Morgunblaðið - 29.11.1962, Page 13

Morgunblaðið - 29.11.1962, Page 13
Fimmtudagur 29. nóv. 1962 MORCVNBLAÐIÐ 13 Pétur Guðjohnsen organisti 150 ár liðin ffrá fæðingu hans í DAG eru liðin 1'50 ár frá fæð- ingu Féturs Guðjohnsens, dóm- kirkj uorganista, íhins merka brautryðjanda í sönglífi þjóðar- innar. Er þess að vænta, að hans verði minnzt víða um land, sér staklega í kirkjunum, því svo imikið á íslenzkur kirkjusöngur honum að þakka. Aldarafmælis hans var hátíð- lega minnat hér í Dómkirkj-unni 12. nóv. 1912 og er mér sú at- höfn minnistæð. Guðmundur Guðmundsson skáld orti þá kvæði um Fétur Guðjohnsen („Sál hans var töfrandi tónahaf"), en Sigfús Einarsson sam-di la-g við, sem síðan varð frægt. Lagið var eungið af blönduðum kór undir stjórn höfundarins. Einsöng í laginu söng frk. Anna Jónsson, sem síðar giftist Tryggva Þorhalls syni forsætisráðherra, en Fál-1 ísólfsson lék á orgelið. >að var einmitt á þessum merkisdegi sem Páll Isólfsson kom í fyrsta sinn opinberlega fram í íslenzku tón listarlífi. Pétur Guðjohnsen er fæddur að Hrafnagili í Eyjafirði 29. nóv. 1812. Poreldr-ar hans voru þa-u Guðjón bóndi Sigurðsson og kona hans, Guðlaug Magnúsdóttir. Poreldrar Péturs tóku snemma eftir því, að sonur þeirra var námfús og vel gefinn. Hann var bvl settur til mennta, og mun það hafa verið mest að ráðum móður hans. Hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla vorið 1835 með góðum vitnisburði. Eins og margir skólapil.tar fyrr og síðar, varð hann að kosta sig sjálfur í skóla, því faðir hans gat lítið styrkt hann. Að loknu skólanámi lék hon- um hugur á að sigla og nema læknisfræði, en til þess skorti hann fé. Prestur vildi hann ekki verða og var hann þá við verzl- unar- og skrifstofustörf í Heykja vík næstu árin. En þá varð kenn aralaust við barnaskólann, sem Reykvíkingar höfðu komið sér upp árið 1830, því að Ólafur stú- dent Einarsson Hjaltested hvarf frá sbólanum til þess að gerast prestur í Saurbæ á Hvalfjarðar strönd. Var Pétur þá ráðinn kenn ari í hans stað. En það lýsti m-ann inum vel, hversu sarovizkusam- ur og heiðarlegur hann var í störfum sínum, að hann taldi sig ekki þeim vanda vaxinn að kenna börnum, þótt stúdent væri, nema hann fengi sérmenntun. Reyk- víkingar kostuðu hann þá í þrjú ér til náms í kennaraskólanum í Jonstrup á Sjálandi og kom hann þaðan fullnuma 1840. Dvöl hans í Danmörku varð þýðingarmikil fyrir allt hans líf og íslenzkt sönglíf, _því þar fann hann köllun sína .í kennaraskól anum lærði hann söng og hljóð- færaslátt og lagði hann sig sér- staklega eftir sálmasöng. í Dan- mörku opnaðist -honum fegurðar- heimur evrópskrar tónlistar og hann fann hjá sér sterka löngun til þess að láta landa sína heima á fslandi kynnast þeirri tónlist. Ævisöguritari Péturs, Einar Jóns eon, sem var nemandi hans, síð- «st prófastur að Hofi í Vopna- firði, hefur lýst þessu vel. Ævi- ógripið er framan við hina þrí- rödduðu sálma-bók Péturs, sem Einar bjó undir prentun, að Pétri látnum, 1878. Einar segir þar svo: „Þegar hann (þ.e. Pétur Guð- Johnsen) kom til Kaupmanna- hafnar, opnaðist honum nýr heim ur, eigi aðeins fyrir augum hans heldur og fyrir eyrum hans. Hin indæla sönglist birtist honum í allri sinni fegurð og gagnrtók ■vo huga hans, að hann gekk fagn andi undir