Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.1961, Blaðsíða 23
Laugardagur 30. sept. 1961 MORGIJTSBLAÐIÐ 23 t’ROSKMENNIRNER sem eru að ljúka námi hjá Landhelgis- gæzlunni. Frá vinstri: Krist- ján Sveinsson, Haraldur Sig- fússon, Leó Carlsson og Þor- valdur Axelsson. Fyrir fram- an þá stendur forstjóri Land- helgisgæzlunnar Pétur Sigurðs son, en að baki þeirra þjálfar- inn, Þröstur Sigtryggsson. (Ljósm.: vig.)i Froskmenn landhelgis- gæzlunnar að þjálfun í GÆR var blaðamönnum boðið að vera viðstadd- ir köfunaræfingu frosk- manna á vegum Land- helgisgæzlunnar. Fór æf- ing þessi fram uppi í Kollafirði. Landhelgisgæzlan hefur nú þjálfað alls 9 froskmenn og eru það fyrst og fremst stýri menn á skipum gæzlunnar, sem þessa þjálfun hljóta. — Pétur Sigurðson, forstjóri, sagði að ætlunin væri að all- ir stýrimenn á skipum gæzl- unnar hefðu þjálfun til köf- unar, ef á þyrfti að halda. Ætlun Landhelgisgæzlunnar er ekki að ganga á neinn hátt inn á verksvið einstakl- inga, sem vilja reka þetta sem atvinnu, heldur einungis að geta aðstoðað við köfun er skip eru í vanda stödd og aðra aðstoð er ekki að hafa. ★ Það er að sjálfsögðu aug- ljóst mál hve geysi þýðingar- mikið það er að geta leitað til Landhelgisgæzlunnar þeg- ar á kafara þarf að halda úti á fiskimiðum. Aðgerð sú, sem kafarinn þarf að fram- kvæma er máske mjög lítil og einföld, en krefst þess að draga þarf skipið til hafnar til þess að fá hjálp, ef ekki er kafari nærstaddur. ★ Við sigldum í gær með hraðbáti Óðins upp í Kolla- fjörð, þar sem Óðinn lá, en stýrimenn þeir, sem verið er að þjálfa, voru þar um borð. Froskmennimir klæddu sig í búninga sína um borð í Óðni áður en haldið var af stað á grynnra vatn inni í Kollafirði og var hraðbátur- inn notaður til þeirrar ferð- ar. Er dýpið var um 11 metr ar var numið staðar og lagzt við fast. Hraðbáturinn er bú- inn bæði talstöð og dýptar- mæli. Kafaramir tóku nú hver af öðrum að búa sig til æfingarinnar, setja á sig loft kúta, sundfit, blýbelti, vatns- þétta hanzka og annað það er til þarf, en í hlífðargall- ann sjálfan voru þeir komn- ir áður. ★ Námskeiði þeirra fjögurra manna, sem þarna var um að ræða var að verða lokið. Þröstur Sigtryggsson, stýri- maður, sem kennir frosk- mönnunum, sagði að þeir ættu eftir sem nemur tveim- ur æfingum áður en þeir teljast fullnuma / í listinni. Námstíminn er 2—3 vikur miðað við eina æfingu á dag. Hann ráðleggur að frosk- mennirnir fari ekki dýpra en sem svarar 12 m, en sé farið dýpra getur farið að bera á svonefndri kafaraveiki. Er þá nauðsynlegt að viðhafa ýmsar varúðarráðstafanir, en alla jafna er ekki gert ráð fyrir að þessir froskmenn þurfi að vinna á meira dýpi en sem svarar undir skips- botni, eða aðeins á fárra metra dýpi. ★ Tæki þau sem. froskmenn- irnir hafa hjá Landhelgis- gæzlunni eru til í öll skip hennar. Loftkútamir eru fyr- ir 2800 lítra af lofti og næg- ir það til þess að vera klukkustund í kafi við létta vinnu. Hér er ekki notað súr- efni, heldur aðeins hreint loft. Eftir um það bil hálfa klukkustund var æfingunni lokið. Froskmennirnir sóttu igulker og skeljar niður á botn og syntu alllangt frá bátnum í kafi. Einnig sýndu þeir okkur að í búningnum geta þeir flotið mjög auð- veldlega, en blýbeltin og loft tækin, sem eru með blýlóð- um, hjálpa þeim til að kom- ast niður. Þeir, sem nú eru að taka próf í köfun, eru Kristján Sveinsson, Haraldur Sigfús- son, Þorvaldur Axelsson og Leo Carlsson. — Sýrland Framhald af bls. 1. una varð hann kjörinn formað- ur Tahrir (Arabiska frelsisflokks ins) og sama ár forseti þingsins. Hann var fjármálaráðherra Al Assali stjórnarinnar, sem fór með völd í Sýrlandi áður en landið gerðist aðili að Arabiska sam- bandslýðveldinu. Dr. Kuzbari myndaði þegar ellefu manna ríkisstjórn, sem skipuð er menntamönnum Og sér- fræðingum. Sjálfur er dr. Kuz- bari forsætis, utanríkis og varn- armálaráðherra. Aðeins einn hinna ráðherranna er þekktur stjórnmálamaður, en það er Leon Zamaria fjármálaráðherra, sem var þingmaður hægriflokks A1 Assli fyrrverandi forsætisráð- herra. Skömmu eftir að tilkynnt hafði verið um stjórnarmyndunina skýrði herstjórnin frá því að 120 egypzkir fallhlífahermenn hafi