Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGIJISBL AÐIÐ Laugardagur 30. sept. 1961 Fulltrúar bænda óánægðir með verðlagsgrundvöllinn MORGUNBLAÐINU barst ígær, greinargerð frá Stéttarsambandi bænda um afstöðu fulltrúa fram- leiðsluráðs landbúnaðarins og bænda í sex mannra nefndinni til verðlagsgrundvallarins, sem yfirnefnd úrskurðaði fyrir nokkru. í greinargerð þessari lýsa fulltrúarnir óánægju sinni með grund völlinn | heild og' „undrast það, hvað yfirnefnd hefur sniðgengið tillögur full-' trúa framleiðenda í sex manna nefnd varðandi ýmsa liði grund- vallarins.“ Einkum lýsir fram- leiðsluráð óánægju siimi með á- kvörðun nefndarinnar að því er varðar fyrningu fasteigna og vexti. „Þá hefur meirihluti yfirnefnd ar aukið afurðamagn búsins, að því er framleiðsluráði virðist, algerlega út í bláinn", segir enn- fremur í greinargerð Stéttarsam- bandsins. Greinargerðin í heild fer hér á eftir: Greinargerð frá Stéttarsambandi bænda Svo sem kunnugt er, varð að þessu sinni ekki samkomulag i sex manna nefnd um verðlags- grundvöll landbúnaðarafurða fyr ir tímabilið 1. sept. 1961 til 31. ág.j 1963. Varð því að vísa tillögum um grundvöllinn frá hvorum nefndarhluta fyrir sig, fulltrúuml framleiðenda og fulltrúum neyt-| enda, til úrskurðar yfirnefndar. | Verðlagsgrundvöllur sá* sem birtur er hér að framan og nú gildir, er því uppbyggður og úr- skurðaður af yfirnefnd, í mörg- um atriðum af meiri hluta henn- ar. Til þess að glöggt komi í ljós afstaða framleiðsluráðs landbún- aðarins og fulltrúa bænda í sex manna nefnd til þessa verðlags- grundvallar, þykir rétt að birta bókun framleiðsluráðs frá 22. sept. sl., sem send var yfirnefnd þá þegar. Bókunin er svohljóðandi: „Eftir að framleiðsluráð hefur VERÐLAGS GRUNDVOLLUR 1. ANDBUNAÐARVARA 1961/1962 G j 6 1 d : . / 1. Kjarnfóður yfirfarið og athugað verðlags- grundvöll landbúnaðarafurða, eins og hann hefur verið úrskurð aður af yfirnefnd, lýsir það óá- nægju sinni með grundvöllinn í heild og undrast það, hvað yfir- nefndin hefur sniðgengið rök- studdar tillögur fulltrúa fram- leiðenda í sex manna nefnd varð- andi ýmsa liði grundvallarins. Þeir kostnaðarliðir, sem fram- leiðsluráð lýsir einkum óánægju sinni yfir, eru þessir: 1. Fulltrúar framleiðenda lögðu til að fyrning fasteigna yrði kr. 4.500,00 eða 3% af kr. 150.000,00. Var þetta rökstutt með því að verðmæti útihúsa, sem reist hafa verið á síðasta áratug. samkv. uppgjöri 10 ára áætlunar stéttar- sambandsins, er um kr. 900,000, 000,00, miðað við verðlag 1960. Deilt með bændatölunni 6000 eru þetta kr. 150.000,00 á bónda. Er þá ekkert tillit tekið til þeirra bygginga, sem til voru“*fyrir 1950. Sýnist því ekki mega minna vera en að reiknuð sé fyrning á þau hús, sem byggð voru síðasta ára- tuginn, því á annan hátt er ekki unnt að endurbyggja húsin þeg- ar þörf krefur, þ.e. eftir 33 ár. Viðhald það sem reiknað er í grundvellinum, kr. 4.456,00, er alls ekki nema fyrir árlegu við- haldi húsanna og getur því ekki á neinn hátt mætt fyrningunni. Meirihluti yfirnefndar fellir fyrn ingarliðinn á útihúsum algerlega niður og lækkar því liðinn í heild — viðhald og fyrningu fasteigna — um kr. 4.500,00 eða úr kr. 8.956.00 í kr. 4.456,00,- 2. Fulltrúar framleiðenda