAblÐ 13 Það sem sannara reynist um siðvæðinguna (MRA) eftir prófessor Jóhann Hannesson UNDANFARIÐ hefir gefið að iíta heldur ómerkilegan mál- flutning um MRA í sumum ís- lenzkum hlöðum. Að vísu er það vitað mál að kommúnistar og taglhnýtingar þeirra verða að semja eða þýða „línu-greinar“ um menn og málefni — en iínu-greinarnar eru auðskiljan- legar þeim, sem eru kunnir inn- viðum kommúnistiskrar hug- ejónafræði. Línugreinamar eru ekki skrifaðar af frjálsum mönn urn í þess orðs venjulegu merk- ingu. Og það er líkt og að fara í geitarhús til að leita sér Ullar að leita í línugreinum þess um að því, sem sannara reynist um menn og málefni, sem eru Marxistum andstæð að ein- hverju leyti. Ekki geta komm- únistar enn sem komið er um- breytt skoðunum manna með líkamlegu ofbeldi í voru landi, en af þeim sökum verða hinar meira eða minna dulbúnu línu- greinar að sama skapi þýðing- armeiri fyrir vöxt og viðgang Marxismans. Það er ekki tilgangur minn að gera lítið úr kommúnistum eða halda því fram að þeir kunni ekki að flétta ýmsum sann- indum inn í málflutning sinn, þegar þau koma þeim að haldi í áróðrinum, eins og þegar þeir gagnrýna siðleysi, fjársvik og heimskupör í velferðarþjóðfé- lagi eins og voru. Þeir fagna öllum slíkum tækifærum — því þeir vita að kommúnisminn verður ekki sigraður með alko- hólisma, hjákonuhaldi né vara- játningu hugsjónafátækra manna, sem sitja rólegir og værukærir í eigingimi sinni og velferðar- efnishyggj'u og græða á afsiðun og upplausn síns eigin þjóðfé- lags. Ég hef verið vottur að því hve auðveld bráð slíkir menn urðu kommúnistum. — Kommúnistar vona að slíkir menn ráði sem mestu í þjóðfé- löngunum, því þá geta þeir beðið rólegir eftir því að lýðræði og frelsi rotni og fúni, svo þeir geti varpað visnum greinum þess á eld byltingarinnar. Rot- inn velferðar-kapítalismi er sá andstæðingur, sém þeir kjósa sér helzt. Frá tíma Ara fróða til vorra daga hefur það verið talin góð regla að hafa jafnan það, sem sannara reynist. En með því að bæði kommúnistar og nazistar hafa talið MRA hættulegan andstæðing, þá er þess ekki að vænta að þessi regla sé í heiðri höfð í línugreinum varðandi þessa hreyfingu. Fyrirlitning á staðreyndum hefur einkennt þær eftir lát dr. Buchmans, en hann andaðist þann 7. ágúst sl. Kommúnistar tala um auðæfi hans, en minnast ekki á fátækt hans. „Buchman lifði ætíð í vel- lystingum og þegar hann lézt voru auðæfi hans gífurleg", segir Þjóðviljinn. Þegar Buchman lézt, voru auðæfi hans tuttugu og fimm þúsund dollarar er hann ánafn- aði MRA og auk þess hús hans í Allentown, sem hreyfingin fær einnig til minningar um hann. (Heimild: NTB/Reuter, 21. 8. 1961). Á sama hátt og reynt er að falsa staðreyndir um eignir hans, er einnig reynt Fyrri grein í línugreinunum að fela fyrir lesendum þau andlegu afrék, sem þessi maður hefur unnið. Og er það ekki skiljanlegt þar sem Dr. Buchman og samverka- mönnum hans tókst að um- Dr. Frank Buchman breyta „eigingjörnum kapítalist- um og fórnfúsum kommúnist- um“ og gjöra úr svo gjörólíkum manngerðum nýja manngerð, siðmæta lýðræðismenn og vel- viljaða? ÞaS er skiljanlegt að kommúnistar óttast þetta, því það kippir stoðunum undan hugsjónafræði þeirra, sem elur á stéttahatrinu, og undan sögu- skoðun þeirra, sem staðhæfir að öll saga sé saga stéttastríðs. Guðleysi (atheismus) er grunð vallaratriði í marxiskum komm- únisma. En um sjálfan sig sagði Dr. Buchman: Af sjálfum mér hef ég ekkert gert. Guð hefur gert allt. Með því á hann við það góða, sem hann og sam- verkamenh hans hafa til leiðar komið. Hvaða skoðun sem menn hafa á MRA eða einstökum mönnum hreyfingarinnar, þá er það víst að áhrifa hennar hefui- gætt svo mjög að hugsjónasaga aldar vorrar verður ekki skráð án þess að taka tillit til þeirra. Frjáls hugsun frjálsra manna kemst ekki hjá því að hafa það, sem sannara reynist við rann- sókn heimiída. 