Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLAÐIÐ Laugardagur 30. sept. 1961 — KOMDU sæll, góði. Ég var farinn að halda að þú ætlaðir ekkert að koma. Jæja, gjörið þið svo vel og gangið í bæinn. Það var komið undir miðnætti er við komum að Akri. — Við vorum ný- komnir úr göngum af Grímstunguheiði og urð- um seinir fyrir um kvöld- ið. Ég var búinn að fala gistingu hjá Jóni bónda og alþingismanni á Akri og þeir Hvammsbændur óku mér út eftir. Ekki stóð á veitingunum. Allt var okkur gangnamönn- um til reiðu er við vorum setztir inn í stofu á Akri. Jón Pálmason er landskunnur fyr- ir rausn sína og höfðingskap heim að sækja. Við vorum ferðlúnir og sátum því stutt að veizluföngum Jóns áð þessu sinni. Ég varð feginn að halla mér og sofnaði fljótt. Engum manni er Jón líkur Klukkan sjö morguninn eft- ir kom Jón inn og vakti mig með þessari viðkunnanlegu spurningu: — Viltu kaffi eða viltu snaps, eða viltu hvort tveggja? Ég reis upp við dogg, néri stýrurnar úr augunum og varð fyrst að orði: — Engum manni ertu líkur Jón. Jón Pálmason á Akri ásamt Pálma, syni sínum, konu sinni, frú Jónínu Ólafsdóttur og tengdadóttur, frú Helgu Sigfús- dóttur. — Við þurftum að vakna snemma þennan morguij því allir voru að fara í réttir. Við Jón ætluðum fram í Vatnsdals rétt en Pálmi sonur Jóns upp í Auðkúlurétt. Um kl. 8 um morguninn áttum við von á Ara á Blönduósi til þess að flytja okkur fram í réttina. Hann ætlaði sjálfur að huga að kindum Blönduósbúa. sem í réttinni kynnu að vera. rutiCARó/Nt* Pálmi var aS sinna búverk- um um raorguninn áður en hann fór.af stað. Ungur bóndi með myndarlegt bú þarf í mörg horn að líta á haustdag- inn þegar hann er að fá fé sitt af fjalli. Hann hefir nú tekið við búi föður síns enda segist Jón nú fremur vera gestur hjá syni sínum og tengdadóttur en bóndi á heimilinu. Fagurt bæjarstæði Það var fagurt þennan morgun á Akri. Við gengum út á tún og ég litaðist um, því ég hafði aldrei komið að Akri fyrr. Það er vart ofsögum af því sagt að hér sé eitt feg- ursta bæjarstæði í Húnaþingi. Framundan liggur Húnavatn- ið spegilslétt. Til suðurs sér til Víðidalsfjalls og Vatnsdals- fjalls og til vesturs allt til Strandafjalla og til norðurs og austurs Skagastrandarfjöll- in. Við Jón raeðum .búskapinn meðan við röltum um túnið, þar sem ofurlítið af há liggur enn óhirt. Það er fallegt tún- stæði á Akri og er stöðugt ver- ið að bæta við það. Lítt grónir melarnir eru nú að verða að iðjagrænu túni. Það berst í tal aðstaða ungra manna til að hefja búskap. Á þessari jörð tekur sonur við af föður og heldur áfram uppbyggingunni þar sem faðirinn hættir. Þegar ungu mennirnrir taka ekki við Jón hefir orð á því að erfitt sé fyrir unga menn áð byrja búskapinn nú til dags. Stofn- fé þurfi mikið og erfitt að komast yfir það. Við erum sammóla um að gremjulegast sé þó þegar ungir menn vilja ekki taka við góðum búum af feðrum sínum eða einhverjar aðrar orsakir liggi til að þeir taki ekki við jörðunum. Þessa eru því miður allt of mörg dæmi hér á landi. Til er að feðurnir draga syni sína svo lengi á að taka við jörðinni að annað hvort hafa þeir farið og helgað sig öðru starfi eða jafn vel brotizt í því að hefja bú- skap annars staðar þar sem þeir eiga óhægt með að skilja við. Orsakirnar geta verið margar, s?m liggja til þess að verk feðranna eru ekki nýtt af sonunum og er sannarlega leitt til þess að vita. Það væri raunar fróðlegt að kanna hve mörg dæmi eru slíks hér á landi og það er fullvíst að í öllum tilfellum er það ekki ódugnaði eða áhugaleysi sonanna einum að kenna. Trúin á. sveitirnar Ég minnist þess er Jón á Reyniátað kvaddi aðalfund Stéttarsambands bænda nú á þessu hausti þá gat