Morgunblaðið - 24.11.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 24.11.1963, Síða 8
8 MORGUNBLADiö Sunnudagur 24. nóy. 1963 Björn Ólafsson: islenzk flugmal á krossgötum í LOK árs 1951 stóðu íslenzku llugfélögin á krossgötum. Uridan- farin ár höfðu þau bæði haldið uppi samgöngum innanlands í harðri samkeppni á sömu flug- leiðum, með daglegum ferðum frá hvoru félagi. Var þá svo kom- ið, að samkeppnin um hinn litla innanlandsmarkað var komin út í öfgar og sýnilegt, að tilkostn- aður stæði í engu skynsamlegu hlutfalli við farþegafjölda. Ég var þá ráðherra flugmála og sá fram á, að eina lausnin væri að skipta flugleiðunum með sér- leyfi milli félaganna, ef þau ættu bæði að starfa að innanlands- flugi. Þetta var gert. Loftleiðir sætti sig ekki við þessa ráðstöf- un og hætti innanlandsflugi, en tók í þess stað fyrir alvöru að búa sig undir flug milli Banda- ríkjanna og Evrópu um ísland. Bæði félögin höfðu þá um nokk- urt árabil haldið uppi reglu- bundnum ferðum itíilli fslands og Evrópulanda. Má segja að flug- félögin hafi tekið rétta stefnu á þessum tímamótum, og hafa þau síðan náð miklum árangri í starf- semi sinni. í áratug hafa ekki orðið telj- andi árekstrar milli félaganna og engin óheilbrigð samkeppni risið, er skaðað gæti annað félagið, eða bæði, fyrr en nú. Svo virðist sem þau standi nú aftur á kross- götum og starfsemi þeirra í ná- inni fraimtíð geti mótast af því, til hins betra eða verra hvaða leið verður val- in. Þau eru nú komin í harða samkeppni um ís- lenzka farþega milli íslands og Evrópu og flestir sem til þekkja, munu telja, að slík samkeppni sé ekki æskileg og því síður nauð- synleg. Alþjóðlegt skipulag Vegna þess, að almenningi er yfirleitt ekki kunnugt um hina innri uppbyggingu alþjóða flug- mála, þrátt fýrir tíð blaðaskrif um flugmál, og vegna þess að skýring á þessu máli snertir mjög deilu þá, sem nú er risin, tel ég rétt að fara um þetta nokkrum orðum. Það var fljótt Ijóst um leið qg reglubundið farþegaflug var tekið upp milli landa, að algert öngþveiti mundi skapast um skráningu fluggjalda á alþjóða- leiðum, nema alþjóðasamningar næðust um ákvörðun fargjalda á flestum flugleiðum. Þess vegna voru stofnuð samtök í þessu skyni árið 1945, sem ganga und- ir nafninu International Air Transport Association, IATA. í .þessum samtökum eru nú 94 flug- félög frá 59 þjóðum. Samtök þessi eru þannig byggð upp, að hver ákvörðun, sem tekin er, þarf að vera samþykkt af öll- um félögunum. Eitt mótatkvæði getur stöðvað hvert mál, hversu mikilvægt sem það er. Eitt að- alhlutverk þessara samtaka er að vernda hin smærri og mátt- arminni félög gegn yfirgangi hinna stærri og ríkari, með því að ná samkomulagi um skynsam- lega fargjaldataxta, sem öll fé- lög á ákveðnum leiðum verða að hlíta. Annars gætu stóru, ríku félögin hæglega á stuttum tíma gengið milli bols og höfuðs á þeim smáu með lækkun far- gjalda, er þau síðar gætu hækk- að, þegar keppinautarnir væru lagðir að velli. Það er einmitt skuldbindandi samkomulag flugfélaganna innan IATA um