Morgunblaðið - 24.11.1963, Síða 16

Morgunblaðið - 24.11.1963, Síða 16
16 MOHGUNBLAÐIÐ i Sunnudagur 24. nóv. 1963 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: SígurSur Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. tJtbreiðslustjori: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. t lausasölu kr. 4.00 eintakió. iLsA IIT/I iN IIR Hf IMI U 1 r ui ui\ n c . 1IYI1 HEIMUR HARMI LOSTINN AHur heimurinn harmar 5r- lög hins unga og mikil- hæfa forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedys, sem fall- inn er í blóma lífsins fyrir hendi morðingja. Það erhrapa leg og sorgleg staðreynd að fjórir forsetar þróttmesta og glæsilegasta lýðræðisríkis heimsins skuli hafa mætt slík- -um örlögum. En þetta er engu að síður hinn beizki raun- veruleiki. John F. Kennedy var að- eins 46 ára gamall er hann lézt. Hann var fulltrúi æsk- unnar meðal forustumanna heimsins, þeirrar kyn- slóðar, sem gekk hraust og glæsileg móti nýjum tíma. Hugur hans var fullur af nýj- um hugmyndum um mögu- leika framtíðarinnar til þess að skapa þjóð hans og öllu mannkyni farsæld og ham- ingju. Hann gekk gunnreifur móti hinum nýja tíma í ör- uggri og bjartsýnni trú á betra, réttlátara og fegurra mannlíf. Göngu þessa glæsilega, . djarfa en raunsæja stjórn- málamanns er nú lokið. Þjóð hans drúpir höfðu í sárri sorg. Fólkið um allan heim, við hvaða þjóðskipulag sem það býr, syrgir hinn mikla stjórnmálamann, sem unni friði og mannhelgi og ein- beitti kröftum sínum að því að létta fargi óttans af hugum þjóðanna. Friðarhugsjónin hefur misst traustan framherja og mann- kynið allt horfir á bak leið- toga, sem miklar vonir voru við tengdar. Þegar þetta er ritað veit enginn fyrir víst, hver vann hið mikla ógæfúverk. En sumt þykir benda til þess að rætur þess megi rekja til átakanna um Kúbu. Ekk- ert verður samt um það fullyrt á þessu stigi máls- ins. Tíminn mun væntanlega leiða sannleikann í ljós um það. Hin mikla ógæfa hefur skeð. Heimurinn hefur misst glæsilegan leiðtoga, banda- ^ríska þjóðin mikilhæfan for- seta, tvö lítil börn ástríkan föður og ung kona er orðin ekkja. Þannig er lífið. Sorgin heimsækir alla, háa sem lága, ríka sem fátæka. Frammi fyr- ir dauðanum standa allir jafnir. Við dyr hans stendur manneskjan auðmjúk og um- komulaus í einlægri bæn og von um nýtt og fegurra líf. Lyndon B. Johnson er nú forseti Bandaríkjanna. Hann er þaulreyndur og mikilhæf- ur stjórnmálamaður. En hann tekur við miklu og erf- iðu starfi, ekki síður en Harry S. Truman, sem tók við er Franklin Delano Roosevelt lézt árið 1945, rétt áður en síðari heimsstyrjöldinni lauk. Harry Truman reyndist þjóð sinni farsæll leiðtogi. Hann tók við forsetaembætti af af- burðamanni, sem naut ást- sældar meðal þjóðar sinnar. Hinn frjálsi heimur óskar Lyndon B. Johnson blessun- ar í hinu erfiða og vandasama starfi hans. íslendingar minn- ast með þakklæti og gleði komu hans hingað til lands á sl. hausti. í þeirri stuttu heim sókn ávann hann sér traust og vinsældir fjölda fólks með- al okkar litlu þjóðar. STARFSEMI VARÐBERGS ITarðberg, félag ungra áhuga " manna um vestræna sam- vinnu, hefur haldið uppi víð- tækri starfsemi í nokkur ár. Fyrst og fremst hefur þó ver- ið starfað í Reykjavík og ná- grenni, en nú hafa Varðbergs félög verið stofnuð úti um land og er starfsemin stöðugt aukin. Á því leikur enginn vafi, að Varðberg hefur haft mjög mikla þýðingu til að opna augu manna fyrir þeirri nauðsyn, að íslendingar standi sem aðrir frjálsir menn traustan vörð um hugsjónir lýðræðis og bregðist ekki samherjum sínum í barátt- unni við hið austræna ógnar- vald. Því miður hafa einstakir ævintýramenn í íslenzkum stjórnmálum stundum viljað fórna íslenzkum hagsmunum og stuðningi okkar við sam- eiginlegar hugsjónir lýðræð- issinna um allan heim fyrir stundarhagnað í innanlands- stjórnmálum. Varðbergsmenn hafa hins vegar hafið þessi mál upp yfir flokkadrætti og innanlandsdeilur. Þess vegna er nú erfiðara fyrir pólitíska ævintýramenn að nota þessi þýðingarmiklu mál sér til framdráttar. Varðberg