Morgunblaðið - 02.10.1963, Page 22
22
MORGUNBLADIÐ
Miðvikudagur 2. okt. 1963
Þórólfur Beck tók að sér
hlutverk di Stefano
— segir
SKOZKA stórblaðið „Scottish
Daily Express“ birtir mikla
lofgrein um Þórólf Beck sl.
mánudag. Daginn áður hafði
St. Mirren unnið Celtic 2:1 og
fyrirsögn stórblaðsins er
„Saints Beck takes on Stefano
role“ (Beck hjá St. Mirren
tekur að sér hlutverk di
Stefano).
Grein skozka blaðsins hefst
þannig. „Ef Tottie Beck hefði
skipt um lið í hálfleik, hefði
Celtic unnið leikinn á Paisley.
Hinn ungi tslendingur, sterk
ari, ákveðnari og þjálfaðri en
hann var þegar hann fyrst
kom til Mirren, er að verða
einn af mestu persónuleikurn
Scottish Oaily
í skozkri knattspyrnu".
Mirren vann leik sinn gegn
Celtic með 2:1. Stórblaðið
skozka heldur áfram á þessa
leið:
„Þórólfur Iék hlutverk di
Stefano gegn Celtic, kom alls
staðar í ljós á vellinum þar
sem var opið svæði, 'tilbúin
til að leysa Mirren úr erfið-
leikum þeirra og oftast að
setja Celtic-menn í vandræði
með nákvæmum og hnitmið-
uðum sendingum.
En hefði hann gert sömu
hluti fyrir Celtic-menn hefði
hann sennilega fengið lakari
uppskeru. 1 hinu ágæta liði
Mirren átti hann leikbræður,
Express
sem hlýddu og skildu kallið.
Celtic liðið hins vegar, var á
köflum svo slakt, svo dauft að
jafnvel di Stefano sjálfur
hefði ekki getað hjálpað upp
á sakimar“.
Síðar segir blaðið að Celtic
sé að missa alla trú á sjálft
sig og leikir þess fari versn
andi, en leikir St. Mirren
batni með hverjum kappleik.
1 lok frásagnar sinnar til-
nefnir blaðið beztu menn í
hvoru liði og það eru Þórólf-
ur í liði St. Mirren og Billy
Mc Neill í Celtic.
Þessi grein um Þórólf er
ein aðaluppsláttargrein íþrótta
í blaðinu eftir síðustu helgi.
Rússar með sínum kjarnakonum
biðu í fyrsta sinn ósigur í keppni
Brelar unnu þá
BRETAR unnu Rússa í lands-
keppni í frjálsum íþróttum um
helgina. Fór keppnin fram í
Volgograd (áður Stalingrad). í
keppni karla unnu Bretar með
112 stigum gegn 95. í greinum
kvenna unnu rússnesku stúlk-
urnar með 62—56 en samanlagt
unnu Bretar með 168 stigum
gegn 161.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Rússar tapa frjálsíþróttakeppm
þar sem saman er lögð stigatala
í keppni karla og kvenna. Voru
rússnesku leiðtogarnir daprir og
| Leiðinda
gestur
EINN stúkugestur á Melavell
[inum er KR og Keflavík léku
[vakti , almenna athygli og’
I-'einnig furðu vallargesta yfir
því hve langt yfir öll takmörk
sómasamlegrar framkomu
fmenn geta farið á íþróttavell-[
num óáreittir af vallarstarfs-|
mönnum og lögreglu — sem
reyndar aldrei sézt þar þó þús
undir manna komi saman.
Ókvæðisorð til leikmanna'
dundu án afláts og ókvæðis-1
orð til stúkugesta glumdu'
með fárra mín. millibili, vall-
argestum til leiðinda, mann-1
inum sem talaði til sárrar
skammar og því miður vallar
starfsmönnum til lasts, því að
jálfsögðu hefðu þeir sjálfir
itt að fjarlægja hann eða
gera ráðstafanir til að svo
yrði gert. En engin hreyfði
önd.
Svona á ekki — og má ekki'
eiga sér stað. Því skyldú
enn frekar geta látiðr
þkvæðisorð dynja á almanna-
færi á íþróttavellinum en í
Austurstræti án þess að vera
,teknir“?
í frjálsaþróttum
telja þetta ískyggilegt árið fyrir
Olympíuleiki. Leiðtogar Breta
sem annars eru svo Virðulegir og
hátíðlegir dönsuðu um völlinn af
gleði.
Eftir fyrri daginn höfðu Bret-
ar forystu í keppni bæði kvenna
og karla.
Rússneski þjálfarinn Alek-
sander Pugatsjevski bendir á,
þrátt fyrir bölsýni og vantrú rúss
neskra leiðtoga að rússneskir
íþróttamenn og konur hafi að
undanförnu haft of erfiða daga
bæði með keppni og ferðalög, en
Bretar hafi hins vegar mætt mót-
herjum af heldur lakara taginu.