fluggjaldamál, sem hefir gert Loftleiðum kleift að halda uppi miklum farþegaflutn- ingum undanfarin ár milli Banda ríkjanna og Evrópu, með lægri fargjöldum. Annars hefði hin- um stóru íluf'élögum verið inn- an handar fyrir löngu að taka upp harða samkeppni á Atlants- hafsleiðinni með Lágum fargjöld- um. Óbeinlínis eiga því Loftleið- ir mikið að þakka IATA vel- gengni sína undanfarin ár. Flestar þjóðir, sem flugfélög eiga í IATA telja starfsemi sam- takanna svo nauðsynlega, að loft ferðasamningar milli þjóða eru yfirleitt byggðir á því, að flug- fargjöld séu í samræmi við sam- þykktir IATA. íslenzk yfirvöld hafa þó getað fengið undanþágu frá þessu undanfarið fyrir Loft- leiðir, og mun þar hafa ráðið nokkru, að ísland hafði annað félag, Flugfélag íslands, sem er þátttakandi I IATA og fer eftir alþjóðasamþykktum. Ef bæði fé- lögin hefðu undanfarin ár staðið utan við IATA með lægri far- gjöld, eru líkindi til, að kostur hinnar íslenzku flugstarfsemi hefði orðið mun þrengri en raun ber vitnL Stefna fslands varðandi flugfargjöld Með ráðunetyisbréfi I maí 1952 var flugfélögunum sett skil- yrði, að forðast samkeppni um fargjöldin. í bréfi þessu segir svo meðal annars: „Ráðuneytið telur, að hætta geti falizt í því fyrir flugrekstur- inn, ef flugfélögin taka upp harð- vítuga samkeppni um fargjöld- in sín á milli. Þess vegna er það skilyrði sett, að þau fari bæði eftir sömu gjaldskrá, sem að sjálfsögðu er gert ráð fyrir að sé ekki óhagstæðari fyrir íslend- inga en nú tíðkast um áætlun- arflug á alþjóðaleiðum." Þessari reglu hefur verið fylgt síðan að því er snertir innbyrðis- samkeppni félaganna á sömu flugleiðum frá íslandi til Ev- rópu. En Loftleiðir hefir sem kunnugt er einnig annazt flutn- inga milli Bandaríkjanna og Ev- Evrópu á lægra verði en önnur félög, sem hafa fastar ferðir á ^eirri flugleið. Samningur sá, sem enn gildir um farþegaflutn- inga íslenzkra flugfélaga til Bandaríkjanna, var gerður 1945 og er í þeim samningi báðum ís- lenzku flugfélögunum veitt sömu réttindi, þótt Flugfélagið hafi ekki enn noíað þá heimild. Þótt flugmálástjórnin íslenzka hafi að sjálfsögðu aðstoðað Loft- leiðir eftir megni í þeirri bar- áttu, sem félagið hefur átt, vegna sérstöðu sinnar, hefir það verið yfirlýst stefna íslenzkra yfir- valda, að flugfargjöld frá ís- landi til Evrópu skuli vera í sam- ræmi við samþykktir alþjóða samtaka flugfélaganna (IATA), sem Flugfélagið hefir verið aðili að síðan 1950. Og á þeirri stefnu eru einnig byggðir þeir samn- ingar um loftferðaleyfi, sem ís- landi hefir gert við Norðurlönd, Bretland og V.-Þýzkaland. Til þess að ekki skuli fara á milli mála, að hér sé rétt hermt, er rétt að skýra frá því, að á fundi Flugráðs 29. ágúst 1962, var tekin til meðferðar umsókn Loftleiða um að félaginu væri heimilað að taka upp nýtt lægra fargjald á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Luxemborgar. Flugráð lét þá bóka, „að umrædd fargjaldalækkun myndi brjóta algerlega í bága við marg-yfir- lýsta stefnu íslenzkra flugyfir- valda um, að gilda skuli IATA- fargjöld milli íslands og annara Evrópulanda, en einmitt vegna þessarar stefnn hefir tekizt að gera loftferðasamninga við hin Evrópulöndin um flug islenzkra flugféiaga til þessara landa.