höfðu lagt til, að vextir í grund- vellinum yrðu alls kr. 23,378,00. Meirihluti yfirnefndar lækkaði þennan lið niður í kr. 16,579,00. Liggur þessi lækkun einkum í því, að lækkað er eigið fé um kr. 49.000,00, og vextir af eigin fé lækkaðir úr 5% í 3V2%. Verðui ekki séð á hverju þetta er byggt, hvorki lækkun á eigin fé bónd. ans og því síður hvaða rök liggja til þess ,að meta vexti af þvi ekki nema 3y2%. Með slíku mati á eignum og vaxtakjörum er þess ekki að vænta, að menn vilji hafa eignir sínar bundnar í land- búnaði. Þá hefur meirihluti yfirnefnd- ar aukið afurðamagn búsins, að því er framleiðsluráði virðist, al- gerlega út í bláinn, þ.e. án þess að hafa þar nokkur rök á bak við. Má þar til nefna: 1) Fulltrúar framleiðenda höfðu lagt til, að kjöt eftir fóðraða kind yrði 14,68 kg eins og að undanförnu, sem skýrslur benda þó ótvírætt til að sé of mikið. Þetta afurðamagn færði meiri- hluti yfirnefndar uþp í 15,3 kg á fóðraða kind. Einkum virðist áúkning á kjöti af fullorðnu fé ekki hafa við minnstu rök að styðjast. Framh. á bls. 15. a. Fóðurmjöl 912 kg. á 5.71 5.2Q8 b. Maismjöl 3.258 — - 4.27 13.912 c. Fóðurmjólk 350 — - 2.70 945 20.065 Z'. Tilbúinn áburður a. Köfnunarefni 1.235 kg. á 8.33 10.287 b. Fosforsýra 538 — - 5.86 3.153 c. Kalí 298 — - 3.85 1.147 14.587 3. Viðhald fasteigna a. Timbur 2.308 b. Þakjám 1.256 c. Málning 892 4.456 4. Viðhald girðinga a. Timbur 1.795 b. Gaddavír 1.555 3.350 S. Kostnaður við vélar a. Varahlutir 4.464 b. Benzín 3.905 c. Smurolía 584 d. Fyrning, 10% af 65.000 6.500 15.423 6. Flutningskostnaður 8.300 7. Vextir a. Af eigin fé, 312% af 300.000 ... .... 10.500 b. Ræktunarsjóðslán, 4% af 55.230 2.209 c. Aðrar skuldir, 9% af 43.000 3.870 16.579 8. Annar rekstrarkostnaður - 5.200 9. Vinna a. Laun bóndans 86.142 b. Aðkeypt vinna 12.788 98.930 Alls 186.890 f e k j u r : Verð- Samtals H æ k k u n ein kr. . aur % 1. Af nautgripum 53 12,67 18.900 ltr. mjólk 4.71 89.019.— 160 kg. Ak I og N I 21.20 3.392.— 252 13.50 56 Ak II 20.45 1.145.— 243 13.49 14 N II 19.45 272.— 230 13.41 31 Uk I og K I 13.15 407.— 155 13.36 81 — K II, K III, Uk II, Uk III 10.30 834.— 122 13.44 Húðir 193.— 31 19.14 95.262.— Frá dregst: Heimanotuð mjólk -r- 953.— 94.309.— t. Afurðir af sauðfé 1.591-kg. D I og D II 23.05 36.673.— 336 17.06 140 D III 20.45 2.863.— 243 13.50 16 G I 16.30 260.— 205 14.39 255 Æ I og H I 9.60 2.448.— 112 13.21 94 Æ II og H II 8.05 757.— 94 13.22 419 — Gærur 30.46 12.763.— 596 24.33 274 Ull, óhrein 29.14 7.984.— 484 19.92 137 stk. Slátur 30.00 4.110,— 138 4.82 67.858.— 8. Afurðir af hrossum 150 kg. kjöt 9.90 1.485.— 117 13.40 Húðir 102.— 12 13.33 1.587.— 4. Garðrækt 1.500 kg. Kartöflur - 3.62 5.430.— 31 9.37 8. Annað Aukabúgreinar, hlunnindi, fóður- taka, styrkir og annað (13.2%) 10.900.— Launatekjur utan bús (24.3%) 6.806.— 17.706.— 17.22 Alls kr. 186.890.