2. Nokkru eftir að Buchman hafði lokið háskólamenntun sinni, hóf hann starf meðal at- vinnulausra og heimilislausra manna í Filadelfíu. Bjó hann sjálfur um þær mundir í þak- herbergi einu, sem var yfir hesthúsi. Síðar tók hann að sér að stjóma heimili, þar sem tek- ið var við heimilislausum drengjum. En eftir nokkurt skeið sagði hann því starfi upp af því að stjórnarnefnd heimil- isins skipaði honum af fjárhags- ástæðum að gefa drengjunum minni mat en Buchman sjálfur taldi að drengirnir þyrftu. Hvarf hann móðgaður og bitur burt frá þessu starfL Árið 1908 var hann staddur í Englandi í því skyni að sækja Keswickmót, en þau mót eru fræg um allan hinn kristna heim og sótt af fjölda manns. Sjálfur var hann þreyttur og vonsvikinn. 1 þessari ferð bar svo við dag einn eftir hádegl að hann gekk inn í litla kirkju og fátæklega. Var þar verið að halda bænasamkomu og þar voru 17 manns viðstaddir í þorpskirkjunni. Ókunn sveita- kona stjórnaði bænafundinum og hélt stutta ræðu. Enginn man hvað hún hét né hvað hún sagði, nema Buchman gleymdi því ekki að hún talaði um kross Krists. Meðan hann sat þar, birtist hinn krossfesti Kristur honum í innri vitrun og þessi upplifun gjörbreytti honum. Hann ákvað að skrifa þeim 6 nefndarmönnum, sem hann hafði orðið ósáttur við, biðja þá fyrirgefningar og sættast við þá. Enginn þeirra sendi svar. En Guð veitti sitt svar með því að gera Buchman að nýjum manni. Löngu eftir að Buchman var orðinn heimsfrægur maður, hélt hann áfram að segja samverka- mönnum sínum frá þessari und- ursamlegu reynslu sinni. 3. Frank Buchman fæddist t Pensburg í Pensylvaníu þann 4. júní 1878 og var af sviss- neskum ættum. Menntun sinni sem lútherskur prestur lauk hann árið 1902. Sóknarprestur var hann aldrei, en fékk aftur á móti góða stöðu við háskóla og var um skeið stúdentaprest- ur. Embætti sínu sleppti hann árið 1921 til þess að geta helg- að sig algjörlega sálgæzlustarfi meðal ungra manna er voru ný- komnir heim frá vígstöðvunum eftir fyrri heimsstyrjöld, eink- um í Oxford og fleiri enskum borgum. I starfi sínu á þeim árum brýndi hann fyrir sér- hverjum manni, er hjálpar hans leitaði, að gera hreinlega upp við Guð og menn fyrir allar fyrri syndir, með játningu gagn- vart þeim, sem maður var brot- legur við og með yfirbót þar sem henni varð við komið. Hann hvatti menn til raunsærr- ar trúar á handleiðslu Guðs og til að temja sér opinskátt hug- arfar og fúsleika til að hjálpa öðrum mönnum. Skyldu þeir, sem hlotið höfðu sigur yfir fyrri yfirsjónum og löstum segja öðrum frá reynslu sinni fyrr og síðar í því skyni að Framhald á bls. 14. Páll V. G. Kolka skrifar Vettvanffinn í disf. Hann f jallar m. a. um Svarta skóla ■ syndir feðranna — vald eða réttur terrorisma — sóðaskapur — helryk í KVÆÐI sínu um Svarta skóla dregur Einar Benediktsson upp stórfenglega mynd af viðureign mannsins við voðagátur geims og tíma. háða í því skyni að ná valdi á dulinni orku. Máttur heil- ans er æfður, en mannlegum til- finningum fórnað, myrkraverk eru höfð í frammi, náir vaktir af sæ og haug, seiður framinn við altari hjartans og hver taug hert í ógnum, þvi að slík er kennsluaðferð hins mikla læri- meistara, djöfulsins. En „óhrein fylgd þó farnast illa, / fordæmd líf og dauðra bein / jarðarbörn- In blinda og villa, / blóðsins innstu lindum spilla, / skjótans inn í augans stein, / ofsjón vekja, geðið naga", og geigurinn sezt eð í djúpi hugans, því að velferð sálarinnar er sett að veði. Mað- ur gæti haldið, að kvæðið væri ort um kapphlaupið um kjarn- orkuvopnin, ef það hefði ekki verið gert í byrjun þessarar ald- «r, á þeim tíma, þegar nær allir menntamenn voru trúaðir á, að oukin þekking á hinni ytri nátt- úru og orkunni, sem í efninu felst ,væri óbrigðul leið til auk- fnnar velmeguar, aukins frelsis, bættrar andlegrar og líkamlegr- ar heilbrigði. Skáldið skyggndist dýpra, það sá að „djöfuls *fl og engils veldi / eru af sömu mátt-j arlind“, orkuna má nota jafnt íj þjónustu hæstu hugsjóna sem til hinna skelfilegustu ódæðisverka. Síðan á dögum Einars Bene- diktssonar hafa