hennar merki og varð hinn ótrauðasti liðsmaður hennar alla ævi síðan. En þessi fögnuður snerist brátt að nokkru leyti í barm og gremju, er hann hugsaði til þess, að enginn hafði enn reynt að flytja þessa fögru list heim til ættjarðar hans, svo að hún hafði algjörlega farið á mis við hana og þar með allan þann fögnuð, er hún veitir, þeg ar hún kemur fram í sinni réttu mynd. Hann hugsaði til kirkju söngsins hjá oss, eins og hann var þá, og rann til rifja, hversu aífskræmdur og vanskapaður hann var og hversu illa hann sa-m svaraði hinum hátíðlega tilgangi sínum. Hann hugsaði til skemmti söngva vorra og minntist þess, að þeir voru næsta fáir, aðeins nokkur tvísöngslög, einstök al- þýðulög, meira og minna ófull- komin og svo hin fátæfclegu rím- nalög, sem almennt voru í mjög miklu aflhaldi hjá alþýðu. Þetta hjá fékkst hann töluvert við mál flutning, var settur sýsiumaður í Árnessýslu í eitt ár, alþingis- maður Gulllbringu- og Kjósar- sýslu á nokkrum þingum. Öllum þessum störfum gegndi hann með alúð og atorku. Pétur er nafnkunnastur fyrir það, hiversu vel og rækilega hann vann að útbreiðslu söng- listar og söngmenntar hér á landi. Það er vert að líta á það, hversu örðug aðstaða hans var, þvi að önnur störf upptóku starfs- krafta hans að mestu leyti. Vinnu dagurinn v-ar langur. Skrifstofu- tíminn var frá 9 á morgnana til kl. 7 á kvöldin. Eftir að heim var komið, tók við skriftir við málflutning fram eftir kvöldinu og varð þá ebki annar tími til að 3. Sálmasöngdbók með þrem röddum. Gefin út af sonum hans. Kbhvn. 1878. Handritið að þessari bók var ekki alveg fullgjönt, þegar Pétur dó, og var þá Einar Jónsson stud. theol., síðast prófastur á Hofi í Vopna- firði, fenginn til að sjá um út- gáfuna, svo sem fyrr segir, og hefur honum tekizt það prýðilega, því bókin er vönd uð að öllum frágangi. Pétur Guðjohnsen tileinkaði einrödduðu sálmasöngbókina frá 1861 lærisveinum sínum, en þó einkum vini sínum og velgjörð- anmanni prófessor Andreas Pet- er Bergreen, hinu kimna tón- skáldi og orgelleikara við þrenn ingankirkjuna í Kaupmannahöfn. Þeir voru miklir vinir og skipt- ust á bréfum með hverri póst- ... Fjölskylda Péturs Guðjohnsens aumlega ástand fósturjarðarinn- ar fékk svo mjög á hinn við- kvæma og tilfinninganæma mann að hann hét því að gera allt, sem í sínu valdi stæði, til að bæta úr því, og þetta efndi hann trúlega. En því miður var hagur hans alla ævi svo erfiður, að hann gat ekki orðið að jafnmiklu liði í þjónustu sönglistarinnar, eins og hann óskaði. Hann varð jafnan að hafa það í hjáverkum, sem hann vildi helzt starfa að frá morgni til kvölds; en þrátt fyrir það hefur honum tekizt miklu meira, en hann bjóst við, og sannaðist það fyllilega á hon- um, að sigursæll er góður vilji, enda var vilji hans jafnan ein- beittur og ótrauður til hvers sem var.