— 7,0 kýr, 2,5 aSrlr nautgripir, 115,0 ser, 22,0 annað sauðfé, 5,0 hross. Úr blaðinu „Pravda-Ueningrad" Erlíngur syngur Ólafarkvæði Jóns Þórarinssonar með Fóst- bræðrum. Umbun eftir afköstum Smáspjall við Águst Bjarnason í tilefni af songför Fóstbræðra FLESTIR félagar Karlakórs- ins Fóstbræðra eru nú komn ir heim úr þriggja vikna glæsilegri söngför til Finn- lands og Sovétríkjanna. — í fréttatilkynningu frá kórn- um, sem blaðinu hefir bor- izt, er greint frá gangi ferð- arinnar — og er af henni ljóst, að hér hefir verið um mikla sigurför að ræða. Var kórnum hvarvetna tekið með afbrigðum vel, og er það til marks, að sumir samsöngv- anna stóðu allt að helmingi lengur en söngskráin sagði til um, eða allt að 3 klst. — þar sem kórinn varð bæði að endurtaka fjölda laganna á söngskránni og <^>yngja allt upp í tólf aukalög. — (Eru þar talin með aukalög ein- söngvara, Kristins Halls- sonar og Erlings Vigfússon- ar, sem einnig hlutu ágætar viðtökur áheyrenda og góða dóma gagnrýnenda). — ★ — Kórinn söng í Helsinki, höfuð- borg Finnlands, á útleið, en í Rússlandi voru haldnir sam- söngvar í Moskvu og Leningrad og auk þess í Riga í Lettlandi. — í fréttatilkynningu Fóst- bræðra er sérstaklega tekið fram að öll söngförin hafí verið „ágætlega skipulögð og fyrir- greiðsla og viðurgerningur við kórinn í alla staði svo sem bezt verður á kosið“. Er blaðamaður Mbl. átti í gær samtal við Ágúst Bjarnason, far- arstjóra þeirra Fóstbræðra, um ferðina, tók hann mjög eindregið undir þessi ummæli og kvað síð- ur en svo of sterkt að orði kveð ið — ferðin öll væri ógleyman- leg. Helzt væri hægt að segja, að hún hefði verið of vel skipulögð (einkum í Sovétríkjunum), sem reyndar er ekki óalgengt um ýms ar hópferðir. — Við vorum.hýst- ir í fínustu hótelum Rússanna á hverjum stað. fengum 3 rúblur á dag í vasapeninga — og allt frítt, sagði Ágúst. (Af því að læknar eru nú ofarlega á dag- skrá hér, má kannski geta þess til gamans, að mér var sagt, að byrjunarlaun lækna væru 100 rúblur á mánuði. — Við félagarn ir höfuð því greinilega verið bet-| ur fjáðir en þeir, meðan við dvöldumst eystra!) Ef við vildum bregða okkur eitthvað, þá var ekki annað en biðja um bíl. og hann var samstundis til reiðu —| án endurgjalds. Reyndar fékk maður þó ekki að fara ,,hvert á land“ sem maður óskaði — t.d. fékk ég ekki að fara um borð í Dísarfellið, sem var statt í Riga, þegar við vorum þar — en ég ætlaði að bjóða skipsmönnum á samsöng okkar. Hvers vegna veit ég ekki. Úr þessu rættist þó, því að skipstjórinn kom til okkar í hótelið. — Hvernig líkaði ykkur við rússnesku hótelin — afgreiðsl- una, matinn o.s.frv.? Eða hafa söngmenn kannski sterkari maga en knattspyrnumenn okkar? Ágúst Bjarnason: — Gott að vera „skákað niður í gömlu, góðu Reykjavík“ ... — Já, varðandi knattspyrnu. mennina. Ég reyndi eftir föngum að kynna mér viðurværj það, sem knattspyrnumenn okkar fengu — og komst að þeirri nið- urstöðu, eftir ýtarlega rannsókn, að í „Sovéttinu“ fái menn umbun eftir afköstum. Við fengum á. gætis-fæði! Víst er það, að við þurftum ekki að kvarta um mat. areitranir eða neitt slíkt, sagði Ágúst, — en heldur virtist mér afgreiðsla og öll þjónusta sein. lát í hótelunum, þótt það kæmi ekki niður á okkur. þar sem við vorum „fínu“ gestirnir — í boði menntamálaráðuneytisins rúss. neska. Og einhvern veginn fannst mér nokkuð gamallegur blær á hlutunum. T. d. bjuggum við I hinu stóra Ukraina-hóteli 1 Moskvu, sem er 29 hæðir með samtals um 1100 herbergjum -— og sex lyftur eru í húsinu. Það er byggt 1958, en einhvern veg. Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.