“ Á þessu ári gerðist svo það, að vikið var frá þessari meginstefnu með því að flugmálastjórnin heimilaði Loftleiðum árið 1963 og 1964 að fljúga frá íslandi til Luxemborgar og Amsterdam á tímabilinu 1. nóvember til 1. apríl hvort árið, fyrir lægri far- gjöld en Flugfélaginu er heimilt að taka á þessu tímabili sam- kvæmt samþykktum IATA. Far- gjöldin eru 25% lægri en sam- bærileg fargjöld Flugfélagsins nú. Þar með er hafin samkeppni milli félaganna á flugleiðinni til Evrópu, samkeppni sem beinist nær eingöngu að flutningi ís- lenzkra farþega til meginlands- ins. Meðan Flugfélagið er þátttak andi í IATA og tákn þess, að ís- land vilji ekki algerlega snið- ganga alþjóðlega samvinnu í flugmálum, getur félagið ekki lækkað sín fargjöld yfir vetrar- mánuðina á sama hátt og Loft- leiðir. Aðstaða félaganna er með þessu orðin svo misjöfn, að Flug- félagið fær ekki við unnað. Loft- leiðir þarf litlu að fórna vegna fargjaldalækkunarinnar. Félagið hefur á þessum tíma árs auð sæti í flugvélum sínum frá Banda- ríkjunum og það er því að veru- Björn Ólafsson legu leyti fundið fé, ef í þessi auðu sæti fæst skipað farþegum héðan til meginlandsins. Aðal- tekjur félagsins eru eftir sem áður af farþegaflutningum milli Ameríku og Evrópu. Loftleiðir mun einnig hafa ósk- að þess, að fá að fljúga á þess- um lægri fargjöldum yfir vetrar- mánuðina til Norðurlanda og Bretlands, og fengið til þess vil- yrði Flugráðs, en samþykki við- komandi flugmálastjórna munu ekki hafa fengizt. Eins og kunnugt er af umræð- um í blöðum og útvarpi, hafa Loftleiðir sent umsókn til Flug- ráðs um enn meiri fargjalda- lækkun eða sem svarar samtals um 50% undir IATA-fluggjöld- um. Þetta á að gilda yfir vetrar- mánuðina meðan flutningar frá Ameríku eru í lágmarki, en þeg- ar farþegastraumurinn hefst aft- ur með vorinu hefur félagið lítið af lausum sætum, enda þá óhag- stætt að taka frá sæti fyrir ís- lenzka farþega fyrir lágt gjald. Samvinna i áratng Það er hörmulegt að flugfélög- in, sem hafa haft að ýmsu leyti vinsamlega samvinnu síðasta áratug og ekki reynt að ganga inn á verksvið hvort annars með undirboðum, skuli nú vera kom- in í aðstöðu, ef til vill fyrir hugs- unarleysi og handvömm, sem get- ur í nánustu framtíð haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir þau sjálf og erfiðleika fyrir íslenzk stjórn- völd. Undanfarin ár hefir starfssvið félaganna verið allskýrt afmark- að. Flugfélagið hefir haldið uppi reglubundnum ferðum milli ís- lands, Bretlands og Norðurlanda og afkoma þess hefur að mestu byggzt á þessum flugleiðum. Að- alstarf Loftleiða, sem hefur geng- ið með ágætum, er farþegaflutn- ingurinn milli Ameríku og Ev- rópu. Bæði félögin hafa undan- farin ár tekið sömu fargjöld, sam kvæmt samþykktum IATA, frá íslandi til Evrópu. Þess er ekki að dyljast, að hörð samkeppni með lækkuðum fargjöldum héð- an