á miklar þakkir skilið fyrir framlag sitt og óskar Morgunblaðið þess, að starfsemi félagsins megi enn aukast, til stvrktar lýðræðinu á íslandL Abu-Simbel hofinn verða flutt — bjargað frá því að lenda undir vatni ÞEGAR Egyptar ákváðu að hefja bygg-ingu Aswan-stífl- unnar, urðu margir fornleifa unnendur um allan heim óttaslegnir. Ástæðan var sú, að yrði ekkert að gert, færu hin frægu Abu Simbel-hof, sem Ramses II lét byggja á Nílarbökkum, í kaf. Þegar vatni yrði hleypt á stífluna úr 500 km. löngu stöðuvatni, sem verið er að gera sUnnan hennar. Mikið hefur verið rætt um hvernig bjarga megi þessum 3000 ára gömlu hofum, sem höggvin eru í klett við ána. Margar tillögur hafa komið fram, en nú hefur verið tek^ in ákvörðun um framkvæmd björgunarinnar. ÞEGAR Egyptar ákváðu að hefja byggingu Aswan-stíflu Ráðgert er að saga hin út- höggnu hof út úr klettinum I 30 tonna hellum, sem síðan verða settar saman um 200 metrum fyrir ofan núverandi bakka Nílar. Þegar vatninu hefur verið hleypt á Aswan stífluna úr stöðuvatninu, er gert ráð fyrir að svo mikið hækki í ánni, að horfin verði aftur á bökkum hennar. Það eru sex verktakar, sem sjá munu um flutning hof- anna og talið er að verkið muni kosta um 700 milljónir ísl. króna. Egypzka stjórnin setti fyrir nokkru á stofn nefnd, sem rannsaka átti möguleikana á því að bjarga Abu Simbel-horfin á Nílar- bökkum. Þau verða höggvin sundur og flutt um 200 metra. hofunum og hefur hún sam- þykkt tillögu sænskra verk- fræðinga um tilhögun björg- unarinnar. Vísinda og menn- ingarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) hefur einnig lýst fylgi sínu við tillöguna. Flutningi hofanna verður að vera lokið fyrir 1970, þvi að þá er ráðgert, að hleypt verði vatni á stífluna úr stöðuvatn- Nefndin, sem egypzka stjórn in setti á laggirnar í sambandi við björgun hofanna, er skip- uð fimm fornleifafræðingum frá Hollandi, Póllandi, Frakk- landi, Bandaríkjunum og Egyptalandi. Auk þess eiga sæti í henni tveir arkitektar, Dani og ítali. Mun nefndin sjá um skipulagningu svæðis- ins í kringum staðinn þar sem hofin verða í framtíðinni, en hann hefur hún þegar valið. MÁLVERKABÆK- UR HELGAFELLS ¥Tt er komin ný málverka- ^ bók með myndum eftir Gunnlaug Blöndal á vegum Helgafellsútgáfunnar. Mál- verkabækur útgáfunnar hafa lýst stórhug og bjartsýni og eru ómetanlegt framlag til kynningar íslenzkrar listar. í bókum þessum hafa verið kynnt verk eftir meistara eins og Ásgrím, Kjarval og Ásmund Sveinsson. Með bók- inni um Gunnlaug Blöndal er stigið spor til kynningar á einum sérstæðasta persónu- leika í hópi íslenzkra mál- ara. Gunnlaugur Blöndal var umdeildur málari meðan hann lifði, eins og oft vill vill verða um listamenn, sem fara eigin götur. Hann var djarfur í litameðferð og per- sónulegur í afstöðu sinni til verkefnanna. Hann unni ís- landi og gaf okkur nýja hlut- deild í fegurð þess og sér- kennum, séðum með augum, sem áttu dirfskuglampa heimsmannsins og hlédrægt náttúruskyn íslendingsins. í beztu verkum Gunnlaugs Blöndals er þetta tvennt sam- einað á eftirminnilegan hátt. Listaverkabækur Helga- fells eru eins og fyrr getur þakklætisvert brautryðjenda- verk. Vonandi fylgja margar á eftir. íslenzkir listamenn hafa sýnt, að þeir standa und- ir slíkum verkum, sem hægt er að senda hvert á land, sem er. En prentanir myndanna verður að vanda, þar má ekki slaka á. FIMM sýníngar hafa verið á kvöldvöku Félags íslenzkra leikara í Þjóðleikhúsinu, og allar fyrir fullu húsi. Hefur sýningin vakið óskipta gleði áhorfenda, enda fjölbreytt og skemmtileg. Sjötta og sjö- unda sýning verða annað kvöld, nrónudag, klukkan átta og ellefu, og hófst að- göngumiðasala í gaer. Litlu eftir að miðasalan hófst var svo til uppselt á fyrri sýning. una. Mega leikarar því eig» von á húsfylli að vanda » báðum sýningum. Meðfylgjandi mynd er úr en það er skemmtiþáttur, sem einu atriði kvöldvökunnar, nefnist Skugga-Ketill. Jón Sigurbjörnsson leikur Ketil, en Árni Tryggvason Skugga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.