námsmennirnir í Svarta skóla náð miklum fram- förum, fundið orkulindir, sem áður voru óþekktar, en jafnframt hert hverja taug í ógnum langr- ar styrjaldar, þar sem konur og börn voru kramin þúsundum sam an undir rústum hrynjandi borga, hert þær einnig í eitri hins kalda stríðs, þar sem því er hótað að strá helryki yfir þúsundir heim- ila, dæma börn enn óborin til að fæðast vansköpuð, með uppsprett ur blóðs síns sýktar og kvalafull an dauðdaga sem veganesti í upp hafi síns saklausa lífs. Prófið í þessum skóla er að nálgast, skólameistarinn heimtar sitt og geigurinn hefur gripið allt mannkyn, því að /enginn veit, hvort ,,völundurinn Vítis reipa / verður klerksins fífl og þræll“, eða hann nær að loka öllum út- göngudyrunum og heimta nem- endurna upp í námsgjaldið. □ Löngum hefur því verið haldið af rnönnum, að afleiðingar illrar j breytni yrðu slæm örlög í öðru | j lífi. Sumir vilja hafna þeirri ' kenningu, en ekkert orðagjálfur eða bjartsýnishjal getur falið þann beizka sannleika, að syndir feðranna koma niður á börnun- um í þirðja og fjórða lið. Sann- arlega hafa syndir 19. aldarinn- ar komið hart niður á þessari öld. Iðnbyltingin skapaði van- hirtan öreigalýð í stórborgunum, og þótt tekizt bafi síðan að bæta lífskjör alls almeenings, þá er margur vandi í þeim efnum ó- leystur enn. Bættar samgöngur gerðu stórveldum Evrópu kleift að sölsa undir sig auðlindir frum- stæðra þjóða, en þau notuðu sára- lítinn hluta ágóðans til þess að veita þeim þá menntun, sem er nauðsynleg til aukins þroska. Þá skuld er að vísu reynt að greiða nú, en gengur erfiðlega. Stórkost- legar uppgötvanir í líffræði voru notaðar sem rök til þess að hafna höfundi lífsins og boðorð hinnar blindu efnishyggju, að rétturinn skyldi vera séreign þess sterka — að sá sem hefði afl til að beita ofbeldi í alþjóðasamskiptum, þyrfti engum að standa reikn- ingsskap, hvorki Guði, samvizku sinni né meðbræðrum sínum. Til a ðlifa í samræmi við þá lífsskoð- un þarf því að hafna tilveru Guðs, meta eigin orð og eiða sem sjónhverfingu og neita þvi, að maðurinn — hinn óbrotni og valdalausi þegn — eigi í sjálfu sét- nokkurn rétt annan en þann, sem valdhafinn telur hentugt að láta honum i té í bili að launum fyrir fylgispekt og þjónustu. Það hafa alltaf verið til valda- sjúkir menn og sumum þeirra hefur tekizt að hlaða háa pýra- mída úr bausum sigraðra and- stæðinga, eins og Djengizkan, en 19. öldin varð fyrst til þess að hreykja kenningunni um æski- leika ofbeldisins á fræðilegan grudvöll — að fella ógnanirnar, terrorismann, sem nauðsynlegan lið inn { lifsskoðun sína. Það þekkja þeir, sem hafa kynnt sér kenningar Marx n« Lenins. □ Nú ber ekki að neita því, að ýmislegt í hagfræðikenningum kommúnismans er athyglisvert og að margt i þjóðfélagsskipun Rússa getur orðið til fyrirmynd- ar, en hin staða og stirðbusalega fastheldni þeirra við dýrkun of- beldisins stendur öllu öðru fram- ar í vegi fyrir því, að þeirri ó- hemjulegu orku og fjármagni, sem vísindip hafa gefið á vald mannanna, sé varið til að bæta hag þjóðanna, innan Ráðstjórnar ríkjanna og utan, í stað þess að eyða því í margbrotin dráps- tæki. Terrorisminn er orðinn að trú- arbrögðum hjá valdamönnum kommúnista og því er það rétt hjá þeirri góðu frú Furtsjeva, menntamálaráðherra Sovétrikj- ■anna, að trú á Guð og kommún- ismi eru andstæður. Skefjalaust ofbeldi og trú á mannhelgi geta ekki átt samleið. Það sannast því á kommúnistum, að „for- dæmd líf og dauðra bein / jarð- arbörnin blinda og villa". Dýrk- un þeirra á dauðum beinum Marxismans hefur blindað þá fyr ir þeirri augljósu staðreynd. að ofbeldið er nú á tímum leið glöt- unarinnar, en vegurinn til fram- fara og farsældar er braut frið- samlegra samskipta milli þjóða, þótt erfðavenjur, lífsskoðun og stjórnarhættir séu sitt með hverju móti. □ Það þarf ekki rétttrúaða línukommúnista til þess að tigna ofbeldið, en lítils- virða mannhelgi og sann- Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.