til Evrópulanda hlýtur að hafa afdrifarík áhrif á afkomu Flugfélagsins, meðan slík sam- keppni hefir engin teljandi áhrif á afkomu Loftleiða, sem hefir aðaltekjur sínar af Ameríkuferð- unum. Þegar þetta er ritað hefir sú frétt borizt út, að umsókn Loft- leiða um frekari fargjaldalækk- un, sem legið hefir fyrir Flug- ráði, hafi nú verið samþykkt. Verður nú erfitt að gera sér grein fyrir hvaða stefnu ísland ætlar að hafa í flugmálum sín- um í nánustu framtíð. Það er ef til vill óvinsælt, að standa gegn því, ef einhver vill lækka verð á þjónustu sinni í svipinn, jafn- vel þó slík lækkun geti síðar leitt til öngþveitis og vandræða. En flugmálin verða ekki hér frek ar en annars staðar farsællega rekin, nema framkvæmd þeirra sé byggð á óreikulum og skyn- samlegum sjónarmiðum. Fargjöldin til Luxemburg Mörgum mun finnast það næsta hlálegt, að annað flugfé- lagið skuli nú stofna til fargjalda samkeppni, vegna þeirra íslend- inga, sem í skammdeginu þurfa að ferðast til útlanda. Einnig er það mjög miður, að svo lítur út, að þessi samkeppni, með sam- þykki Flugráðs, virðist ætla að hafa í för með sér, að rofin verði þau tengsl, sem ísland hefur haft við alþjóða samtök um ákvörðun fluggjalda. Til þess að menn geti gert sér hugmynd um, hvernig þessari samkeppni er nú varið, og hvern- ig fargjöld Flugfélagsins eru í samanburði við fargjöld annara félaga, skulu hér gefnar eftirfar- andi upplýsingar: Fargjöld frá Reykjavík til Luxemburg: IATA kr. 4,872,00 aðra leiðina (2,315 km.) eða kr. 2.10 per km. Fargjald Loftleiða er nú kr. 7.066.00 báðar leiðir eða kr. 1,52 per km. Ef hin nýja umsókn Loftleiða, sem nú hefir verið samþykkt af Flugráði, kemur til framkvæmda, verður fargjald til Luxemburg aðra leiðina kr. 2,670,00 eða kr. 1,15 pr. km. Er það kr. 2,202,00 lægra aðra leiðina en nú er samþyktk innan IATA, eða sem svarar til nærri 50% lægra gjalds, og rask- ar þar með öllu fargjaldasam- ræmi milli íslands og meginlands Evrópu. í sambandi við þessi mál er nauðsynlegt að veita því athygli, að flugmálastjórnin breytir í engu samkeppnisaðstöðu Loft- leiða á Norður Atlantshafsflug- leiðinni með samþykkt sinni á lækkuðum fargjöldum héðan til Luxemburg. Skal nú sýnt fram á þetta með því að tilfæra sjálf fargjöldin. • Vetrarfargjald Loft- leiða fram og aftur á flugleið- inni héðan til New York er $ 246,00 og sé lægra fargjaldinu til Luxemburg, sem flugmála- stjórnin hefir samþykkt, þætt við þetta fargjald, er heildar far- gjaldið fram og aftur á milli New York og Luxemburg $363,80. Hins er svo að geta, að í gildi er sérstakt fargjald frá New York til Luxemburg og er það $358,20, eða $5,60 lægra en hér var um getið að ofan. Sannast á þessu, að það er ekki til þess að bæta samkeppnisaðstöðu sína gagn- vart erlendum flugfélögum, sem Loftleiðir sækja um lægra fair- gjöldin héðan til Luxemburg. Hér er um það að ræða, að flug- málastjórnin samþykkir sérstök hlunnindi í fargjöldum til handa Loftleiðum, hlunnindi, sem þeim gagnast einvörðungu í samkeppni Loftleiða við erlend flugfélög. Það er því. óumflýjanleg stað- reynd, að flugmálastjórnin hefip nú beinlínis mismunað flugfélög- unum og stofnað til átaka þeirra í milli vegna fargjaldamálanna. Fargjöld Flugfélagsins Venjuleg fargjöld Flugfélags- ins til nokkurra staða í Evrópu, og samanburður á .