“ Um vorið 1840 kom Pétur heim og sama sumar kom orgel í dómkirkjuna, sem hafði verið keypt að tillögum hans. Dóm- kirkjuorganistastarfinu gegndi hann síðan í 37 ár, til dauðadags. Sumarið 1846 var latinuskólinn fluttur frn Bessastöðum til Reykjavíkur. Hann gerðist þá söngkennari skólans og gegndi því starfi til æviloka, í 21 ár. Árið 1849 var organistastarfið og söng- kennsla í Latínuskólanum og tónkennsla í prestaskólanum sameinað og launað með allt að 460 kr. árslaunum. Þessi laun voru of lág til að geta lif- að á, því að heimilið var þungt — börnin urðu 15 — Hann varð því að hafa önnur störf að aðal- atvinnu. Eftir 8 ár var barna- skólinn lagður niður, því að styrk ur til hans úr Thorkellisjóði brást Eftir það var Pétur Guðjohnsen lengst af amtmanns- og lands- höfðingjaskrifari, alls í 25 ár. Þar sinna tónlistinni en nóttin. Hann heyrðist aldrei kvarta og lagði fúslega á sig svo mikið erfiði, til þess að fjölskyldan gæti lif- að sóroasamlegu lífi og börnin fengið menntun. Pétur var fcvæntur ágætiskonu Guðrúnu Sigriði, dóttur Lárusar Knudsen, kaupmanns i Reykja- vík. Þau áttu, eins og áður er sagt, 15 börn og voru 11 á lífi, þeg ar hann andaðist 25. ágúat 1877, 64 ára gamall, eftir stutta legu. Þau ólu upp einn fósturson. Pétur Guðjohnsen vann að því af kappi og áhuga að ryðja söng listinni braut hér á landi. Þetta gerði hann með ritum sínum og kennslustarfi. Prentuð rit eftir hann eru þessi: 1. íslenzk sálmasöngs- og messu bók með nótum, gefin ú/t af hinu íslenzka Bókmenntafé lagi. Kbhvn. 1861. Þetta er einrödduð sálrna- söngsbók með 110 sálmalögum svo og tónlagi presta og svör- um safnaðarins. Messulögin eru 8 og öll eftir hann sjálfan Hann hafði safnað til bókar- innar í 20 ár og er hún ein hver vandaðasta kirkjusöngs- bók, sem gefin hefur verið út hér á landi. Það var einmitt þessi bók sem hratt af stað almennri byltingu í söng okk- ar, ásamt kennslustarfi hans. 2. Leiðarvísir til þekkingar á sönglistinni. Rvík. 1870. Þessi söngfræði er þýdd úr dönsku að miklu leyti. Það var ekki fyrr en þessi söng- fræði kom út, að þekking al- þýðu í þessari grein fór að glæðast. ferð. Bergreen var kennari Pét- urs í sönglegum efnum. Pétur skírði einn sona sinna í höfuðið á þessum mæta manni. Pétur Guðjohnsen hafði einn ig mikil áhrif til að bæta hinn verslega söng sem söngkennari í Latínuskólanum. Hann æfði margraddaðan söng með læri- sveinum sínum og er það upp- haf karlakórssöngs hér á landi. Með lærisveinum hans breiddist út um landið mörg útlend söng- lög, sem áður voru hér óþekkt, svo og yfirleitt betri og réttari söngur en áður. Vagga karla- fcórssöngsins hér á landi stóð því í Latínuskólanum í tíð Pét- urs. I sálmasöngbókum okkar er frumsamið lag eftir Pétur Guð- íjöhnsen: „Lofið guð, ó, lýðir göfgið hann.“ Þetta er eina söng lagið eftir hann, sem ég hefi á prenti séð, fyrir utan messu- sönglögin. Einn af niðjum hans hefur sagt mér, að fleiri frum- samin lög eftir hann hafi verið til í handritum, sem því miður eru nú glötuð. En sálmalagið, er áður er nefnt, er tilkomumikið og kirkjulegt, svo sem bezt ger- ist, og er mikill fengur að þvi að eiga annað eins sálmalag eftir þann mann, sem markað hefur svo djúp spor í söngsögu okkar. Þess er ekki að vænta, að mik ið geti legið eftir mann í tón- smíðum, sem ekki hafði annan tíma til að sinna tónlistinni en næturnar. Ævisöguritari hans komst vel að orði er hann segir, að hans farsælustu rit hafi verið þau, sem hann reit í hjörtu læri sveina sinna. Með þeim breidd- ist söngþekking út um landið og árangurinn varð svo vafcningia í sönglífi ofckar. I>ví fór fjarri að menn kynnu almennt að meta starf hans í þágu sönglistarinnar fyrst í stað. Hann sætti aðkasti og mótspyrnu