hann þess að fleira bindi eða ætti að binda menn víð sveitirnar en krafan um góða lífsafkomu þótt hún væri ávallt mikils virði. Trúin á sveitirnar mætti aldrei dvína. Það er líka eitthvað bogið við þá trú er synir vilja ekki setjast í góð bú feðra sinna og það er líka eitthvað bogið við þá feður, sem ekki hafa hug á því að búa syni sína undir að taka við þeirri arfleifð, sem þeim er fært að leggja þeim upp í hendurnar. Akur er eitt af fögrum dæm um þess þar sem þetta hefir verið gert. En brátt er Ari kominn og þessi hugleiðing á sólfögrum morgni á Akri er trufluð. Við ökum fram í Vatnsdalsrétt og þar er réttarlífið í fullum gangi. Jön vindur sér inn í almenninginn og hittir marga sveituga og vini. Þeir kyssast karlarnir og heilsast kumpán- lega. Það er þeirra dagur í dag. vig. Viljum ráða lœrling í bókband. Upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 2—4 í OTg. HILIVtlR H.F. Skipholti 33. Vanfar röskan mann á pappírslager. FramtíSaratvinna. Gott kaup. Upplysingar á sknístofunni frá kl. 2—4 í dag. HILIWIR H.F. Skipholti 33. Margt í Þverárrétl Akranesi, 28. sept. ÞVERÁRRÉTT í Borgarfirði var á miðvikudag í fyrri viku. —■ Margt fé var í réttinni enda hafði smalazt fremur vel. Sægur af fólki kom í Þverárrett að vanda. Víst kom það sér vel að kaffi- veitingar fengust í gamla skóla- húsinu íast sunnan við réttina því að hvass stormur var á SV og gekk á með hryðjum. Ekkert hafði boiið á mæðiveikinm svona í fljótu bragði séð. Dansleikur var haldinn í húsinu til ágóða fyr ir eihheimili handa Borgfirðing- um. Réttarstjóri var Magnús Krxst.iánsson bóndi ' Norðtungu. Davið á Arnbjarnarlæk, tengda- ía'ðir hans, kom þarna á gamal- kunnar slóðir. Davíð var réttar- stjóri í Þverárrétt samfleytt í hálfa öld. Sú var tíðin að hann var árum saman fjáreflstur bóndi á íslandi og heimti þá 1700 fjár af fjalli. Sú saga er sögð úr Þverárrétt þegar mæði- veikin geisaði hvað mest og bú- ið var að reka inn í réttina, hafi Davíð sagt við gangnamenn. — Verið nú handfljótir að draga piltar svo við verðum búnir þeg- ar fólkið kemur. Réttarfólkið kom að auðri rétt og' enginn vissi nema gangnamenn hve nauða- fáar kindur voru í safninu. — — Oddur Grýtti mink Akranesi, 28. sept. UM 10 leytið fyrir hádegi i dag brá Karl Arnbjarnarson á Brekku. braut 22 sér heim í kaffi. Sá hann þá mink heldur smáan, sem var að spássera á Brekkubraut fyrir framan húsið hans. Karl komst þegar í vígahug og þarf ekki að orðlengja að báðir tóku sprettinn. Stökk minkurinn fyrst yfir húsgrunn Og Karl á eftir, þaðan inn í húsið Brekkubraut 26 sem er í smíðum. Karl eins Og eldibrandur á eftir honum og skaut að honum steini, sem reið honum að fullu. Síðan sendi Karl són sinn með skottið til bæjar- stjóra og fékk 200 kr. fyrir. — Oddur Togarasölur TOGARINN Maí frá Hafnarfirði seldi í Bremerhaven á miðviku- dag 104 lestir fyrir 96.300 mörk. Fyrr í vikunni seldi Neptúnus i Cuxhaven 70 lestir fyrir 47,300 mörk og Hvalfell í Bremerhaven 120 lestir fyrir 97.830 mörk. —• Á fimmtudag selja tveir togarar í Bretlandi og einn í ÞýzkalandL Von f jölgunar Amman, Jórdaníu, 27. sept. AMMANÚTVARPIÐ birti 1 dag tilkynningu um það, að Hussein konungur og hin brezka kona hans, sem nú ber nafnið Muna al Hussein, eigi von á erfingja með vorinu. Hussein gekk að eiga hina tvítugu Toni Gardiner í maí sL Lítill afli Skagabáta AKRANESI, 27. sept. — Firnm dragnótabátar voru á sjó í nótL Aflinn var nauðalítill, 100—300 feg á bát. Þrír línubátar reru i gærkvöldi. Sveinn GUðmundsson féfek 4,5 tonn, Skipaskagi 4,2 og Svanur 3 tonn. Hér er norska skipið Fandango oig lestar 378 tonn af freðfiski. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.