þeim við far- gjöld annarra félaga er svo sen» hér segir, og er verðið reiknað í krónum per km.: kr. Rvík-Glasgow (km. 1.333) 2,26 Rvík-London (km. 1.880) 2.02 Rvík-Kaupm.h. (km. 2.115) 1,99 Fluggjöld annarra flugfélaga á Evrópuleiðum Kaum.h.-London (km 983) 3.09 Osló-Hamborg (km. 698) 3,67 Stokkhólm-Amsterdam (km. 1,132) 3,00 Glasgow-Lissabon (km. 1,891) 2,29 Meðal verð á fimm flugleið- um Flugfélags íslands milli ís- lands og útlanda (venjulegt far- gjald) er kr. 2,23 pr. km. Meðal verð erlendra flugfélaga á tíu fluigleiðum innan Evrópu (venju- logt fargjald) er kr. 2,91 pr. km. Af þessum sanaa.nburði má sjá, að fargjald Flugfélagsins, miðað við verð fyrir hvern km. fluig- leiðair, eru þau lægstu í Evrópu. Sýnir þetta betutr en nokkuð ann- að, að félagið hefir ekki lagt si'g eftir því á undanfömum árum að halda uppi ósanngjörnum flug- fargjöldum- Þvert á móti hefur það barizt fyrir því í IATA, að fargjöld firá íslandi til Evrópu væru hagstæð fyrir landsmenn. Ef Flugfélaigið neyðist til að lækka þau fargjöld, sem það hef- ir nú, þá eir það ekki af því að það sé heilbrigð eða eðlileg ráð- stöfun, sem reksturinn geti vel borið, heldur vegna þess, að fé- lagið á þá ekki annarra kosta völ, ef það vill halda þeirri að- stöðu, sem það hefir byggt upp á undanförnuim árum. Ef Flugfélagið neyðist til þesa að táka upp harða samkeppni til þess að halda aðstöðu sinni, verð- ur það að lækka fargjöld sin á flugleiðunum til Bretlands, Norð- urlanda Oig Þýzkalands. En það getur það ekki gert, nema að seigja sig úr IATA. Kæmi þá til kasta íslenzkra yfirvalda að út- vega félaginu samiþykki flug- málastjóma þessara landa vegna hinna nýju gjalda, sem ekki væru í samræmi við umsamin gjöld ininan IATA. Getur fsland staffið fyrlr ntan? Undanfairin ár hefir mikið verið rætt og ritað um samkeppni Loft- leiða við hiin stóru flugfélög 4 leiðinni um Atlantshaf. Hafa margiir haft þá trú vegna þess hve vel félaginu hefur lánaat samkeppnin, að heppilegast væri fyrir ísland að standa utan við IATA og geta ráðið gerðum sín- um án þátttöku í þessum alþjóð- legu samtökum. Hér hafa þessi samtök á stundum verið kölluð okurhringur auðfélaganna, er stæði gegn lækkun fargjalda og amaðist við hverri viðleitni í þá átt. Slík skoðun er að sjálfsögðu jafn fráleit og sú ósamngimi, að fotrdæma þau erlendu félög fyrir ósvífni og yfirgamg, sem biðja um leyfi til að fljúga fyrir sömu fargjöld og Loftleiðir yfir Atlanta haf. íslendingar geta ekki vænzit þess, að hafa einkaleyfi ttl að fljúga á lægri fargjöldum ei» aðrar þjóðir. Þeir geta aðeins vænzt þess, að vegna smæðar sinnar og hnattstöðu sé þeim sýnd þolinmæði og vinsemd ekki sízit vegna þees, hversu hlutur þeirra er lítill af hinum miklu Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.