fram- an af frá þeim mönnum, sem tóku hinn garola söng fram yfir þann nýja, sem hann var að innleiða. Þessir menn höfðu mætur á „gömlu lögunum“ svonefndu, þjóðlögunum og rímnalögunum, en í þeim var annað tóneðli en í hinní evrópisku tónlist, sem Pétur flutti inn. „Dúr og moll“ sátu að völdum í hinum nýja söng, en kirkjutóntegundirnar gömlu í hinum þjóðlega söng. En nýi söngurinn var það, sem koma ábti. Það var tíðarandinn. Gömlu lögin urðu smásaman að þoka og þjóðin tók nýju lögunum fegins hendi. Pétur Guðjohnsen var mikils virtur og dáður af lærisveinum sínum. Þeir gáfu honum píanó 1805 og heiðruðu hann með blys för á afmælisdegi hans 1874 og var þá sungið kvæði sem Gestur Pálsson hafði ort tii hans. Þar segir m.a.: „Þökk fyrir störf á fóstur- fold faðir söngs á ísamold Áður en Pétur féll frá hafði hann unnið sigur og var það við urfcénnt af samtíðarmönnum hans. Við útförina lýsti Hall- grímur dómkirkjuprestur Sveins son manninum þannig: „Og enginn mun neita því um hinn framliðna, að hann var mesti kapps- og áhugamaður í hverju, sem hann gekk að. Það sem hann vildi, það vildi hann af ailhuga, og það sem honum var á móti geði, það hlífðist hann eigi við, því tilfinningar hans voru heitar og örar. Hann var heitur og hann gat verið kaldur en að vera mitt á milli, það gat hann eigi. Þetta kom jafnan fram í Mfi hans og gat engum dulist, sem þekkti hann að nokkru.“ Mattháas Jochumsson skáld, sem þá var ritstjóri Þjóðólfs, segir við fráfall hans: „Með Pétri Guðjohnsen er fall- inn frá einn af merkismönnum þessa lands og þessarar aldar. Hann var sannnefnt mikilmenni jafnt að atgjörvi sem í athöfn- um, og mestan og beztan orð- stír hefur hann unnið sér hjá öldum og óbornum með sínu langa og alvarlega starfi fyrir söngmenntun hér á landi og verð ur nafn hans ávallt uppi, sem hins fyrsta^ endurbætara þessar- ar listar á íslandi." Tónlistargáfan hefur botmið fram í mörgum af niðjum hans og skulu hér taldir nokkrir dætra synir hans, sem nafnkunnir eru. Þá skal fyrstan telja Emil Thor- oddsen, tónskáld, son Önnu, er var gift Þórði lækni Thorodd- sen. Þá skal nefna þá bræður Jón, söngstjóra Fóstbræðra, og Pétur Halldórsson, borgarstjóra, sem var góður söngmaður. Bróðir þeirra, Halldór bankastjóri á ísafirði, lék vel á píanó og þá ekki síður Hólmfíður systir þeirra, konu Jósefs Jónsson; r prófasts að Setbergi, en hún kom stundum opinberlega fram sem píanóleikari á yngri árum hér í Reykjavífc. Þetta eru börn Krit- jönu, bonu Halldórs Jónssonar bankagjaldkera. Þá skal nefna systkinin Valgerði, sem var tón- skáld, og Pétur nótnasetjara og organista Frífcirkjunnar, en þau eru börn Lárusar Halldórssonar Fríkirkjuprests og Kristínu. Og loks skal nefna Einar Viðar, sem var á sinum tíma kunnur söng- maður hér í bænum, sonur Mörtu, konu Indriða Einarsson- ar rithöfundar og skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu, en Einar er fað- ir frú Jórunnar Viðar, tónskálds og píanóleikara. Þessi grein er engan veginn tæmandi um hinn mikla söng- frömuð og væri ástæða til að ræða um afstöðu hans til ís- lenzkra þjóðlaga, sem vitanlega verður að skoðast í ljósi þess tíma, sem hann lifir á, en það yrði sérstakur kapituli. Baldur Andrésson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.