En hann tók í sama streng og
aðrir rússneskir leiðtogar að vel
þyrfti að skipuleggja undirbún-
ing Olympíuleikanna.
Bretar unnu sigur í öllum
hlaupagreinum nema 10 km
hlaupi og tvöfaldan sigur í vel-
flestum þeirra. Brezkt met var
sett í 3000 m hindrunarhlaupi
þar sem Herriot sigraði á 8.36.2
en Sokolov varð annar á 8.36.6.
Slakur árangur varð í mörg-
um tæknigreinanna. Þannig
vann Kravtsjenko þrístökk með
16.06 og Porter Englandi stang-
arstökk með 4.30 og Noskov
hafði sömu hæð.
Enska knattspyrnan
10. UMFERÐ enku deildarkeppninnar
fór fram s.l. laugardag og urðu úrslit
þessi:
1. deild.
Aston Villa — Sheffield U. 0—1
Burnloy — Arsenal 0—3
Fulham — Bolton 3—1
Ipswich — W.B.A. 1—2
Liverpool — - Everton 2—1
Manchester U. — Leicester 3—1
N. Forest — - Blackburn 1—1
Sheffield W. — Birmingham 2—1
Stoke — Blackpool 1—2
Tottenham - — West Ham 3—0
Wolverhamton — Chelsea 4—1
2. deild.
Bury — Manchester City 1—1
Charlton — Plymouth 1—0
Grimsby — Derby 1—2
Leeds — Norwich 4—2
Leyton O. - — Newcastle 1—1
Northampton — Swindon 4—0
Portsmouth — Southamton 2—0
Preston — Huddersfield 2—1
Rotherham — Scunthorpe 2—1
Sunderland — Cardiff 3—3
Swansea — Middlesbrough 2—1
í Skotlandi urðu úrslit m. a. J>essi:
St. Mirren — Celtic 2—1
Third Lanark — Rangers 0—5
Staðan er þá þessi:
1. deild (efstu og neðstu liðin).
Manchester U. 10 6 2 2 26:11 i
Manchester u. 10 6 2 2 26:11 14
W.B.A. 10 6 2 2 18:8 14
Sheffield U 10 5 4 1 19:10 14
Tottenham 9 7 0 2 31:17 14
N. Forrest 10 6 2 2 16:9 14
Stoke 10 2 2 6 13:19 6
Ipwich 9 12 6 9:24 4
Bolton 9 1 1 7 14:19 3
2. deild íefstu og neðstu liðin)
Swindon 10 7 2 1 18:8 16
Sunderland 10 6 2 2 16:9 14
Preston 10 5 4 1 23:18 14
Norwich 10 13 6 16:24 5
Plymouth 10 0 4 6 10:21 4
Scunthorpe 10 0 3 7 8:18 3
Sendisveinn
óskast hálfan eða allan daginn.
Eggert Kristjánsson & Co. hf.
T ryggingamiðsta ðin
gefur 25 silfurbikara
NÝLEGA barst handknattleiks-
mönnum óvenju glæsileg og kær
komin gjöf. Gísli ólafsson, for-
stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar
h.f. kom á fund formanns Hand-
knattleikssambands íslands og
hafði meðferðis hvorki meira né
minna en 26 verðlaunabikara úr
silfri. Vill hann með þessum grip
um sýna íslenzkum handknatt-
leiksmönnum þakklætisvott sinn
og fyrirtækisins, fyrir það for-
dæmi, sem handknattleikurinn
hefur gefið öðrum greinum í-
þrótta, með glæsilegri frammi-
stöðu á undanförnum árum.
Stjórn H. S. í. hefur nú ákveð
ið, að bikar sá, sem keppt er um
í I. deild á Meistaramóti íslands
innanhúss, skuli eftir næsta
keppnistímabil tekinn úr um-
ferð, en þá hefur verið um hann
keppt í 25 ár. Skal hinn glæsi-
legi TM-bikar koma í stað hans,
og vera farandgripur. Hinir 25
minni bikarar vinnast aftur á
móti til eignar meistara hvers
árs. Meðfylgjandi mynd gefur
að líta TM-bikarana, sem bíða,
tilbúnir og áletraðir, væntan-
legra eigenda og handhafa.
(Ljósm.: Sveinn Þormóðss.)
Sendisveinn óskast
hálfan eða allan daginn.
Slippfélagið Reykjavík
Mýrargötu 2.
Sendisveinn
óskast hálfan eða allan daginn. —
Sími 10265.
Prentmót hf.
Afgreiðslumaður
Viljum ráða reglusaman afgreiðslumann,
sem fyrst.
Jóhannsson & Smith hf.
Brautarholti 4.