verið handteknir skammt frá hafnarborginni Latakia. Segir í tilkynningunni að fallhlífaher- mennirnir hafi gefizt upp mót- þróalaust. Þá var endurtekin fyrri yfirlýsing forustumanna bylting- arinnar um að herinn mundi ekki gripa til vopna nema í sjálfsvörn og til að vernda frelsi og sjálf- stæði Sýrlendinga. • NASSER Skömmu síðar flutti Bamal Abdel Nasser forseti Arabíska sambandslýðveldisins útvarps- ræðu, þar sem hann lýsti því yf- ir að hann hefði kallað heim flug, ílota og hersveitir, sem sendar höfðu verið til Sýrlands til að kveða niður byltinguna. Hafi hann gert þetta til að fyrirbyggja blóðsúthellingar. Ræðuna flutti Nasser á Lýðveldistorginu, þar sem sameining Egyptalands og Sýrlands var tilkynnt 1958. Nass- Frh. á bls. 2 er kvaðst m. a. hafa sent tvæf sveitir fallhlífahermanna til Latakia. En fyrir miðnætti í gær hafi hann fyrirskipað flugvélun- um, sem fluttu fallhlífaliðið til Latakia, að snúa aftur. En þegar þessar fyrirskipanir bárust höfðu 120 hermenn þegar lent í Sýr- landi. Var þeim þá fyrirskipað að gefast upp. Kallaði Nasser þá, sem að bylt- ingunni stóðu, sundrungarmenn, afturhalds- og heimsvaldasinna. Hvergi minntist Nasser á vald- beitingu í ræðu sinni, en kvaðst sannfærður um að Sýrlendingar væru fylgjandi einingu Araba og mundu sjálfir vel'ta byltingar- mönnum úr sessi. Talið er að um 100.000 manns hafi verið saman komnir á Lýð- veldistorginu til að hlýða á for- setann og var ræðu hans ákaft fagnað. • Viðurkenna stjórnina Ríkisstjórnir Tyrklands og Jórdaníu hafa lýst því yfir að þær viðurkenni stjórn dr. Kuz- bari sem löglega stjórn landsins. Hefur Hussein Jordaníukonungur jafnframt fyrirskipað að útvarps stöðvar í Jordaníu veiti bylting- armönnum allan stuðning. Búizt er við að íraksstjórn muni fljót- lega viðurkenna stjórn dr. KuzbarL 16. umferð í Bled BLED, 29. sept. — Tal vann Germek í 32. leik í 16. umferð á skákmótinu hér. Jafntefli varð hjá Gligoric og Trifunovic eftir 17 leiki og Parma og Matano- vic eftir 29 leiki. Biðskák varð hjá Fischer og Keres, Petrosjan og Udavcic, Donner og Bertok, Darga og Geller, Bisguier og Friðrik, Pachmann og Ivkov og Portisch og Naidorf. S.U.5. síða Framh. af bls. 17. Ami Benediktsson, Stóra Vatns- horni, og Guðríður Jóelsdóttir, Búðardal. Að loknu stjórnarkjöri urðu allmiklar umræður um félagsmál og þá einkum, hvaða framtíðar- verkefni biðu félagsins. Skjöld- ur Stefánsson nýkjörinn formað- ur þakkaði traust það, er honum og meðstjórnendum hans hafði verið sýnt. í fundarlok tók til máls Birgir ísl Gunnarsson, lög- fræðingur, en hann var fulltrúi stjórnar Sambands ungra Sjálf- stæðismanna á fundinum. Flutti hann félaginu kveðjur sambands- stjórnar og óskaði hinni nýkjömu stjórn allra Keilla í starfi. Þá flutti hann fráfarandi formanni, Elís G. Þorsteinssyni sérstakar þakkarkveðjur frá stjórn S. U. S„ en Elís hefur verið formaður F. U. S. í Dalasýslu allt frá stofn- un félagsins eða um 10 ára skeið. Ársþing MSÍ ÁRSÞING HSÍ 1961 verður hald ið í Reykjavík dagana 7. og 8. október n.k. í Félagsheimili KR við Kaplaskjólsveg og hefst kl. 2 e.h. þann 7. 17/ sö/u er 6 herbergja ný neðri hæð úr Stóragerði að mestu fullgerð. Allt séi. Laus fljótlega. Málflutningsskrifstofa Vagns E. Jónssonar Austurstræti 9 — Sími 14400. íbúð til leigu í Kópavogi er til leigu risíbúð, 3 herbergi og eldhús frá 1. okt. nk. Tiiboð er greini fjölskyldustærð, leggist inn á afgr. Mbl. í dag merkt: „Kópavogur — 155“. UmboSsmaSur 'óskast fyrir ódýrar litlar hollenzkar þvottavélar og kæli- skápa, fyrir Reykjavík og Suð-vesturland. Um- sóknir sendist Morgunblaðinu, sem fyrst merkt: „Holland — 5391“. Til sölu eru 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir í smíðum við Álftamýri, og Háaleitisbraut. Góðir skilmálar. Málflutningsskrifstofa Vagns E. Jónssonar Austurstræti 9 — Sími 14400. Frystikerfí Hentugt fyrir litla verzlun eða veitingahús eða stærra heimili til sölu. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 23137. Stúlka vön afgreiðslu óskast í bókabúð nú þegar. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Morgun- blaðinu fyrir 2. okt. merkt: „5771“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.